Ísafold - 26.06.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 26.06.1895, Blaðsíða 2
214 Þingmálafundir. Vestmannaoyingar (tundur 16. júni, boð- aður af þingmanni þeirra, Dr. Valtý Gub- mundssyni, fundarstj. hjeraðsl. Þorst. Jónsson) ályktuðu með 29 : 8 atkv., að skora á alþingi, að samþykkja ekki stjórnarskrárfrumvarpið í sumar, en samþykktu þar á móti með 32:2 atkv., að alþingi færi þess á leit með þings- ályktun, að Island fengi sjerstakan íslenzkan ráðgjafa, sem ætti sæti á alþingi og mætti þar. Fundurinn lýsti óánægju sinni með sam- göngur á sjó. eins og þær væru nú, og fól þinginu að gera umbætur i því efni. IJm menntamál urðu nokkrar umræður, en engin ályktun gerð. Fundurinn var mótfallinn af- xámi dómsvalds hæstarjettar í ísl. málum. nema dómendum væri fjölgað í landsyfirrjett- inum; vildi láta stytta sveitfestistimann úr 10 niður í 5 ár. Þvi var hreift á fundinum, að nauðsynlegt væri að endurskoða rjettar- farsreglurnar og breyta þeim. Til Þingvalla- fundar þótti fundinum ekki ástæða til að senda mann að þessu sinni. Borgfirðingai’. Tveir þingmálafundir haldnir þar, af þingmanninum, lector Þórh. Bjarnarsyni, annar á Akranesi 10. júní — f'und- armenn um 20 — og hinn á Grund í Skorra- dal 22. júní — fundarmenn um 40 —. Með ó- breyttu stjórnarskrár-t'rumv. í sumar voru 20 atkv. á Grundarfundinum og 10 á Akranesi, en 5 þar með áskorun frá þinginu til stjórn- arinnar um, að hún legði fyrir þingið frv. til endursk. stjórnarskrár. Gufubátastyrk vildu .menn auka láta að miklum mun á báðum fundum, um nokkurra ára bil, en losa sýslu- fjelög við styrk til þeirra; sömuleiðis hent- xigra gufuskipasamband við útlönd; enn frem- ur vildi Grundarfundurinn láta. landssjóð Styrkja gufubát á Borgarfirði, sem gengi upp í árnar, og að sem fyrst yrði haldið áfram lengra vegagerð vestur frá Kláffossbrúnni á Hvítá. Grundarfundurinn vildi láta hækka búnaðarstyrk upp í 40,000 kr. á ári, með því að fjárveitingin til búnaðarfjelaga hefði gert meira gagn en nokkur annar styrkur úr lands- sjóði; sömul. að landssjóður greiddi kostnað við eitrun refa, og að grenjavinnslukostnaður væri færður af sveitarsjóðum á sýsiusjóði, en andvirði óskilafjár rynni aptur í sýslusjóð. Báðir fundir vildu láta þingið gera eitthvað til að afstýra bráöapestartjóninu. Sami fund- ur vildi láta auka styrk til alþýðufræðslu og stotna lagaskóla, en þó skyldi fyrst farið fram á,að styrkurinn til ísl. stúdenta við Khafnarháskóla færist heim að nokkru leyti til nemenda við bina innlendu embættaskóia, en einkarjettur ísiendinga afnemist að miklu leyti við Khafn- arháskóla. Báðir fundir voru með holdsveikra- spítalastofnun, Grundarf. með landsspítala, sjerstaklega fyrir »tuberculose« og holdsveiki. Fátækra- og sveitarstjórnarlöggjöf vildi Grund- arf. láta taka til meðferðar á næsta þingi, en •hinn setja milliþinganefnd í það mál. Meiri hluti atkv. var með því á Grundarf., að af- numdar verði gjafsóknir embættismanna, að Ijett verði gjöldum á jafnaðarsjóðum, eptir- launalögin frá síðasta þingi tekin upp aptur, aukið úrskurðarvald sáttanefnd.a i skuldamál- um, borgaralegt hjónaband samþykkt, söfnuð- um leyft að veija um umsækjendur alla, þing- fararkaup fastákveðið til nokkurra ára, t. d. 6 ára. Líkt hljóð í Akranesf. í þessum mál- um flestum. Akranesf. æskti sjerstaklega ekki einungis breytingar á kirknatekjunum, heldur einnig gagngerðrar breytingar á gjöldum til presta. Grundarf. óskaði að lokum, að alþingi legði ekki gjöld á sýslusjóðina að sýslunefnd- um íornspurðum. Eitthvað af atkv. var fyrir því, að senda mann á Þingvaliafund, og eptir nokkrar atrennur kosinn, með 12 atkv., mað- ur, er til þess bauðst, Stefán hreppstj. Guð- mundsson á Fitjum. Árneslngar. Fundur 24. júní að Hraun- gerði; þar voru báðir þingmenn sýsiunnar og 34 kjörnir menn úr öllum hreppunum, auk um 20 annara. Fundarstj. Tr. Gunnarsson alþm., skrif. síra V. Biietn. Um stjórnarskrármálið voru allir fundar- menn á því, að landið ætti að fá full lands- rjettindi sín viðurkennd og þar með full fjár- forráð og sjálfsforræði í öllum innlendum mál- um með ábyrgð fyrir alþingi; sömul. um það, aö æskilegt væri, að stjórnarskránni yrði breytt i þá átt. En þá skildu leiðir: sumir (síra M. Helgason, síra Ól. Ólafsson, Sig. búfr. Sigurðs- son o. fl.) vildu óbreytt frumvarpsform áfram í sUmar, en aðrir (þingmennirnir báðir, síra St. Stephensen, faktor P. Nielsen) að málið hvíli sig um tima. Eptir langar umr. frumvarpsleiöin samþ. með 22 :6 atkv.; hinir greiddu eigi at- kv., og höfðu þó allir fundarmenn atkv.rjett. Nýjan lækni vildi fundurinn hafa í uppsýsl- una, iáta skipa milliþinganefnd til að endur- skoða fátækralöggjöíina, samþykkja frumv. stjórnarinnar um holdsveikraspitalastofnun, takmarka eptiriaun, fá stofnaðan lagaskóla og leggja árlega fje úr landssjóði í háskólasjóð, að allir umsækjendur um prestaköll skyldu hafðir í kjöri, og að sýslunefndir fengi vald til að gera laxveiðisamþykktir. Gufubátaferðir á fjörðum og beinar gufu- skipaferðir tii útlanda vildi fundurinn láta styrkja ríflega, og lýsti jafnframt óánægju sinni yfir framkomu danska gufuskipafjelags- ins. Seladrápsmálinu frestað til frekari und- irbúnings undir alþingi 1897. Með öllum þorra atkv. skorað á alþingi að skora á stjórnina, að setja Skúla Th. aptur inn í embætti sitt(i), en tillaga um launamississkaðabætur úr lands- sjóði felld með atkv.fjölda. Til Þingv.fundar kosnir (af hinum kjörnu hreppafulltrúum) síra Magnús Helgason og Sig. búfr. Sigurðsson, og til vara Jónas hreppstj. i Hrauntúni. Gloppóttur Þingvallafundur. Þessi 7 kjördæmi vita menn nú að alis eigi hafa á neinn hátt kosið f'uiltrúa á Þingv.íund: Snæfellsness, Húnavatns, Skagafjarðar, Suðurmúla, Austur Skaptafells, Vestur Skaptafells og Vestmannaeyja. Auk þess hafa ýms kjördæmi kosið alveg óformlega, nefnil. að eins með einhverju hrafli at- kvæ^a á þingmálafundi, en ekki með tvö- földum kosningum eptir hreppum, eins og fundarboðendur höfðu fyrir lagt. Það sleifarlag kórónaði svo nefndur þingmála fundur í Borgarnesi í fyrra dag, fyrir út- hreppa sýslunnar að eins, þar sem kosinn var til Þingv.fundarfulltrúa af 4—6 mönn um á fundi fjarverandi maður, Ásgeir Ey- þórsson verzlunarstjóri í Kórunesi, er svar- aði svo, er honum kom fregn um þann frama, að hann kvaðst ekki fara eitt fet! Lik varð niðurstaðan hjá Barðstrending um. Verða þannig fyrir víst 9 kjördæmi af 21 alveg fulltrúalaus á þessum Þingv.fundi! Póstskipið Laura (Christiansen) kom hingað í gær norðan um land og vestan> og með henni fjöldi farþega, þar á meðal nokkrir þingmenn: Pjetur Jónsson frá Gautlöndum, Jón A. Hjaltalín skólastjóri, Klémens Jónsson, síra Sigurður Stefánsson og síra Sigurður Jensson. Enn frernur sira Matthias Jochumsson, skólastj. Torfi Bjarna- son í ÓlafsdaJ, kaupm. J. Vfdalin, Friðbj. Steinsson bóksali á Akureyri, Stef'án kenn- ari Stefánsson á Möðruvöllum, sira Stefán M. Jónsson á Auðkúlu, sira Halldór pró fastur Bjarnarson í Presthólum, og ýmsir fleiri. Gufuskip Jelo, um 200 smál., skipstj. Paulsen, kom hingað í fyrra kveld, og með því kaupm. Björn Kristjánsson, — hlaðið ým.iuin vörum frá Hamborg til pöntunarfjelaga þeirra, er hann er fyrir. Ætlar bráðlega suður í Garð, upp í Borg- arfjörð og vestur á Hvammsfjörð. Fáein orð um ínyndir af nokkrum íslenzkum merkismönnum. í »Sunnanfara« — IV., 12. júní Í895 — er nýprentuð andlitsmynd Sigurðar Breið- fjörðs og grein, sem myndinni fylgir. I grein þessari segir meðal annars svo: »til eru enn gamlir menn, sem muna Sig- urð Breiðfjörð, og hafa þeir af þeim, sem mynd þessi hefir verið sýnd, sagt, að hún líktist Sigurði«. Jeg er einn af þeim gömlu mönnum, sem muna Sigurð, og kemur mjer því til hug- ar, að segja fáein orð um þetta efni. Sumarið 1828 kom jeg í Vestmannaeyj- ar og dvaldist þar hálfs mánaðar tíma. Þá átti Sigurður Breiðfjörð þar heima. Jeg hafði heyrt hansgetið og kunni nokkr- ar af vísum hans; var mjer því forvitni á að sjá hann og heyra og gerði mjer ferð til hans einn góðan veðurdag. Jeg talaði við hann timakorn, þótti maðurinn nokk- uð einkennilegur og festist þá mynd hans í huga mjer. Jeg var þá á 16. ári, en hann mun hafa verið um þrítugt. Mig minnir nú, að jeg sæi hann nokkrum árum síðar í Kaupmannahöfn, en þori eigi aö fullyrða það. En á árunum 1840—1844 sá jeg Sig- urð hjer í Reykjavlk nokkrum sinnum og átti tal við hann. Af þeirri viðkynning, sem jeg þannig hafði af honum, þykist jeg hafa — jeg vil eigi segja vel glögga, en — nokkurn veginn glögga mynd Sigurðar í huga mínum. Og verð jeg þá að játa, að mjer líkar alls eigi þessi andlitsmynd hans i »Sunnanfara«; því betur sem jeg virði hana fyrir mjer, því fráleitari flnnst mjer hún vera. Hún minnir mig á andlit Hott- entottans í Erslevs landafræði, en ekki á Sigurð Breiðfjörð. Hann var, að því er mig minnir, meðalmaður á vöxt, nokkuð lot- inn í herðum hin síðustu ár æfinnar; hann var jarpur á hár, skegg lítið eða ekkert, brúnamikill, andiitslitur fremur dökkur en bjartur, á svipinn var hann og þekkilegur og einhver höfðingjabragur yfir andlitinu. Þegar jeg nokkrum árum seinna sá Jón sýslumann Thóroddsen, minnti augnaráð hans mig stundum á augnaráð Sigurðar. Þegar þess er jafnframt gætt, er segir i »Sunnanfara«, að andlitsmynd sú, er lijer ræðir um, sje prentuð eptir blíantsuppdrætti, er Helgi Sigurðsson gerði, ekki með Sig- urð Breiðfjörð lifandi eða dauðan fyrir augum sjer, heldur eptir því sem Helga minnti að Sigurður hefði verið í andlits- falli, þá getur eingirm búizt við, að sú mynd geti tekizt vel, sem þannig er til orðin. Að Helga tókst betur, þegar hann gerði myndina af Jónasi Hallgrímssyni, sem er f'raman \ ið Ljóðmæli hans, er mjög eðlilegt, því að sú mynd er, að því erjeg veit framast, tekin af Jónasi nýdauðum á Friðriksspítala ; þó er það eigi þann veg að skilja, að rnjer þyki mynd Jónasar v«l gerð; jeg sætti mig svona við hana, og það er heldur ekki meira. En úr því jeg fór að minnast á þessar tvær myndir, Sigurðar og Jónasar, vil jeg geta hjer um nokkrar fieiri myndir af ís lenzkum mönnum. Sumar þeirra eru fram-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.