Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Ísafold - 19.10.1895, Síða 3

Ísafold - 19.10.1895, Síða 3
335 „þýðu. Nú er Bergþórshvoll venjulega nefndur Bergþóruhvoll í daglegu tali; hef- ir þaðnafn að líkindum myndazt afþví, að Bergþóra kona Njáls heíir verið svo rík i hugum manna. Fyrir vestan og norðan Þykkvabæjar- vötnin er Safamýri í Holtum neðanverð- um. Hún er sljettlendi, yflr 4000 vallar- dagsláttur að stærð, er vötnin flæða yfir; og þau gera hana svo frjóvsama, að eigi oru dæmi tii slíks hjer á landi á jafnstóru svæði. Eg ætla eígi í þetta sinn að lýsa •Safamýii, eða þeim umbótum og vörn- um, er nú er i ráði að gera þar. Eg mun lýsa því síðar einhversstaðar. Svo stórkostlegar umbætur mætti gera ái sljettlendinu millum Hellisheiðar og Jök- ulsðr á Sólheimasandi, að hvergi verður: talað um neitt því líkt hjer á landi. Flóinu og Skeiðin, Landeyjarnar og sljettlendið undir Eyjafjöllum mætti verða nálega ó- slitið flæðiengi, grasríkara og gróðursælla en flest önnur engi landsins. Það er varlá unnt að ímynda sjer, hve mikið heyaflinn mundi mega aukast í þessum sveitum. Ef þessar vatnsveitingar væru gerðar, og tún*- ræktin ykist nokkuð að sama skapi sem Útheysaflinn mundi aukast, þá er það varlá ofmikið í lagt, þótt gert sje ráð fyrir að kvikfjenaðurinn í þessum sveitum mætfi verða tííalt fleiri en hann er nú. Enginn veit, hvað verður í framtíðinnj, en eðlilegt er að marga dreymi umblóm- legan hag og miklar framfarir I slíkuiþ sveitum. Barðastr.sýslu vestanv. 28. sept.: Þurí- viðrið og góðviðrið hjelzt þangað til rúmri viku fyrir rjettir eða 13. þ. m. Þá brá t|il sunnanáttar, storma og rigninga, stundum stój'- felldra eða þá krapajelja; hefir sú veðrátta haldizt síðan. Hæstur hiti 19. f. m. + 13° R. Aðfaranótt hins 21. s. m. f'raus f'yrst svo vart yrði, og 30. s. m. festi fyrst snjó á fjöll. Þar sem sláttutíminn var óminnilega þerri- samur — ávallt þerrir, nema að eins hæg væta hálfan mánuð á túnaslætti, — þá varð hey- skapur i langbezta lagi, heyin bæði mikil og góð. Grasvöxtur var líka í bezta lagi víðast. Það, sem slegið hefir verið 1 */» viku fyrir rjettir, er enn óhirt. Heimtur eru enn eigi fullsjeðar, en munu lita út fyrir að vera í betra lagi, enda var gott veöur göngudaginn. Lítill er afli, enda ógæftir miklar nú um nokkurn tíma. Þilskipin hafa víst aflað í minnsta lagi. Taugaveilcin er enn að stinga sjer hjer nið- ur á stöku bæjum. Og eigi er laust við fleiri kvilla. Garðyrkjufjelagið. Aðalfundur var haldinn í því fjelagi 21. f. m. Fjelagið hafði á þessu ári keypt fræ fyrir 300 kr., og var ráðið að kaupa að minnsta kosti jafnmikið til næsta árs, og af sem flestum frætegundum, er hjer geta komið að not- um, og auk þess nokkuð af blómsturfræi. 1 sjóði voí'u 494 kr. 97 a. Stjórnin hafði eptir áskorun og meðmælum frá stofnanda tjelagsins, fyrverandi landlækni Schierbeck, veitti búfræðingi Einari Helgasyni 100 kr. styrk af fjelagssjóði þ. á. og heitið honum öðrum 100 kr. næsta ár til garðyr.kjuná,ms í Danmörku og samþykkti fundurinn það. yundurinn var því og meðmæltur að hald- ið væri áfram ársritinu til útbýtingar með- al fjelagsmanna. Til næstu 2 áravarend- urkosinn formaður lektor Þórhallur Bjarnar- son og sömuleiðið skrifari biskup Hallgrím- ur Sveinsson, og fjehirðir var kosinn kenn- ari Björn Jensson í stað landfógeta Arna Thorsteinssonar, erfærðist undan koáningu. Fulltrúar voru endurkosnir landfógeti Arni Thorsteinsson og ritstjóri Björn Jónsaon. Endurskoðunarmenn voru kosnir yfirdóm- ari Jón Jensson og bankagjaldkeri Hall- dór Jónsson. Sandgræðsla. Herra Eyjólfur sýslanefud- armaður Guðmundsson f Hvammi á Landi, er byrjaði fyrir nobkrum árum álitlegar sand- græðslutilraunir meðmelsáningu, eptir áeggjan Sæm. Eyjólfssonar, tók í vor fyrir þá ný- breytni, að gróðursetja melinn í sandinn í stað þess að sá til hans, — sem á margfalt lengra í land —, og virðist hat'a vel tekizt; binar gróðursettu plöntur lifðu alfar og lifa enn. Virðist það líklegur vísir mikilsverðra fram- fara. Hefir hr. E. Gr. unnið að þessum sand græðslutilraunum styrklaust hingað til, af mikilli elju og með litlu fylgi af annara hálfu. eins og opt vill verða, er um vansje&a ný- lundu er að tefla, — verið meðal annars mjög svo ómaklega og ástæðulaust látinn eiga sneið í greininni «Sofandi gefnr guð sinum« í þessu bl. 24. apríl þ. á., sem lýtur einmitt að gagn- stæðu háttalagi því er hann heflr haft, — vítaverðu, en ekki lofsverðu. Aflabrögð. Hjer hefir verið nokkur reitingur uudanfarið, og suður í Garðsjó mikið góður afli frá því viku af þ. m., þegar gefið hefir: 30—50 í hlut af rígfeit- um stútung og þorski. Sömul. nokkurafli í Höfnum. Fjárkaupaskip. Hingað kom 16. þ. m. norðan af Sauðárkrók gufuskipið Colina, rúmar 2100 smál., eign þeirra Mr. Watt- sons í Glasgow, norðan af Sauðárkrók með Mr. Franz og fjárkaupa-aðstoðarmenn hans, fermt 5,200 íjár, er þeir höfðu keypt í Skagafirði og Húnavatnssýslu austanverðri og gefið fyrir 10—16 kr. í peningum. Skip- ið hjelt áleiðis til Glasgow samdægurs, og er væntanlegt liingað 25.-26. þ. m. eptir fjárfarmi, sem hjer býður, hátt á 6. þús., er keypt hefir verið mest austanfjalls, og nokkuð f Borgarfirði, fyrir líkt verð og nyrðra. Frá þeim Zöllner & Co. kom hingað gnfuskip í gærkveldi eptir fjárfarmi. Heit- ir »Laughton«, 1486 smál., skipstj. F. F. Welford. Mannalát. Nóttina milli 22.-23. f. mán. (sept.) drukknaði í Djúpadalsá í Eyjafirði Jónas læknir Jónsson frá Hrafnagili á leið f'raman úr Sölvadal; hafði verið sóttur þangað. Mun hafa lent utan vaðsins í næturmyrkrinu. Hann var fæddur á Guðrúnarstöðum 1 Eyjafirði 26. júní 1830, ólst upp með foreldrum sínum þar og að Uifá; hann stóð fyrir oúi með móður sinni 1848—1856, kvæntist 1855 ungt'rú Guðríði Jón- asdóttur og eignaðist meb henni tvo syni, Jón- as, sem nú er prestur í Grundarþingum, og Jón, er býr í Bakkakoti i Skagafirði. Vorið 1858 fluttust þau hjón að Hólsgerði, en vorið 1869 að Viliingadal, og bjuggu þau þar til 1872, að þau fluttu að Tunguhálsi í Skagafirði. í Skagaflrði bjuggu þau hjón þar til sumarið 1890, að þau fluttust til sonar sins að Hrafna- gili. Jónas sál. var hagleiksmaður bæði á trje og járn og stundaði mikib smíðar. Við lækn- ingar fekkst hann um 30 ár og þótti vel tak- ast; var hans mikið leitað, enda var hann iip- urmenni, gegn og góður við alla, hjálpsamur við fátæka og óágengur við hvern sem var. (I. T.). Hinn 9. f. mán. andaðist úr sullaveiki að heimili sínu, Siðumúla i Hvítársíðu, húsrreyj- an Halldóra Þórðardóttir sál. Sigurðsson- ar á Piskilæk, gipt f'yrir fám árum hreppstjóra Þoi-t' ini Lindal Saiómonssyni; þau áttu sam- au einn son, sem er á lífi. Hún ávann sjer hvervetna ást og virðingu þeirra, er nokkur kynni höfðu af henni. Lik hennar var flutt að Fiskilæk og jarðsett þar hinn 20. sept. bjá foreldrum hennar, er ligg.ja þar graflu. (J.). f Jón A. Johnsen, fyr. sýslumaður í Suður-Múlasýslu, andaðist hjer í bænum 14. þ. mán. Gufubáturinn »Elin«, er strandaði á Straumfirði 21. f. món., var seldur á upp- boði 15. þ. m. fyrir 301 kr., og varð Jón Jónsson, skipstjóri í Melshúsum á Seltjarn- arnesi, hæstbjóðandi. Annað strandgóz þar fór fyrir um 500 kr. Skipströnd. Tvö kaupskip strönduðu vestra í bylnum 3. þ. m., annað á Hauka- dalsbót í Dýrafirði, að nafni »Patreksfjord«, eign konsúls N. Chr. Grams, og hitt á Ó- lafsvík, »Axel« eign Salomons Davidsens stórkaupmanns i Khöín ; var hálffermt ísl. vörum. »Patreksfjord« fór í spón og bjarg- aðist skipshöfnin naumlega, alveg slypp. Af »Axel« var og skipshöfnin dregin á land á streng. Það var í sama veðrinu, að gufuskipið Stamford strandaði, sleit upp við Hrísey í Eýjaflrði. Gufuskipið »Ásgeir« ætlaði að draga Stamford á fiot aptur, en velti henni að eins á hliðina og þar með húið. Póstskipið Laura kom að vestan aptur ekki fyr en 13. þ.m. og með henni á 4. hundr- ab farþega, mest kaupaíólk. Hún fór síðan áleiðis til Khafnar 16. þ. mán. og með henni talsvert af farþegum : f'rk. Augusta Hallgríms- dóttir (biskups), kaupm. Th. Thorsteinsson, Björn Kristjánsson og Björn Sigurðsson frá Flatey; málari Þórarinn B. Þorláksson; skips- hötn »Elínar«, að skipstjóra undanskildum, og tvennar strandskipshafnir aðrar, að vestan o.fl. (Þakkaráv.). Við undirrituð finnum okkur skylt, að votta opinberlega þakklæti vort lierra lækni Sig- uröi Magnússyni fyrir þá einkar-góðu læknishjálp, sem hann á næstliðnum vetri veitti Birni syni okkar, sem frá fæðingnnni hafði haft snúinn hægri fótinn. Við hötðnm spurt nokkra lækna, hvort þeir álitu gjörlegt, að reyna að rjetta fótinn, en þeir kváðust eigi vilja »leggja út i þá operation«. í fyrra vetur sá Sigurður læknir drenginn og skoðaði fót hans, og er við spurðum hann, hvort hann áliti gjörlegt, að rjetta fótinn, svaraði hann, að svo mundi vera. Siðan tók hann drenginn heim til sín 10. febr. síðastl., og var drengurinn hjá honum í fullar 10 vikur. Sakir hinna snilldarlega framkvæmdu »operationa« læknisins og einstöku umönnunar af hendi hans og konu hans, er nú fótur drengsins rjettur orðinn og eigi annað sýnilegt, en hann geti innan skamms gengið á hann fullum fetum. Fyrir alla sinamiklu fyrirhöfn, sem og fyrir umönn- un og fæði drengsins tóku þau hjón alls engan eyri. Þetta góðverk þeirra biðjum við kærleikans guð að launa þeim. Gerðhömrum í Dýraíirði 16. júui 1895. Hjörtur Bjarnason. Steinunn Guðlaugsdóttir. 1 Grindavík eru í óskilum: 1. Jarpskjóttur hestur 2 v. afrakaður, mark : hiti a. h. 2. Rauð hryssa 2 v. óaírökuð, mark : heilrif. h. Hross þessi verða seld innan 14 daga frá dagsetningu þessarar auglýsingar ef eigendur ekki vitja þeirra. Járngerðarstöðum 15. okt. 1895. Eirikur Ketilsson.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.