Ísafold - 29.05.1895, Síða 2

Ísafold - 29.05.1895, Síða 2
182 Atvinnugrein þessi, sem þegar heflr á j svo stórskorinn hátt sýnt krapta sína til ! að efla framfarir íslands, og einskis óskar | framar en að láta gott af sjer leiða fyrir , þjóðfjelagið, að fá að leggja sitt unga og breiða bak, ásamt öðrum atvinnugreinum iands vors, undir hinar sameiginlegu byrð j ar, og hvergi hefir látið ve'giörð til hins opinbera eða einstakra manna undir höfuð leggjast, þar sem henni hefir orðið við komið — hún á alit annað skilið af' þjóð og þingi en að hún sje gerð að því olnboga- barni, að iöggjafarvaldið verði notað til að ofsækja hana með lagaákvæðum, er eigi miða að eins til að leggja höpt á vöxt hennar og viðgang, heldur einnig skerða atvinnufrelsi og eignarrjett þeirra er við- skipti eiga við hana. Iíval’eifalögin, sem urðu til fyrir rang- ar skýrslur og ósanna lýsingu á vilja þess almennings, sem nokkuð hefir af hvalleif- um að segja, eru dauð og verða vonandi ekki vakin upp framar«. Hin dönsku póstskip á flækingnum milii Granton, Færeyja og íslands. Eptir S ail o r. I. Hvernig á að losast við þau. Þegar jeg las grein hr. E(inars) H(jör- leifssonar) í ísafold 15. maí síðastl. um »Póstskipið okkar«, sem er mjög sanngjarn- lega skrifuð, fannst mjer hjer vera um svo mikiisvert mál að fjalia, að eigi veítti af að rita enn ýtarlegar um það, til þess að reyna að vekja alvarlegt athygli sem fiestra á því. Með því fyrirkomulagi, sem nú er, er íslendingum svo mjög stíað frá öðrum þjóðum og öðrum þjóðum frá íslandi, að furðu sætir, á seinasta áratug 19. aldar> þegar gufuskip sveima svo þúsundum skiptir milli landa hinna siðuðu þjóða, og talsvert af þeim á Congo ánni, og á Victoria Nyanza, — já, jafnvel kringum hina smáu dönsku eyja snepla sveima gufabátar hundraðutn saman. En til íslands — og Færeyja með — synda endur og sinnum tveir gufa-»bollar«, þannig = einn til Færeyja og einn til íslands! Ferðir »bolla« þessara eru náttúrlega svo strjálar, að heil keisarariki gætu verið horfin fyrir styrjöld eða úr kóleru og búið að semja, gefa út og lesa um það sögu í mörgum bindum, og láta bindin upp á háa hillu, áður vjer frjettum þetta. Stjórnir hinna menntuðu þjóða gera allt, sem þær geta, til þess, að styðja að sem tíðustum og hagfeldustum samgöngum, bæði innanríkis og við útlönd, og horfa eigi í að veita til þess stórfje, sem stund- um verður, að meiru eða minna leyti, að taka til láns, og hafa þjóðirnar jafnan þakkað stjórnendum sínum fyrir sjerhverja framtakssemi í þessa átt, og auðmenn hafa optast staðið boðnir og búnir til að styðja slík fyrirtæki, og sumir þeirra hafa barizt fyrir þeim og iagt fram stórfje og tíma til þeirr.a*, en hjer á íslandi eru að eins fáir *) Hjer má t. d. minnast á Samúel sáluga Cunard, kaupmann frá Halifax, Nova Scotia, er varö fyrstur til að berjast fyrir því og menn, sein hugsa alvarlega um þetta, og vilja leggja fje til þess. Stjórnarsinnar vilja sofa í örmum Dana og láta þá eina ráða hjer öllu sem í fleiru, þótt frammi staða þeirra í þessu máli hafl bakað íslandi skaða og óvirðing, og hneppt Islendinga bak við eins konar kínverskan garð. Hvað mundi nú tiltækilegast að gera til þess að ráða bót á þessum samgöngu- vandræðum ? Auðvitað er það allra rjettasta, að kaupa skip og það nýtt, eða að minnsta kosti nýlegt. ísland stendur ekki í neinni skuld; það á hægt með að kaupa nægilega stórt gufu- skip, án þess að taka lán. Skip, sem líkur eru til að Island kæmist af með í bráð til utanlandsferða, þyrfti liklega ekki að vers meira en 1,000 smá- lestir, eða um 300 smálestum stærra en Laura. í því mætti koma fyrir töluvert rúmbétri káetum en í henni. Auðvitað yrði loptleiðsla og hreinsunartæki (t. d. vatnsrennsli, í pípum, frá vjel skipsins), til hreinsunar þvottakera, salerna o. s. frv., raeira nýmóðins en í 13—14 ára gömlu skipi. Skipið gæti og flutt talsvert meiri farm. í því ætti stórlestin að vera líkt útbúin, sem á hinum svo kölluðu »emi granta«-skipum, með gluggum á báðum hliðum, og lausum fletstæðum, er slá mætti i skyndi upp og taka óskemmd niður, á fám mínútum — þó er þetta enn nauðsyn- legra á strandferðaskipi. — Fletstæðin eru ætluð 3. rúms farþegjum, og ættu að vera með strigabotni, svo í þeim mætti liggja án rúmfata, en gluggarnir til þess, að menn þurfl ekki að vera í svartholi eins og nú gerist fyrir svo kölluðum þilju farþegum. Káeturnar virðist mjer mættu vera skrautlítlar, t. d. svipað því, sem er í Lauru, en svefnherbergi rúmlegri og al- staðar loptbetra, hentugri (sjerstök) sæti, og einfalt þilfars herbergi (Rygesalon«) fyrir 2. káetu farþega. (Niðurl.). Árnessýslu (Þorlákshöfn) 17. maí: Þá er vertiðin hjer á enda fyrir nokkrurn dögum og mun hún ein sú minnisstæðasta nú um mörg ár. Hrakningurinn 16. marz síðastl., sem getið hefir verið um í blöð- unum, mun seint líða ur minni þeirra, er horfðu á þær svaðilfarir. Beri slíkt optar að hendi, að margir þurfl að leita hingað þrautalendingar, væri gott, að menn hefðu það í huga, að hegða sjer nokkurn veginn sómasamlega, en því miður inátti segja um suma hina sjóhröktu þenna dag, að þeir hafl ekki gert það. Afli var hjer ágætur í vetur, betri en nokkru sinni áður nú i mörg ár; hæstan hlut fjekk dugnaðarmaðurinn Jón hrepp stjóri á Hlíðarenda, 1320 flska; minnstur hlutur varð tæk500; meðalhlutur um 920. koma þvi leiðar, 1840, að gufuskip byrjuðu að sveima ylir hið breiða sund, er aðskilur Ev- rópu og Ameriku. Við þenna ágæta fram- kvæmdamann er kennd hin heimskunna »Cun- ard Line« (aðalstöð Liverpool). Hin seinustu skip, er hún hefir smiða látið, eru »Campania» og »Lucania«, smíðuð 1891—93, hvort 12,950 smál. og með 30,000 hesta afli; lengd 620 fet, hraði í vökunni 22'/2—24 mílur; hið minna (2272) móti stórsjó. Annars þessa skips hefir, að mestu rjett, áður verið getið í íslenzkum blöðum. Eptir því sem jeg hefl næst komizt, hafa komið hjer á land í vetur 308,000 fiskar, þar af nál. þriðjungur þorskur. Alls var róið í 30 daga, en opt tvisvar, þrisvar eða fjórum sinnum á dag. Atján skip gengu til fiskjar úr veiðistöðunni. All-laglegt hókasafn var stofnað hjer í fyrra, til afnota fyrir sjómenn, með góðra manna stuðning innanhjeraðs og utan. Var safnið notaö fremur vel í vetur, en margir sjómenn gengu úr liði og vildu alls ekki skeyta fjelaginu; þó má segja, að sjómenn fái bækurnar endurgjaldslaust til lesturs. Er slikt frámunalegt rænuleysi, að vilja heldur styðja búðarborðið eða eyða tímanum í spilum, heldur en að afla sjer gagns og sóma af góðum bókum. Við Ölfusingar lifum yfir hðfuð í góðu gengi, fylgjumst með í flestu, — en ekki höfum við miklar mætur á þjóðfrelsis- glömrurunum, sem gjalla svo hátt um alls konar aukið frelsi rjett út í bláin’i. II. J. „Klippt var þaö“. Jeg get ekki að því gert, mjer finnst lokleysur Þjóðólfs út af heimkomu minn'i og hag Vestur íslendinga stöðngt verðá skrítnari og skrítnari. Eins og menn ef til vill muna, gerði ritstjóri blaðsins þá athugasemd við heim- komu mína, nokkuð löngu áður en jeg kom heim. að hún væri sönnun fyrir því, að Vestur-íslendingum liði illa. Jeg mót- mælti. Af vonzku út af þeim mótmælum lætur svo ritstjóri Þjóðólfs í blað sitt hrakyrða samsetning frá Vesturheimi Um mig og mín einka málefni, samsetning, sem hann sjálfur segist hafa gert apturreka frá blaði sínu. Jeg bendi lionum svo á, að með þessum hrakyrðum um mig persónu- lega sje nokkuð lítil sönnun færð fyrir 8ambandinu, sem hann hafði staðhæft, að væri milli heimkomu minnar og hags Is- lendínga í Vesturheimi. I síðasta blaði sínu lýsir liann svo yfir því, að hann hafi aldrei ætlað sjer að deila um það við mig, að hve miklu leyti heimkoma mín sje sönnun iyrir því, að íslendingum vestan hafs vegni vel eða illa. Með öðrum orð- um: Þegar hann var að staðhæfa-það, að hcimkoma mín væri sönnun fyrir almennri eymd Vestur íslendinga, þá datt honum ekki í hug, eptir því sem hann sjálfur segir, að færa rök fyrir þeirri einkennilegu staðhæfing! Með þeirri yfirlýsing mætti ætla, að bundinn væri endir á deiluna milli min og Þjóðólfs út af þessu atriði. .Þegar komið er með nýstárlega staðhæfing, henni svo er mótmælt með ástæðum, og staðhæf- andi lýsir yfir því, að hann hnfi aldrei ætlað sjer, að færa rök fyrir henni, þá liggur óneitanlega beinast við, að láta talið detta niður, eða fara að tala um eitthvað annað. En hún verður eilíflega sönn sagan um kerlinguna, sem hjelt því fram, að grasið á þúfnakollinum hefði verið klippt. »Klippt var það«, sagði hún, þangað til hún sökk niður í undirdjúpin. Það má undarlegt heita, ef jafn ættfróður maður og ritstjóri Þjóðólfs er, getur ekki rakið ætt sína til þeirrar gáfukonu. Því í stað þess að hætta bullinu kemur hann í síðasta blaði með þessa óviðjafnan- legu sctningu : »Vjer viljum að eins benda E. Hjörl. á

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.