Ísafold - 22.02.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.02.1896, Blaðsíða 3
43 í dag og »Egill« væntanlegur. — Heilsufar manna bæði í bænum og grenndinni, þar sem jeg veit til, hið bezta, og yfir höfuð stendur hagur almennings hjer við sjdinn mjög vel, og mun eigi hafa staðið eins vel í nokkur undan farin ár. Sýslumaður okkar og bæjarfógeti, A. V. Tulinius, fór skömmu fyrir jólin alfarinn tU Eskifjarðar, og sakna hans margir hjeðan, enda má svo að orði kveð.a, að við sjeum t.íð- an sýslumanns- og bsejarfógetalausir. Raunar fekk hann einn af borgurum þessa bæjartjelags til að gegna embættisstört'um, á sina ábyrgð; en það er ónógt. Hjer þart opr, á valdsmann- inum að halda, ekki síður en verið hefir. Kirkjusmiðinni hjer þokar smátt áfram, og eru messur alhsjaldgæfar; þó hjelt cand. theol. Magnús Jónsson hjer aptansöngva á aðfanga- og gamlaárskvöld. og var það vel sótt. Talað hefir verið um að hann hjeldi tramvegis uppi guðsþjónustugjörð, meðan kirkjan er ekki kom- in upp; vill bæjarstjórnin leggja fje fram, og verður þá hús bindindisfjeiagsins notað til Jþess. Svo langt er hugmyndin um nýja blaðið hjer komin, að talað er um að fá Þorstein Erlingsson hingað fyrir ritstjóra þess, og ef til vill andlegan leiðtoga fólksins! og verður þá líklega byrjað á blaðinu í vor. Nýlega fengum við þann »gleðilega boðskapc hingað austur, að herra Einar Benidiktsson ætlaði að fara að gefa út meira en lítið blað í Reykja- vík og fengum jafnframt »bragðið« af fyrir- lestri hans í »Fj.-konunni«, sem »forsmekk ©ptirkomandi gæða!« Þegar nú þessi 2 blöð hætast við þau, sem nú eru, er hætt við að islenzk alþýða hafi ekki við fleiri að gera. Hjer hafa verið leiknir sjónleikir í vetur og halda liklega áfram, en heppnazt hefir það eins og von var á. Fólk hjer er ekki enn þá leikið í þeirri list, frekara en sumstaðar ann- arsstaðar á landinu. En húsrými til þeirra hluta er betra en víðast annarstaðar. Otto Wathne kvað ætla með konu sína nú með »Cimbria« eða »Agli« til útlanda, en þó ekki alfarinn, eins og altalað var í vetur, enda var hann um áramótin kosinn hjer í -bæjarstjórn. Þrjátíu ára minning. Þann 23. nóv. f. á. voru liðin 30 ár síðan Þorsteinn lceknir Jónsson settist að í Vestmannaeyjum og hefir hann stöðugt síðan verið hjeraðslæknir þar. I tilefni af því færðu Eyjamenn honum á- varp og sungu honum kyæði þann dag, og þökkuðu honum eigi aðeins góða embættis- faerslu um þennan langa tíma, heldur ogtyrir það, hver máttarviður haun hefði verið fyrir hag eyjanna með framsýni sinni, reglusemi °g dugnaði, og hve skemmtandi og fræðandi hann jafnan hefði verið, í fámenni sem fjöl- menni. Þorsteinn læknir Jónsson er fæddur 17 nóv. 1840 að Miðkekki í Flóa. Foreldrarnir bláfátækir, en Guðm. heitinn Thorgrímsenkom honutn til menpta. Stúdent varð hann 1862 og tók læknispróf hjá Hjaltalín 1865, hvort- tveggja með 1. einkunn. Var svo skipaður læknir í Vestmannaeyjum og fjekk veitingu fyrir því embætti 1867. Hann var þingmað- ur Eyjamanna 1887 og 1889. Sem dæmi þess, hver nytsemdarmaður hann hefir verið ísinni sveit, má geta þess sem fá dæmi munu til, að hann hefir fengið því framgengt, að hrepps- nefndin hefir lagt nokkurt fje í viðlagasjóð og sett á vöxtu, þegar bærilega hefir látið i ári. Hefir hreppnurr á þann hátt safnazt 2000 kr. sjóður, og eru 500 kr. af honum í Söt'nunar- sjóðnum. Þakka menn það þessari ráðdeild hans, að ekki hefir þurft að taka .hallærislán í eyjunum, þótt hallæri hafi komið. Sögussfn ísafoldar. Því verður hag- að þannig þetta ár, að það fylyir blaðinu, jprentað sjer jafnóðum,, til kaupendanna i heilum örkum, er þeir þurfa að halda sam- an til árslokanna og fá þá titilblað við þgð og yfirlit. Þar með sparast rúm í blaðinu, og svo þurfa þeir, sem vilja eiga sögurnar sjer í bók, ekki að k’.ippa þær neðan af blaðinu. Fyrsta öt k þ. á. Sögusafns fylgir þessu tbl., upphaf sögunnar Sjöunda þrepið, sem er mjög merkileg níhilistasaga. Miðvíkudagana 26. þ. m., 11. og 25. n- m. verður húseign dánarbús Sigurðar Fr. Sigurðssonar við Norðurstíg hjer í bænum eptir kröfu Kristjáns kaupmanns Þorgríms- sonar, að undangengnu fjárnámi 20. þ.m., samkv. lögum 16. des. 1885, sbr. lög 16. sept. 1893, boðin upp og seld hæstbjóðanda við 3 opinber uppboð, sem haldin verða kl. 11 f. hád. 2 hina fyrstnefndu daga á skrifstofu bæjarfógeta og hinn siðastnefnda dag í húsinu sjálfu, til lúkningar veðskuld að upphæð kr. 400,81, auk aðfararkostn- aðar. Söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavik 22. febr. 1896. Halldór Danielsson. Uppboðsauglýsing. Laugardagipn 29. þ. m. kl. 11 f. hád. verður uppboð haldið i húsinu nr. 3 í Að- alstræti til að selja stofugögn, þorðbúnað, bækur, sængurfatnað, íverufatpað o. fl., allt tilheyrandi dánarbúi borgara E. Eg- ilssonar. Söluskilmálar veröa birtir áður en uppboðið byrjar. Bæjarfógetinn í Reykjavík 22. febr. 1896. Halldór Daníelsson. Til heimalitunar viljum vjer sjerstaklega ráða mönnum til að nota vora pakkaliti, er hlotið hafa verðlaun, enda taka þeir öllum öðrum lit- um fram, bæði að gæðum og iitarfegurð. Sjerhver, sem notar vora liti, má örugg- ur treysta því, að vel muni gefast. í stað hellulits viljum vjer ráða mönn- um til að nota heldur vort svo nefnda »Castorsvart«, því þessi litur er miklu feg- urri og haldbetri en nokkur annar svartur litur. Leiðarvísir á íslenzku i'ylgir hverjum pakka. Litirnir fást hjá kaupmönnum alstaðar á íslandi. Bnchs Farvefabrik. Studiestræde 32. Kjöbenhavn K. For Frimærkesamlere. Enhver, der sender mig 100 godt blandede islandske Frimærker, faar sendt retur 150 udenlandske Frimærker alle forskjeilige. Mönsters Frimærkehandel. Kjöbenhavn. Selt óskilafje í Austur-Barðastrandarsýslu haustið 1895. í Geirdalshreppi. 1. Veturgamall geldingur, m.: stúfrifað h. gagnh. v. 2. Hvitkollótt gimbrarlamb. m.: sneitt fr. biti apt, h.; hvatt v. 3. Hvítkollótt gimbrarlamb, m.:',’ tvístýft fr. h.; stúfrifað, biti apt. v. 1 Reykhólahreppi. 1. Hvítt geldingslamb, m.: gagnb. h.; 2 bitar fr. v. 2. Hvítt geldingslamb, m.: stýft og 2 bitar fr. h. 3. Hvítt geldingslamb, með sama marki. 4. Hvítt gimbrarlamb, m.: beilrilað b.; blað- stý.'t apt. gagnb. v. 5. Hvítt hrútlamb, m.: fj. apt. h.; sneitt fr. fj. apt. v. 6. Svart hrútiamb, m.: sneitt fr. fj. apt. h.; sneitt fr. fj. apt. v. 7. Hvitt brútlamb, með sama marki. 8. Svartbosótt hrútlamb, m.: sneitt f'r. gagn- bitað h.; hvatt v. 9. Svart hrútlamb, m.: stýft oggagubitað h. 10. Golsótt gimbrarlamb, m : sýlt og biti apt. h.; sýlt og biti apt. v. 11. Hvítt gimbrarlamb, m.: biti apt. h.; blað- stýft apt. v. 12. Hvítt hrútlamb, með sama marki. 13. Hvítt geldingslamb, markleysa á báðum eyrum- 14. Hvíthyrnd ær, m.: stýft og gagnb. h.; stýft og biti fr. fj. apt. v. Brennimark : Samúel. 15. Hvítkollótt gimbur, veturg,, markleysa á báðum eyrum. 16. Hvítkollóttur hrútur, veturg., markið á bægra eyra likast stigi fr. og apt., og blað- stýf't fr. biti apt. v. 17. Hvitt gimbrarlamb, m.: hamrað b.; hvat- rifað v. í Gufudalshreppi 1. Grátt geldingslamb, m.: sneift apt. h.; sýlt lögg apt. v. 2. Þrjú lömb, með óla;silegum mörkum á báð- um eyrum. I Múlahreppi. 1. Lamþ,, m.: sneitt apt., vaglsk. fr. hd sneitt apt. vaglsk. fr. v. 2. Lamb, m : gat h.; beilr. v. í Flateyjarhreppi. 1. Hvítkollótt ær, m.: biti fr. b; sýlt v. 2. Hvíthyrnt lamb, m.: sýlt biti fr. h.; sneitt apt. biti fr. v. Rjettir eigendur geta vitjað andvirðishins selda fjár, að frádregnum kostnaði, til hlutað- eigandi hreppsnefndar innan júlímánaðarloka þ. á. Skrifstofu Barðastrandasýslu 21. jan. 1896. Páll Einarsson. Prjónavjelar. Undirskriíáður hefir eins og hingað til aðalumboðssölu fyrir ísland á hinum vel þekktu prjónavjelum Simon Olsens og eru vjelar þessar að líkindum þær beztu sem fást. Af vjelum þessum eru nú hjer um bil 40 í gangi hjer á landi, og hefi jeg ekki heyrt annað en að öllum hafi reynzt þær mjög vel. Yjelarnar eru brúkaðar hjá mjer, og fæst ókeypis tiisögn til að læra á þær. Þeir, sem ekki nota tilsögnina, fá eptirleiðis vjel- arnar 10 krónum ódýrari. Vjelarnar sendast kostnaðarlaust á allar þær hafnir, sem póstskipið kemur við á. Nálar, fjaðrir og önnur áhöld fást allt af hjá mjer, og verðlistar send,ast, ef þess er óskað. Áreiðanlegir kaupendur geta fengið borg- unarfrest eptir samkomulagi. Pantanir óskast sendar hið fyrsta til P. Nielsen _____________________Eyrarbakka._________ Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá er telja ti! skuldar í dánarbúifyr- verandi setts sýslumanns Sigurðar Pjeturs- sonar á Eskifirði, að lýsa kröfum sínum fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu og sanna þær áður 12 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Skiptaráðandinn i Suöurmúlasýslu Eskifirði 11. jan. 1896. A. V. Tuliuius.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.