Ísafold - 06.07.1895, Side 3

Ísafold - 06.07.1895, Side 3
227 nóg fje ætlað til þess, og vildi Iáta herða á ■lögura gegn útlendura sóttum. Presta holds- veikraspitalastofnun þangað til nóg fje væri til að stpfna almenuan spítala, þar sem holds- veikir og geðveikir meðal annara gæti fengið hæli. Auka til muna búnaðarfjelagsstyrkinn •og láta búnaðarskólana halda sínum styrk ó- skertum. Þá vildi fundurinn hafa hið fyrsta upp útibú frá Landsbankanum á Seyðisf.: af- nema gjafsóknir embættismanna og nema úr gildi prentfrelsistilskipun 27. sept. 1799; af- nema öll eptirlaun; lögleiða kvennfrelsi jafnt við karlmenn; iögleiða ekki kirkjugjaldafrv. frá síðasta þingi (saraþ. með 10:8 atkv.); lýst ’xnegnri óánægju yfir lagasynjunum stjórnar- innar. Ennfremur vildi fundurinn láta auka vald sáttaneínda, lögákveða þingfararkaup, hinda hundaskatt við búfjáreign, i stað ábúð- ar; afnema Maríu- og Pjeturslömb; tryggjabet- ur rjett utanþjóðkirkjumanna; löggilda Bakka- gerði í Borgarfi'ði til verzlunar; láta augna- lækni landsins ferðast kringumlandið á sumri hverju; láta óskilgetin börn fá arfgengi jafnt -eptir föður sem móður; láta Dr. J. Þorkelson fektor halda fullum, launum; láta dagblöð landsins fá ókeypis flutning með póstum;gera rannsókn út af Skúla-máli; afneraa embætti amtmanna og biskups (meiri hluti á þvi). Hvað gera k við flokks-tnálgagn, sem ^beitir sí og æ durgslegustu getsökum, frekjulegustu fúkyrðum og ósvífnasta ill- kvittnisáburði gegn sínum mótstöðumönn- um? — Senda því þakkarávarp fyrir það xnikla ógagn, sem það vinnur sinurn flokk og sínum málstað með áminnztu óþokkahátt- •erni sínu og frámunalegum asnaskap. Meiri vesalmennsku er varla hægt að hugsa sjer en geta ekki haldið einurð sinni og fylgt sinni sannfæringu af hræðslu við lastmæli auðvirðilegra rógburðarmáltóla, eða hitt, að fylgja vísvitandi röngu máli til þess að afla sjer lofs hjá þess kyns eit- urdækjum mannfjelagsins. Blindur ofsi, ofmetnaður, óbilgirni og ein ræningsháttur dregur jafnaðarlega á eptir •sjer óviðráðanlegt apturkast, sem gengur yíir hina misvitru ofstopamenn og sogar þá miður í djúp gleymsku og ófrægðar. Austur-Skaptafellssýslu 31. maí: Yetur var hjer le’ gstum miidur og snjóljettur, og komu engin skabavebur, nema eitt ofsarok af norðri (28. desbr.), er olli skemmdum á túnum og engjum sumra jarða. IJm miðjan vetur voru nokkuð snörp frost, en síðan bezta tíð fram undir jafndægur; þá tók að kólna og snjóa, og hjeldust kuldar öðru hvoru til sum- ars (þó voru bliðviðri 11 —16. apr.), sáust jafn- vel einstaka hafísjakar hjer úti íyrir, en með sumarkorau hlýnaði smátt og smátt og hafa síðan ýmist verið rigningar eða bjartviðri, en optast hlýindi og nú síðast í hálfan mánuð síteldar þokur og suddatíð, stundum með tals- verðri úrkomu. Skepnuhöld hal'a verið nokkuð misjöfn í .ýmsum sveitum; bráðafár heflr víða gjört mik- inn usla, og hey reynzt ljett, svo að sumstað- ar heflr fje orðið magurt, og kýr gjört lítið gagn. Afli hefir verið mjög litill í þessari sýslu nú í vetur og vor, og viða enginn. Almenn lieilbrigði manna á meðal. Seinast í apríl kom »Vaagen« á Hornafjörð með pantaðar vörur frá O. Wathne, og þótti ágætt verð 4 flestu eða öllu, og varningurinn -góður, en skipstjóri er mælt að látið hafi vel af höfninni og sagt ósinn nógu djúpan fyrir póstskipin (»Laura« og «Thyra«). Yoru þetta mikil fagnaðartíðindi, þar sem áður var orð- inn skortur á ýms.um nauðsynjum, enda fylgdu þessu fleiri höpp, því að skömmu síðar komu 3 hvalir á Álptaness-reka, og varð það mörg- um að miklu gagni. Papós skipið kom 2. maí, en svo óheppilega tókst til, að það slitnaði upp og strandaði rjett á eptir, skemmdust sum- ar vörur talsvert og seldi hinn nýi verzlunar- eigandi, hr. Otto Tulinius, þær með góðu verði, en skipið sjálft keypti hann við opinbert upp- boð 15. þ. mán. fyrir 300 kr.; hefir verið reynt að koma því út, en eigi tekizt enn. Um Garðaprestakall á Álptanesi hef- ir landshöfðingi með ráði biskups ákveðið að þessir 3 skuli vera í kjöri: síra Jens Pálsson á Útskálum, síra Sigurður prófast- ur Jensson í Flatey, og eand. theol. Geir Sæmundsson. Auk þeirra sóttu: síra Þorkell Bjarnason á Reynivöllum (vígður 1866), síra Janus próf. Jónsson í Holti í Önundarfirði (v. 1876), síra Stefán M. Jónsson á Auökúlu (v. 1876), síra Sigurður Stefánsson i Vigur (v. 1881), síra Einar próf. Friðgeirsson á Borg, síra Þorsteinn Haildórssoní Mjóafirði, sira Július Þórðarson aðstoðarpr. í Görðum og presta- skólakandídat Vigfús Þórðarson. Gufuskipið »Jelö«, leiguskip hr. Björns Kristjánssonar, kom aptur vestan að í fyrri nótt. Hafði gengið vel feröin inn á Hvamms- fjörð, lá dag við Vestliðaeyri og afhenti vörur til Suður-Dala-pöntunarfjelagsins fyr ir 8000 kr. Skipið fer í kvöld til útlanda með 120 hesta m. fl. Gufuskipið *Cimbria«, kapt. Bagger, kom hingað í morgun vestan af fjörðum, á leið til Englands, tók hjer 400 lúður ís- varðar og fer í kveld. Sala heilagfiskis- farmsins um daginn tjáist hafa gengið illa, selzt um 6 a.(!) pundið; þó ekkert fundið að vörunni, eins og seinast, þótt bcturseld ist samt þá, en á að hafa komið á óhent- ugum tíma, 1 degi of seint. Næst kemur farmurinn liklega degi ot fljótt! Hilt og þetta. Ameríslc blöð. Arið 1^75 voru að eins 39 blöð gefiu út í Norður Ameríku: nú eru blöð in þar um 20,000 að tölu, og þar af kemur hjer um bil 10. parturinn út á hverjum degi. Höfuðstóll þessara blaða nemur um 490 milj. króna. Hús og áhöld, er blöðin eiga, eru um 140 milj, virði, og árlega borga þau i verka- laun 245 milj. króna. Laun blaðamanna eru mjög mismun&ndi, eptir því hvar er í Vestur- heimi I Boston, sem er vagga atnerískrar blaðamennsku, fá ritstjórarnir 8,800—21,000 kvónur um árið, margir blaðamenn iá 4,000— 10,000 og frjettasmalar fá 1,800—6,000 krónur. I Washington, Fíladelfiu og Baltimore eru launin hjer um bil jafn-há og í Boston. I Chicago eru þau hærri. I St. Louis fær einn ritstjórinn 28,000 krónur á ári. I New York er blaðamönnum hæst borgað. Þar er rit- stjóri, sem vinnur sjer inn 175,000 krónur um árið; margir ritstjórar þar fá 49,000—56,000 krónur árlega; við stórblöðin í New York fá matgir blaðamenn 11,000—18,000 krónur, og frjettasmalar þar fá 2,800—11,000 krónur. ,Um Canrobert, síðasta marskálk Frakka, sem nýlega er látinn, eru margar sögur sagð- ar, einkum ura ósjerplægni hans, sem var mjög fágæt. Hjer skal getið einnar af þeiut sögum. C&riröbert var fyrir mönnum þeim. er áttu að vera fulltrúar Frakklands við jarð- arför Victors Emm&nuels, ítalakonungs. Ut- anríkisstjórn Frakka hafði leugið þingið tií að veita álitlega fjárupphæð til þeirrar sendi- f'erðar. Þegar Canrobert kom aptur til Paris- ar, hjelt hann tafarlaust inn í skrifstofur ut- anríkisstjórnarinn&r til þess að skila aptur 15,000 frönkum, sem eptir voru óeyddir at fjenu, sem veitt hafði verið til ferðarinnar. Honum var svarað því, að hann ætti þennan afgang með rjettu, og að ómögulegt væri að taka aptur neitt af því fje, sem þegar hefði verið veitt með lögum. Marskálkurinn sat við sinn keip; og honum var aptur svarað því sama. Hann varð þá öskuvondur og hróp- aði: »Ljúkið þið upp glugganum, svo jeg geti kastað þessum 15 þúsundfrankaseðlum út i Signu!« Utanríkisráðherrann neyddist að lokum til að taka við fjenu, með því að mar- skálkurinn var með engu móti fáanlegur tii að halda því. — Canrobert var ágætur her- maður. I bardaganum við Saint Privat, sem hann varð einna nafnkenndastur fyrir, var hann ávallt lremstur i flokki. Þegar riddarar þeir sem voru í fylgdarliði hans beygðu sig til þess að láta kúlurnar fara fyrir ofan höf- uðin á sjer, sagði marskálkurinn; »Það er engin ástæða til þess fyrir ykkur, piltar, að vera að hneigja ykkur svona djúpt; þið eruð ekki staddir i neinni veizlu«. Sjálfur sat hanu ávallt- upprjettur. Kirkjur prótestanta á Frakklandi eru 781 að tölu samkvæmt siðustu skýrslum. 887 kal- vínskir safnaðaprestar eru þar í landi og 12 kalvinskir herprestar; 90 prestar eru þar lút- erskir, 47 frjáls evangeliskir, og svo eru 72 söfnuðir, sem heyra til ýmsum öðrum deild- um prótestanta. Bifliufjelög prótestanta þar í iandí eru 5, innra trúboös fjelög 19, heið- ingja-trúboðs fjelög 6, barnaheimili 44, vesa- linga-stofnanir 47, spitalar 60 og blöð 118. Samtals eru prótestantar þar í landi milli hálfrar og heillar miljónar. r ægte Normal-Kaffe (Fabrikken »Nörrejylland«), I sem er miklu ódýrra, bragðbetra og hollara en nokkuð annað kaffi. Skírt íslenzkt siífnrberg, stórir molar og smáir, er keypt fyrir liátt verð i Bredgade 20, Khöfn, hjá Salomon. »Sameiningiii«, mánaðarrit til stnðn ings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev.lút.kirkjufjelagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstjóri Jón Bjarnason. Verð í Vesturheimi 1 doll. árg.k á Islandi nærri því helmingi lægra: 2 kr- Mjðg vandað að prentun og útgerð allri, Tíundi árg. byrjaði í marz 1895. Fæst f bókaverzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reykja- vik og I\já ymsurn bóksölum víðsvegar um land allt. »LEIÐARVÍSIR TIL LíFSÁBYRGÐAR» fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr, med. J. Jónassen, sem einnig ; cfur þeim, sem vilja tryggja líf sitt.allar nauðsynley- ar upplýsingar.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.