Ísafold - 08.05.1895, Síða 2
156
aptur brjefín um lausn frá embættum, upp
á frestan málanna eða tilhliðrun í sumum
greinum, er minna skiptu. Stang og ráða-
nautar hans segja: »við gegnum embættum
og önnum úr því svo ber nauðsyn til, en
til hins erum vjer ófáanlegir, að taka á
oss neina ábyrgð, sem hlyti að snúa í gegn
samþykktum þingsins norska*. Norðmönn-
um þótti heldur ískyggilegt, er það heyrð-
ist frá Stokkhólmi, að konungur hefði kvatt
til sín nefndir úr báðum deildum þingsins
(sænska) til ráðagerðar, og að allt skyldi
leynt fara. Áður en hann vendi aptur i
seinna skipti, skrifaði hann Stang brjef,
sem þótti bera á sjer meiri stælingarbrag
en Norðmönnum mundi lítast á. Þar stóð
meðal annars: »1 ríkislögum Norvegs
finnst ekkert, sem skyldar konunginn til
að kjósa þá til stjórnarráðsins, sem eru úr
meiri hluta þingsins eða fylgja honum í
landstjórnarmálum«.
England. Þaðan engin nýnæmistíðindi
að segja. Atkvæðalið stjórnarinnar drýgist
ekki, en minnkar ekki heldur, þó við um-
skiptum sje búizt, eptir að Torýmönnum
og bandaliðum þeirra er farið að bera
fleira á milli en fyr. Margir halda, að
stjórnin sæti færi og boði nýjar kosningar
áður en langt um líður. Nýlega gekk
fram afnám ríkiskírkjunnar í Wales við
aðra umræðu, og þar fýlgdi Chamberlain
stjórninni, einn af forustumönnum frelsis-
liða í Torýmannafylkingunni. Þann 11.
þ. m. komst sá maður af Viggaliði í for-
setastól neðri málstofunnar, er William
Court Gully heitir, en atkvæðamunurinn
var að eins 11. (Fyrirrennarí hans, Arthur
Peel, ekki dáinn, heldur sagði af sjer).
Þýzkaland. Stíflu nýmælunum gegn
byltingum heflr ekki skilað svo fram að
svo komnu, að ætla megi á, hverjar lykt-
irnar verða.
Höfuðtíðindi hafa orðið 80 ára afmæli
Bismarcks, eða : heimsóknirnar á Friedrichs-
ruh, fagnaðarkveðjur, ræður og gildi, eða
hátiðarhöld bæði þar og um allt Þýzka-
land til að heiðra og tigna þess hinn mikla
aldarskörung og höfund hins þýzka keis-
araveldis. Ótal þúsundir radda hóf'u fagn-
aðarópin og tóku undir kveðjuræður og
lofræður, og mörgum þúsunda af hugðar-
ávörpum þeytti rafurmagnið þann dag að
borg Bismarcks, en hins þarf ekki að geta,
að dýrmætasendingarnar voru að því hófí,
sem vænta mátti. Vilhjálmur keisari kom
til hans þann 26. f. mán., hjelt hersýning
honum til heiðurs, sæmdi hann með for-
kunnarfögru sverði gullbúnu og flutti sið-
an í veizlunni fagurt erindi um afrek hans
við hliðina á afa sínum fyrir frama og
velfarnan Þýzkalands. Ilinn þakkaði að
verðungu, og taldi það helzt sjer til lofs,
að sjer hefði lærzt hlýðni, lotning og ást
andspænis drottni Prússaveldis. Þess háttar
drottinhollustu Þjóðverja hefðu sagnarit-
arar Rómverja tekið sjerlega fram þegar
á fyrri tímum, og hún mundi þeim enn
bezt gefast.
Hjer er ekki rúm til að herma ágrip af
ræðum Bismarcks og annara á þeim dög-
um, en svo mun fleirum hafa virzt en
þeim er þetta skrifar, sem þær yrðu held-
ur íburðarmiklar. Skörungurinn hlaut við
miklu lofi að taka, og líku skyldi líkt gjalda,
en hólið um landa hans, Þjóðverja, mátti
minna vera. Hann minntist hvað eptir
annað á stórkosti þeirra, og eptir hans
framburði eru þeir hreint og beint fyrir-
myndarþjóð heimsins og einvalalið for
sjónarinnar hvað þrek og vitsmuni snertir,
og þá ekki sízt festu trausts og trúar á
konungveldið. Ekki laust við, að hann
hnýtti í Frakka, sem hefðu nú tapað akk-
eri konungveldisins, og um slafnesku þjóð-
irnar (Póllendinga og Tjekka) játaði hann,
að þeim væri margt vel gefið, en það væru
hjer helzt kvennkostirnir, t. d. tilfinninga-
fjörið, sem væru í fyrirrúmi.
Um eitt hafði mátt fyr geta, sem á und-
an var gengið og hneyxlaði flesta, sem
mátti, og ekki minnst keisarann sjálfan,
og það var, er meiri hlutinn í borgarráði
Berlínar gerði apturreka uppástungu borg-
arstjórnarinnar um að senda nefnd í sam-
fagnaðarerindi til Bismarcks, og að sams
konar uppástunga hlaut síðar sömu mót
töku á alríkisþinginu.
Leiðarsundið milli Eystrasalts og Vestur-
hafs verður opnað og vígt með stórfengi-
legri viðhöfn 21.—22. júní. Þar koma 90
skip frá flotaþjóðunum og reyna leiðina,
en af þeim 35 af flota Þýzkalands, skipuð
10,000 manna. Talið, aðgestir sjálfs keis-
arans verði þá daga 2,500 að tölu.
Frakkland. Herlið Frakka og foringi
þess er á leiðinni til Madagazkar, og bíð-
ur svo þaðan tíðinda; og góðum einum er
við þúizt. Annars er nú yfir öllum frjett-
um frá Frakklandi meiri heiði að sjá en
átt heflr sjer stað í langan tíma. Það þyk-
ir og á gott eitt vita framvegis, að Faure
forseti verður vinsælli dag frá degi, og ný-
lega heflr hann á ferðum sínum á Norður-
Frakklandi, til Rúðu, Havre og fl. bæja,
sjeð þetta vottað með áþreifaniegasta móti.
Hann lítur eptir öllu i borgunum, er hann
gistir, stiptunum, spítölum, fjelögum og svo
frv., en í öllu viðmóti, við hvern sem er
að eiga, látlaus og hinn ástúðlegasti. Með
an hann var í Havre kom þar herskip á
höfn með kurteisiskveðjur frá grönnunum
fyrir handan sundið.
Spánarveldi. Þaðan helztu frjettir, að
til uppreistar var ráðið og búið á Cuba í
marzmán., og til að bæla hana niður hafa
Spánverjar orðið að senda allmikinn her
þangað vestur, en fyrir honum er Martinez
Campos, hershöfðinginn, sem heimti í fjrrra
sigur og bótagjöld frá Marokkó. í dag
frjettist, að uppreisnarmenn hafi neitað
boðum hans, að leggja af sjer vopnin.
í marzmánuði hvarf það herskip Spán-
verja, sem Reina Regente lijet, en á því 420
manna. Menn ætla að það hafi lent á rifi,
nokkuð í norður frá Trafalgar höfða, en
ekkert enn frá því fundið eða á strendur
upp rekið, þó hjer um hviki sögum.
Ítalía. Nýjar kosningar eiga að fara
fram í byrjun næsta mánaðar. Flestir spá
Crispi góðum sigri, enda heflr alþýðunni
batnað í skapi, erlíknir og uppgjafir saka
fylgdu afmæli konungs (14. marz) við þá,
er afbrot drýgðu í fyrra í óeirðunum á
Sikiley og Suðurítalíu.
Frá Perú. Þar er uppreisn hafln í síð-
ari hluta marz gegn Carceres forseta, og
henni lyktaði svo eptir harðar viðureignir
í Líma með drjúgu mannfalli, að hann varð
að forða sjer út á herskip frá Brasilíu, en
bráðabirgðastjórn situr nú við stýrið.
Frá Norður-A.meriku. Þingsetan í
Washington er nú á enda, en yflr henni
mjög misjafnt látið í blöðunum, þar sem
mest lenti i rifrildi og flokkarefjum, en
framfylgi brást við nýtustu nýmæli, þrátt
fyrir kjark og ráðsnilli Clevelands forseta.
Hann færðist undan að vera við þinglok-
in, og hefir látið í ljósi, að hann mundi
ekki framar bjóðast til forsetakosningar.
Frá Austur-Asiu. Hjer verður stutt-
lega yfir að fara, og herma það eitt sem
kunnugt er, en drepa á hitt, er liklegast
þykir af því sem frjettirnar bera um samn-
ing friðar og hans staðfestu. Li Hung
Sjang kom til Japans 20. marz og var þeg-
ar til samninga tekið í Sjímónósekí, bæ á
eynni Nipon. Það bar til trufls og tafar í
byrjuninni, að hálfær maður skaut úr
skammbyssu á sendiboðann, og kom kúl-
an í kinnina vinstri. Hann bar allt sem
bezt af sjer, en þetta fjekk svo á Japans-
keisara og alla alþýðu, að hann sendi líf-
lækni sinn til hins aldraða skörungs og
ljet því fylgja boð um vopnahlje; það þeg-
ar þegið, og síðan gekk allt sem greiðast
með samningana, og voru þeir til lykta
leiddir 15. þ. m. og staðfestunnar að eins
í fáa daga að bíða. Um greinir sáttmál-
ans er ekki enn allt augljóst orðið, en
höfuðatriðin munu vera: 1. Kórea verður
sjálfstætt og óháð ríki; 2. Sínverjar gjalda
hinum í herkostnað um milljarð króna
(1000 miljónir); 3. Japan fær Formósu, ey-
landið frjóvsama og málmrika skammt f
austur frá Hongkong, svo og Pescadoreyj-
arnar, til fullrar eignar; 4. Fimm nýjar
hafnarborgir skulu opnar standa verzlun
Japansbún og Evrópumanna. Margt áskil-
ið um atvinnurjett og flutninga o. fl., Jap-
ansmönnum til handa (og fleirum?). Tal-
að um drjúga landsafsölu við Pessíliflóann
og þá með Port-Arthur, en hjer verður
nánari skýringar að bíða, og sjá hvort
öðru skiptir en hersetunámi fyrir tiltekinn
tíma, sem tryggingu fyrir fjárgjaldi og sátt-
málahaldi.
í flestum Evrópublöðum er mikill kliður
yfir tíðindunum. Efnið: »Hvað tekur nú
við? Br oss ekki í Evrópu við stórum
vanhögum búið?« Blöð Japansmanna svara
brosandi: »Nei, blessaðir! Það er oss sem
fjærst, að búa yfir rjettarhalla eða meinum!*
Blöð Rússa vilja engu trúa, og garg þeirra
er sem sjófugla, er þykjast sjá landhlaup
fiska, en Rússar hafa öllum fremur búizt
við. að komast í krapið í dánarbúi Sín-
verja og hafa upp úr því drjúgan geira af
Kóreu með íslausri höfn fyrir herskip sín.
Póstskipið Laura (kapt. Christiansen) kom
hingað i gærmorgun, viku seinna en eptir á-
ætluninni, alfermt og með fjölda af farþegum.
Fór I morgun áleiðis til Vestfjarða.
Bínar Hjörleifsson ritstjóri frá Winni-
peg kom með þessari ferð þaðan vestan al-
farinn með fólk sitt (konu og 4 börn). Hafði
farið áður fyrirlestursferð um syðri nýlend-
urnar íslenzku vestra (frá Dakota), í beztayiir-
læti, og verið síðan kvaddur af löndum í
Winnipegmeð miklum virktum, veizluhaldi með