Ísafold


Ísafold - 25.03.1896, Qupperneq 1

Ísafold - 25.03.1896, Qupperneq 1
Kemurútýmisteinusmni eða tvisv.iviku. Verð árg.(90arka minnst)4kr.,erlendis5kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn(skrifieg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIII. árg. Rsykjavik, miðvikudagints 25 marz 1896 17. blað. Stjórnarskrámálið í ^Eimreiðinni”. I. Ritstjóri Eimreiðarinnar, Dr. Valt. Guð- mundsson alþing-ismaðar. hjelt síðastliðið haust fyrirlestur i Lögfræðisfjelaginu í Höfn um landsrjettindi íslands og stjórnarbardttu. Hafði 8tjórn fjelagsins boðið að hlýða á fyrirlesturinn: ráðherra íslands og öllum embættismönnum í hinni íslenzku stjórnar- deild, öllum lögfræðisprófessorum háskólans, nokkrum ríkisþingsmönnum, öllum íslenzk- um námsmönnum, eldri og yngri, og enn fremur ýmsum merkum og þjóðkunnum mönnum öðrum. Ráðherra íslands hafði lofuð að koma, en var lasinn, svo það fórst fyrir. Þar á móti kom forstjóri íslenzku stjórnardeildarinnar A. Dybdal og tók þátt í umræðum á eptir fyrirlestrinum. I þeim umræðum tók og þótt hæstarjettarmála- færslumaður Octavius Hansen\ »talaði hann fremur hörðum orðum í garð stjórnarinnar og var gerður mikill rómur að«. Annars heflr ekkert frjetzt greinilega, hverju ræðu- mennirnir hjeldu fram, að frummælanda undanteknum — með þvi að »ræðurnar voru haldnar innan vjebanda, sem fregn- ritum er ekki heimilt að brjóta leyflslaust«. En þingmaðurinn hefur nú prentað fyrir- lestur sinn 1 »Eimreiðinni«. Enda þótt vjer getum ekki að öllu fall- izt á skoðanir þingmannsins, er fuil ástæða til að kunna honum þakkir fyrir fyrirlest- ur sinn, sem er skipulegur og myndarlega af hendi leystur. Það getur ekki annað en styrkt vorn málstað, að mennta- og stjórn- málamönnum Danmerkur sje gerður kost- ur á að kynnast honum ogkröfum vorum. íslenskir áhugamenn í Danmörk ættu helzt aldrei að sitja sig úr færi með að halda stjórnarbótarkröfum vorum fram við Dani. Að sönnu er ekkert í þessum fyrirlestri> sem þeim sje ekki kunnugt, er vel hafa kynnt sjer sögu stjórnarbaráttu vorrar. Samt sem áður teljum vjer ekki því rúmi illa varið, sem notað er til að skýra les- endum vorum frá þræðinum i honum. Eptir að hafa gjört grein fyrir ákvæðum stöðulaganna, snýr fyrirlesarinn sjer að því að rökstyðja það, að grundvallarlög Dana gildi ekki á íslandi, sem stjórnin eða ís- lenzka ráðaneytið þó virðist ætla. Þau hafi aldrei verið auglýst á íslandi, en sam- kvæmt gildandi lögum áður en grundvall- arlögin komu út hafi engin dönsk lög get- að náð gildi þar, nema þau væru auglýst á ákveðinn hátt í landinu sjálfu. Stjórnín hafi líka á þjóðfundinum gert ráðstafanir til þess að færa svo út gildi grundvallar- laganna, að það næði einnig til íslands, og með því sýnt, að hún hafi eigi talið þau gilda hjor, en svo hafi fundinum verið slit- ið, að ekki hafi komizt á samkomulag um það mál. Næstu 20 árin hafi stjórnin gert margar árangurslausar tilraunir til þess að koma sjer saman við alþingi um stjórnar- skipun landsins, unz staða þess í ríkinu loks var ákveðin með stöðulögunum 2. jan. 1871. Allar þessar tilraunir til að koma nýrri skipan á stjórnarfyrirkomulag íslands sýni, að það hafi verið almennt viðurkennt að gildi grundvallarlaganna næði ekki til íslands; í stöðulögunum sje ekki heldur nein yfirlýaing um, að grundvallarlögin skuli framvegis gilda hjer, enda megi sjá af því hvernig löggjöf íslands fór fram næstu *rin á eptir, að þau hafl ekki verið taiin giida hjer eptir að stöðulögin komu út. Auk þess ber og fyrirles&iinn fyrir sig skoðun tveggja hinna heiztu lögfræðispró- fessóra háskólans, Deuntzers og Matzens, er báðir haidi því fram, að grundvallarlög- in hafi aldrei öðlazt gildi á íslandi. Svo koma stöðulögin. Með þeim hefði að sönnu verið rofið ioforð, er gefið hefði verið með konungsbrjefi 23. sept. 1848, þess efnis. að íslendingar skyldu fá kost á að láta uppi álit sitt á þingi um stöðu lands- ins i ríkinu áður en hún yrði ákveðin, því að þeim hafi verið neytt upp á íslendinga með valdboði, að alþingi fornspurðu. Þess vegna hafi og næsta alþing sem haldið var eptir að þau komu út, mótmælt þeim, og enn sjeu þeir til á íslandi, sem neiti gildi þeirra að því er ísland snertir, telji þau að eins gildandi fyrir Danmörku, en ekki ísland. En á þá skoðun feilst fyrirlesar. inn ekki; fyrst og fremst vegna þess, að þýðingaimestu ákvæði þeirra greina, er ræða um stöðu Íslandsí rikinu, sjeu tekin upp í stjórnarskrá íslands, og í öðru lagi vegna þess, að þau hafi verið auglýst bjer á venjulegan hátt og á þeim tíma hafi það verið nægilegt til þess að dönsk lög öðl- uðust hjer gildi, þegar það var gert ept- ir skipan konungs. Að hinu leytinu hafi alþirgi baft fulla ástæðu til að mótmæla lögunum. Það hefði átt fulla heimting á, að frumvarpið hefði verið lagt fyrir það áður en það var gjört aðlögum, endahafl komið fram ísjárverðar kenningar um sjálfstæði íslands, kenningar, sem byggðar hafi verið á þeirri óregluiegu aðferð, sem beitt var við samning iaganna — þess efnis, að úr því að stöðulögin sjeu gefin af hinu danska löggjafarvaldi, án þess að alþingi ætti þar nokkurn hlut í, þá geti líka sama löggjafarvaidið, án hlutdeildar alþingis, breytt þessum lögum og numið þau úr gildi. Rjettmæti þessarar kenningar muni ís- iendingar aldrei viðurkenna. Því að stöðulögin hafi ekki getað haft neina bind- andi þýðingu fyrir ísland að því leyti, sem þau eru samþykkt af rikisþinginu, af þeirri ástæðu, að rikisþingið hafði þá alls engan rjett haft til að gefa lög fyrir ísland, að frá skilinni hlutdeild þess í fjármálun- um, heldur hafi það fyrst með stöðulög- unum öðlazt þann rjett. Þangað til þau lög öðluðust' gildi hjer á landi, hafi allt löggjafarvald íslands verið óskert í hönd- um konungs. En með þeim varð sú breyt- ing á, að nokkur hluti þess valds var fenginn í hendur hinu almenna löggjafar- valdi ríkisins. Almenn málefni, er snertu Island, skyldu framvegis liggja undir konung og ríkisþingið í sameinirgu. En í sjerstaklegum málefnum ísiands bjelt konungurinn allt fram að árinu 1874, er stjórnarskráin öðlaðist gildi ótdkmörkuðu löggjafarvaldi. Að stöðuiögin voru rædd og samþykkt á rikisþinginu, kom til af því, að þau áttu að giida fyrir tvö lög- gjafarsvið, hið danska og íslenzka. Að því leyti, sem þau gilda á danska lög- gjafarsviðinu, voru þau gefin af ríkisþing- inu og konungi i sameiningu, en að því leyti, sem þau gilda á hinu ísienzka lög- gjafarsviði, voru þau gefin af konungi ein- um, og að eins sem slík hafa þau gildi á íslandi. Með því að nú bæði danska og íslenzka löggjafarvaldið gaf þessi lög. get- ur hvorugt þeirra eitt fyrir sigbreytt þeim, heldur þarf til þess hlutdeild þeirra beggja. Og með því að íslenzka löggiafarvaldið er ekki framar óskert í höndum konungs, heldur hefir bæði ríkisþing og alþingi fengið hlutdeild í því, þá þarf samþykki alira þessara þriggja iöggjafar-aðila, kon- ungs, alþingis og ríkisþings, tii þess að breyta þeim eða fella þau úr gildi. Kenninguna um, að íslenzk löggjöf væri ríkisþinginu ailsendis óviðkomandi, að fjármálunum undanteknum, styður svo þingmaðurinn með [mörgum yfirlýsingum danskra ráðherra. Þá snýr hann sjer að stjórnarskránni, skýrir að nokkru muninn |á stjórnarfyrir- komulaginu hjer og í Danmörku, segir frá stjórnarbótarkröfum ' þjóðarinnar, Jeins og þær hafa komið fram á þingi siðan 1881, sem ætla jmá, að Iflestum lesendum *ísa- foldar sjeu kunnar, og sýnir “rækilega, á hve litlum rökum sje byggð svör stjórnar- innar í konungl. auglýsingunni 2. nóv. 1885. ísland verði ekki, eins og stjórnin haldi fram, leyst úr öllu sambandi við ríkið með því skipulagi, sem þingið fari fram á, þvi að öll hin almennu málefni landsins iiggi eptir sem áður undir hið almenna löggjaf- arvald ríkisins, og engar breytingar verði gerðar á stjórnarskránni nema með stað- festirg konungs. — Þetta skipulag fari ekki í bága við Mna gildandi stjórnar- skipvn rtkisins, eins og stjórnin segi; grundvallarlögin gildi ekki á íslandi, og því geti skipun hinna sjerstöku^m&la ís-

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.