Ísafold - 28.09.1895, Page 1

Ísafold - 28.09.1895, Page 1
Krnmr átýœistoinu sinni eða tvisv. i viku. Y erð árg.(80arka mÍM'.st) 4 kr., orlendis 5kr. eða V/i doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD [Jppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er f Austurstrœti 8. XX!!. árg. Reykjavik, laugardaginn 28. aeptember 1885 80. blaö. Ýmislegt a& austan. Eptir Sœm. Eyjólfsson. I. Þeir sem aldrei hafakomiðá Suðrarland,en alið allan aldur sinn i fjalllendum bjeruðum, Bvoseni á Vestfjörðum cða Austfjörðum, þeir munu varla geta skapað sjer rjetta hugmynd um íandsiagiði Rangárvailasýslu og Árnes- sýslu. Það er svo ólikt þvi er þeir hafa sjeð, að myndin mundi varla geta orðið rjett i liuga þeirra, þótt landinu væri lýst ræki- lega fyrir þeim. Það mundi að líkindum v ^rða likt afarstóru stofugólfi. mörgum þús- undum sinnum stærra en i venjulegum stofum, þar sem sumstaðar væri orpið eandi á gólfið, en sumstaðar þakið gras- sverði. Þeim mundi, sýnast annar hlið- veggur þessarar risahaliar og stafnarn- ir báðir vera skrifaðir fjallamyndum, ým- islega löguðum, en hinn hliðveggurinn mundi þeim þykja með öllu horfinn, og þar sjást á haf út; en eptir gólfinu mundu þeir sjá falla stórvötn, líkt því sem stund- um bar fyrir feiga menn í forneskju. Að vísu er myndin nokkuð svipuð þessu, þótt eigi sje hún svona ævintýraleg. Vestan frá Hellisheiði og austur að Eyja- fjölium er breið og mikil sljetta neðan frá sjávarströndinni. Sljettan hækkar og verð- ur mishæðóttari eptir því sem ofar kemur, Og sumstaðar ern þar einstök fell, svo sem Hestfjoll og Búrfell i Grímsnesi, Vörðu- fell á Skeiðum. Skarðsfjall á Landi og Prihyrningur. En bið neðra er landið næstummarflatt.svosemLandeyjarnar.Rang- árvellirnir að neðanveröu, Flóinn og Skeið- in. Á einstökn stöðnm eru smáöldur og hólar, en af þvi að landið er svo flatt og sljett, þá sjást þeir langar leiðir að. í Landeyjunum standa bæirnir viðast á öld- um eða hólum (uppgrónum sandöldum), en allt marflatt á milíi. í fjarlægð hillir upp bæjarþorpin, og sýnist þetta þá allt á ferð og flugi, bávaxið og undariegt að lögun. Sá er alið hefir aldur sinn við fjöll og dali, þekkir eigi slíkar hillingar, og má eigi skilja, hve undursamlegar myndir þær geta leitt fýiir sjónir. Hið efra sjást fjöll- in há og hrikaleg, svo sem Eyjafjallajök- ull, Tindafjallajökull, Hekla og fjölliu upp af Hreppunum og Biskupstungunum, og sjest þar alla leið upp í Langjökul. í Rangárvallasýslu eru sandauðnir mikl- ár ofan til og sumstaðar hraun. En hið neðra er landið mjög grasríkt og frjóv- samt. Svo má kalla, aö Árnessýsla öll sje graxi vaxin, en einkum er sljettlendið hið neðra mjög grasríkt, Skeiðin, Flóinn og Ölfusið. Sljettiendið frá Hellisheiði og austur að Jökulsá á Sólheimasandi er svo. gróðursælt og frjóvsamt, að ekkert hjerað á landinu jafnast við það. Fornmenn sáu það þegar í öndverðu, að landkostir voru þar góðir. Þá er Ingólf- ur Arnarson tók hjer bústað i Reykjavík, þar sem öndvegissúlur hans höfðu komið á land, sagði Karli þræll Ingólfs: »Til ils foru vér um góð heruð, er vér skulum byggja útnes þetta*. En þeir höfðu farið vestur eptir allri suðurströnd landsins, austan frá Ingólfshöfða. Svo segir í Land- námu, þá er farið er að segja frá land- námi i Sunnlendingafjórðungi: »Hérhefj- ast upp landnám í Sunnlendingafjórðungi, er með mestum bióma er alls íslands fyr ir Jandskosta sakir ok höfðingja þeira er þar hafa bygt, bæði lærðir ok ólærðir«. í Rangárþingi og Árnesþingi var mjög blóm- leg bygð í fornöid. í Rangárvallasýslu bafa orðið spell mikil á mörgum stöðum. Þá voru þar viða skógar og graslendi, er nú eru eyðisandar. Mest hefir eyðilagzt ofantil í sýslunni, en neðantil er landið enn mjög grösugt, þótt viða hafi orðið þar alimiklar skemdir af vötnum og sandi. Eigi hefir graslendi eyðilagzt svo teljanda sje í Árnessýslu, enda sjest þar varla grasiaus blettur. Grasvöxturinn er þó miklumeiri neðan til í sýslunni enofan til. Það mun ir.örgum sýnast líklegt, að hag- ur manna sje miklu betri neðantil í þess- nm bjeruðum en ofantil, þar sem eru miklu betri slægjur og meira gras. En margt er öðruvísi en liklegt þykir, og svo er um þetta. Hagur manna er með meira blóma í nppsveitunum en nálægt sjónum, og svo hefir það verið um langan aldur. Menn eru mun betur efnum húnir i Fljóts- hlíö. á Rangárvöllum og í Landsveit en undir Eyjafjöllum, eða í Hvolhrepp og Landeyjum. Svo er og í Árnessýslu, að efnebagur manna er lakari í Flóanum en uppsveitunum. Sama má sjá í öðrum hjer- uðum, að efnahagur manna er víðast betri þá er dregur til fjallanna en niðri á sljett- lendinu. Þó eru alstaðar betri slægjulönd á sljettlendi og láglendi en upp til fjalla. Þetta verður skiljanlegt og eðlilegt, þá er þess er gætfc, hverhig búskaparlagi manna hefir verið háttað frá öndverðu. Bændur hafa ávalt mest um það hugsað, að nota beitina, og þær jarðir hafa verið taldar mestar landkostajarðir, er hafa mest og bezt beitarland. Um hitt heflr síður verið hugsaö, að afla heyjaana sem skyldi. Kvik- fje landsmanna hefir- ávalit lifað mjög við útigang. Nú er beitarlandið jafnan kjarn- meira og betra á fjall-lendi en á láglend- um sljettum. Þess vegna hefir það síður orðið að meini í fjallsveitunum, þótt heyin væru lítil. Beitin heflr þar síður brugðizt, og mikill fjenaður hefir heldur getað dregið þar fram líflð við lítil hey. Þess vegna hefir fjenaðurinn optast verið meiri í þeim sveitum og efnahagurinn betri. Svona hefir það verið frá öndverðu. En nú ala flestir þá von í brjósti, að land- búnaðurinn muni taka miklum framförum. En ef búnaðurinn breytist veruiega tií batnaðar, þá hlýtur svo að fara, að bænd- ur hugsi mest um að afla góðra og mik- illa heyja. Menn hljóta að leggja meirl stund á kynbætur og góða meðferð kvik- fjenaðarins en gert hefir verið, og gera líf hans tryggara og óhultara þá er harðindi koma fyrir. En þar með fylgir, að meir verður að kosta kapps um að afla góðra og mikiiia heyja en áður. Meðferð kvik- fjenaðar heflr batnað að mun í mörguni hjeruðum landsins á síðari tímum; af því hefir leitt, að heyskaparjarðirnar eru orðn- ar í nokkru meira veg en áður, en beit- arjarðirnar eigi jafnmikils metnar sem þær voru. En breytingin hlýtur að verða miklu. meiri í þessa stefnu, ef landbúnaðurinn tekur verulegum framförum. Þær jarðir munu verða taldar beztar, þar sem slægj- urnar eru mestar og beztar, en minna verður iitið á hitt, hvernig beitarlandið er, þótt það verði einnig talinn góður kostur. Þá munu menn kosta kapps um, að auka slægjurnar og bæta, og nota þær sem bezt. Þá hlýtur efnahagurinn að verða beztur í heyskaparsveitunum, því að þar verður kvikfjeð flest. Þá hafa heyskaparjarðirn- ar þá kosti, er mikil fjenaðareign er bund- in við eptir hinu nýja búskaparlagi, en áður voru það beitarjarðirnar. Það getur varla hjá því farið áður en á mjög löngu liður, að meiri hluti Rangár- vallasýslu og Árnessýslu verði talið einna bezt og ágætast hjerað þessa lands. Þar eru meiri og betri slægjulönd en nálega alstaðar annarsstaðar. Þar við bætist, að gera má mikilfengari umbætur á slægjum í þessum sveitum en í nokkru öðra hjer- aði landsins. í fyrra skrifaði jeg grein í ísafold um Flóann og Skeiðin. Þar gerði jeg nokkra grein fyrir, hverjar umbætur mætti gera í þessum sveitum með vatnsveitingu úr Þjórsá. Nú vex þeim, er hlut eiga að rnáli, kostnaðurinn svo mjög í augu, að þeir treystast ekki til að leiða þetta fyrir- tæki til framkvæmdar. Þess vegna var eg fenginn í sumar t?l að athuga, hvort eigi væri gerlegt, að veita vatni úr Hvítá yfir vesturhluta Flóans. Eg mun síðar skýra frá þeim athugunnm mínum, en skal þó geta þess hjer, að það verk sýnist eigi vera álitlegt. Að vísu mundi mega ná vatni úr Hvítá nokkru fyrir vestan Brúna- staði með aðfærsluskurði, er næði alla leið suður í Hróarsholtslæk, skarnt fyrir aust- an Hraungerði. En þetta verk mundi verða mjög kostnaðarsamt, og litlu eða engu ó- dýrara en hitt, að ná vatninu úr Þjórsá Svo er þess að gæta, að þessi vatnsveit

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.