Ísafold - 10.02.1896, Side 2

Ísafold - 10.02.1896, Side 2
30 Ný lög’. Þessi 13 lög frá siðasta alþingi (af 44 alls þar samþyktum) hefir konung- ur staðfest, öll 13. desbr. f. á., í viðbót viS 12 áöur: 13. Lög um skrásetning skipa. 14 Ltig urn ábyrgð fyrir eldsvoða í Reykjavíkurkaupstað. 15. Lög um breyting á 1., 5., 6. og 8. grein í lögum 13. jan. 1882 um borgun til hrepp- stjóra og annara sem gjöra rjettarverk. 16. Lög um stækkun lögsagnarumdæmis og bæjar- fjelags Akureyrarkaupstaðar. 17. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar þjóðjarðir. 18 Lög um breyting á 2. gr. laga nr. 13. frá 3. okt. 1884 (um eptirlaun prests- ekkna). 19. Lög um breyting á 1. gr. laga 27. febr. 1880 um skipun prestakalla (Hrafna- gil—Akureyri). 20. Lög um lækkun á fjár- greiðslum þeim, er hvila á Hólmaprestakalli. 21.—25. Löggilding verzlunarstaða: hjá Bakka- gerði, við Hvammstanga, við Salthólmavík, að Skálavík við Berufjörð, á Nesi í Norðfirði. Sköpunarverkiö og vísindin. Um það efni hjelt hr. J. Frederiksen, danski, kaþólski presturinn, sem hingað kom í haust, fjölsóttan fyrirlestur í Good- Templarahúsinu fyrra, sunnudagskveld, og skyldi ágóðinn renna í sjóð Thorvald- sensfjelagsins. Vjer setjum hjer stuttan útdrátt: Við nafn Thorvaldsens eru tengd mörg fögur verk ; fegursta verkið — sem bók- að er hjá. Drottni — er það að gefa fá- tæklingum að borða. Ræðumanni þótti þvi vænt um, að til þess skyldi hafa ver- ið mælzt, að hann hjeldi fyrirlestur til arðs fyrir þetta fagra fyrirtæki. Á síðustu öld fannst Páskaeyjan (í Suð- urhafl), og þá kom það upp úr kafinu, að eyjarskeggjar hugðu, að eyjan væri allur heimurinn. Á líkan hátt hefði um langan aldur verið varið hugmyndum manna um jörð þá er vjer byggjum; þeir hefðu enga hugmynd haft um óendanleik sköpunar- verksins. En áhöld nyrri tíma hefðu birt oss fjarlægðina, sem menn væru hættir að miða við annað en ljós-ár — ljósið frá næstu stjörnunum væri nokkur ár á leið- inni til vor, og þó færi ljósið 41000 mílur á sekúndunni. Að lokum kom fram sú skoðun um tilorðning heimsin3 (Kant-La- places tilgátan), að hann hefði myndazt af úgrynnum af gasi, sem stöðugt hefði verið að skiptast, og sú skipting stafi af hreif- ingunni. Þessi kenning sje ekki að minnsta leyti andstæð sköpunarfrásögu bifliunnar ; hún gæti falizt í orðunum: »í upphafi skapaði Guð himininn«. Því væri þar á móti svo varið, að þessi kenning yki há- tign sköpunarhugmyndarinnar, því hún kenndi oss að hugsa oss sköpunarverkið 4 þá leið, að Guð hefði fleygt út frá sjer ó- grynnum af efni, sem í fyrstu virtist ó- skiptilegt og til einkis nýtt, en sem í raun og veru hefði verið gætt afarmiklum kröpt- um, er hlutu að framleiða allan heiminn. Þar á móti stríðir kenningin um eilífð efnisins auðvitað móti sköpunarsögunni. En slík kenning er meiningarlaus. Jafn- vel fyrir hngsuninni er eilíft efni meining- arleysi, þvx að nánasta samband er á milli eilífðarog óendanlegleika. Þar næst hlyti eilíft efni annaðhvort að hafa verið óhreifanlegt frá eilífð, og þá hjeldi það áfram að vera óhreifanlegt um alla eilífð, eða menn hlyti samt sem áður að leita að hreifingarorsökinni utan vlð efnið, og þá rækju menn sig á þann Guð. sem menn sjeu að sneiða hjá. Hitt hve fráleitt það væri að ætla, að efnið hefði verið í hreit- ingu frá eiiífð, leitaðist ræðum. við að skyi-a með dæminu um bænu, sem kornið hefðu úr eggi, og egg, sem komið hefði úr hænu, án þess að nokkurn tíma hefði verið til fyrsta hænan eða fyrsta eggið. Hugsunin sjálf neyddi oss því til að ætla, að heimurinn hafl orðið til fyrir utan-að- komandi vilja, að hann sje skapaður af Guði. Um það bæri það vitni, hve vel heimurinn samsvaraði tilganginum, og væri menn ófáanlegir til að halda, að úr hefði orðið til og hefði verið svo vei úr garði gert til að mæla tímann, án þess að nokk- ur meistari hefði hugsað sjer það og sett það í stellingarnar, þá yrði það fráleitara en orðum yrði að komið, að hugsa sjer, að því væri svo varið með heiminn, sem væri svo óendanlega miklu meiri og ágæt- ari smíðisgripur en úrið. Faðir jarðfræðinnnar var landi ræðum. og trúarbróðir; um stund virtist svo sem hún ætlaði að verða hættulega andvíg Mó- ses, en niðurstaðan heflr orðið ailt önnur. Það getur ekki annað en fengið manni undrunar, að Móses skuli hafa vitað — auð vitað fyrir guðdómlega opinberan — að ljós var á jörðinni löngu áður en sólin sendi henni geisla sina, eins og jarðfræðin hefir synt fram á að verið hefir: dyrðlegt rafmagnsljós sem sje. Eins það, að hann setur sköpun plantnanna áður en sólin kemur fram (kolaöldin), að hann veit, að fiskar og fuglar heyra sama tímabilinu til, að spendyr verða ekki til fyr en á næsta tímabili o. s. frv. Ræðum. hugsaði sjer sköpunarfrásögu Mó3esar sem lysing á synum (vitrunum), er Guð hefði látið birtast honum. Loks er sköpunarverkið dásamlegt að því er snertir hinn mikla breytileik teg- undanna. Þá fyrst fá menn ofurlitla hug- mynd um hugsunarkraptinn, sem þar kem- ur fram, er menn reyna, hve margar frum- legar tilbreytingar þeir geti sjálfir hugsað sjer, t. d. í blómum, sem eru tiltölulega mjög fáar. Reynt hefir verið að svipta Guð þeim heiðri með því að halda því fram, að tegundirnar hafi framleiðzt hvor af annari og upprunalega af dauðu efni. í slíkri kenningu væri fólgin önnur eins fjarstæða og sú, að líf hafi myndast að orsakalausu (generatio aequivoca). Jarð- fræðirannsóknirhefðuheldur ekki staðfest þá kenningu, með því að ekki hefði fundizt nokkur af þeim milliliðum, sem hún gerði ráð fyrir — tegundir, er stæðu milli ann- ara tegunda, hefðu að sönnu fundizt, en milliliðirnir aldrei. 0g ræðumanni þótti vænt um, að óhætt væri að segja, að þessi kenning hefði beðið skipbrot, enda þótt hún kynni, með sjerstökum skilyrðum, að geta samrymzt sköpunarsögunni; hann vildi heldur mega hugsa sjer, að hvert* blóm væri gjöffrá hinum óendanlega Guði, sem hefði látiðsjer hugkvæmast að gleðja oss mennina. — Hr. Fi-ederiksen er framúrskarandi mælskur maður og fyrirlesturinn var flutt- ur af mjög miklu fjöri. Verzlunarfrjettir frá Khöfn 16. jan.: Mjög dauft útlit með allar ísl. vörur, Fisk- kaupendur biðu mikið tjón árið sem leið, með því að sölunni hnignaði svo mjög á Spáni og Italíu, og kaupfýsi því alveg þrotin. Ekkj heldur gott útlit með ull, með því að nú er aptur farið að ráðgera toll á ull í Ameríku. Ekkert fyrirliggjandi hjer af stórum salt- fiski; gefnar fyrir hann síðast 55 kr. Af smá- fiski óselt hjer um 700 skpd., en gengurekki út; hefir verið boðinn fyrir 35—38 kr., en á- rangurslaust. Fyrir löngu gefnar 48 kr. síð- ast. Af harðfiski óseld 90 skpd., hafðuráboð- stólum fyrir 85 kr., en enginn vill kaupa. Sundmagar seldust síðast á 50 a. Æðardúnn í 83/4—9 kr. Af hákarlslysi óselt 700 tunn- ur, sem haldið er í 31J/2 kr. gufubræddu, og 301/2 kr. pottbræddu, en boðið '/4 til x/2 kr. minna. Fyrir þorskal/si gefnar 26—30 kr. eptir gæðum. Ull: 65 a. (vorull), mislit 52—53 a., svört 60 a. Gengur ekki út. Af haustull ekkert fyrirliggjandi, seinast gefnir 48 a. fyrir óþvegna haustull og 38 a. fyrir mislita. Kaffi í 62—64 a., hrísgrjón 5'/2—ö1/^, kand- ís 14, hvítasykur 13Y2, púðursykur 10 a. Thorvaldsensfjelagið hefir það ágæt- isfyrirtæki með höndum um þessar mund- ir, að gefa fjölda fátæklinga máltíð (heit- an m,jólkurmat) á hverjuin degi. Það byrj- aði 18. jan. síðastl. með 50 borðgestum daglega, en hefir síðan fjölgað þeim um 25. Sama fólkið fær mat annanhvorn dag, og njóta því 150 manns þessarar hjálpar fjelagsins. Hjálpin er einkum ætluð börn- um og kvennfólki, en karlar þó ekki úti- lokaðir. Þessari tilkomumiklu góðgerða- semi hyggst tjelagið að halda áfram til páska, svo framarlega sem ekki rætist úr með fiskileysið. Fjelagskonur, sem eru rúmar 30, skiptast um að skainmta matinn; en frúr þær, sem forstöðunefndina skipa, eru viðstaddar 3. hvern dag á víxl til um- sjónar. í forstöðunefndinni eru frú Þórunn Jónassen, frú Louise Finnbogason og frú María Ámundason. Nokkurn styrk hefir fjelagið fengið ut- an að til þess að standast kostnaðinn, sem fyrirtækinu er samfara. í Reykjavíkur- klúbbnum hefir 250 kr. verið skotið sam- an, af fyrirlestri hr. Frederiksens mun arðurinn hafa orðið um 90 kr., í leikhúsi W. O. Breiðfjörðs var leikið fyrir fyrir- tækið eitt kvöld og arðurinn af því rúm- ar 60 kr., og auk þess hafa fáeinir menn sent fjelaginu gjafir.—Vegha þeirra lesenda blaðsins, sem ekki eru kunnugir hjer í bænum, virðist ekki úr vegi, að geta þess jafnframt, að fjelag þetta hefir um mörg ár veitt fátækum stúlkubörnum ókeypis tilsögn í ljereftasaum, fatasaum og prjóni 2—3 mánuði af árinu, rúmum 70 stúlkum í senn. Þegar þesaer gætt, hve litiðtæki- færi fátæk börn hjer í bænum hafa til að læra algengustu og þörfustu heimilisvinnu, leynir það sjer ekki, hve einkar-þarft slikt fyrirtæki er. Auk þess heíir og fjelagið um mörg ár gefið fátækum börnum mikið af fötum. Það afreksverk fjelagsins, sem mest ber á, er þvottahúsið við Laugarnar, sem það ljet reisa algerlega af eigin rammleik og gaf síðan bænum. Það hús kostaði 1500 krónur.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.