Ísafold - 21.09.1895, Síða 3

Ísafold - 21.09.1895, Síða 3
311 Tþykja ófrjálsleg, þá sje jeg í rauninni ekk- að þau væri ófrjálslegrí en ýms önnur þegn- skyldulög, t. d. vegabótalögin. Grímsey- ingar og margir, sem á eyjum búa, eru ekki undan þegnir vegabótagjaldi og þurfa íþó aldrei að nota annan veg en á sjónum. Tíundarlög Gizurrar biskups, ein hin merk- asta og vinsælasta lagasmíð, sem saga þjóð- ar vorrar þekkir, eru almenn þegnskyldu- lög: Þar breytist gjaldhæð eptir efnahag sjerhvers. Sama ætti að vera um þessi lög, leggja vinnukrapt einstaklingsins til grundvallar. Að þau hafi kosnað fyrir alþýðu í för tneð sjer er reyndar auðvitað, ensákostn- aður gengi hvorki tillauna handaóþörfum embættismönnum, nje eptirlauna. Þessum kostnaði fylgdi arður eða ávinningur, er gengi i vorn eigín vasa, til vorra eigin þarfa, ogtil hagsældar fyrir aldaogóborna, mann fram af manni, svo framarlega sem jarða- og búnaðarbætur eru skilyrði fyrir þjóðarþrifum og framför, og því mun ■enginn neita. Án þess jeg hailmæli framsóknarmönn- um þings og þjóðar, virðist mjer þó að liggi hendi nær, að kippa öðru eins vel- ferðarmáli og jarða- og búnaðarbótum í svo gott lag, sem framast má verða, held- ur en að fara að leggja út í nýja stjórn- -arbaráttu, sem á eina hlið er mjög tví- sýnt, hvort fram muni hafast, og á aðra, hvort hún hafi, þó hún fáist, jafnheilla- ríkar afleiðingar í för með sjer og sumir g era sjer í hugarlund. Eiríkur Halldórsson. Enn út af Garðaprestskosningunni. I 37. tbl. »Fj.konunnai < þ. á. stendur grein frá »kjósanda« í Garöapi estakalli, og lítur út fyrir að hún sje frá einhverjum, sem vanur er að Tega þeim fáta-ku út, þar sem bann segir að það bafi verið miblu meiri sómi i þeim 52 at. kvseðum, sem hr, Geir Sæmundsson tjekk, held- ur en í þeim 70, er síra Jens Pálsson fjekk- Hann heldur áfram og segir: »Jeg álít að það bafi því nær undantekningarlaust valizt bezta fólkið úr báðum sóknunum til að kjósa cand. Geir Sæmundsson«. Mikið vald hefur þessum »kjósanda« verið gefið, að taka svo hundruðum skiptir fóiks og dæma þá eptir mannkostum og mannvirðingu. Það er orðið kunnugt, hverjir kusu hr. Geir Sæmundsson. Nokkrir af þeim hafa látið prenta nöfn sín undir greinarstúf í »Þjóðólfi«. Kaup- mannastjettin i Hafnaíirði kaus öll G. S., að undantoknum Þ. Egilsson, er var fjarverandi þann dag. Mjer þætti fróðlegt að heyra hjá »kjósanda», hvaða mannkosti baupmaðurinn hefur fram yfir bóndann, sem vinnur æriega fyrir sjer og sínum, án þess að hafa okur- verzlun um hönd. Er sýslumaðurinn meiri mannkostamaður fyrir það, þó að hann hafi gengið gegnuni háskólann, eða Proppé fyrir það, þó að hann hnoði brauð? Jeg hugsa að »kjósandi« álitisóknarnefndar- mennina »mannvirðingamenn«, og úr þeim flokki fengu báðir umsækjendurnir jafnmörg atkvæði. Hreppsnefndarmenn álítur víst »kjósandi« »mannvirðingamenn«; úr þeim fjekk sira J. P. 4 atkvæði; einnig kusu hann nokkrir fyrv. hreppsnefndarmenn, en «kjósandi« álítur kannske að það sje farið að slettast upp á þeirra »mannvirðingu« fyrir elli sakir. Að eins 1 atkvæði íjekk G. S. úr fíraunun- um, og annað úr Garðahverfi; en það hefur nú orðið þungt á metunum hjá »kjósanda«; því það var atkvæði hreppstjórans á Dysjum. Jeg gæti sagt að það væri stór ánægja fyr- ir Garðaprestakall að eiga von á öðrum hvor- um þessara manna fyrir prest: síra Jens Páls- syni eða síra Sigurði Jenssyni; því þeir fá báðir almenningsorð. Hr. Geir Sæmundsson getur máske orðið eins, en fiestir munu vilja taka hið þekkta og reynda fram yfir hið óþekkta og óreynda. Ein ástæðan íyrir því að mað- ur getur orðið óánægður með G. S, er þessi atkvæðasmalamennska, sem hefir verið brúk- uð fyrir hann, einkum af mönnum, sem ekki eiga heima ú prestakallinu, hvort sem verið hefir frú hans eigin brjósti eða ekki; ólíklegt að hann hafi ekki verið þess meðvitandi. Litlabæ á Álptanesi 18. sept. 1895. Jón Hallgrímsson. Latínuskólinn. í stað þeirra dr. B. M. Ólsens, sem er orðinn rektor við skólann, og adj. Steingr. Thorsteinsons, sem er settur yfirkennari, hefir landshöfðingi sett til bráðabirgða þá cand. mag. Þorleif fíjarna- son og cand. mag. Pálma Pálsson ad- jnnkta. Sækja mnnu þeirog báðir um em- bættin fyrir fullt og allt, og auk þessa að sögn cand. mag. Bogi Th. Melsted. Gufuskipið Egill, frá O. Wathne kom hingað af Austfjörðum 19. þ. m., eptir 3—4 daga ferð í vondu veðri, með um 300 far- þega: kaupafólk hjeðan úr sveitum og Vestmannaeyjum. Annað eins eptireystra enn hjer um bil, væutanlegt sumt með gufuskipinu »Rjukan« þessa dagana, en sumt með »Laura«. Aflabrögð mikið góð á Austfjörðum fram til þessa tírna, en óþurrkasamt rnjög allan þurrviðratímann hjer syðra, og fisk- ur því óverkaður að miklum mun. Strandasýslu miðri 22. ágúst: »Siðan eptir 20. júlí bafa verið sifelldir óþerrar i Kolla- firði, Bitru og Hrútafirði svo, ekki hefir þornað úrnokkru strái,en í Steingrímsfirðinógur þerrir. Það er þoka, og fýla upp úr flóanum, sem hefir gjört okkur þetta. I gær fyrsti sólskinsdagur í heilan mánuð ogidager sólskinsbreyskjuþerrir, svo uú ná víst allir heyjum sínum. Síðan með slætti hefir ekkert sptottið, sakir kulda og norðanstorma. Grasvöxtur er því vart í meðal- lagi á harðvelli og fjallslægjur víða snöggar- Garðar lita allvel út, einkum kartöflur. Hvalreki. A Eyjum í Kaldrananesshreppi rak nýlega hval fertugan milli skurða. Bónd- inn þar, Loptur Magnússon, keypti jörðina af •andssjóði i fyrra. Verkfallið mikla í Chieago í fyrra hafði í för með sjer aíarmikið etnatjón og mifeii hryðjuverk. Bandaríkjaforsetinn, Clevelandi skipaði nefnd tii að rannsaka það mál allt og hefir hún nýlega birt skýrslu sína. Það var auðvaldið, sem sigurinn bar af hólmi, en rjett- ara málstað siðferðislega skoðað hafði verk- mannalýðurinn yfirleitt að dómi netndarinnar. Vinnuveitandinn var auðmannatjelag eitt kennt við formaDn þess og stofnanda Pullman vagnasmið í bænum Pullman hjá Chicago. Sumir töldu þá fjelaga vera fyrirmyndar-vinnu- veitanda, en aðrir hina verstu harðstjóra og f jeglætramenn. Sannleikurinn mun vera miðju vega þar á milli, segir nefndin. Verkfallstyrjöld þessa háðu annars vegar verkmenn Pullmans með stuðning hins amer- íska járnbi-autarmannafjelags, er í voru 150,000 manna og komizt haföi á laggir árið áður, en hins vegar Pullmansfjelagið og fjelag járn- brautarforstjórá þeirra, er eiga járnbrautir þær, er koma við Chicago. Stotnfje Pullmans- fjelagsins er 130 milj. kr.; það hefir í 20 ár svarað 8 af hundr. í ársgróða og þó safnað 90 milj. króna i viðlagasjóð. Vagnar frá því eru notaðir á 125.000 enskra mílna járn- brautarvegarlengd; þeir eru allir smíðaðir i bænum Puilman, en tjelagið á sjálft þann bse allan. Járnbrautarfarstjórafjelagið hefir umráð yfir járnbrautavegalengd, sem nemur 40,000 mílum enskura, en 7 600 milj. króna virði era eigur þær, er það hefir undir höndum, og 221,000 manna hefir það í sinni þjónustu. Slíkt ofur- efli átti snauður verkmannalýður og banda- menn hans við að etja. Skammdir á járnbrautum,brautaskálum, eim- vögnum o. fi. námu 2*/» milj. kr., en tekjumiss- ir járnbrautafjelagsins nær 18 milj. Kaupmiss- ir Pullmans-verkalýðsins varð samtals 1,300,000 kr., og járnbrautarstarfsmanna vift þær 24 járnbrautir, er komu við Chicago, hjer um bil 6*/» milj. kr. Tólf menn fjellu, og um 700 voru fangelsaðir. Nefndin segir í niðurlagi skýrslu sinnar, að Bandaríkin sjeu skemmra á veg komin að þvi er snertir miblun og gerðardóma i verkfalls- misklíðum heldur en hin meiri háttar Norður- álfuriki, og að stjórnarvöld hafi langt of lítið að segja gagnvart hinum voldugu auðmanna- fjelögum. Leggur hún ti), að skipuð sje föst verkfallanefnd 3 manna, er hafi rannsóknarvald og ráðgjafaratkvæði í miskliðnm miili járn- brautafjelaga og verkmanna þeirra, og að jafn- framt sje komið á miðlunar-og gerðardómum um öll Bandaríkin, m. m. Amtmaðurirn yfir Suður- og Vestur'd 'anum Gjörir kunnugt: Að með því að ekkja H. a. Linnets kaupmauns, Ragnheiðnr Linnet, fædd Seerup, í Hafnarfirði, hefir farið þess á, leit, að sjer verði skipaður fasturlögráðamaður,þar semhún,semnú sitji í óskiptu búi þeirra hjóna, er nú standi til að skipti framfari á, vegna heilsubrests eigi geti sjálf gætthagsmnna sinna og geti eigi hjá þvikomizt,að njótaráðaog aðstoðar áreiðan- legs og gætins manns, þá er hjer með á- kveðið samkvæmt D. L. 3.—17.—42, og tilskipun 18. febr. 1847, 1. gr., sbr. opið brjef 10. april 1841, að skiptaráðandinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu skipi henni slíkan fastan iögráðamann, sem með henni skrifi undir alla samninga og skuldbind- ingar, þannig, að samþykki hans sje skilyrði fyrir gildi þeirra. Úrskurði þessum skal þinglýsa við varn- arþing ekkjunnar Ragnheiðar Linnet og við varnarþing þeirra fasteigna, sem hún á eða kann að eignast, og enn fremur birta hann í því frjettablaði, sem almennar eða opinberar auglýsingar birtast í. Þessu til staðfestu er nafn mitt og em- bættisinnsigli. íslands Suðuramt og Vesturamt, Reykjavík, 5. sept. 1895. J. Havsteen. (L. S.). Vinnumaður, duglegur ogreglusamur ungl- ingur, getur nú þegar fengið vist á Hotel Is- landi. Hátt kaup. En Klæderulle, en Komode, Sofa, Border, Senger og andet Husgeraad, samt en Pram tilsalg ved O. S- Endresen. Gufubrætt andarnefjulýsi fæst hjá G. Zimsen.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.