Ísafold - 08.02.1896, Síða 1

Ísafold - 08.02.1896, Síða 1
Kemurátýmisteiim sinni e&a tvisv.iviku, Ver&árg.(80arka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */a doll.; borgist fyrir miðjan jáli (erlendis íyrir fram). ÍSAFOLD Uppsðgn(skrifleg)bundin viö áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIII. árg. Roykjavík laugardaginn 8. febrúar 1896 7. blað. Vogaraenn og Strandarmenn geta vitjað ísafoldar i bdð hr. kaup- manns Guðm. Böðvarssonar í Hafnar- firöi. NÆSTA BJjAÐ mánudag 10. þ. mán. Útlendar frjettlr. Khöfn 16. janúar 1806 Veðrátta. Vetrarfarið á Norðurlönd- um hið bezta, og til þessa hefirlítið kennt snjóa eða frosta. Frá suðurlöndum víða sagt af langt um striðari vetrarkomu,eink- um frá suðurhluta Eússlands, þar sem bál hafa verið kynt á bæja torgum, að þeir kæm- ust klaklaust af, er þar áttu dvöl, vagn- stjórar o. fl. Fyri skömmu mikið sagt af hríðarstormum á Ítalíu og á Ungverjalandi. Hinn 8.—9. desember mikið um storma við allar strendur Vesturevrópu og fylgdu þeim stórflóð, mörg spell og skipskaðar. Yflrlitsgrein. Til byrjunar má segja, að sjaldan hefir fleiri veðra kennt í lopti en fyrir og um árslokin, og því ískyggi- legri, sem það voiu Englendingar, er sá vandi snerist á hendur á tveim stöðum, í Ameriku og Afríku, að þeir hlutu að heita svo á kjark sinn og vizku, að vikjast svo við sem sæmdi forusturíki heimsþjóð- anna. En með því að nú er þegar kyrð á skýjum, þá kjósum vjer það mál síðar að greina. Vjer gerum svo Tyrkjann að umtalsefni, hinn gamla vandræðagrip Ev- rópu, eða aðhaldsstreitu stórveldanna í Miklagarði að knýja soldán til nýtraráða. Til þessa hefir soldán haldið áfram refjum sínum og undanbrögðum, en hann veit lika, hvernig þeir, sem kallast halda vje- böndum um ríki hans, vilja hverir á aðra leika. I>ó allir verði samkvæöa, þegar stórveldin segja, að þau verði í friðarins nafni að halda Tyrkjaveldi uppi, þá vita allir, að Eússar bíða færis að ná undirsig aliri Litlu-Asíu, en gera öll Balkanslönd að sínum skjólstæðingum. Fyrir sitt leyti hyggja Englendingar allt annað um sjálf- stæði þeirra landa, en um bitt þykir þó tvísýnt, hvort þeir sjálfir nokkurn tíma vilja sleppa tökunum, sem þeir liafa náðá Egiptalandi. Eptir óeirðirnar í haust f Miklagarði hefir þar stöðugt um hið sama mátt ugga, og þaðan hefir margt borizt af umhleypingum og hvikræfum við hirð soldans, sviplegum ráðherraskiptum, o. fl. þess háttar. Loksins tókst stórveldunum að kúga út úr soldáni leyfi hans til, að hvert þeirra hjeldi tveim herskipum á verði f Sæviðarsundi, en þetta stoðaði lítt móti ósköpunum í Armeníu. Þar hefir til þess fyrir skömmu enu sama fram farið í árás- um til rána og morða á kristnu fólki, og ekki fyrir alls löngu var talið í einu Yín- arbiaði, að um 20 þús. manna hefðu þar líf sitt látið. í lok desemberm. frjettist að Armeningar voru farnir að bera hönd fyr- ir böfuð sjer. Ein liðsveit þeirra hafði ráðizt á bæ, er Zeitun heitir, og þardrápu þeir setusveit Tyrkja, 400 manna, og 500 af bæjarmönnum. Um þetta leyti var sá her kominn austur í Litlu-Asiu og Armen- íu til að stilla óöldina að fyrirlagi stór- veldanna. Ein sveit settist um Zeitun, en fyrir milligöngu kristinna konsúla var upp- gjafarkostum og griðaboðum tekið. Þetta þykir boða, að her soldáns takist að stilla til friðar þar eystra. og að konsúlar og er- indrekar kristinna þjóða komist að með góð ráð og tilhlutun sína. Hvað rjettar- og lagabætur snertir, nemur enn helzt þar við, að soldán lofar öllu fögru. í nóvem- ber sendi hann Salisbury lávarði brjef og bað hann í bamingjunnar nafni að hafa biðlund og þolinmæði, og lagði hið sár- asta við, að allt skyldi efnt til hlitar. Fyrir skömmu sendi hann brjef áþekks efnis til Eússakeisara með stórgjöfum til hans og drottningar. Engum dylst, að Eússar að svo stöddu ráði mestu i Mikla- garði. Sem stytzt skal greina, þó bágt sje, þaun vanda sem Englendingar áttu að snúast við í Ameriku. Hann stóð af stóryrðum í boðunarskjali Clevelands forseta, er áþing var gengið í byrjun desembermán., er hann vakti áhuga þingsins á landamerkja- þrefi, sem lengi hefir staðið meðþjóðveld- inu Yenezuela og nýlendu Englendinga i Gyana í Suður-Ameríku. Þeir hefðu neit- að boðum þjóðveldisin9 að leggja málið í gerð, ognúværi það skylda Bandaríkjanna að skerast í leikinn og sendanefnd manna suður að rannsaka málið. Svo fylgdu þau þeim eindæmiskröfum fyrir þeirra hönd, sem Monroe forseti hafði farið fram á 1823 til að slá varnagla við tilhlutun Evrópuríkja um mál i Ameríku. Opt hafa forsetar og stjórnmálamenn Bandaríkjanna bent á kenningu Monroes, en nú kemur þó flestum saman um líka í Ameríku, að hjer væri of langt farið, og að hún nái ekki til ágreiningsins um landamerkin. Hvasst og borginmannlega undir tekið i fyrstu á þinginu og í mörgum blöðum, þegar stjórnin bað öldungadeildina kjósa menn í sendinefnd og krafðist drjúgra framlaga til hers og flota. Sum blöð minntust á allar heljarvjelar Edisons. En bráðum tók þetta uppþot að sljákka, er hlutabrjef og bankar lentu sem í fjall- skriðuhlaupi í kaupmannahöllinni í New- York. Sum hin merkustu stórblöð mæltu þegar í gegn Cleveland og minntu menn á, að stríð við England yrði ekki annað en bræðramorð, en mörgum þjóðum yrði sýnt böl búið, ef til slíks kæmi með öðr- um eins forgönguþjóðum allra framfara. Svo fórust og Bayard, sjálfum sendiboða Bandaríkjanna í Lundúnum, orðin, er hann kvað sjer ekkert fráleitara þykja en styr- jöld með hinum angelsaxnesku stórþjóðum. Einn prófessor i sagnafræðum, Holst að nafni, kallaði í fyrirlestri ráð og aðferð Clevelands teljandi meðal pólitiskra stór- brota. Stjórn Englendinga og ensku blöð- in mæltu hjer öllu með stillingu, en færðti fram rækileg rök, er sýndu, hvernig Cle- veland hefði tekið skakkt til málsins, en misboðið Englandi. Enn skal þess geta, að ritstjóri blaðs í New-York, sem «World» heitir, hefir skorað á ýmsa stórskörunga Englands að segja álit sín um málið — meða! þeirra Gladstone, Eosehery, prinz- inn af Wales, og son hans hertogann af Jórvik, auk fleiri. Svar Gladstones stutt og gagnort: «Hjer þarf ekki annað en heilbrigða skynsemi til að koma öllu í rjetta reglu». Svar feðganna svolátandi: «Þeir væru til fulls og alls sannfærðir um að hjer yrði svo úr vandræðum greitt, að hvorumtveggju mætti sem bezt hugna, og hið varma vináttuþel endurlifua, sem svo lengi hefði með þeim mestu ráðið*.—Blað- ið fiutti öll svör hinna ensku skörunga, og var þeim af allri alþýðu með fögnuðitek- ið. Nú bendir líka allt á, að hvorutveggju reiði fjær ágreiningi um þetta mál, og lik- ast munu Englendingar koma sættum á með nýlendu sinni og Venezúela; og svo verður rannsóknarnefndiu að einberum ó- þarfa, Frá Suður-Afriku eða frá nýlendum sín- um og þjóðríkinu Transvaal áttu Englend- ingar um nýjársleytið illum og flóknum tíðindum að gegna. Fyrir rúmskorts sakir verður hjer styttra yfir að fara en skyldi. »Búar« (Boers) heita þeir, sem í Transvaal hafa þjóðriki skapað, eins og í Óraníu fyrir sunnan, kynjaðir frá Hollandi. — í mörg ár hefir hinn vitri skörungur Kruger haft forsetadæmið með höndum. Satt að segja hafa Búar opt hlotið að bera hönd fyrir höfuð sjer mót áleitni Englendinga frá nýlendum þeirra, eða »Kaupmannafje- lagsins« þar syðra, en ávallt orðið þeim hinir hörðustu í horn að taka. Árið 1884 gerði Gladstone enda á þeim viðureignum og viðurkenndi sjálfstæði Transvaals, en skildi til um leið, að Búar mættn við enga sáttmála gera, nema með vitund og sam- þykki Englendinga. Þó var Óranía hjer undan skilin. Svo stendur nú á í Trans- vaal, að sökum nýrra og auðugra náma — gulls og kola — hafa útlendir menn,. og flestir þeirra Englendingar, streymt þar inn í landið þúsundum saman, og er svo talið, að hinir aðkomnu sje nú fimmfalt fleiri en Búar, en lögin segja svo íyrir, að hinir aðkomnu fái ekki full þegn-rjettindi

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.