Ísafold - 19.10.1895, Side 1

Ísafold - 19.10.1895, Side 1
K&mnrOtýtaísteinusinni eða tvisv.í vikn. Verð árg.(80arka cimnsfc) 4 kr./irlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan jiiii (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsðgn(8krí„fleg) bundin við áramót, ógild nemu kon>in sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Auxturstrœti 8. XXii. árg Reykjavik, laugardaginn 19. október 1805. 84. blað. LJtlendar frjettir. Kh&fn 26. septbr. 1895 Yeðrátta. Óstöðug jafnast fram yfír miöjan mánuðinn, en seinustu vikuna með þurviðri og stillingu. Jarðskjálfti og eldgos. Mikið af hvor- tveggja sagt frá Hondúras í Mið-Ameríku 8.—10. þ. m,,þar sem bæriun Tetapan, auk fieiri þorpa í grendinni, hrundi niður og eyddist að mestu. Sagt að þar hafi líítjón hlotið S00 manna. Kólera. Þess skyldi hafa verið í fyrri frjettum getið, að hún hefir geysað í suð- urfylkjmn Rússiands siðan um miðsumar en er nú í rjenun. í Yolhyníu dóu af henni til dæmis að taka 2124 manna frá 18. til 31. júlí; en sýkzt höfðu hátt á 5. þús- tmd. í Asiu sagt mest af mannskaða hennar á Formósu og þá ekki minnst í landshreinsunarher Japansmanna. Danmörk. Á þing skal gengið 7. okt. Hreifirg komin á í liði hægri manna, og að svo stöddu horfir svo, sem það skiljist að minnsta kosti nm tíma í tvær deildir. Nýi flokkurinR hefir kosið sjer nafnið »Unge Ilejre«. Hann beitir að taka rögg & sig, beitast fyrir framförum í löggjöf, snúa bökum saman móii fjendum konungsvalds- ins, en hirða ekki meir en góðu gegnir um fylgi »ruglinganna« úr liði vinstrimanna. Á fundi í Hróarskeldu fyrir fám dögum var skorað á Jakob Scavenius, fyrrum ráðh. kennslu- og kirkjumála, til forustu. Vinslrimönnum verður siður en svo bilt við þenna vængjaþyt, en þeir segja, sem fyr, að brýnasta verkefni danskra þing- manna og þjóðvina sje að koma þingstjórn- inni í rjettar steilingar, eða viðreisn grund- vallariaganna. Meðal gesta konuugs vors er nú tengda- son hans prinzinn af Wales. Svíar og Norðmenn. Hjá hvorumtveggja nú herleikar haldnir, og við þá Oscar konungur sem nserri má geta. Þegar hann kvaddi Norðmenn að skilnaði, fór hann loflega orðum um framgönguna, ogkvaðst treysta því, aö svo mundi þeir og reyn- ast, er til vopna skyldi tekið móti fjendum ríkjanna. Frá Sviaríki þá harmafrjett að segja, er látinn er Victor Ifydberg, skáldið fræga og rithöfundur Svía hinn ágætasti. Rtt hans um norræna goðafræði og frumgildi hennar, og um fornsagnir Germana, munu lengi gnæfa drjúgum hærra en það sem aðrir hafa ritað um þau efni. Hann and- aðist 21. þ. m.; f. 18. des. 1828. Frá öðrum Evrópulöndum. Frá Englandi frjettalaust að kalla, og svo virðist helzt, sem Englendingar ætlinúað biðloka gagnvart Tyrkjum í Armeníu-málinu, en soldán hefir heitið fleiru en fyr um landstjórnarbætur og hagsbætur kristna fóiksins. Þó erfitt veiti nú að reka rjettar á Sínlandi, þar sem flest viil víða af göflum ganga, hefir Englend- ingum tekizt með harðri eptirgöngu, að fá sinu framgengt til bóta og hegninga fyrir morðin í Kútsjeng. En þeim mun enn þykja mikils á vant, því nýlega hjelt flotadeild þeirra npp eptir Jangstsekjang- fióa, og varð Sjanghaibúum hverft við því þeim þótti sem hjer væri atfaraleið haidin. Svo kann og að rætast fyr en nokkurn varir, sem nú fara sögur af þar eystra, af morðum, ofsóknum og uppreisn- um.—Þýzkaland. Flestir ætla, að keisar- inn sje nú horfinn frá nýmælafjötrum á sósíalista, og að hann hafi þar farið að ráði Hohenlohes kanzlara. í liði hægrimanna og apturhaldsmanna hefir flestum brugðið iiia við ljóta sögu. Höfuðblað eða mál- gagn þeirra er »Kreuzzeitung«, en ritstjóri þess hefir lengi verið Hammerstein friherra, einn af þingskörungum á Prússaþingi og alrikisþinginu. Helzta blað sósíalista, er »Vorwftrts« heitir, hefir komizt yfir og hirt brjef til hans frá Stöcker hirðpresti (frá 1888), en þar sjest, að báðir hafa staðið að vjelasmíðum gegn Bismar«k og brnggað ráð til að komast á milli hans keisarans. Síðan uppgötvaðist annað verra, og það eru fjárprettir af hálfu fríherrans, er varða 200 þús. marka, sem hann á að hafa fengið hjá pappírssala blaðsins gegn í'ölskum víxlbrjefum. Nú erhannstrokinnfrá Berlín, en hvert, veit enginn að svo stöddu. Frá Frökkum fagnaðartíðindi ein að bera og þeir eru nú himnum uppi af sambandinu við Rússa. Herleikar nýiega um garð gengnir í austurfyikjunum og yfir þeim sem bezt látið, og því ekki minnst, að við var þar staddur rússneskur hershöfðingi Dragómíroff að nafni. Seinast kom þar eða til Mirecourt Lóbanoff fursti, ráðherra utanríkismðlanna bjá Rússakeisara. Þar var þá og rikisforsetinn og með honum utan- rikismála- og hermála-ráðherrarnir. Blöð- in flýttu sjer að segja það af erindi furst- ans, að hann hefði i nafni keisarans boðið Faure forseta til krýningarinnar í IMoskófu (að sumri?). Hann ætti að búa þar í höf- uðhöll keisarans, og hann skyldi halda með gilda flotafylgd til Krónstadt, en ekki um Keisaraskurðinn (hjá Kíl), og svo frv. A Madagaskar skilar nú fljótar fram en fyr, sigur unninn þann 15. þ. m. á 6000 manna af þarlandsher, og ráð gert fyrir, að fremstu hersveitir Frakka verði komn- ar til höi'uðborgarinnar eptir 20 daga. — ítalia. í Rómaborg var afarmikið um hátiðardýrð í minningu þess, að borgin komst á vald ftaliukonungs þann 20. sept. fyrir 25 árum. Þau hátíðarhöld stóðu í marga daga, og höfuðdaginn var minnis- varði Garibaldis afhjúpaður. Þá fiutti Crispí fagurt erindi og sagði meðal annars, páfinn sjálfur hefði einmitt hlotið upphefð þann dag. Aður hefði hann verið svo mörgum höfðingjum háður, sem aliir vissu, en nú var hann öllum höfðingjum æðri, og ætti að eins yíir sjer drottinn himnanna. — Holland. Skólalögin hefir konur.gur staðfest, en fæstir spá þeirn langan aldur. Frá Congó koma ýmsar frjettir, sem bíða verður betri greina fyrir, t. d. af uppreian í einu landshoruinu, en sem sýnir, að landið er að verða Hollendingum og kon- ungi þeirra mesti vandræðagripur. Frá Japan. Sannfrjett er, að þing Jap- ansmanna hefir veitt 400 miljónir króna ti' að auka flotann. Af skipunum nýju verða bryndrekarnir 14 að tölu, minni skipin 80, en af þeim verða 50 sprengibátar; hin stærri eru Hka með tundurvjelum. Mikið þegar að skipagerðinni unnið bæði á Eng- landi og í Ameríku. Ýmislegt ad austars. Eptir Sœm. Eyjólfsson. IV. (Niðurlag). Viða var mjög skógi vaxið undir Fjöll- unum í fyrri daga.og hefirþaðeigi iítið aukið fegurð sveitarinnar; en nú er það skraut alt horfið og giataO. Víða má sjá minjar fornra skóga, einkum fyrir innan Selja- landsmúla, upp með Markarfljóti, og svo undir Austur Fjöilunum. Nafnið »Skógar« og »Mörk« sýnir að á þessum stöðum hefir verið skógi vaxið í fornöld. Það er eigi mjög langt siðan að nokkur skógur var á Merkurbæjunum. Um síðustu aldamót var þar enn allstórvaxinn skógur. Um þær mundir var skógurinn höggvinn hlifðar- laust, því að menn söttu þangað úr öll- um áttum. Stundum hafði það komið fyr- ir, að »náunginn« brá sjer þangað í »bessa- leyfi* á næturþeli. og hafði þaðan slíkt er hann vildi. Þetta sagði mjer Einar bóndi í Stóru-Mörk, greindur maður og skilrikur, en hann hafði það eptir gamalli konu, er átti heima í Stóru-Mörk um þessar mundir. Nú eru engir skógar framar undir Eyja- fjöllum. Eyfellingum hefir farið líkt og öðrum landsmönnum. Þeir hafa eigi kunnað að meta nytsemi skóganna,og eigi haft næma tilfinning fyrir fegurð þeirra. Skógarnir geta lifað án þess að hafa góðan jarðveg og mikinn hita, en þeir geta eigi lifað með þeim mönnum, er skortir ræktarsemi og fegurðartilfinning. Þeir hverfa þá sem góðir andar úr guðshúsi, sem gert er að ræningjabæli. Þess vegna eru flestir skógar horfnir hjer á landi, — landinu, sem einu- sinni var »skógi vaxið milli fjalls og (jöru«.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.