Ísafold - 04.09.1895, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.09.1895, Blaðsíða 3
295 og tröUakeim á sjer, ef það á annað borð er dálítið tilkomumikið. Vestanvið Laug- arvatnið er talsvert af hverum og laugum, rjett við túnfótinn á Laugarvatnsbænum, og er þaðan afrennsli út í vatnið, sem velgir töluvert petti af því, enda munu ef til vill vera smáhvrerir úti í vatninu sjálfu, og mundi í öðrum löndum þykja notandi að lauga sig á slikurn stað. En skammt til hárra fjalJa og firrninda og jafuvel jökla, fyrir þá, sem gaman hafa af að þreyta göngur um þær slóðir. Lopt hið heilnæm- asta og þægilegasta, er hægt er að hugsa sjer, á takmörkum bygða og óbygða, fjalla- lopt með skógarilm og vatnaeim. (Niðurl.). B. J. Frá íslendingum í Vesturheimi. Hið 11. ársþing hins ev.-lút. kirkjufj. Is- lendinga í Vesturheimi var sett i Pembina i Norður-Dakóta 26. júní og stóð til 1. júlí. Söfnuðir fjelagsins voru 23. Sjóður hins fyrirhugaða skóla kirkjufjelagisns var orðinn yfir 2300 dollara, en ekki var talið tiltækilegt að byrja á kennslu á þessu ári. TJndirbúningsráðstafanir voru gerðar til þess að fjelagið gangi inn í hið mikla kirkjufjelag »General Council«, sem saman stendur af fjöída smærri lúterskra kirkju- fjelaga bæði í Canada og Bandaríkjunum. Allmikið var rætt um fjelagsskap ung- menna eptir fermingu til þess að halda þeim í kirkjunni, og yflrlýsing samþykkt þeim til meðmæla, enda er sá fjelagsskap- ur þegar nokkuð kominn á fót meðal ís- lendinga vestra, einkum í Winnipeg. Tveir fyrirlestrar voru haldnir á kirkju- þinginu, annar afsíra Friðrik J. Bergmann, um teikn tímanna, hinn af síra Jóni Bjarna syní um forlög. Svo fóru og fram umræð- ur, sem öllum var heimiit að taka þátt í, um spurninguna: »Hvernig er kirkjufje- laginu unnt að styðja að námi ísl. tungu ■# * og fræða meðal æskulýðsins hjer i land- inu?« Kirkjufjelagið fjekk í sumar í sína þjón- ustu nýjan prest, Þorkel Ó. Sigurðsson, sem útskrifazt hafði frá merkum guðfræð- isskóla í Pennsylvaniu með doktors nafnbót. Ilann geröist prestur íslendinga í Argyle- nýtlendunni í Manitoba. Aptur á móti virðist svo, sem síra Hafsteinn Pjetursson, er falið var á hendi í fyrra haust af hinum lúterska söfnuði í Winnipeg að stofna nýj- an söfnuð þar í borginni, sje að draga sig út úr kirkjufjeiuglnu. Ekki verður þó sjeð, að nein trúaratriði valdi ágreiningi. í stjórn kirkjufjelagsins fyrir næsta ár voru kosnir: síra Jón Bjarnason forseti, síra Friðrik J. Bergmann varaforseti, síra Jónas A. Sigurðsson skrifari ogArni Friö- riksson fjebirðir. Hagur manna vestra er að færast í lag, atvinna að aukast í borgunum, uppskeru- horfur ágætar, þegar síðast frjettist, og hveitiverðið að hækka að mun. Fallin frumvörp. Hjer er skrá yfir öll fallin frumvörp á alþingi í sumar, með því að þeirra heflr fæstra verið áður getið greinilega: 1. Um að byggja skuli spítala handa holdsveikum mönnum (stj.frv.); 2. Um að koma á gagnfræðakennslu við lærða skólanu í Reykjavik og að afnema gagn- fræðaskólann á Möðruvöllum (stj.frv.); 3.Um viðauka og breyting á lögum 12. jan. 1888 um þurrabúðarmenn; 4. Um varnarþing í skuldamálum og ýms viðskiptaskilyrði; 5. Um fjárráð giptra kvenna; 6. Um breyt- ing á 1. gr. í lögum 15. október 1875 um skipun læknahjeraðanna; 7. Um búsetu Jfastakaupmanna; 8. Um breyting á lögum Um gjafsóknir; 9. Um löggilding verzlunar- (fetaðar á Hjallasandi í Ytri Neshrepp í Snæ- fellsnessýslu; 10. Um breyting á lögum 10. febr. 1888 um veitingu og sölu áfengra drykkja; 11. Um birtingu hinna opinberu auglýsinga; 12. Um áfangastaði; 13. Um sjerstök eptirlaun handa yflrkennara H. Kr. Friðrikssyni; 14. Um viðauka við lög nr. 8, 13. apríl 1894. Óútrœdd frumvörp. 1. Um flutning þurfamanna; 2. Um eyðing sela; 3. Um meðferð á hrossum og sauðfje, er selt er til útflutnings; 4. Frv. til fiskimannalaga; 5. Um bann gegn tilbúningi áfengra drykkja; 6. Um samþykktir, er banna verzlun með áfenga drykki; 7. Frv. til stjórnarskipun- arlaga um hin sjerstöku málefni Islands; 8. Enn fremur tekið aptur frv. til lagaum brúargjörð á Jökulsá í Axarfirði. Felldar þingsályktunartillögur og aptur teknar. 1. Um milliþinganefnd í fá- tækramálefnum; 2. Um Skúlamálið; 3. Um gagnfræðakennslu; 4. Um sjerstakan er- indsreka fyrir ísland; 5. Um hinar opin- beru auglýsingar; 6. Um útibú landsbank- ans; 7. Um lagning á steinstjett með fram alþingishúsinu—þrjár hinar síðustu teknar aptur. Gjöf Jóns Signrðssonar. Verð- launanefndin fyrir yfirstandandi fjárhags. timabil dæmdi 500 kr. verðlaun fyrir rit- gerð »um Sturlungu« eptir dr. phil. Björn M. Ólsen, og 200 kr. fyrirritgerð »um ísJenzk mannanöfn« eptir Jón prófast Jónsson i Stafafelli. Verðlaun þessi eru greidd af vöxtum sjóðsins, sem var í reikninglsok (27. júli þ. á.) orðinn 11,356 kr. 74 a. Takið eptir! Undirskrifaður tekur að sjer viðgerðir á úrum og klukkum, og hefur einnig útsölu á út um og keðjum á Ejuarbakka eptir 10. þ. m. p. t. Reykjavik 3 sept. 1895. .JAhaiines Sveinsson, , úrsmiður. Eiríkur Guðjónsson, skósmiður Þingholtsstræti nr. 3 tekur að sjer allskonar ssósmíði og leysir það fljótt og vei af hendi. 60 »Þjer eruð staddur frammi fyrir rjettinum, sem ætlar að hegna fyrir morðið á syni yðar«. Nú leit gamalmennið upp í fyrsta sinn með ringluðu augnaráði, lypti upp öðrum handleggnum og sagði: »Guðs hönd!« Eptir fáein augnablik hætti dómarinn við allar til- -raunir til að fá nokkuð upp úr karlinum, sem takandi væri mark á, og var hann svo leiddur til sætis síns. Svo voru nokkur vitni spurðenn, en þau gátu ekkert mark- vert borið. Því næst tók sækjandi til máls til þess að sýna fram á það, að sekt Schwarz væri sönnuð, að dómnefndin gæti úrskurðað hann sekan. Verjandi gat ekki neitað lík- unum, en vildi þó spyrja dómnefndina, hvort Schwarz mundi ekki að einhverju leyti hafa átt hendur sínar að verja, og hvort ekki mætti ætla, að Schwarz hefði þá fyrst skotið Marker, er hann hefði sjeð hann miða á sig, enda þótt liann neitaði með öllu að hafa skotið hann. Allir, sem viðstaddir voru, fundu, að vörnin var mjög veik , að verjandi gerði reyndar allt, sem honum var unnt, en dró litið úr krapti ákærunnar. Aheyrendurnir og dómnefndin og jafnvel meðlimir rjettarins komust í ömrulega, næstum því sóttveikiskynj- aða geðshræring; því að menn fundu til þess, að nú var sorgarleikur þessi innan skarnms á enda leikinn, og lang- líklegast var, að honum mundi Iykta með dauðadómi. 67 floganna, sem að jeg hafði lent í við hann, rnundu allir ganga að því vísu, að jeg væri morðinginn, og jeg varð enda svo örvita, að jeg braut greinar af trjánum til þess að fela með líkið. Svo hitti starfsbróðir minn mig skömmu síðar, og jeghjelt mjer mundi takast að ljúga að honum og telja honum trú um, að jeg hefði engan skothvell heyrt. Meira hef jeg ekki að segja. Það trúir mjer enginn hvort sem er«. »Nei, það segið þjer satt«, sagði dómarinn. »Hvers vegna sögðuð þjer ekki lögreglustjórninni frá þessu tafar- laust?« »Af þvi að það var svo mikið fát á mjer, að jeg vissi ekki sjálfur, hvað jeg gerði«. »Það er iíka sennilegt. Þjer eruð kunnur að miklu snarræði. Enginn veit til þess, að Franz Marker hafi átt neinn annan óvin en yður, og ekki hefur hann verið myrtur til fjár«. Schwarz yppti öxlum og þagði. Næsta vitnið var systir myrta mannsins, María Marker. Það var fríð stúlka, átján ára gömul; hún var náföi, og auðsjeð var, að hún hafði grátið mikið. Hún þorði ekki að líta ákærða mann- inn, þegar hún gekk inn eptir gólfinu. Dómarinn tók til máls: »Yður hefir verið stefnt til að bera vitni í máli, sem yður kemur mjög við. Myrti maðurinn er bróðir yðar,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.