Ísafold - 28.03.1895, Blaðsíða 3
103
Khöfn 12. marz.
Það sem af er mánaðarins, hefir verið lítið
um stórtíðindi, en vetrarfarið líkt og áður;
])ó virðist nú að bata þoka. — Sviakonung-
ur fór heim við svo búið frá Kristjaniu,
en í Stokkhólmi beið hans háværi fagnað-
ar og ilmandi blómskúrir.
Þýzku blöðin kveða enn mjög ósýnt um
stíflu-nýmælin (gegn byltingum). Frá
Englandi engin stórtíðindi borin, en þess
má geta, að Rosebery lávarður hefir legið
um tíma allþungt haldinn af inflúenzu.
Næstum í öllum löndum áifu vorrar geysar
hún með þvi mannskæði, sem pestar igildi
væri.
Stríðinu eystra ekki lokið, en því linar
Þá, er Lí Hung-Sjang kemur til Japans, eða
W Hírósjíma, þar móti honum verður
tekið þann 19. þ. m. Uppi í Mantsjúriinu
hafa seinustu leikarnir staðið í taflinu, en
frjettirnar af þeim of ógreinilegar. Þó er
sannfrjett kallað, að viðureignirnar hafl
staðið nálægt borg við Liaó-tang-flóann, er
Njútsvang heitir, að htin sje nú í höndum
Japansmanna eptir harðar orrustur og
ttikið mannfall í beggja liði, en stórum
meira Sínverja megin, eða í seinasta bar-
daganum allt að 2000 manna.
Frá Vesturheimi má geta um óeirða- eða
uppreisnatiðindi á tveim stöðum: Kólum-
bíu í Suðurameríku, ogáCúba, hinu mikla
°& frjósama eylandi Spánar.
Um lyktirnar ekki fnll-kunnugt að svo
stöddu, en stjórn Spánverja hefir gert
Lráðasta bug að liðsendingum þangað
vestur.
Póstskipið Lanra (Christiansen)komloks
i gssrkveldi seint. Komst ekki at stað frá
Khöfn fyr en 15. þ. mán. fyrir ísalögum í
Eyravsundi; hafði raunar lagt af stað 10., en
Varð þá að snúa aptur brátt. — Það hreppti
°8 is á útleiðinni hjeðan í f. mán., i Jótlands-
hafi, 0g varj) aj> leita hafnar i Norvegi
(Kristiansand).—Farþegar hingað með skipinu
voru lögfrseðiskandídatarnir Gísli ísleifsson og
Sigurður Pjetursson, kaupmennirnir Thor Jen-
sen og Eyþór Felixson, verzlunarmennirnir
Friðrik Jónsson og N. B. Nielsen, og vjel-
meistari handa »Elínu«.
Skipið fer aptur á helginni næstu.
Skuia.m4lið< Hæstirjettur heflr
. ‘ f- mán- (febrúar) kveðið upp svo-
andi dóm ( sakamálipu gegn sýslu-
manni og b80)arfógeta Skúla Thorodd-
sen (orðin milii sviga 0g hornklofa við-
bætt í þýðingunni, til skýringar);
»Með því að leggja verður framburð
ákærða að (öllu) verulegU til grund-
vallar fyrir dómi í málinu, eptir því,
bvernig prófin hafa verið tekin 0g eink-
Utn vitnin hafa verið yfirheyrð, er eigi
Qsegileg ástæða til að hafna þvi, sem
hann ber fyrir sig um, að skilyrðin
ab beita konungsúrskurði 23. okt.
^ 1 þvi tilfelli, er ræðir um í kafi-
anum I i (yfirrjettar)dómnum hafi ver-
i fyrir hendi [að beita vatns- og
rauðsþvingun við Sigurð »skurð«], en
það er aðfinnsluvert, að slíkt sjest ekki
á þvi sem bókað hefir verið. En til
Pess að dæma ákærða til hegningar
yrir þá vanrækslu samkvæmt 144. gr.
hinna islenzku hegningarlaga finnst ept- j
ir atvikum ekki vera nægileg ástæða. !
Þar sem ákærði er ennfremur með j
dóminum sakfelldur samkvæmt tjeðri ;
grein fyrir nokkrar vanrækslur, sem
um ræðir í köflunum IV, V og VII, þá
álítast heldur eigi skilyrðin fyrir hegn-
ingardómi eptir tjeðri grein vera fyrir
hendi að því er þessar vanrækslur
snertir. — Fyrir því og með skírskot-
un til ástæðna þeirra, er til færðar eru
í dómnum í málinu að öðru leyti og
ekkert verulegt er að athuga við, ber
yfir höfuðuð að sýkna ákærða, þó svo,
að hann sje skyldaður til að greiða ‘/s
hluta af sakarkostnaðinum.
Því dœmist rjett að vera:
Ákærði sýslumaður og bæjarfógeti
Skúli Thoroddsen á að vera sýkn af
kæru sóknarans í máli þessu. Sakar-
kostnaðurinn, þar með talin málfærslu-
laun, sem ákveðin eru í landsyfirrjett-
ardómnum, og málfærslulaun til Lunns
hæstarjettarmálfærslumanns fyrir hæsta-
rjetti 200 kr., greiðist af ákærða að ein-
um áttunda hluta og að sjö áttundu
hlutum af almannafje*.
Forngripasafnid 1894.
Þetta árið eignaðist safmð alls 117 gripi og
var meiri hluti þeirra keyptur, einir 25 gefn-
ir; gripirnir heyra helzt tii húningum fornum
og nýjum (skarti úr gulli og silfri og öðrum
efnum), vopnum og áhöldum (búgögnum),
kirkjulegum gripum frá kaþólskri tíð og enn
yngri gripum.
Þeir, er geíið hafa safninu gripi, eru:
Sigurður Jóhannesson, skólap. frá Svarfhóli í
Stafholtstungum: Spjótsodd fornan.
Sigm. Ketilsson, yngism. í Hausthúsum í
Eyjahreppi: Mannbrodd og lás.
Sigurður Jensson, próf. í Flatey : Islenzkan
bankaseðil frá 1794.
Þorv. Thoroddsen, aðj. í Reykjavik: Þjóð-
hátíðarmerki Reykvíkinga.
Ebenezer Guðmundsson, gullsm. á Eyrarbakka :
Brauðstíl, 2 glertölur fornar, kjaptamjel.
Guttormur Vigfusson, prestur á Stöð; Lykil
úr kopar fornlegan.
Magnús Guðmundsson, bóndi á Kotvelli í
Hvolhreppi: Stokk skorinn.
Einar Sigurðsson, bóndi á Tóptum í Flóa: 2
hengilása.
Olafur Sveinsson, gullsm. í Reykjavík: Merki
Skottjelags Keflavíkur og Reykjavíkur.
Björn Þorláksson, trjesmiður í Munaöarnesi:
Stundaklukku, er átt heíir Skuli landfógeti
Magnússon.
Þórhallur Bjarnarson, lektor í Rvík: Adrætti
af beizli.
Lárus Halldórsson, skólap. frá Miðhúsum í
Miklaholtshreppi: Glertölu, koparknapp og
hvolf af svuntuknapp.
Maria E. Guðmundsdóttir, vinnuk. á Súlu-
völlum i Húnavatnss.: Silfurmillu.
Ingimundur Jakobsson, bóndi í Kirkjuhvammi:
Signet föður hans.
Guðm. Helgason, bóndi í Tjarnarkoti í Húna-
vatnssýslu: Látúnskross litinn.
Halldór Guðmundsson, vinnum. á Skiðabrekku
í Landeyjum: Danskan silfurpening.
Guðm. Guðmundsson, vinnum. á Svartanúpi:
Litla glertölu og nokkra járnmola, fundið
viö Granagil hjá Búlandi.
Rúm 700 manns skoðuðu safnið á regluleg-
um sýnitímum, auk þess fengu ferðamenn,
innlendir og útlendir, að sjá það á öðrum
tímum, er því varð við komið.
Pdlmi Pálsson.
Skaptafellssýslu miðri 23. febr. Yeðr-
áttan hefir mátt kallast hagstæð til jafnaðar
það sem af vetri er, dálitinn tíma fyrir jólin
varð hagalítið, voru þá allir gripir teknir á
gjöfjOg tók þann snjó aptur upp, að kallafyrir
jól. Fyrir þorrann gerði norðanátt og er það
sá eini frostakafli sem komið hefir á vetrinum
sem teljandi er. Mest varð frostið 26. jan. 15
til 11° á R. Allan þorrann hefir verið ágæt
tíð og auðar jarðir í allri Austur-Skaptafells-
sýslu. Nóttina milli 28. og29. des. gerði mjög
snarpt vestanveður með grjótfoki, því jörð
var auð. Urðu þá allmiklar skemmdir ájörð-
um í Lóni, Mýrum og enda í Suðursveit vegna
grjótfoks.
Bráðapest hefir verið mikil í sýslunni, eink-
um í Nesjum; í Árnanesi er talið að hafi drep-
izt úr því fári á 3. hundrað; þar er tvíbýli.
I Lóni hefir talsvert drepizt sunnan Jökulsár,
t. d. hefir Sveinn bóndi Bjarnason í Volaseli
(bróðir sira Jóns í Winnipeg) missti nálægt
hundraö. í Suðursveit einnig drepizt nokkuð,
sumir bændur misst 40—70. I Öræfum hefir
farið meira en að undanförnu, samt er það
minna en i hinum sveitunum, það mun vera
um 100 alls, mest á 2 heimilum.
Nú eru fjárhöld góð, enda er nú hægt, að
gera vel við skepnur, því nú eru allir birgir
af heyjum, því þau voru næg og góð undan
sumri, með því að jörð var vel sprottin og
nýting góð.
Garðávextir, rófur og kartöflur voru með
bezta móti.
Skurðarfje reyndist vel. í Lóni skárust
sauðir með 66 pd. falli og 24—25 pd. mör,
bezt, en margir með 55—60 pc1. falli og 15—20
pd. mör. Á Mýrum skárust t. d. 7 vetra gaml.
ær úr kvíum með 40 pd. íalli og 10 pd. mör.
I öræfum skárust sauðir bezt með 60 pd. falli
og 20 pd. mör.
Af þvi að ýmsum þykir gaman og enda
fróðlegt að sjá í blöðum verð á ýmsri vöru í
kauptúnum landsins, skal jeg tilnefna verð á
nokkrum vörutegundum á Papós, sem er verzl-
unarstaður okkar Austur-Skaptfellinga. Matur
allur var settur upp 1 kr. hver tunna eptir
nýár í fyrra og til sumarkauptíðar, þá varð
b.-bygg 22 kr., ertur 22, overhead 22, rúgur 15.
salt og steinkol 8 kr. 80 a. mælt, en 100 pd.
2,50; hestskónaglar 6 kr., 4 þml. 3,50, 3 þml.
2.50, 2 þml. 1,50, broddnaglar 20 kr. hver 1000.
Hellulitur með tilheyrandi 75 a., eldspýtur 20
a., bakkajárn 22 a. pd„ Ijáblöð 1,25, brýni 30 a.
KafG 1,25. Export 50 a. Púðursykur 30 a.
Annað sykur 35 a Anilínlitur 20 a. kvintið.
Munntóbak 2,20—2,30. Rjól 1,60. Skorið tó-
bak 1.25. Ullarkambar 2 kr. »Enska flaggið«
2.50. Brennivin 85 a. Messuvín 1 kr.
Betra verö var á ýmsum vörum á Djúpa-
vogi, til dæmis voru ullarkambar 40 a. ódýr-
ari þar, »enska flaggið» 38 a., skóleður 15, salt
og steinkol 10 a. kúturinn, hellulitur8 a. ódýr-
ara, og svo er um nokkrar fleiri vörur. Á Pap-
ós var kaffi- og sykurlaust fyrir jól. Mörgum
finnst sú verzlun erfið, og mundu menn leita
lengra i bnrt til að verzla, ef vegalengd væri
ekki svo mikil; svo er það annað sem líka
heldur mörgum við Papós, að verzlunarstjór-
inn er mikið þægilegur, og að mörgu leyti
vænn maður.
Lausn frá embætti hafa þeir fengið ept-
ir beiðni og með eptirlaunum dr. Jón rektor
Þorkelsson, r. dbr., og Guðmundur Guðmunds-
son hjeraðslæknir Árnesinga.
Heiðursmerki dannebrogsmanna hefir kon-
ungur sæmt dr. Jón rektor Þorkelsson.
.LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR.
fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.
med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim,
sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg-
ar upplýsingar.