Ísafold - 15.02.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.02.1896, Blaðsíða 2
rjettum á sumrum, komi þaðan í lok sept ember. eða byrjun októbermánaðar, og væru því nýkomnir heim, þegar útflutning- ur þeirra færi fram. Að því er bráðafárið suertir, lætur lands- höfðingi þess getið, að það hafl sjálfsagt verið hjer á iandi alla þessa öld, en hafl aldrei verið talið sóttnæmt, komi ekki fyr- ir nema á vetrum, stafl einkum af óholiri jörð og veðrabrigðum og drepi kindina innan 12 tima frá því er hún sýkist, og því virðist óhugsandi að unnt sje, að bera þessa sýki fyrir sig, þegar ræða sje um bann gegn innflutningi íslenzks ijár til Stórbretalands. Að endingu tjáir landsköfðingi sendi- herranum maklegar þakkir fyrir tilraunir hans til að vernda ísland fyrir þeirri óham- ingju, að verða útilokað frá sauðfjárflutn- ingum til Stórbretalands. Eins og þessi útdráttur úr brjefi lands- höfðingjans væntanlega ber með sjer, hef- ir nú af hálfu landstjórnarinnar það verið gert, sem unnt er að gera í svipinn, til þess að afstýra þeim fjárhagsvoða, að girt verði fyrir sauðfjárflutninga vora til Stór- bretalands. Og fáist honum afstýrt á ann- að borð, þá verður það fyrir aðgerðir landsstjórnarinnar en ekki annara. Það er einber fásinna að halda, að t. d. framburð- ur fjárkaupmanna verði tekinn til greina í þessu efni. Engir standa ver að vígi en þeir í málinu, þar sem eigin-hagsmunir þeirra eru svo sýnilega við það bundnir. Þar á móti er lítill vafi á því, að sögusögn landsstjórnarinnar verði trúað,hvern árang- ur sem það nú kann að hafa. í slíkum efnum er ávallt gengið að því VÍ3U, að óhætt sje að reiða síg á drengskap og sann- sögli landsstjórnanna, eða fulltrúa þeirra, enda væri að öðrum kosti svo sem af sjálf- sögðu allt traust milli þjóðanna tafarlaust þrotið. Þess vegna væri það og eigi að eins helber óráðvendni, heldur og stakasta fásinna, að dyljast þess, að kláði sje til hjer á landi. Hitt er aðalatriðið, að sýna og sanna, að af þeim kláða geti skipta- vinum vorum engin hætta staðið. Ogjafn- mikil fásinna vseri það, að liggja konsúl Breta á hálsi fyrir það, að hann heflr lát- ið þess getið, að kiáða hafiorðið varthjer á landi. Til þess er hann hjer meðal ann- ars, að gera yfirboðurum sínum viðvart, ef um slíkt er að ræða. Og ef vjer reiðumst slíku, getum vjer eins reiðzt því, að út- lendar þjóðir skuli hafa nokkra konsúla vor á meðal. En umkonsúlW. G. Spence Paterson er það að segja, og ekkert of- mæli, að hann er í raun og sannleika og heflr lengi verið bezti íslendingur, þótt annarlegs þjóðernis sje, En raunalegt er það óneitanlega, að hann eða hiokkur annar skuli hafa slíka sögu að segja hjeðan af landi, eptir alla þá reynslu, sem vjer íslendingar höfum feng- ið í þessu efni, og allar þær leiðbeiningar, sem mönnum hafa verið gefnar. Hverjum einasta bónda ætti að vera kunnugt um það, að baði hann fje sitt vel einu siuni á vetri — og tvisvar ef kláða verður vart — þá er girt fyrir alia kláðahættu. Hjer í blaðinu hefir mönnum verið sýnt og sannað, að kostnaðurinn við baðanir nem- ur ekki meiru en 10 aurum á kíndina. Og þrásinnis hefir ísafold leitazt við að koma þeim óræka sannleika inn hjá mönn- um, að böðin margborga sig í fóðursparn- aði einum og ullargæðum, þótt um alls enga kláða-hættu væri að ræða. Þegar svo jafn- framt erhöfð hliðsjón á því ómetanlega tjóni, sem landið hefir af kláðanum beðið, þá virð- ist það vera meira en meðalskeytingarleysi að kenna, að oss skuli enn geta staðið hætta aí' þessari sýki. Baðhúsfjelagi ð. Fundur var haldinn í því hlutatjelagi hjer 25. f. mán., fyrsti aðal- fundur eptir stofnun þess í fyrra vetur. Fundarstjóri var kosinn herra Hallgrímur biskup Sveinsson. Formaður fjelagsins, settur hjeraðslæknir Guðmundur Björnsson, skýrði frá reiknings- hag þess, eptir framlögðum reikningum fje- hirðis, konsúls Guðbr. Finnbogasonar. Stofnunarkostnaðurinn hafði verið rúmar 1500 kr.: áhöld, breyting og umbót á hinu ieigða húsnæði m. m. Hlutabrjefin voru 59, á 25 kr. hvert; það sem á vantaði til að stand- ast stofnunarkostnaðinn, var greitt af' árstekj- unum. Kostnaður við rekstur stofnunarinnnar þann tíma, er reikningurinn náði yfir, frá 13. apríl (er farið var að nota hana) til 31. desbr. 1895, hafði numiö um 800 kr. Þar af var kaup baðstjórans (M. V.) 452 kr., húsaleiga til 1. apríl þ. á. 120 kr., kol rúmar 90 kr. og stein- olía 24 kr.; hitt ýmisl. smáv. Afgangur um- framkostnað 222 kr., enda engir vextir taldir af hlutafjenu. Um hagnýtingbaðstofnunarinnarum áminnzt- an 8*/2mánuð gaf formaður þvinæst þá skýrslu, að alls hefði verið notaðar 1162 kerlaugar, þar af 953 af karlmönnum og 209 af kvenn- mönnum, en steypiböð 3171 alls, mestallt dagleg steypiböð með helmingsafslætti, — þá að eins fyrir 10 a. í hvert sinn, ef ekki er keypt fyrir minna en heilan mánuð í einu; hins vegar (20 eða 25 aura) að eins 89. Þetta væri sama sem 1 bað á mann hjer í Reykja- vík hjer um bll, og væri varla við betra að búast ’svona fyrst í stað, þar sem í Khöfn væri meðaltalið á baðhúslaugum l1/* á mann um árið. En þessar rúmar 4000 laugar hefðu að eins komið niður á (verið notaðar at) 215 karlmönnum alls, þar á maðal mörgum utan- bæjar, og 68 kvennmönnum. |Líklega munii mega segja, að varla hefðu nema svo sem 100 karimenn laugað sig að staðaldri. Skólapiltar hefðu notað böðin manna mest að tiltölu, og sýnt sig þar sem lofsverða framfaramenn. Þá var rætt um húsnæði fyrir fjelagið. Vakti formaður máls á því, hve húsnæði það, er fjelagið hefði nú, væri ófullkomið, og ætti fjelagið það þar að auki ekki víst lengur en í 3 ár; vorið 1898 væri það húsnæðislaust, og þyrfti þvi að koma sjer upp húsi sumarið 1897, ef það á annað borð hugsaði til þess, sem ómi8sandi virtist þó vera, ef stofnun þessi ætti að verða til verulegrar og góðrar fram- búðar; veitti þá ekki af að fara að viða að til hússins nú þegar á áliðnuþessu ári. Hús- ið þyrfti að vísu ekki að vera stórt, en mjög vandað, af steini, með því viður yrði fljótt gagnsósa af vatnsgufu; ,gólf þyrfti að vera sementerað, veggir lagðir glerflögum og milli- gerðir milli baðklefa úr marmaratöflum. Þó dýrt væri í fyrstu, yrði það kostnaðarminnst til frambúðar og mesta þing hvað þrifnað snertir. Hann gizkaði lauslega á, að slíkt hús mundi kosta ef til vill 14—15,000 kr., að meðtalinni viðbót úr timbri handa baðstjóra m. m. Þá kom til máls, hvort stjórn Lands- bankans mundi eigi vilja styrkja þetta mikils- háttar og afarnauðsynlega framfarafyrirtæki með riflegri gjöf úr varasjóði fyrv. sparisjóðs Reykjavíkur. Hafði heyrzt, að hinn fyrver- andi bankastjóri (L. E. Sveinhjörnsson háyfir- dómari) hefði boðið jafnvel 10.000 kr. gjöf til siíkrar stofnunar hjer, en ekki verið þegið þá. Út af því samþykkti fundurinn í einu hljóði að biðja stjórn fjelagsins að leita eptir við stjórn Laudsbrnkans sem ríflegustum styrk til að koma hjer upp almennilegu og vel gerðu baðhúsi, en formaður ráðgerði að skrifa sem fyrst húsagerðarmeistara í Khöfn um áætlun til þess m. m. Með því að samþykkt var með öllum at- kvæðum að taka í þetta sinn enga vexti af höfuðstóli tjelagsins, heldur verja tekjuafgang- inum til frekari framfara fyrirtækinu, var á- lyktað meðal annars að koma upp í sumar á fjelagsins kostnað dálitiu skýli fyrir þá, er vilja lauga sig í sjó, helzt á bökkunum fyrir ofan fjöruna hjá Kríusteini, með sem kostn- aðarminnstri gæzlu. Loks var stjórn tjelagsins endurkosin í einu hlj.: Guðm. Björnsson (form.), Guðbr. Finn- bogason (tjehirð.), landlæknir Dr. J. Jónassen. Guðm. Magnússon læknir, Björn Jónsson ritstj. Sömuleiðis endurskoðunarmenn (Halldór Jóns- son og Stgr. Johnsen). Mannalát. Látinn er 12. þ. m. að Esjubergi á Kjalarnesi Gísli smiður Gisla- son, er lengi (16 ár) bjó f Reykjakoti í Mosfellssveit, en áður (14 ár) í Halakoti í Fióa, kominn nokkuð á sjötugs aldur. Hann missti konu sína í vetur, Solveigu Þorkelsdóttur( sjá ísaf. 14. des. f. á.), er hann hafði kvongazt 1857 og eignazt með 7 börn, er 5 eru á lífi, þar á meðal frú Gríslína, kona Einars ritstjóra Hjörleifssonar, írú Guðlaug, kona sjera Benidikts Eyj- úlfssonar, Sigríður kona Guðmund- ar bónda í Stardal, o. s. frv. Gísli heit. var prúðmenni og snyrtimaður mikill, þjóðhagasmiður á margt, en stundaði me3t söðlasmíði og ljet það mætavel, laglegasti búmaður, heimili hans fyrirmynd að snyrti- iegri umgengni utanhúss og innan, mennta- maður og menntavinur, ráðdeildarmaður í hvívetna, bezti fjelagsmaður, mætavel þokkaður, enda ljúfmenni í umgengni og vandaður í öllum athöfnum. B. J. Um morguninn 13. þ. mán. fannst' cand. Ásmundur Sveinsson örendur hjer í bæj- arlæknum, skammt frá brúnni við endann á Amtmannsstíg, svo að varla flaut vatn yfir líkið. Heflr að líkindum ætlað yflr brúna á leið heim til sín seint um kveld- ið eða nóttina fyrir, en ient utan hjá; kom úr veitingahúsi dauðadrukkinn. Hann var rjett að kalla flmmtugur að aldri, fæddur 21. marz 1846, sonur Sveins bónda Sæbjarnarsonar á Hlaupandagerði í N.- Múlasýslu; útskrifaðnr úr Reykjavíkur- skóia 1874, stundaði lögvísi við háskólann nokkur ár, var settur sýslumaður í Barða- strandarsýslu 1879—81, og síðan í Dala- sýslu 1881—82, þá umboðsmaður Arnar- stapajarða nokkur ár, fluttist síðan til Reykjavíkur og var mörg ár bæjarfógeta- fullmektugur þar. — Hann var skýrleiks- maður og vel að sjer ger í margan máta, glöggur lagamaður, verkmaður ágætur við hvers konar skrifstofustörf, er hann naut sín. — Kvæntur var hann Guðrúnu Pjet- ursdóttur (Hall), er liflr mann sinn með mörgum börnum. Búnaðarfjelagið. Haldinn var fyrri árs- fundur Suðuramts-búnaðarfjelagsins 8. þ. m. Forseti (H. Kr. Fr.) skýrði t'rá fjárhag fje- lagsins, og lagði fram reikning þess fyrir árið sem leið, er bar með sjer, að fjelagið átti í sjóði í árslokin nær 27 þús. kr. Til að endurskoða reikninginn voru kosnir Björn Jónsson og Jón Jensson. Þá skýrði forseti frá tölu tjeiagsmanna, 306, minntisc látinna fjelaga, sjerstaklega fyrr. há-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.