Ísafold


Ísafold - 22.02.1896, Qupperneq 1

Ísafold - 22.02.1896, Qupperneq 1
Kernur ótýiaistainti airmi eða tvisv.iviku, Veröárg,(93ai’ka minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir raiðjau júll (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blabsins er i Austurstrœti 8. Rsykjavik, laugardaginn 22. febrúar 1896 II. blað. XXIII. árg. Strandferðlrnar nýju. Eptir alþm. Björn Sigfússon. Eptir þÍEgmálafundargjörðumim frá sið asta vori að dæma, heflr íslenzka þjóðin ekki jafn eindreginn og sterkan áhuga á nokkru máii — nema ef vera skyldi eptir- launamálinu — eins og því, að fá bættar samgöngur á sjó, og sjerstaklega heflr það komið í ijós, að hún heimtar betri strandferðir, tíðari, haganlegri og almenn- ari en hún hefir hingað til notið. Sterkust er þessi þrá sjálfsagt í þeim hjeruðum, sem hingað til hafa verið mest, olbogabörn þeirra sem ferðunum hafa stýrt. Það er h'ka mjög eðlilegt og sann- gjarnt, að þau vilji og þykist eiga heimt- ing á að njóta nú loksins sömu þæginda og hagsmuna af þeim ferðum, sem styrkt- ar eru af þeirra fje — eins og hin hjer- uðin, og uni þvi ekki lengur að vera höfð útundan. Allir, sem notið hafahinna tíðari og betri strandferða, viðurkenna hagsmuni þá er þær veita, og telja þær hið bezta meðal til að auka framfarir, líf og búsæld. Hinir sjá það vel,og flnna sárt til þessað vera útilokaðirfrá slíku,útilokaðir frá nauðsynlegumviðskiptum við önnur hjeruð. Einna, að efþeir gæti líka komizt í sam- band við aðra landshluta, mundi það Ijetta þeim ferðalög, gjöra þeim mögulegt að befja ný viðskipti, Ijetta þeim aðdrætti og að færa afurðir búa sinna eða afla á nýja markaði. Hingað til heflr skuldinni verið skellt á gufuskipafjelagið danska, sem haldið hefir uppi strandferðunum, og því borið á brýn með rjettu, að það tæki ekki tillit til þarfa landsmanna, heldur að eins tilsinna eigin hagsmuna. Þess vegna vildi þjóðin yflr höfuð ekkert ejga undir því lengur, og reyndar ekki neinu útlendu fjelagi, vildi láta sína eigin menn ákveða, hvernig ferðunum skyldi haga, áleit það eina ráð- ið til að fá þessar ferðir sniðnar eptir sinum þörfum. Margir voru líka þeir, sem sáu að milli- landaferðirnar voru óviðunandi, of strjálar og of seinfara. Þess vegna má óhætt fullyrða að það er algerlega í samræmi við óskir og vilja þjóðarinnar að hin nýja stefna var hafin á siðasta þingi, sú stefna: að landssjóður legði fram fje til þess að íslendingar fengi sjálfir algerð umráð yfir skipi eða skipum, sem hjeldi uppi strandferðunum, og milli- landaferðum að nokkru leytj, og munu fáir hugsandi menn hjer á landi sjá eptir því fje, sem til þess gengur, ef reynslan verður sú, að verulegar og almennar sam- göngubætur fást i aðra hönd. Mikill var því fögnuðurinn og góðar voru vonirnar, er menn gjörðu sjer i haust um það, að ef lögin um landsgufu- skipið yrði staðfest, mundi ferðaáætlun þess verða sniðin eptir brýnustu þörfum landsmanna. Það var svo náttúrlegt, að þegar menn vissu, að sú stórkostlegabreyt- ing skyldi á verða: að í stað þess að hing- að til heflr útlent gróðafjelag ráðið ferð- unum og hagað þeim eptir sínu höfði, skyldu nú íslendingar sjdlfir, þrír útvald- ir menn xír þeirra flokki, taka við stjórn- inni, það var svo náttúrlegt, segi jeg, að á þessom umskiptum væri byggðar hinar beztu vonir. Lögin voru staðfest, og svo kom ferða- áætlunin; en þá komu lika vonbrigðin. Að vísu voru þeir til, sem þóttust sjá fyrir, að með einu skipi, sem færi opt til útlanda, væri ómögulegt, að fá fullnægj- andi strandferðir. Með því fyrirkomulagi yrði sporið stigið að eins hálft. Þó hygg jeg að mögulegt hefði verið að koma ferð- unum þannig fyrir að hvergi hefðu orðið samgöiígaskemmdir frá því sem er, eða verið hefir, úr því danska gufuskipafje- lagið heldur áfram nokkrum strandferðum hjer, ef farstjórnin Ijeti ekki landsskipið einkum elta uppi þær hafnir, sem gufu- skipafjelagið tekur upp í sína áætlun. Svo er að sjá af grein herra D. Thom- sens í 90. tbl. ísafoldar og ferðaáætlun landsgufuskipsins, að farstjórnin hafl helzt tekið eptir þeim galla á strandferð- um gufuskipafjelagsins, sem vert væri að bæta úr, að sjómenn af suðurlandi, sem sækja austur til fiskiveiða, gæti ekki not- að ferðir þess. í því skyni er sjálfsagt sett ferðin 14.—18. maí frá Reykjavik til Austfjarða. En þó sýnir athugasemdin við áætlunina að þessi ferð á að sitja á hak- anum, ef skipið verður fyrir töfum í ferð- inni frá Reykjavík 30. april. Ekki skal móti þvíborið að þessi ferð — ef hún annars verður nokkur — sje hentug fyrir talsverðan flokk sjómanna af suðurlandi, sem leita sjer atvinnu eystra. En þörfin var þó ekki eins brýn fyrir þá sök að, eins og kunnugt er, hefir hinn ötuli og framkvæmdarsami kaupmaður herra O. Wathne annazt þá flutninga áður, og það á meðan hann hafði færri skip til umráða en nú. Voru þvi full líkindi til að hann mundi halda því áfram. Aptur á móti sýnist farstjórnin hafa gleymt því, að m'örg hundruð manns úr sjávarsveitunum syðra leita sjer atvinnu um heyskapartímann á norðurlandi. Sjáv- armenn þurfa að fá vinnu og landvöru, og landbúnaðarmenn þurfa bæði aukinn vinnukrapt um heyskapartímann, og að geta komizt í viðskiptasamband við sjáv- arsveitirnar. Þar fara því saman hags- munir sjávarsveitanna og landbúnaðar- sveitanna. Það ætti þvi ekki að vera tor- velt að sjá, hversu afar þýðingarmikið það er fyrir þessa tvo flokka, sem stunda aðal-atvinnuvegi landsins, að þeim sje gjört hægra fyrir að ná saman, og eins hitt, að það gæti verið mjög mikíl tekju- grein fyrir landsskipið að annast alla. þá mannflutninga og vöruflutninga, sem hjer er um að ræða. Einkum mundu mann- flutningarnir gefa mikið af sjer. Allir vita, að mikið farmgóss þarf á móti far- gjaldi eins manns. En hvað gjörir svo farstjórnin til að sinna þessu? Ekkert, alls ekkert. Engin ferð er til, hvorki með landsgufuskipinu nje dönsku fjelagsskipunura, sem þessi fjölmenni flokkur, kaupafólkið, geti notað. Mjer kemur þetta því kynlegar fyrir sem farstjóranum, herra D. Th., var rækilega bent á þetta næstl. sumar, og hafijegskil- ið hann rjett, kannaðist hann fyllilega bæði við þörf þeirra þjeraða, sem hjer eiga hlut að máli, og eins það að hjer væri um verulega tekjugrein að ræða fyrir skipið. Jeg hefl því nokkra ástæðu til að halda, að í þessu atriði hafl verið tekið fram fyrir hendurnar á honum, þó óliklegt sje. Það virðist þó alls ekki hafa verið frá- gangssök að haga ferðum þannig að lands- skipið færi frá suðurlandi (Reykjav.) um mánaðamótin júní og júlí norður um land og kæmi þá við í þeim sýslum, sem kaupa- fólk einkum sækir til, og færi sömu leið suður aptur í seinni hluta septembermán. Einmitt á þeim tíma, sem landsskipið ætti að fara þessa ferð norður, á það að vera statt í Rvík, nfl. 27. júní, en svo á það að fara til Vestmannaeyja 30. s.ra., og vera um kyrrt í Liverpool 4.—11. júli(X) Næst áður, eða frá 11.—27. júni, fer skipið hring- ferð frá Rvik austur um land og þræðir þá flestar hafnir. Það hlýtur því að vera eitthvað sjerlegt nauðsynjaerindi sem þd á að reka á öllum þessum höfnum. En hvað er það? Það skyldi vera að þá ætti og að gjöra þeim Zöllner og Vídalín auð- veldara að koma vörum til pöntunarfje- laganna? En það getur þó varla verið. Hvorki getur það skoðazt sem eitt af helztu þörfum landsbúa, og svo heflr reynslan sýnt að þeim fjelögum hefirekki hingað til orðið skotaskuld úr að koma vörum til pöntunarfjelaganna, enda hefðu þeir líkl. eins getað notað skipið, þó það hefði verið á ferðinni um mánaðamótin júní og júlí og þá farið vestan um land. Auðvitað leysir reynslan þá gátu, þó oss dalabúum finnist hún ekki auðráðin að svo stöddu. Svo mun mörgura virðast, sem þetta landsskip sje leigt óþarflega snemma, og gjarnan hefði mátt í byrjuninni sleppa marzferðinni. Óneitanlega er það glæfra-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.