Ísafold - 29.05.1895, Qupperneq 3
183
það, að þú er einhverjir íslendingar koma
hingað alkomnir frá Ameríkn, þá er það
ávallt talin sönnun fyrir því, að þeim
mönnum hafi ekki vegnað þar vel að þar
sje ekki gott að vera yfir hufuð, og að
Amerika sje ekki framtíðarland ísiendinga.
Og þetta er fullkomlega rjett ályktun
frá hinu einstaka til hins almenna, eða
það sem kallað er »inductio« í hugsunar-
fræðinni, eins og hr cand. phit. E. Hjörl.
sjáifsagt kannast við«.
Nei, jeg bið herra ritstjóra Þjóðólfs að
fyrirgefa, jeg kannast ekki við það. Jeg
hef aldrei hevrt getið um þá »inductio«,
fyr en jeg sá hana í Þjóðóltt, að ferðalag
eins einasta manns sje sönnun fyrir
•eymdarkjörum 15 þúsund manna. Mjer
leikur enda grunur á, að ef ritst. Þjóðólfs
hefði komið með slíka skýring á »inductio«
við examens borðið, þá hefði verið kalsað
við hann, að fara heim og lesa betur.
Honum inundi hafa verið bent á það, að
^kki sje víst, að allar íslenzkar kindur sjeu
ferhyrndar, þó að lijer sjeu til kindur með
fjórum liornum, nje að öll íslenzk blöð
sjeu »durgsleg«, þó að maður hafi ein
hversstaðar rekizt á »landsins elzta, blað«.
Til frckari skilningsauka fyrir ritstjóra
Þjóðóifs skal jeg leyfa mjer að leggja
'fyrir hann eina spnrningu:
Ef hingaðferð manns og manns á
stangli frá Ameríku er sönnun fyrir eymd,
ekki að eins hlutaðeigandi ferðamanna,
heldur og allra þeirra, sem eptir verða,
hvað finnst honum þá vesturferðirnar sanna
viðvíkjandi ástandinu á íslandi? Heldur
hann, að rjett væri að segja, að öllum
Jieim þúsundum, sem vestur liafa flutt, hafi
liðið illa hjer á landi ? Og þó svo væri,
heldur hann þá, að það sje sönnun fyrir
því, að þeim sem eptir hafa orðið liði ó-
bærilega ?
Mig furðar á því, ef ritst. vill standa
^ið sína »inductio«. En í hans augum
gerir það ef til vill ekki mikið til, þó að
hugsunár-framlialdið af setningum hans
kunni að verða nokkuð varasamt. Því
að — klippt var það !
E. H.
Möðruvallaskóli. Eliefu piltar og eiti
stúlka útskrifuðust í vor úr Möðruvallaskóla.
Sigurður Sigurðsson . . eink. 1. stig. 58
Ingitnar Jónatansson 1. 56
Karl Finnbogason . . . 1. 54
Þórður Sveinsson . . . 1. 53
Stefán Sigurðsson . . . 1 50
Jórunn Jónsdóttir . . . 1. 49
Jón Jónsson 1. 49
Kristinn Erlendsson . . 1. 48
Hartmann Ásgrímsson . 11. 47
Luðvig Möller . . . . , . 11. 45
Andrjes Illugason .... . . n. 40
Róbert Blrdal . . 11. 36
Euda þótt jeg sje vanur að láta mjer á
sama standi, hvað tnjer er eignað eða
hvort rnjer er eignað nokkuð af nafnlausum
blaðagreinum, þá skal jeg samt að þessu
sinni —• af því að sjerstakar ástæður eru
til — lýsia yfir því, að jeg hef ekki ritað
greinina »Zöllnersku verzlunaríjelögin tn.
m.«. Eptir »Homo«.
Arnarbæli 18. maí 1895.
Ólafur Ólafsson.
H. J. Bartels, Kirkjustræti 10,
hefir nú fengið margar vörutegundir, er
seljast rnjög ódýrt móti peningum.
Hrísgrjón, hveiti, overheadmjöl, haframjöl,
klofnar baunir, sugógrjón.
Kaffibrauð og tekex, margar sortir,
kringlur.
Kaffi, sykur alls konar, exportkaffi,
sjókkulaði, syltetöi, brjóstsykur
margar sortir.
Ágætt Whisky, Sherry, fínt Cognac.
Ostur, Sauce, Sardinur.
Nýlenduvörur.
Ágætt reyktóbak og vindlar.
Álnavörur, drengjahúfur, herðasjöl,
regtikápur og margt fl. Allt mjög ódýrt.
Undirritaður heldur þingmálafundi i
Mýiasýslu vorið 1895 á þessutn stöðum:
1. Síðumúla 18. júní.
2. Grímsstöðum 20. júní.
3. Borgarnesi 21. júni. Fundirnir byrja á
hádegi, Langholti 19. mai 1895.
Halldór Daníelsson.
Hjálpræðisherinn. Almenn satnkoma í
Good-Templarahúsinu mibvikudag 29. þ. mán.
og laugardag 1. júni kl. 8^/2 e. m. Inngangur
ókeypis. Enn fremur sunnudag 2. júní (p/2.
Itmgangur 10 a.
Enn fremur í Mýrarhúsaskóla laugardag 1.
júní kl. 5.
W. Christensens yerzTim
á von á tveim ko’askipum, annað tneð
Nervcastle kol og hitt með Dysart kol, sem
seliast mjög ódýrt. _________________
Uppboðsauglýsing.
2 hestar tilheyrandi »jarðræktarfjelags
Reykjavíkur« verða eptir beiðni fjelags-
stjórnarinnar. seldir við opinbert uppboð
á Lækjartorgi hjer í bænnm föstudaginn
31. þ. m. kl. 12 á hád. Uppboðsskilmál-
ar verða birtir fyrir fram.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 28. maí 1895.
Halldór Daníelsson.
Uppboðsauglýsing',
Eptir beiðni kand. jur. Magnúsar Jóns-
sonar fyrir hönd Sigríðar Jónsdóttur á Þor-
bjarnarstöðum verður opinbert uppboð
haldið hjá húsinu nr. 30 í Vesturgötu laug-
ardaginn 15. júní næstk. og þar selt sex-
æringur raeð seglum og öllu tilheyrandi,
hestur 18 vetra, 3 tjöld og 5 kiifsöðlar með
tilheyrandi kúffortum, er allt ltefir verið
tekið fjárnámi hjá Þórði Zoega 23. nóv. f. á.
eptir kröfu uppboðsbeiðanda. Uppboðið
byrjar á hádegi. Uppboðsskilmálar verða
birtir á undan nppboðinu.
Bæjarfógetiníi í Reykjavík 28. maí 1895.
Halldór Daníelssöil.
Sumarskörnir þægilegu eru nú ný-
komnir í verziun Björns Kristjánssonar,
mjög ódýrir sem að undanförnu.
36
»bað er þó óhugsandi, að þeir geti teflt skák af
viti?«
_ »Júj það geta þeir reyndar! Það liefir meira að
s®gja einn af sjúklingum mínum unnið mig sjálfan í skák
einu sinni. Auðvitað tefla þeir stundum alveg gagnstætt
öllum reglum; en það er samt jafnvel þá eitthvert vit í
Vitleysunni, að manni liggur við að segja. Það er skritið,
að jeg heí einmitt nú til meðferðar mannaumingja, sem
hefir crðið vitskertur einmitt á því að tefla skák. Hann
hefir sökkt sjer niður 1 það svo ákaflega, að það hefir
altekið huga hans. Síðan hann kom hingað, er varazt
að láta hann einu sinni sjá taflborð; við höfum tekið
ePtir því, að allt, sem eitthvað kemur nærri tafli, hefir
úkaflega æsandi áhrif á hann. Hann situr stundum tím-
flfium saman og er að tefla við ímyndaðan skákmann,
taflborðslaus og taflmannslaus, og þegar þau köst koma
uð honurn, hrópar hann jafnan upp: »Mát í sex leikjum!«
Hann telur siðan þessa sex leiki hátt, og þegar hann er
búinn að leika síðasta leikinn, kemur jafnan að honum
svo ákaft æðiskast, að voði stendur af bæði sjálfum lion-
um og öðrum. Hann hefir verið fyrrum óvenjulega góð-
ur skákmaður; en hvort hann getur nú teflt af viti, veit
jeg ekki, og það getur verið lífsháski að reyna það«.
Tal þetta átti jeg við cloktor Charley, hinn fræga
geðveikralækni, er hafði komið sjer upp ágætum geð-
33
um því ringlaður, þegar jeg fór að hugsa um, að hún
ætti að verða að heirnan heilan mánuð innan um eintóm
óræsti. Jæja, hún settist inn í vagnherbergið og jeg mút-
aði lestarstjóranum til þess að láta engart annan fara
þar inn. Mig langaði til að hafa síðustu mínúturnar fyr-
ir sjálfan mig, eins og þú skilur.
Hún bjó vel um sig og sagði, að jeg væri æði-rauð-
ur í framan; eptir tilfinningum mínum að dæma hlaut
jeg að h-afa verið alveg blóðrauður — æ, nei, rektu ekki
svona eptir mjer. — Gufuvjelin bljes, lestarstjórinn sagði:
(Farið þjer ofan úr riðinu', og lestin fór að lireifast. Jeg
var kyr á vagnriðinu, sem upp að dyrunum lá, að eins
til þess að kveðja hana, og stakk hendinni inn um glugg-
ann. Jeg var búinn að kveðja hana 12 sinnum, og hún
var svo lagleg og svo framvegis, að jeg herti upp hugann
og sngði:
»Ciásy, viljið þjer?«
Lestarstjórinn hrópaði,- »Þjer þarna, farið þjer ofan!«
En jeg hreifði mig ekki og Cissy sagði: »Ó, farið þjer nú
ofan! Þjer getið skaðað yður!« Lestiu var nú farin að
fara hraðara, en jeg hjelt mjer föstum eins og blóðsuga
og hrópaði: »Viljid þjer— viljið þjer?«
Hún var nú orðin eins rauð eins og jeg — allir lestar-
stjórarnir og flutningsmenn bæjarins og farþegarnir köll-
uðu nú til míuogsögðu: »Farið þjer nú ofan! Viljahvað?«