Ísafold - 08.05.1895, Síða 1
Kemur út ýmisteinu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg.(80arka
minnst)4kr.,erlendis5kr. eða
l‘/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Uppsögn(skrifieg)bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. oktober.
Afgreiðslustofa blaðsins er i
Austurstrœti 8.
XXII. árg
Reykjavik, miðvikudaginn
8. mai 1895.
40. blað.
f
þórarinn prófastur Böðvarsson,
r. af dbr.,
andaðist i gærmorgun að heimili sínu,
Görðum á Alptanesi, eptir nokkra daga
legu i lungnabólgu, en talsverðan lasleik
áður hin síðustu missiri. Hann hafði fáa
daga yflr sjötugt, fæddur 3. mai 1825, að
Gufudal við Breiðafjörð, þar sem faðir
hans var þá prestur, Böðvar prófastur
Þorvaldsson, prests og sálmaskálds Böð-
varssonar, en kona hans íyrri og móðir
Þórarins prófasts var Þóra Björnsdóttir,
prests í Bóistaðarhlið Jónssonar, sem mik-
il ætt er frá komin og merkileg. Hann
fluttist síðan með foreldrum sinum fyrst
að Stað í Steingrimsfirðí og siðan að Staf-
holti, fór þaðan í Bessastaðaskóla 17 vetra,
útskrifaðist þaðan 1847 og af prestaskól-
anum, þá nýstofnuðum, 1849, með fyrstu
einkunn; vígðist samsumars, 12. ágúst, að-
stoðarprestur föður síns, þá á Melstað í
Miðfirði, og kvæntist systur seinni konu
hans (Elizabetar) og frændsystur sinni,
Þðrunni Jónsdóttur prófasts í Steinnesi
Pjeturssonar og Elizabetar Björnsdóttur frá
Bólstaðarhlíð, sem dáin er rúmu ári á und
an manni sínum. (Sjá ísafold 31. marz
1894, þar sem börn þeirra hjóna eru einn-
g talin). Síðan var honum veitt Yatns-
íjarðarbrauð 1854, og Garðar á Áiptanesi
x868. Prófastur var hann í ísafjarðarpró-
fastsdæmi (norðurhlutanum) 1865—1868,
og í Kjalarnesþingi frá 1871 til dauðadags
Hann sat á 3 ráðgjafaþihgunum síðustu og
á öllum löggjafarþingunum, 1875—1894
sem 1. þingmaður Kjósar- og Gullbringu-
sýslu; var áður kosinn varnþingmaður ís
firðingu, í tíð Jóns Sigurðssonar. Hann
var forseti neðri deildar 1891 og 1894, og
varaforseti á mörgum þingum. Sýslunefnd-
armaður var hann allatíð frá þvi er sýslu-
-fndir hófust, og hreppsnefndaroddviti
n hann og hnfa verið alla tíð trá þvi
sveitarstjórnarlögin (1872) gengu í gildi.
Það má marka á a>fiferils-ágripi þcssu,
X hjer er atkvæðamanni á bak að sjá.
un ekki of sagt,, að ekki liafi á öðrum
ireira. borið meðal prestastjettarinnar 6jer
á landi hin síðari árin, enda var hann ör-
uggur formælandi hennar á þingi og mik
111 frömuður kirkjulegra lagabóta. Meðal
annars voru prestakallalögin frá 1880 hon-
um í'remst eignuð og með sönnu. En ekki
kvaö minna að afskiptum hans af verald-
fégum málum. Hann var í hvívetnu fram-
kvæmdamaður mikill, ráðsvinnur og at-
orkusamur. Búsýslumaður mikill, til lands
og sjávar, og komst snemma í góð efni,
þðtt f'átækur byrjaði búskap. Vestra var
hann einkum mjög fyrir hjeraðsbúum um
margvíslega framfaraviðburði, er góðra
samtaka þurfti við, atorku og manndáðar,
og svo sem sjálfkjörinn oddviti og leiðtogi
þeirra í slíkum efnum. Lækningar stund
aði hann og þar, meðan þar var lækna
skortur mestur og þótti mikið vel takast,
þótt engrar tilsagnar hefði notið. Þá vann
hann og til verðlauna með ritgerð um
þrifnað og húsabætur, er talsverð áhrif
mun hafa haft til umbótar. Annað helzta
riteptirhan'n er »Lestrarbók handaalþýðu«
(1874). Fyrirmynd var heimili þeirra hjóna
að reglusemi og fögrum heimilisbrag, fram-
úrskarandi gestrisni og hjálpsemi við bág-
stadda. Hann var manna tryggastur og
vinfastastur, raunbezti bjargvættur vanda-
manna og vina, viðkvæmur og hjartagóður,
þótt ríklundaður væri. En fagur og fá-
gætur vottur um alvarlegan áhuga á
almenningsheillum er stofnun alþýðu- og
gagnfræðaskólans í Flensborg, gjöf frá
þeim hjónum að upphafi, bæði hús og
jarðeign, m. m.
Gerfilegur maður var hann ásýndum og
göfugmannlegur, hinn sæmilegasti bæði í
sjón og reynd, — í einu orði einn með
mestu sæmdarmönnum þessa lands.
r
Utlendar frjettir.
Khöfn 22. april 1895.
Veðrátta. Upp frá því að póstskipið
slapp úr ísfjjötrunum í miðjum marz, hjelt
leysingunum áfram, þó á löngu liði áður
en fyrir öll slys væri komið af ísrekinu í öil
um sundum. Nú er voi veörið komið með
blíðu og gróðri, og dregur svo blæju fyr-
ir allar vetrarraunirnar.
Jarðskjálfti. Laibach, höfuöborgin i
Krain í Austuiríki, varð svo öll á reiði-
skjálfi nóttina milli fyrsta og annars 1 pásk-
um, að næstum hvert hús lestist, sum til
muna, en drjúgur liluti þeirra hrundi í
grunn niður. Miklar skemmdir á öllum
kirkjum og öðru stórhýsi, og sagt er, að
fáir turnar standi hjer rjettir uppi. Hver
skelfing reið hjer að fólkinu, má nærri geta;
en allir, heilir og sjúkir, þustu út undir
beran hirnin. Um morgunin höfðu næst
um allir borgarbúar hreiðrað sig á torg-
um bæjarins, eða utan við hann. Fjöldi
manna ljet líflð, þó tala þeirra sje ekki
enn greind, nje hinna, sem lemstruðust.
Húsaskaðinn metinn á nær því 10 miljónir
króna. Lik afdrif hlutu þorp og byggðir
í grenndinni og jarðskjálftans kenndi í
allar áttir Jangt burtu — og alstaðar með
felmt og ótta — t. d. í Trient og Fjume,
i Tyrol og i Feneyjum. Einn jarðfræðing-
ur, Eduard Suesz að nafni, í Yín, ætlar að
þessi jarðskjálfti stafi ekki frá eldsumbrot-
um í iðrum jarðarinnar, en hinu heldur,
er haggazt liafi um lög eða stellingar í
undirstöðubeltum fjallanna.
Danmörk. Þingi slitið að setutíman-
um útrunnum við skaplegar lyktir, eða
með samþykktum fjárlaganna í báðum
deildum. Af 43 frumvörpum, sem fram
náðu að ganga, eru helzt að telja: nýmæl-
in um fjárlán á 20 milj. króna með ákvæð-
um um niðurhleyping leigna af skulda-
brjefum ríkisins frá 3x/2 kr. til 3, og um
fjölgun kjörþinganna.
Nú var og útrunninn kjörtími fólksdeild-
arinnar og var til kosninga boðið þann 9.
þ. mán. Vinstrimenn kölluðu auðsætt, að
hinum gekk ekki hið bezta til, er tíminn
var svo naumt skorinn til undirbúnings-
en blöð hinna tóku helzt fram, hve mjög
riði á, að sjá sem fyrst úrslitin, þ. e. að
skil.ja: trygginguna fyrir, að sáttmálinn í
fyrra (með hægri mönnum og liðhleyping-
um) stæði óhaggaður, og stíflurnar traust-
ar fyrir nýjum óeiruflaumi. Ef satt skal
segja, þá voru eggingar hægri manna í
blöðunum með ákafara eða hvasslegra
móti en hinna, og rjett á undan kosning-
unum stóðu sem ávarpsorð eða »húskarla-
hvöt« vfir einni greininni í »Berlingi«: »Nú
er Brávallabardaginn fyrir hendi!«.
Bardaginn þann 9. harður að vísu, en
að mannf'allinu skyldi snúa svo, sem reynd-
ist, í fýlkingu »sáttmála«-liðsins, það hefði
vist engan grunað.
Hinum stæltari hægraflokksins, aptur-
halds- og hertrúarmönnum Dana, gramdist
mest ósigur Bahnsons hershöfðingja, ráð-
herra hermálanria í langan tíma, sem svo
herfilega hefir tæmt rikissjóðinn t.i 1 virkj-
anna um höfn. Og þó segja skynberandi
menn — líklega með rjettu —,að þau muni
vart standa stundu iengur fyrir skothríð-
um vorra tíma.
Þingið nýja kvatt til starfa 17. þ. m.;
það voru kosningapróf, og er þeim þegar
lokið. Högsbro gamli kominn aptur í for-
setastólinn.
Hvað nú tekur við er ómögulegt að segja,
en hrakspám hægri manna munu fæstir
þeirra gaum gefa, sem vilja muna, hvernig
farið hefir um hreifingshyggju og happa-
drauma þeirrar handar um síðara hlut
aldarinnar.
Til þess fyrir skömmu voru þær keisara-
ekkjan frá Pjetursborg (Dagmar) og Þyri
systir hennar, ásamt Cumberlandshertog-
anum, bónda sínlim, nokkurn tíma hjá
foreldrum sínum, en drottningin þá heldur
lasiu. Nú er hún sögð albata.
Norðmenn og Svíar. Frá ósamþykk-
inu út af kröfum Norðmanna um konsúla
og utamíkismál vill ekki um fet þoka. f
annað sinn hefir Oskar konungur haldið
til Kristjaníu og farið erindisleysu, þvi að
hann gat hvorki fengið nýja menn til ráða-
neytis, nje hina gömlu ráðherra til að taka