Ísafold - 06.07.1895, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eðít
tvisv. i viku. Verð árg.(80arka
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eöa
1 */» dolí.; borgist fyrir miöjan
jóli (erlendis íyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (skriíieg) bundin viö
Aramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.oktober.
Afgreiðslustofa blaðsins er i'
Austurstrœti 8.
XXII. árg.
H. Chr. Hansen, stórkanpmaðm (Rör
holmsgade 3) í Kanpmamiahöfn, byrjaði ís-
lenzka umboðsverzlun 1882, tekur að sier
innkaup á vörum fyrir ísland, selur einnig
Islenzkar vörur í Kaupmannahöfn og Leith.
Kaupir íslenzk frímerki fyrirhæsta verð.
"»;>"»;>"»■;> "»-;',V»;>.v;>'»';>1
Stjórnarskrármálið.
Stjórnarskrármáliö er að því leyti að
komast i nytt horf á þinginu, að fyrir báð-
ar deildir hefir verið iögð tillaga til þings-
ályktunar, sem flutningsmennirnir ætlast
til aö verði samþykkt í staS stjórnarskrár-
frumvarps Tillagan byrjar á yfiriysing
um það, að þingið haldi fast við sjálf-
stjórnarkröfur íslands, eins og þær hafa
komið fram á undanförnum þingum, og á-
skorun til stjórnarinnar um að taka þær
til greina. En sjerstaklega er skorað á
kana að hluta.st til um:
1. að löggjafar- og landstjórnarmálefni,
er heyra undir hin sjerstöku mál íslands,
verði eptirleiðis eigi lögð undir atkvæði
hins danska ríkisráðs eða borin upp i því;
2. aö gjörö verði með ný)um stjórnar-
skipunarlögum breyting á ábyrgð hinnar
itóðstu stjórnar íslands sjerstöku mála, þann
ig, að neðri deild alþingis geti ávallt, er
ástæða þykir til, og fyrir sjerhverja stjórn-
arathöfn, er til þess gefur tilefni, komið
fram ábyrgð beinleiðis á hendur hjer bú-
settum, innlendurn manni, er mætiáalþingi;
3. að stofnaður verði sjerstakur dóm-
stóll bjer á landi, skipaður innlendum
mönnum (landsdómur), er dæmi í málum
þeim, er neðri deild alþingis eða konung
ur lætur höfða gegn hinum æðsta stjórn-
anda hjer á landi.
Eins og hverjum þeim hlýtur að liggja
í augum uppi, sem nokkuö hefir kynnt
sjer stjórnarskrármál vort á þingi. er ekki
að ræða nm neina stefnubreyting með þess-
ari þingsályktunar tillögu. Flutningsmenn
hennar finna vitanlega eins vel eins og
nokkrir aðrir til þeirra óþolandi galla, sem
eru á stiórnarfyrirkomuiagi voru og þeirr
ar nauðsynar, er til þess ber, að úr þeim
verði bætt. En þeir vilja, að þingið láti
sjer nægja að þcssu sinni, að draga frnm
aðalágreiningsatriðin. kjarnann í þeim
breytingum. sem þjóð og þ>ng heimtar, í
stað þess að snmþykkja heila stjórnarskrá,
með öllum þeim aukaatriðum, sem að
sjálfsögðu eru i benni, og hafa litla þyð-
ingn i samanburði við kjarnann sjálfan o:
alinnlenda stjórn með fullri ábyrgð fyrir
alþingi. Enginn vafi er á þvi, að þings-
ályktnnar tillagan hefir mikið fylgi i báð-
um deildum þingsins,ekkióliklegt, að meiri
hlutinn í þeim báðum sje henni meðmælt-
ur, þótt það sjáist ekki til fulls fyr envið
atkvæðagreiðsluna í næstu viku. Enjafn-
Reykjavik, laugardaginn 6. júli 1895.
vitanlegt er hitt, að nokkrir þingmenn —
vjer látum ósagt hve margir — sjá enga
aðra leið farandi fyrir þingið en þá, að
samþykkja nú — og hver veit hvað lengi
— sama stjórnarskrárfrumvarpið, sem tvö
síðustu þing hafa þegar samþykkt og
stjórnin afdráttarlaust neitað að taka til
greina. Um aðalatriðið, kjarnann, þörf
þ.jóðarinnar á alinnlendri stjórn og rjettinn
til hennar, er enginn ágreiningur. Hitt er
ágreiningsatriðið, hvernig þingið eigi að
beita sjer, hvor aðferðin sje vænlegri til
sigursælda. og heppilegri, þegar hliðsjóner
höfð af öðrum málum, sem þinginu er
ætlað að fjalla um.
Með þingsályktunar-tillögunni mælir með-
al annars það, að hún girðir fyrir langa
stælu um stjórnarskrána í sumar. Því að
vel verða menn að gæta þess, að því fer
ijarri, að þingmenn sjeu einhuga um það
stjóruarskrárfrumvarp, sem samþykkt hef-
ir verið á tveimur síðustu þingum. Það
er áreiðanlega ríkt í huga ailmargra þing-
manna, að það frumvarp þurfi að taka
æði-miklum breytingum til þess að verða
ákjósanleg stjórnarskrá. Og þeim dylst
það vafalaust, að það sje skylda sín að
heimta þing eptir þing það sem þeir mundu
eiga örðugt með að sætta sig við, ef feng-
jst, enda er eigi auðvelt að sjá, hvert er-
indi annað þeir eiga á þing fremur en að
halda þar fram sannfæring sinni að þvíer
landsmál snertir. Þess er þvi engin von,
að stjórnarskrArfrumvarpið yrði samþykkt
á annan hátt en þann, að samþykktinni
yrði samfara alvarlegar aðfinningar af
hálfu merkra þingmanna og megn óánægja.
Og allir, sem kunnugt er um, hvernig til
hagar á alþingi fslendinga, vita, að slík
óánægja mundi ekki áhrifalaus að því er
til annara þingmála kemnr, heldur mundi
benni verða samfara stöðugnr ófriður og
sundrung — auk þess sem stjórnarskrár-
umræðurnar, sem að ölium likindum yrðu
mjög langar, mundu eyða tímanum tilfinn
anlega frá öðrum nauðsynjamálum þings-
ins.
Það annað mælir með þingsálykt-
unar-tillögunni, að enginn vali er á því, að
almennur þjóðarvilji er því andstæður, að
frumvarpið sje tekið fyrir á þessu þingi.
Þeir sem ekki hafa látið augu sín blindast
af Þjóðvillu moldviðri nje fengið suðu
fyrir eyrun af hugsunarlausu varafleipri
frelsisgjálfrara, þeir hafa eðlilega veitt því
eptirtekt, hve eindregin mótmæli hafa komið
úr ýnisum hinum heldri kjördæmum lands-
ins gegn því að frumvarpið kæmi fram á
þingi að þessu sinni. Og þá er Þingvall
arfundurinn góð bending i þá átt. Til
þess fundar var vitanlega stofnað í því
skyni einu, að stappa stálinu i þingmenn
með að samþykkja frumvarpið enn á ný.
Þeir einir tóku þátt í kosningum til hans,
57. blab.
sem vildu höggva í sama farið; aðrir ljettt
þær hlutlausar. Það er því sannarlegæ
ekki að undra, þótt sá fundur kæmist að
þeirri Diðurstöðu í stjórnarskrármálinu, sem
hann komst. En að ekki skyldi verða
unnt, þrátt fyrir allar áskoranirnar og stóra
orðin, að fá nokkurn mann á hann úr
jafn-mörgum kjördæmum og raun varð á,
og að hluttakan í kosningum til hans
skyldi verða jafn neyðarlega óveruleg eins
og hún varð, það bendir óneitanlega á
eitthvað annað en að þjóðin sje sólgin f
að fá þetta frumvarp samþykkt enn eintt
sinni á þinginu. Allar líkur eru jafnvel
til þess, að undirtektirnar hefðu orðið-
drjúgum fjörugri og almennari, ef einhverjir
málsmetandi menn hefðu tekið sjer fyrir
hendur, að stofna til Þingvailarfundar í
því skyni, að stía frumvarpinu út af þingi..
Þá er og eigi ástæðulaust að hata hlið-
sjón af því, hvor leiðin, þingsályktunar-
leiðin eða frumvarpsleiðin, er vænlegri til
samkomulags við það vald, er vjer eigum
að sækja rjett vorn í hendur á. Það dylst
nú víst engum, að frumvarpsleiðin er alls
engin samkomulagsleið. Það er demon-
straiion, eins og þingmaður Reykvíkinga
komst nýlega að orði, og ekkert annað,
að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið.
Þingsályktunin þar á móti er tilraun til
samkomulags. Með henni eru útilokuð um
stundarsakir öll hin óverulegri atriði, sem
menn geta hugsað sjer á ýmsan veg, og
ekki þykir ástæða til að gera að kapps-
máli, en að eins haldið aðalatriðunum, er
vjer sem sjálfstæð þjóð eigum heimting á,
og engin sanngirni er f, frá neinu sjónar-
miði, að oss sje synjað um. Vjer skulum
vitaskuld ekkert um það segja, hver
árangur verður, að því er til stjórnarinnar
kemur, af þingsályktuninni, ef hún verður
samþykkt, eða hvort hann verður nokkur,
Vjer erum þar ekki góðu vanir, svo sem
kunnugt er. En með öllu fer það í gagn-
stæða átt við almenna lífsreynslu, ef lakara
reynist að leita samninga með lipurð og
ofurlítilli tilbreytni — einkum ef tilbreytnin
gengur í þá átt að fækka deiluatriðunum
og skilja hið óverulega frá þvi verulega —
heldur en að höggva sí og æ í sama farið
jafnharðan seni synjað er af hinum máls-
partinum.
Ekki er það nema saDngjarnt, að jafn-
framt sje bent með fám orðum á það, sem
mælir með því, að frumvarpið verði enn
samþykkt á þessu þingi. Það er sjálfsagt
fyrst og fremst sú ánægja, sem landsmenn
vafalaust hafa af því, að eyða svo sem
20,000 krónum til aukaþings að sumri.
Vitaskuld mun enginn maður hafa svo
skarpa sjón, að hann geti komið auga á
neitt verulegt gagn af því þinghaldi. En
það er ævinlega ánægjulegt að vita lög-
gjafa sina sitja á rökstólum og ráða ráðum