Ísafold - 21.09.1895, Side 2
310
Búnaðarstyrkur og jarðabóta-
skylda.
í V. árg. »Austra« 5. bl. stendur grein
■eptir Jón alþm. í Bakkageröi »um lands-
ins gagn og nauðsynjar«, þar sem hann
leitast við að leiða rök að því sjerstaklega,
hversu styrkveiting til eflingar búnaði (þ.
e. jarðabótum) sje ekki einungis ónóg til
að ná áforminu, heldur jafnvel óþörf, ein-
kum rneð því fyrirkomulagi sem nú sjeí
leggur hann helzt til, að sveitarfjelög fái
lán úr viðlagasjóði gegn 28 ára afborgun
með 6% til eflingar búnaði, oghefir þá ástæðu
fyrir þessari tillögu sinni, að þeirri reglu
sje fylgt við fjárveitinguna til eflingar sjáv-
arútveginum (til þilskipakaupa).
Jeg get ekki fallizt á skoðun þessa og skal
þá ieyfa mjer að fara um hana nokkrum orð-
um.
Jeg fæ ekki sjeð, að sveitarfjelögin
mundu fús til þess að taka lán, svo og svo
mikið, þó með þesum vægu borgunarskil-
málum væri, til að efla hag einstaklings-
ins. Það mun heldur ekki þannig vera
með lántöku eða veitingu til þilskipaút-
vegsins, að sveitarfjelögin taki það, held-
ur einstaklingurinn; með öllum þeim útgjöld-
um, sem jafnaðarlega hvíla á sveitarfjelög-
unúm, mundu þau lengi þurfa að hugsa sig
um, ekki einungis hvað gjöra skyldi, held-
ur einnig, hvort gjörlegt væri að ráðast í
lántöku upp á óvissan arð í þarfir fjelags-
ins, þv ef heil fjelög tabalán,|er það og
á að vera í þarfir allsfjelagsins, en ekki
einstakra meðlima þess.
Yæri svo ástatt í hverju sveitarfje-
lagi, að hver og einn ætti sína ábúðarjörð,
og allar þyrftu umbóta (eins og reyndar
víðast mun vera), væri máske ekki mikið
ámóti að reyna þessatillögu alþingismanns-
ins, en því mun óvíða svör að gefa. Eða
getur þingmaðurinn ímyndað sjer, að sveit-
arfjelögin mundu fús á að taka lán til efl-
ingar búnaði á prestsetrum, kirkjujörðum,
landssjóðsjörðum og fl, er væru á einhvern
hátt utanfjelagseignir?
Nú verða og, eins og öllum skynbær-
um mönnum er kunnugt, einlæg ábúenda-
skipti, einn flytur í þessa, ánnar í hina svéit-
ina. Ætli innfiytjendum í þá sveit, sem hefði
tekið þetta lán, eptir tillögu þingmannsins,
yrði gjört að skyldu að taka þátt í slíkri af-
borgun, et þeir, sem við mætti búast, vildu
komast undan ?
Eigi að gjöra það að skilyrði fyrir styrk-
veitingu til eflingar jarðabótum, og fleiru
er heyrir til eflingar og framfaraí búskapn-
um, að sveitarfjelögin gangist fyrir lán-
töku honum til eflingar, er jeg hræddur
um, að seint gjörist ávinnt um söxin.
Þessi styrkveiting, sem nú um nokkur
undanfarin ár hefir átt sjer stað fráþinginutil
jarðabóta og búframfara, kann að vera
annmörkum bundin, en að hún sje mest
til þess að koma því til leiðar, að smáfje-
lög þjóti upp þar og þar einungis til að
ná í styrkinn, eins og þingmaðurinn ætlar,
það álít jeg hafi við lítil rök að styðjast.
Auðvitað er þessi styrkveiting fremur hvet-
jandi fyrir menn að bindast fjelagsskap til
jarðabóta, og víst er um það, að einhver
hin vinsælasta fjárveiting er það meðal
almennings hjer um pláss; en að hún sje
aðalhvötin til fjelagsskapar í jarðabótum,
nær engri átt. Jarðabótafjelög voru viða
hjer um Húnavatnssýslu komin á fastan
fót áður en styrkveitingin frá þínginu kom
til sögunnar. Er þetta miður góðgjarnleg
getgáta til landa sinna frá hendi þing-
mannsins, og líkari þvi að hún sje til orð-
in í hans eigin brjósti en byggð á reynsl-
unni.
Alþingismaðurin telur það eitt með öðru
tiliögu sinni til gildis, að væri það sveitar-
stjórnirnar, er stæðu fyrir lántökunni,
mundi miklu betur íhugað, til hvers skyldi
láninu verja. Ætli þessi íhugunartími
mundi þá ekki sumstaðar geta orðið full-
langur og að aldrei kæmist lengra.
Um flest er nú farið að bregða okkur
bændagreyjunum.
Lengi hefur verið viðkvæðið hjá þess-
um nýju framsóknargæðingum, hvað við
værum daufir og seinir til allra framfara.
Nú þarf þess ebki lengur. Nú þarf að
fara að stjóra aptur af okkur með því að
taka af okkur búnaðarstyrkinn; því nú
fiönum við út í allt. Hjer um bil þetta
eina af öllu því, er vjer gjöldum til al-
menningsþarfa, má segja að renni aptur
í okkar vasa. Mikil er þjóðarástin hjá
þingmanninum.
í niðurlagi greinar sinnar kveðst þing-
maðurinn hafa verið með því á þingi, »að
styrkur þessi væri hækkaður að mun«; en
meirihluti þingsins hefði verið því mótfall-
inn. Sjer er nú hver samkvæmnin: á þing-
inu að vilja auka styrkveitinguna, en vilja
aftaka hana í Austra.
Svo álítur hann að framkvæmdir til jarða-
og búbóta verði stórstigari með lánum en
styrkveitingu. Á þeirri skoðuu get jeg
ekki verið, eins og að framan er sýnt.
Styrkveitingin er töluvert hvetjandi, en
lánveiting þvert á móti. Þá mundu flest-
ir leiguliðar alveg hætta jarðabótum, þar
sem þeir þó nú margir hverjir hænast held-
ur til að vera með, þó fyrir litlu sje að
gangast.
En hvort sem um styrk- eða lánveiting
er að ræða, eður hvorttveggja, þá er hvor-
ugt einhlítt. Hjer þarf víðtækari afskipti
af hálfu þings og þjóðar.
Eigi landinu og þjóðiuni að fara alstað-
ar og almennt fram í jarða-og búnaðarbót-
um, sje jeg ekki betur en að þurfi almenn
undanþágulaus og undantekningarlaus
jarðabóta- og búnaðarlög, þau lög, sem
gjöra öllum, er á jörðum búa, að hreinu
og beinu skilyrði að vinna að jarðabótum,
á jörð sinni eitthvað tiltekið árlega, hlut-
fallslega við þann vinnukrapt, sem hver og
einn hefir yfir að ráða það og það árið,
hvort sem það er landsdrottinn eður leigu-
liði, hvort sem hann býr á sjálfseign eð-
ur annara, hvort sem hann er embættismað-
ur eða embættislaus, einungis hafi hann
jörð til ábúðar. Þessi lög þurfa, rjett eins
og vegabótalögin, að ná til allra verkfærra
manna á landinu og undir verkfærra manna
tölu að koma innan ákveðins aldurstak-
marks öllum embættismönnum, kaupmönn-
um, þurrabúðarmönnum, sjávarútvegsmönn-
um, húsmönnum og lausamönnum, sem
hafa heimilisfestu í landinu (undanskildir
eru auðvitað allir vanheilir, þó ald-
ur leyfi) og með—ákveðnum skilyrðum —
þeir er af sveit eru styrktir-hvort, sem þeim
er haldið við bú eða þeir fá að vera laus-
ir, til að geta staðið straum af ómegð sinni.
Allir þeir, er eigi hafa jarðir til ábúðar
ættu að inna tiltekið gjald af hendi til
jarðabóta í því sveitarfjelagi, er þeir hafa
heimilisfestu.
Það er vitaskuld, að þessum lögum þurfa
að fylgja töluverð útgjöld. Eptirlits- og
framkvæmdarstjórn þarf í hverju sveitar-
fjelagi, sem hlyti að standa undir æðri
umboðslegri stjórn landsins, oghefði mikí-
um eptirlitsskyldum að gegna, en aptur
á móti þurfti að hafa hæfilega þóknun
fyrir sinn starfa.
En hvar á að taka fje til þessa?
Með álögum má ekki íþyngja atþýð-
unni og þó verður varla hjá því komizt.
Ymislegt mætti til tína, altjend sumstaðar
svo sem lausamanna-og húsmannagjald,
tillag kaupmanna og embættismanna, er
enga jörð eða grasnyt hefðu til umráða,
en hlytu eptir lögunum að inna jarðabóta-
gjald af hendi; en þetta sjálfsagt hrekkur
ekkert víðahvar; og hvar á þá að taka
fje?
Það er ein landssjóðstekjugrein, sem öll
alþýða er og verður allt af mjög óánægð
með, meðan hún stendur eins og nú er.
Það er ábúðarskatturinn.
Væri ekki hugsandi að leggja nokkuru
hluta hans, þriðjung eða helming, til efling-
ar búnaði og jarðabótum, þannig, að hver
sveit nyti þess, er í henni til fjelli, eptir
sinni hundraðahæð? Væri það svm vit-
laust, að láta þettt koma í stað styrkveit-
ingarinnar frá þinginu?
Jeg geng að því vísu, að þessi tillaga
mín fái marga hnjátuog hnjóðsyrði. Hún
er alveg ný, og þó ekki alveg; því að fyr-
ir 14—15 árum bar jeg hana í líku sniði
og nú fram á þingmálafundi að Víðimýri
í Skagafirði, er Jón sál. landritari var þing-
maður Skagfirðinga, og var henni þar mjög
vel tekið, bæði af honum og öllum er þar
voru við staddir. Hjet hann að taka hana
til greina, en ekki hef jeg orðið þess var,
að hún hafi frá honum nje nokkrum öðr-
um fram komið til umræðu á þingi.
Sumum mundi sjálfsagt þykja ófrjálslegt,
þeim er byggju á sjálfseign, og væru ekki
gefnir fyrir jarðabætur, að mega ekki
hafa það eins og þeim líkaði, vinna þeg-
ar þeim sýndist og láta það ógjört þegar
þeim þætti svo betur við horfa. Aptur
mundi öðrum, er hefðu margar jarðir und-
ir höndum, þykja hart að mega ekki á-
kveða leiguliðum svo og svo mikil jarða-
bótaskyldustörf, eptir því sem þeim þætti
við eiga í það og það skipti.
Jeg skal játa það, að að öllu má eitt-
hvað finna. Engin mannaverk eru svo,
hvorki lagasmíð nje annað, að ekkiverði
að fundið, og það með ástæðum, og svo er
um þessa tillögu. Aptur finnst mjer sumt
megi henni mæla til bóta, svo sem það, að
yrði þetta að Iögum gjört, mundi jarðabæt-
ur hefjast jafnsnemma um land allt, þar
sem með því fyrirkomulagi, sem er,geta þær
legið í dái hvert árið fram af öðru, jafn-
vel heilan maunsaldur, já, uin aldur og
æfi.
Hvað það snertir, að lög þessi munda