Ísafold - 31.07.1895, Blaðsíða 3
365
fyrir sýálunef'ndarma hönd, að sjá um gæzlu
brúarinnar í bráð, þar til er fullnaðarráð-
stöfun verður gerð um það atriði.
Að svo mæltu lýsi jeg því yflr í umboði
landshöfðingja,
að brúin á Þjórsá hjá Þjótanda er upp
"frá þessu frjáls til umferða fyrir almenning,
og vona jeg að allir viðstaddir sjeu sam-
huga í þvf, að biðja guð að halda vernd-
arhendi sinni yfir þessu mannvirki, blessa
framfaratilraunir þjóðarinnar og þetta land,
jfósturland vort.
Alþingi 1895.
'viöT
Fjárlaganefndarálitið. Allmörgum
’breytingum stingur nefndin upp á við frum-
"varpið. og skulu hjer nefndar nokkrar
fhinar helztu þeirra.
Búnaðarskólastyrk vill hún hækka nokk-
nð t'yrra árið, þannig, að Ólafsdalsskóli og
• og Eiða fái 3000 kr. hvor, og Hvanneyrar
4000. Veita búnaðarfjelögum 13,000 kr.
fyrra árið og 15 000 hið síðara. Enn frem-
nr 4000 kr. til allsherjarbúnaðarfjelags fyr-
ir iandið, auk sama styrks og áður til
•búnaðarfjelags suðuramtsins.
Þá vill nefndin ætla 4500 kr. til færslu
frönsku húsanna í Rvík, til að rýma fyrir
einhverjit stórhýsi í lands þarfir. Til vita
á Skagatá og á Gróttu við Seltjarnar-
nes vill nefndin veita 11.000 kr.
Lagöa á Skúla Thoroddsen með 5000 kr.
■gjöf úr landssjóði (ótrúleg fjarstæða) og
500 kr. eptirlaunahækkun á ári.
Nýjum aukalækni í Árnessýslu er nefnd-
ín samþykk og vill bæta við nýju auka-
læknisdæmi f Húnavatnssýslu.
Styrk vill nefndin veita til að brúa
Xangá á Mýrum, 1000 kr.
Til gufnskips. er gangi frá útlöndum
nteðfram ströndum landsins, vill nefndin
veita 45 000 kr. á ári, og 32,000 til gufu-
bátaferða með ströndum fram. Enn frem-
ur 5.000 kr. til fiskifjelagsins »Dan« fyrir
að flytja póst 14. hvern dag um sumar-
anánuðina frá Vestfjörðum og Reykjavik
til útlanda. j
Ölmusur við lærða skólann vill nefndin
færa niður í 5000 kr. Hækka laun stýri-
mannaskólastjórans upp í 2000 kr. og færa
búsaleiguna upp í 600 kr., en byggja held-
xir en kaupa hús fyrir skólann.
Alþýðumenntunarstyrkinn vill nefndin
færa upp í 4500 kr. til barnaskóla og 5500
kr. til sveitákennara, og ætla 1200 kr. styrk
til fyrirhugaðs kvennaskóla á Austurlandi
á Eiðum.
Bókmenntafjelags ársst.yrkurinn færist upp
I 1500 kr., en ekki fallizt á að kaupa
handritasafn fjelagsins handa landsbóka-
•safninu.
Hækka vill nefndin styrkinn til G.-T,-
fjelagsins upp í 800 kr. Mótfallin er hún
2000 króna fjárveitingu til alþingisbóka-
prentunar. Frú Elinu Eggertsdóttur í
Ueykjavik vill nefndin veita 1200 kr. styrk
til að koma á stofn hússtjórnar- og mat-
teiðsluskóla í Reykjavík, og 500 kr. árs-
styrk til hans. Ennfremur náttúrufræðis-
Jkand. Bjarna Sæmundssyni 800 kr. ársstyrk
til fiskiveiðarannsókna. Sömul. 500 kr.
^ Arsstyrk Einari Jónssyni í Khöfn til fram-
•talds myndasmíðanámi.
Til gufubátskaupa fyrir Vestfirðinga-
fjórðung vill nefndin veita 60000 kr. lán
og sömul. 30,000 kr. til að koma upp is-
geytnsluhúsum m. m., þó eigi meira en
8000 kr. í hvern stað, gegn afborgun á
5—10 árum.
Þá vill nefndin láta veita með fjárimkíp-
lögum allt að 2500 kr. styrk þ. á. til að
útvega hæfan mann frá Noregþ til að rann-
saka og leggja ráð við bráðafári.
Stjórnarskrárfruinvarpið
var til framh. 1. umræðu í dag I neðri
deild. Nefndin hafði klofnað, einn nefnd-
armaður, Pjetur Jónsson, hjelt fram stjórn-
arskrárfrumvarpinu, en allir hinir þings-
ályktun þeirri sem þegar hefir verið sam-
þykkt i neðri deild.
Umræður urðu mjöglitlar að þessu sinni.
Hvorki framsögumaður meiri hlutans (Guðl.
Guðmundss.) nje minni hlutinn vildu hefja
neinar kappræður, en Guðl. Guðm. lagði
þær spurningar fyrir landshöfðingja, hvort
stjórnin mundi ekki lita svo á, ef frum-
varpið yrði samþykkt, sem þingið vildi
enga stjórnarskrárbreyting þiggja aðra en
þá. sem þar væri farið fram á, og hvort
ekki væru líkur til, að stjórnin mundi
gefa ákveðið svar um það, hverjar breyt-
ingar hún gæti aðhyllzt, ef þingsályktunin
yrði samþykkt. Landshöfðingi svaraði
báðum spurningunum játandi, hinni síðari
þó með þeim fyrirvara, að hann hefði
ekkert umboð til að svara, en kvaðst
mundu leggja með því eindregið, að stjórn-
in svaraði þingsályktuninni með þvi að
segja, hverjar breytingar hún sæi sje fært
að aðhyllast.
Atkv. Frumvarpinu visað til 2. nmræðu
með 13 atkv. gegn 10. Þéssir sögðu nei:
Björn Sigfússon, Guðl. Guðm., Jens Pálsson,
Jón Jensson, Jón Jónsson A.-S., Jón Þór-
arinsson, Ólafur Briem, Tr. Gunn., Valtýr
Guðrn., Þorl. Guðm.
Eimskipskanpfn
voru til síðara hluta 2. umræðu á þriðju-
dagskvöldið, ög úrðu umræðurnar langar
óg fjörugar. Sú breytingartillaga var nú
komin fram frá Guðl. Guðmundssyni, að
leigja skyldi skip i stað þess að kaupa
það. Svo hafði og samgöngumálanefndin
lagt til, að 32,000 krónur yrðu veittar hvort
árið til þess, að styrkja gufubáta, er
landsfjórðungarnir geri væntanlega út til
strandferða, og hafði fjárlaganefndin tekið
þá tillögu upp í fjárlagafrumvarpið.
Ræður hjeldu í málinu: Valtýr Guð-
mundsson, Tr. Gunnarsson, Jens Pálsson,
Guðl, Guðmundsson, landshöfðingi, Jón
Jensson, Björn Sigfússon og Pjetur Jónsson.
Aðal deilan var, eins og áður, um það,
hvort heldur skyldi leigja skipið eða kaupa.
Tryggvi Gunnarsson var að sönnu mót-
fallinn allri skipsútgerð á landssjóðs kostn-
að, vildi láta ætla einhverju fjelagi, sem
væntanlegir samningar kynnu að takast
við, 35, 40 eða 45 þúsundir; en tækjust
ekki þeir samningar, þá leigja, sem væri
þó neyðarúrræði að eins. En enginn þeirra,
er á þessum fundi töluðu, tók í strenginn
með lionum, að því er aðalefnið snerti.
Delztu ástæðurnar, er fram voru færðar
rneð skip-kaupurn, voru þær, að uyög örð-
ugt mundi að fá leigt skip, sem væri.
hentugt bæði til fólksfiutninga og vöru-
flutninga, og það til fært til sönnunar, að
sar ? gufuskipaíjelagið, sem svo mikið ætti
aíJpkipum, hefði orðið að láta smíða skip
tilBsIandsferða, og verzlunarfróðir menn
jafnframt bornir fyrir þeim örðugleikum;
leigan mundi tiltölulega verða miklu
kostnaðarsámari en kaupin (10% af höfuð-
stólnum), og því hættara við tekjuhalla;
reyndar sje hugsanlegt, að skip fengist
leigt með þeim skilmálum, að leigjandi
hefði ávallt til sjófært skip, þótt eitthvað
yrði að (eiiis og vakað hafði fyrir Jóni
Jenssyni), én leigan mundi þá verða afar-
há.
Aptur á móti vildu þeir, er hjeldu þvi
fram, að skipið yrði tekið á ieigu, ekkert
gera úr örðugleikunum við að fá. skipið, .
og báru lika fyrir sig álit verzlunarfróðra
manna. Aðalatriðið væri það, að með út-
gerð skipsins væri gerð tilraun t.il þess,
að koma samgðngumálum landsins í nýtt
horf; töluvert fje væri gefandi fyrir þá
tilraun, en ef hið njrja fyrirkomulag reynd-
ist óhagkvæmt, þá yrði tjónið minna með
því, að leigja skipið en kaupa það, því
að skipið mundi ekki seljast aptur nema
með mjög miklum afföllum,
Undirstöðuatriði ágreiningsins var auð-
heyrt þetta: Er það víst, að skipsútgerð
landsins beri sig þolanlega? Annar flokk- j
urinn gengur að því visu, að útgerðin
verði gróðavegur fyrir landið, og að henni
verði því haldið áfram. Hann vill þvi
kaupa skip, með því að arðsamara sje að
eiga sinn stofn sjálfur en að leigja hann.
Hinn flokkurinn skoðar þetta að eins til-
raun, með allsendis óvissum gróða, og því
rjett að leggja sem minnst i hættu í byrj-
uninni.
Töluvert var um það rætt, hvort þvi
mundi mega treysta, að styrklausar gufu-
skipaferðir yrðu framvegis umhverfis land-
ið. Tr. Gunnarsson vildi ekkert á þær
treysta, en af öðrum var því haldið fast
fram, &ð þar sem vitanlega miklar vörur
væru til, sem flytja þyrfti, þá væri ekki
ástæða til að óttast, að enginn fengist til
að flytja þær.
Nokkurt þref var og um það, hve mik-
ið fje væri fyrirliggjandi, þangað til lands-
höfðingi tók af öll tvímæli. Svo framar-
lega sem útgjalda-áætlun fjárlaganefndar-
innar verður samþykkt og skip keypt, þá
þarf annaðhvort að segja landsmönnum
upp landssjóðélánum eða fá nokkurt fje til
láns. Formælendum skipskaupanna þótti
alls engin trágangssök að taka lán, með
því að það gæti f'engizt í útlöndum með
vægari kjörum en landssjóöur lánaði öðr-
um.
Björn Sigfússon lagði mikla áherzlu á
það er Tr. Gunnarsson hafði fram haldið,
að ekki v'æri bætt úr samgönguþört lands-
ins með þessu eina skipi, hvort sem það
yrði nú leigt eða keypt, og ekki hægt að
reiða sig á bátakaup landsfjórðunganna;
þess vegna viidi hann láta landið kaupa
2 gufubáta í viðbót, er gangi með ströhd-
um fram, og kosti um 60,000 kr. hvor.
Bjóst við að koma með breytingartillögu
í þá átt við 3. umr.
Atkvgr. Breytingartillagan um að leigja
skip var að lokum felld með 13 atkvæð-