Ísafold - 24.08.1895, Side 3

Ísafold - 24.08.1895, Side 3
283 tillag til frjettaþráðarins á ári, eptir að farið væri að nota hann, og með því skil- yrði, að honum sje haldið við í nýtu standi. Stjórnar-erindrekinn. Sú tillsga, um sjerstakan erindreka til að flytja löggjaf- armál fyrir konung af hendi alþingis, var þó felld þegar í stað í neðri deild með miklum atkvæða mun (16 : 6) og við lít- inn orðstír. Skulagjöfin. Ilún marðist fram að lok- nm, 5000 kr., með sama sem eins atkvæð- is mun í hvorri deildinni um sig: nefnil. þannig, að í neðri deild var við eina umr. í fyrra dag 1 atkv. fram yflr helming móti því að í'elia hana burtu, og þetta eina at- kvœði var Skúla sjálfs — með nafnakalli—, og í efri d. í gær með 5 : 4 atkv. Þar greiddu 2 ekki atkv. (Hallgr. Sveinsson og Sigurður Jensson), til þess að fjárlögin þyrftu eigi að lenda i sameinuðu þingi’ að þeir báru fyrir. Það er líklega eins dæmi í sögu löggjaf- ar- og fjárveitingarþinga, að þingmaður hafi hjer um bil sama sem úthlutað sjálf- um sjer stórgjöf af almaunafje, og mundi margur kalla eigi ofgjört, þótt beitt væri óvanalegri aðferð til þess að hepta slíkt hneyksli, jafnvel þó að eigi væri annað við þessa fjárveitingu að athuga en það eitt. Eptirlaunaviðbótin handa Skúla gekk þó ekki fratn, — var áður fallin á þinginu. Taiþráöur milli Reykjavikur og Akureyrar. Hingað til bæjarins er nýkominn maður frá »Western Electric Co.«, afarmiklu tele- fóngjörðarfjelagi, sem hefir aðal-stöðvar sínar í Chicago og New York, en útibús- verksmiðjur í París, Antwerpen, Berlin og Lundúnum. Maðurinn heitir A. Parker Hanson, ungur verkfræöingur, fæddur í Ameríku, en á nú heima i Berlín og stend- ur fyrir útibúi fjelagsins þar. Hann er mörgum hjer að góðu kunnnr, hefir fyrir nokkrum árum (10) dvalið hjer eitthvað 8 mánaða tíma, og sent hjeðan ailmörg skemmtileg feröabrjef til ýmsra stórblaða 1 Bandarikjunum. Hr. Hanson kom til Akureyrar með Thyra síðast, og þaðan fór hann fótgang- andi hingað til bæjarins á 11 dögum. Fyrir honum vakir að leggja teiefón rnilli Reykjavíkur og Akureyrar, og auk þess kvíslar til ýmsra kaupstaða, þar á meðal jafnyel til ísafjarðar. Á póststöðvum hugs- ar hann sjer að telefónstöðvar verði. Hann kom gangandi norðan að til þess að geta rannsakað sem bezt, hvernig hentugast væri að leggja þráðinn, og má af því sjá, að ekki skortir dugnaðinn og áhugann, Örðugleikana við þráðarlagninguna hygg- ur hann minni en við heföi mátt búast, og kostnaðinn rúmar 100,000 krónur. Privatfundur neðri deildar-þingmanna í gær ijet í I.jósi, að þeir álitu þetta gagn- legt fyrirtæki og að þeir mundu vilja styðja það með liæfllegum fjárstyrk: þeg- ar fenginn væri nægirr undirbúningur og glöggvar áætlanir. Bíður málíð senniiega -aðgerða næsta alþingis. "Við heimkomu rektors dr. Björns M. Ólsens 1895. (Sungib i íjölmennu samkvæmi honum til fagnaðar i Reykjavík 19. m.). Heim ertu kominn, yinur vor hinn bezti! Yelkominn heim! Landvættir fagna göfgum heiðursgesti, glatt er hjá þeim. Kveður nú við um áttir landsins allar: «Agæt er fengin lærða skólans vörn». Konur fagna’ og karlar: rKominn er Björn«. Stundum með hafís birnir hingað berast byrstir á land. Ungir og gamlir óttaslegnir gerast, óttast það grand. Mæðurnar bræddar bæla niður börnin, bændurnir vopnast, fylkjast margir senn, vilja vinna björninn vaskleikamenn. Borin er saga, — björn á land sje genginn. Bregður ntí. af: Björn hefur slíkur áður komið enginn Islands um haf: Mæðurnar glaðar syni sína kæra senda til bans, að »vinna« þennan björn; feður honum færa fegnir sín börn. Björninn er unninn, unninn þjer til handa, íslenzka þjóð! Agætum syni, sóma norðurlanda, sjertu nú góð! Háskóli sjerhver hann sinn teldi blóma; bingað þó kom hann, — minnstu hvað þú átt; sýn þú hooum sóma svo sem þú mátt! Heldur þú vildir hingað norður snúa, hollvinur kær! Hjartkæra þökk, að hjer þú vildir búa heimskauti nær! Birnirnir vilja vitja’ um norðurpólinn, vistin þar heima finnst þeim ekki köid. Nó þess nýtur skólinn, námsmanna fjöld. Astkæri vinur, breið þú bjarnar-feldinn börn yfir þín! Hingað oss flyttu forna guðdómseldinn, fagurt er skín! Lífga hjá ungum ljósið vizku sanna, leiðtogi, sverð og skjöldur vertu þeim! Vinur vísindanna! Velkominn heim! Valdimar Briem. Alþingi var slitið í dag kl. 4. Bunaðarfjelag Suðuramtsins. Síð- ari ársfundur þess var haldinn 5. f. mán. í Reykjavík. Forseti (H. Kr. Fr.) skýrði meðal annars frá 5 rifgerðum um húsabyggingar á sveita- bæjum, er fjelaginu höfðu borizt, og þeim dómi hlutaðeigandi, tilkjörinnar nefndar (í henni voru stjórn fjelagsins, ásamt Þór- halli Bjarnars. og Sæm. Eyjólfssyni), að Sigurði Guömundssyni í Helli (Rangár- vallas.) yrðu veitt þau 100 kr. verðlaun, er lieitiu höl'ðu veiið fyrir beztu ritgerð um það eúii. Samkvæmt tillögu verðlauna-nef'ndar fje- lagsins (Á. Th., B. J., dr. J. J.) voru Árna Páissyni í Narfakoti veitt lCOkr. vcrðlauu fyrir dugnað í garðyrkju og öðrum jarða- bótum. Tillaga Qelagsstjórnarinnar um að veita B. Björnssyni búfr. í Reykjakoti 50 króna styrk til að fullgera(i) eldlímsþakið sitt var felld. Út af beiðni frá Sigurði Guðmundssyni í Helli um að fjelagið keypti handa fje- lagsmönnum bók hans »Um búreikninga« var eptir tíllögu B. J. ritstjóra kosin 3 manna nefnd til að skoða bókina og gera tillögu um það efni: Eirikur Briem, Sæm. Eyjóifsson, Þórh. Bjarnarson. Tölu fjeiagsmanna tjáði forseti vera nú sem stæði 301. Beiðni frá Kjartani prófasti Einarssyni í Holti undir Eyjafjöilum um styrk til að gjöra fyrirstöðugarð til að varna skemmd- um af Holtsá var sú áheyrn veitt, að verja skyldi 200 kr. úr sjóði fjelagsins til 50 a. styrks fyrir hvert dagsverk við garðinn, ef dagsverkin yrðu eigi færri en 200, og greiða fjeð af hendi þegar búfræðingur í þjónustu fjelagsins liefði dæmt verkið gagn- legt og vel af hendi leyst, og trygging væri fengin fyrir, að því yrði haldið við. Þessa búfræðinga hafði stjórn fjelagsins ráðið í þjónustu þess í sumar: 1. Hjört Hansson í Borgarflrði 2 mánuði á 70 kr. um mánuðinn ; 2. Gísla Þorbjarnarson ef til vill í Gull- bringusýsln 1 mánuð á 70 kr.; 3. Sigurð Sigurðsson í Árnessýslu neð- anverðri 2 mánuði á 75 kr.; 4. Gissur Jónsson í Árnessýslu ofanverðri 2 mán. á 70 kr.; 5. Vigfús Guðmundsson í Rangárvalla- sýslu 1 mán. á 70 kr.; 6. Sveinbjörn Óiafsson í Skaptafellssýslu 2 mánuði fyrir aiis 300 kr.; 7. Sæmundur Eyjólfsson, cand. theol., skyldi fara austur í Rangárvallasýsiu, eptir ósk sýslunefndarinnar þar, og mæla Safamýri, og vera þar þangað til því verki væri lokið, síðan iita eptir, livort nokkur vegur væri til að varna skemmdum af Markarfljóti undir Eyjafjöllum og í Land- eyjum, og gera ínælingar þar að iútandi, eptir því sem ástæða væri til. En þá hjálp, er hann þyrfti við mælingarnar, og fæði, meðan hann væri við þær, ætlaðist stjórnin til að sýsiubúar kostuðu. Kirbjusamsöngur. Þýzk koua, frú Au- guste Heusler, kona próí'essors Heuslers í Ber- lín, hjelt i fyrra kveld coccert hjer i dómkirkj- unnitil ágóðafyrirorgelsjóð kirkjunnar með að- stoðfröken AstuSveinbjörnsson oghr. Brynjólfs Þorlákssonar. Frú Heusler söng sóló nokkur lög eptir frægustu tónskáid (J. S. Bacb, Hánd- el, Mendelssobn-Bartholdy, Haydn, Betboven, Schubert) af miklu meiri snild en dæmi eru til hjer á landi. Rómurinn ákafiega mikill og fagur, og honum beitfc at' mestu list og kunn- áttu. Enda hefir frú Heusler sýut áður list sína í nokkrum helztu borgum heimsina fyrir stórmiklu fjölmenni við ágætan orðstír. Þau hjón hafa feröazt hjer víða um land í sumar og fóru nú með póstskipinu í gærmorgun. Sigurður P. Sivertsen, kaudidat í guðfræði, tekur að sjer alls konar kennslu á kom- anda vetri, bæði í skólum og privat. Sjerstaklega geta piltar, sem ætla sjer að ganga inn í latínuskólann, fengið til- sögn í öllum þeim námsgreinum, sem heimtaðar eru til inntökuprófs. Nán- ari upplýsingar gefur Docent Jón Helga- soni

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.