Ísafold - 29.02.1896, Qupperneq 2
46
graslag líkt og á túni, — mestmegnis töðu-
grös — og sömuleiðis þar sem var tals-
vert raklent og mosi í rótinni, og uxu
mestmegnis þroskamiklar starartegundir.
Reynslan 8ýndi þjer, að vjelin er betur
fallin til að slá með henni þurlendi, þar
sem grasrót er þjett og föst, en á votlendi,
og finnst mjer þetta beuda á það, að hún
muni reynast vel til að slá með henni
góðar sijettur í túni. Hægt er að láta
vjelina slá svo nálægt rótinni sem maður
æskir, hvort heldur er á þurlendi eða vot-
lendi, það er að segja ef ekki stendur
vatn til muna fyrir á yfirborðinu; en þar
sem votlent er og mosi í rótinni, vill gras-
ið fremur þvælast fyrir ljánum og líka
safnast undir drag vjelarinnar, og verður
hún fyrir það erfiðari í drættinum; eink
um ber á þessu þar sem grasið er mikið
og stórgjört, eins og á sjerstað víðasthjer
á engjunum.
Sláttuvjel þessi er gjörð fyrir einn hest,
en þó svo útbúin, að beita má tveimur
hestum fyrir hana. Þar sem gras er mik
ið, er hún mjög ramdræg, einkanlega þar
sem votlent er, eins og áður er sagt. Sje
einum hesti beitt fyrir vjelina —, sem jeg
álít að því leyti betra, að einn hestur er
liðugri í snúningum en tveir saman, eink-
anlega ef þeir eru óvanir —, má ekki
brúka hann lengur en svo sem tvær stund-
ir í einu, til þess að ofþjaka honum ekki;
ætti að slá með vjelinni allan daginn,
þyrfti því að hafa tvo eða þrjá duglega
hesta til að beita fyrir hana á víxl og
brúka hvern þeirra ekki iengur í einu en
áður er sagt. Með því móti mundu he3t-
arnir endast vel, og á vel sljettu engi
mundi, með þessu móti, mega láta vjelina
slá á við 5 til 6 góða sláttumenn, ogjafn-
vel meira þar sem bezt stæði á.
Hestahrífuna notaði jeg mest til að raka
saman með henni þurra flekki til hirðing-
ar; sömuleiðis þegar heyvar sett í bólstra
og hrúgu, og reyndist hún þar mesta þing.
Lika gafst hún ágætlega til að taka ofan
af Ijá með henni, þar sem þurlent var,
jafnvel þó að ljáin væri vot af rigningar-
vatni. Mátti láta hana raka þar svo vel,
að að eins þurfti að draga hrífu um á ept-
ir. Nota má hrífuna á smáþyfðu landi,
en í algjörðu þyfi er ekki hægt að koma
henni við. Þegar rakað er saman með
hrífunni þurru heyi til hirðingareða til að
setja það í bólstra, má láta hana draga
það saman á þá staði, sem hentast þykir,
svo að ekki þarf að færa það til í fang-
inu, eins og optast mun eiga sjer stað að
gjört sje. Skilur hrífan heyið eptir í nokk-
urskonar vöndlum, og úr þeim má svo
taka það og setja í sæti til bindingar eða
í bólstra, án þess að saxa það; hvortveggja
þetta er svo mikill verksparnaður að munar
margra karla verki, þar sem um mikið
hey er að gjöra. Hvernig hrífan muni
reynast til að raka með henni á votlendi,
get jeg ekki fullkomlega dæmt um, en án
efa gæti hún líka komið þar að miklum
notum til að taka ofan af ljánni og ljetta
þannig raksturinn. Hrífan er mjög ljett
og þægileg í allri meðferð, er því nóg að
hafa einn hest til aö beita fyrir hana, þó
unnið væri með henni mikið af deginum;
eins er hægt að aka henni, þó eptir ó-
sljettu landi sje, á þá staði, sem þarf að
nota hana á, því hjólin eru stór, en þó
mjög ljett, og ganga vel yfir allar mis-
hæðir.
Jeg þykist vita, að einhverjir muni
spyrja þannig: Geta heyvinnuvjelar þess-
ar komið að þeim notum hjer á landi, að
tilvinnandi sje að kaupa þær? Samkvæmt
þessari litlu reynslu hika jeg ekki við að
kveða já við þessari spurningu, og álít
það mjög mikilsvert að bændur kostuðu
kapps um að eignast þær, að svo miklu
leyti sem efni og aðrar kringumstæður
leyfðu, og þar sem ekki skortir önnur
skilyrði fyrir notkun þeirra. Yinnukrapt-
ar eru allt of litlir vor á meðal, hjúahald-
ið dyrt og útgjöldin bændunum svo þung
byrði, að ekki væri vanþörf á að reyna
að bæta úr þessu, ef kostur væri. Auð-
vitað er, að sláttuvjelin gæti ekki að svo
stöddu orðið almenn, þar eð hún verður
ekki notuð nema á sljettu landi; en víða
hagar svo til, að engjar eru votar og reyt-
ingssamar og túnin þyfð að mestu; vjelin
líka allt of dýr, til þess að það geti borg-
að sig fyrir bóndann að kaupa hana, til
þess að slá með henni einungis lítinn tún-
blett. En aptur er það mjög víða, að svo
hagar til, að nota mætti vjelina til að slá
með henni mikið af túni og engjum og
þar gæti notkun hennar orðið til ómetan-
legra hagsmuna. Hestahrífan ætti að geta
orðið almenn, því henni má víðast koma
við. Alstaðar þar sem engjar eru greið-
færar og þurlendar, svo að þurka megi á
þeim heyíð til hirðingar, getur hrífan kom-
ið að mjög miklu gagni, bæði til þess að
taka ofan af Ijá með henni og raka sam-
an með henni þurra flekki, eins og áður
er sagt; sömuleiðis við töðuþurk á túnum.
Þar sem svo stendur á, að flytja verður
mikinn part, eða allt heyið af engjunum
vott heim á tún, er því optast dreift til
þerris í stóra flekki á sljettum velli; ber
þá opt við, eins og hvervetna við heyþurk,
að neyta þarf allrar orku til að ná hey-
inu saman undan rigningu; gæti jeg bezt
trúað þvi, að þeir sem reyndu hestahríf-
una. er svo stendur á, mundu ekki sjá ept-
ir því, þó að þeir hefðu keypt hana.
Það mun annars vera langt síðan að
bændur hjer á landi fundu sig þarfnast
einhvers þess áhalds, er gæti ljett undir
vinnuna og flytt fyrir að ná saman heyi,
er svo ber undir. Hafa verið gjörðar til-
raunir til að bæta úr þeirri þörf, og er
»heyytan« sem notuð er í sumum hjer-
uðum landsins, árangur þeirra tilrauna;
hefir hún óneitanlega komið að miklu liði,
einkum þar sem hún hefir verið fullkomn-
umst að smíði, þó með henni væri ekki
tilganginum náð nærri því ein3 vel og
æskilegt hefði verið. Hestahrífan er sú
vínnuvjel, sem ætti að útryma ytunni, og
verða almennt notuð hjer á landi. Það er
sannfæring mín, að menn mundu brátt
við notkun hennar komast að raun um,
hversu míkilsverð og nauðsynleg vinnu-
vjel hún er, og að hún tekur ýtunni svo
mikiö fram, í öllum greinum, að langt er
umfram það, sem verðmun þeirra nemur.
Það er von mín og ósk, að einhverjiraf
okkrar betri bændum, sem búa á þeim
jörðum, þar sem skilyrði fyrir notkun
heyvinnuvjela þessara eru nú fyrir hendi,
ráðist i það að útvega sjer þær hið fyrsta,
og að þeir þannig umleið og þeir gjörðu,
ekki einungis sjer sjálfum, heldur landinu
í heild sinni, stórmikið gagn með þessu,
umbunuðu þannig manni þeim, sem af
stökum áhuga á allri verklegri framför
landa sinna fann hjá sjer hvöt til þess að
verða fyrstur til að koma með þær hing-
að til landsins, í þeim tilgangi, að þær
kæmu hjer að sönnum og verulegum not-
um; það mundi verða honum sönn gleði,
að sjá þessum tilgangi sínum náð.
Hvanneyri 20. des.br. 1895.
Hjörtur Snorrason.
Dalasýslu (vestanv.) 16. jan. SkepnuhölcL
hafa hjer verið langt um betri en i fyrra; þó
hefir bráðapestin gjört vart við sig víðast, en
óviða að miklum mun.
Nú er verzluuarfjelag Dalamanna að halda
aðalfund sinn í Hjarðarholti, og er sagt að
pantanir sjeu með mesta móti; stafar það af
því, að það munaði svo miklu að verzla við
tjelagið næstl. ár, hvað það var betra en við
kaupmenn { Skarðstöð og Stykkishólmi (Grams-
verzlun). sem nú eru einir um hituna á þess-
um kjálka, milli Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar.
Menn lifa í voninni um að innsigling komi
vonum bráðar hjer inn á Hvammsfjörð, og er
það töluverður hægðarauki fyrir sýslubúa.
Stöku menn hafa nú um það leyti lesið Al-
þingistíðindin, og má segja um þau, eins og
stendur í einni gamalli vísu, «Sumt var gam-
an, sumt var þarft, en sumt vjer ekki um
tölumi. Boðsbrjef að stórablaðinu <Dagskrá«
svo er það nefnt hjer, eins og «stóra málið»
á þingi, hefir verið hjer á gangi til undir-
skriptar, og mun hafa fengið þó nokkra á-
skrifendur.
Úr Mjóafirði eystra er ísafold skrifuð (28.
des. f. á.) megn kvörtun og löng út af þvi,
að strandferðaskipunum er eigi ætlað að
koma þar við. Þingmönnum þar að austan
ámælt fyrir að hafa ekki einu sinni nefnt
Mjóafjörð á nafn; «það er svona, þegar þeir
eru langt upp í landi; það er eins og þeir sjeu
alls ókunnugir staðháttum og þörfum vorum
við sjávarströndina. Það er þó ekki stór
krókur fyrir skip að skreppa inn á Mjóatjörð,
úr því ætlazt er til að það komi á Norðfjörð
(landsgufuskipið) Og ekki þarf að óttast
sker eða grynningar hjer; hyldýpi alveg upp
í landssteina. Hjer í firðinum mun sunn-
lenzkt kaupafólk hafa verið í sumar um 130,
þ. e. hjer um bil fjórði partur af fólki því,er
austur sótti í sumar. Þetta hefði og mátt
ætla að sumum þingmönnum syðra hefðiekki
verið ókunnugt og þeir hefðu átt að láta sjer
dálítið annt um að ljetta eitthvað undir með
fólki úr kjördæmum sjálfra þeirra bæði að
komast austur og einkum suður aptur króka-
lítið, heldur en að neyðast til að iðita á Seyð-
isfjörð og ef til viil bíða þar marga daga, sjer
til stórtjóns, þvi eigi er öllum biðin áSeyðis-
firði sem holiust, ekki dæmalaust að menn
hafi sóað þar í þeirri viðdvöl öllu sumarkaupi
sínu. Eða hitt, að treysta á Pjetur eða Pái
með flutning, á mjög óhentugum tíma, ef til
vill viku eða hálfum mánuði fyr en nokkuö
er fyrir þá að gera, og getur munað um
minna en það, hvort sem menn eru heldur
upp á hlut eða kaup. Þar að auki er hjer
töluvert vörumagn, eins og gefur að skilja,
þar sem svo margir hafa atvinnu, og því eigi
óhugsandi, að póstskip gæti fengið hjer tölu-
verða flutninga bæði til og frá útlöndum.
Hjer munu hafa verið sendút um 3000 skpd.
affiski (verkuðum) næstl. sumar. Jeg sje að
sumir þingmenn hafa viljað gera mikið úr
þessum aukagufuskipaferðum hjer eystra,
þeirra O. Wathne og Thor E. Tuliníus’s. En