Ísafold - 04.09.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.09.1895, Blaðsíða 2
284 landsins þjónustu, unnið af hinni mestu ósjerplægni og unnið af fðlskvalausri ætt- jarðarást, en ekki sjálfum sjer til fordildar og án illyrðaofsókna við saklausa menn. Hann var þá (1875) forseti á þiugi (í neðri -deild) sem endrarnær, og því hlutlaus at nmræðum og atkvæðagreiðslu, bæði um það mái og önnur. Það var þá ekki upp tekið, það nýmæli, að forseti greíddi at- kvæði, er houum þætti mikið við liggja. En hvað gerði Jón Sigurðsson? Hann gekk af fundi í hvert skipti sem heiðarslaunafrumvarpið var til umræðu. Hann varaðist að vera einu sinni inni í þingsalnum á meðan það var rætt og at- kvæði um það greidd. Hann vildi láta þingmenn vera sem allra frjálsasta og ó- háðasta með atkvæði sín og tillögur. Hann vildi ekki trufla þá með návist sinni. Hon- um var fjarri skapi að reyna að horfa fjárveitingar út úr þingmönnum, eins og talað er að leikið hafi verið einhvern tíma af áheyrendapöllum þingsins. Mundi hann þó liklegast hafa getað boðið hverj- um meðalmanni út í þeim leík, ef hann hefði viijað, — hann, sem kveðið var um: Augum gýtur eias og Ijón undan sínum gráu hærum. Jeg þykist líka, þótt sveitamaður sje, þekkja svo mikið til þingmennsku og þing- siða, að mjer sje óhætt að fullyrða, að ilestir hafl þann sið, að neyta alls ekki at. kvæðisrjettar síns, svo framarlega sem mál það, er atkvæði eru um greidd, snertir þá eitthvað persónulega, hvort heldur er bein - línis eða óbeinlínis. Mjer finnst það vera góð regla og sæmdarmönnum samboðin. Jeg kann líka betur við, að vjer alþýðumenn- irnir getum litið upp til löggjafa vorra sem valinkunnra sæmdarmanna, er ekki stjórn- ist að eigingjörnum hvötum. Jeg get ekki að því gert, að mjsrflnnst þetta Skúla-gjafar-hneyksli, sjerstaklega þó atkvæðagreiðsla mannsins sjálfs (og bróð- ur hans raunar með), sú ein3tök ósvinna, að stjórnin gerði þarft verk og lofsamlegt, ef hún staðfesti ekki fjárlögin með slíkri óhæfu í. Jeg skal ábyrgjast, að almenn- ingur mundi láta sjer það mikið vel líka> ef þau væru látin ósnert að öðru leyti, jafnvel hvort sem menn eru Skúla sinn- andi eða ekki. Jeg get ekki skilið, að það væri neitt ódæði, þó að stjórnin neytti iðglegar heimildar sinnar til þess að hepta slíkt hneyksli. Annaðhvort er henni að lýsa því hátíðlega yfir, að hún afsali sjer ðllum afskiptum af fjárveitingarlöggjöfinni eg skrifi bara orðalaust undir allt sem þing- íð setur á pappirinn, eins og bún hefir gert allt til þessa hvað fjárlög vor snertir «g fjáraukalög, ellegar að taka í taum- ana, þegar svo ber undir, sem hjer á sjer stað, að skörin færist það langt upp í bekk' inn, að þingmenn taka til að úthluta sjálf- nm sjer gjöfum úr landssjóði. Sveitamaður. Fyrirniyndar-gjöf. Eitt af því marga, sem land vort er allt of fátækt af, eru styrkt- arsjóðir, legöt og þessk.; þó munu nokkrar -íramfarir eiga sjer stað í þessu sem öðru; jþarmig liafa höfðingshjónin Ólafur danne- hrogsmaður Sigurðsson í Ási, og kona hans Sigurlaug Gunnarsdóttir hinn 20. maí næstl. gefið sveitarsjóði Rípurhrepps bálfa jörðina Keflavík í þeim hreppi. I gjafabrjefiau stendur meðal annars: »Af afgjaldi jarðarinnar skal árlega taka 10 kr. og setja á vöxtu í aðaldeild Söfnunarsjóðs Islands með þeim skilmálum að vextirnir leggist við höfuðstólinn þang- að til hann er orðinn 500 kr., en upp frá því fái hreppurinn hálfa vextina útborgaða ár- lega. Sjóður þessi skal nefnast Styrktar sjóðar Rípurhrepps, og vera undir yfirum- sjón sýslunet’ndar, og skal hreppsnefndin á ári hverju semja skýrslu um efnahag hans, og senda sýslunefnd*. Þess skal getið, að hina háiflendu Keflavík- ur gáfu foreldrar Óiafs að miklu leyti hreppn- um, sem því nú er orðinn eigandi allrar jarð- arinnar, og verður þetta, er tímar líða fram, ómetanlegur hagnaður fyrir hinn litla hrepp. Á ábýlisjörð sinni, Ás i, hafa hjón þessi byggt 2 falleg timburhús, og bætt jörðina svo sem frekast mun eiga sjer stað; væri því óskandi, að sem flestir tækju þau sjer til fyrirmyndar; en sjerstaklega vil jeg hvetja þá, sem vel eru efnum búnir og enga lífserfingja eiga, að verja að einhverju leyti eigum sínum til al- mennings heilla, því það verður til meiri sóma og gagns, en láta þær skiptast, eins og opt á sjer stað, milli margra úterfingja. Sauðárkrók 10. ág. 1895. J. Ó. Laugardalur— Geysir —Gullfoss. i. Það er merkilegt, hvað vjer íslendingar erum seinir og sljóvir að gefa gaum feg- urð náttúrunnar á landi voru. Oss er mun tamara að hafa á vörum vol og æðrur út af því, hve landið sje kalt og hrjóstrugt, autt og snautt, bert og gróðurJaust, upp- blásið og ömurlegt, heldur en að róma fegurð þess og njóta glaðir þess mikla un- aðar, sem náttúra þessa lands sem annara heflr hverjum þeim fram að bjóða með fram, er opin hefir augu og eyru til þess að sjá það og meta, sem fagurt er eða mikilfenglegt í sköpunarverki drottins- Ef satt skal segja, eigum vjer útlend- ingum að þakka að miklu leyti, að nokk- uð orð fer af landi þessu fyrir náttúru- fegurð. Það eru þeir, sem fyrstir manna hafa veitt henni verulega eptirtekt og haldið henni á lopti. Vjer höfum smám- saman farið að hafa lofið eptir þeim, þótt vænt um það, sem vonlegt er, og sann- færzt um, ad þeir hefðu nokkuð til síns máls. Þingvellir — Geysir — Hekla, það er þrenningin, er lengi hefir að sjer dregið hugi og augu útlendra og innlendra, svo sem þeir staðir, er við ætti eitthvað í þá áttina, sem ítalski talshátturinn: »að sjá Neapel og deyja«, lýtur að. Fyrir innlenda hafa Þingvellir tvöfalt töframagn : sögufrægðina og söguhelgina annars vegar, og í annan stað hina ein- kennilegu náttúrufegurð. Fyrir vitund flestra útlendinga vakir að eins síðara atriðið, og fyrir hvorumtveggja jafnt er Geysir og Hekla ekki annað en fásjen og mikilfengleg náttúruafbrigði. Fyrir þeirra hluta sakir hafa þessir staðir allir borið þann ægishjálm yfir öðrum stöðum á land- inu, að þeirra hefir lítið gætt, fyrst og fremst 1 augum útlendinga, og þar með einnig í augum þjóðarinnar sjálfrar, af þeirri einföldu ástæðu, að það eru útlend- ingar, er upp hafa lokið því skilningar- viti voru, er sjer og meta kann til hlítar náttúrufegurð og náttúruafbrigði lands vors, — eins og fyr var á vikið. II. Hið almenna íslenzka eptirtektaleysi á einkennilegri náttúrufegurð lýsir sjer með- al annars í því, hve litlar tilbreytingar vjer íbúar höfuðstaðarins höfum á smá- skemmtiferðalögum hjer umhverfis. Upp í Mosfellssveit, austur að Þingvöllum eða austur yfir Hellisheiði,— þetta eru algeng- ustu ferðirnar af þvi tagi, og optast söma leiðina. Það eru ekki nema 2—3 ár síð- an, að almenningur vissi af ekki ómynd- arlegum fossi að eins 10 mínútna spöl úr þjóðleið hjerna upp á Svínaskarð: Trðlla- fossi í Leirvogsá, í all-hrikalegu gljúfri, með einkennilegum skessukötlum í árfar- veginum, allháum hamri öðrum megin og bezta steypibaði í fossjaðrinum. Annan fjallveg austur í Árnessýslu ber varla nokkur maður við að fara sjer til skemmt- unar en annaðhvort Mosfellsheiði eða Hell- isheiði (með Lágaskarði). Þriðju leiðinni, Dyraveginum, vita menn varla af, og er þó ólíku saman að jafna, hve miklu skemmtilegri hann er fyrir náttúrufegurð- ar sakir en hinar leiðirnar báðar og þó engu ógreiðari austur í leið en þær voru til skamms tíma, eða rjettara sagt stórum mun betri yfirferðar en Hellisheiði. Hann dregur nafn af því, að þar er farið á ein- um stað dálítinn spöl milli þverhnýptra hamra og ekki rýmra en svo, að komizt verður almennilega með klyfjar. En það er minnst um vert. Landslagið á fjallveg- inum öllum er svo einkennilega hrikalegt, að það væri rjett nefnt »tröllabotnar«: strýtumyndaðir tindar, klungur og klyf, djúp dalverpi og kröpp, er liggja í ýmsar áttir, gjótur og glufur, í hinum skringileg- ustu myndum. En útsjón hin fegursta, er á austurbrún fjallvegarins kemur, sem ber 1000 fet yfir Þingvallavatn, bæði yfir vatnið allt, sem er miklu fegurra í þann endann en hinn efri, með bröttum hlíðum um- hverfis, og til hjeraðanna og fjallanna norð- ur og austur af vatninu. En það var Laugardalurinn, sem jeg vildi minnast sjerstaklega á. Það vill svo til, að hann er beint í leið- inni frá Reykjavík til Geysis, og því al- kunnur þeim hinum mörgu, er þangað gera sjer ferð. En væri hann ekki þar, sem hann er, heldur annaðhvort langt úr leið eða í allt annari átt, trúi jeg varla öðra en að býsna-margir mundu gera sjer ferð þangað beint til þess að sjá hann, eða jafh- vel til þess að taka sjer dvöl þar um tíma að sumrinu, liggja þar í tjaldi og skemmta sjer við veiðar, bæði fugla og fiska (silungs). Það er leit á girnilegri stað til slikra hluta. Það er sjálfsagt einhver hinn fegursti blett- ur á landinu, bæði Laugardalurinn fijálfur, með Laugarvatni og múlanum fyrir austan það, en Apavatninu spölkorn neðar, og þá ekki síður Efstadalshlíðin, hjerna meg- in við Brúará, bunguvaxin og atlíðandi, skógi þakin upp á efstu eggjar. Blærinn á landslaginu er óvcnju-blíður og þýður, ólíkt þvi sem tiðast er þjer á landi; það hefir annars optast einhvern hrikaleikssvip

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.