Ísafold - 13.05.1896, Síða 1

Ísafold - 13.05.1896, Síða 1
Kemur út ýmist eirm sinni eða tvisv.íviku. Yerð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis Bkr. eða 1 */* doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Dppsögn(8krifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda íýrir 1. oktober. Afgreiðslustoia blaðsins er f Austurstrœti 8. XXIII. árg. Reykjavik, miðvikudaginn 13. maí 1896. 31. blað. Enn um sjálfstjórnarkröfur íslands. Fáein orö virðist oss ekki ótilhl/Silegt a5 taka fram í tilefni af hinni löngu og röksam- legu grein Dr. Valtýs Guðmundssonar alþing- ismanns í tveim síðustu blöðum ísafoldar. Trauðla virðist oss þingmaðurinn geta með rjettu horið á móti því, að hann hafi dregið tir kröfum þingsályktunarinnar í fyrirlestri sínum. Hann talar um sumar af þessum kröfum, en lætur annara ógetið, og segir af- dráttarlaust sem sína skoðun, að ef þeim kröf- um fáist framgengt, sem hann hefir á minnzt, þá hafi íslendingar fengið þá stjórnarhót, sem þeim nægi. Sje ekki með því dregið úr kröf- um þingsályktunarinnar, þá er oss ekki með öllu ljóst, hvernig úr þeim ætti að draga. Ekki finnst oss heldur með öllu óhugsandi, að stjórninni kynni að verða það, að rugla kröfum þingmannsins saman við hinar almennu kröfur íslendinga, þótt hann fortaki það. Þingmaðurimi greiddi atkvæði með þingsálykt- uninni, mótmælalaust á þingi, þótt hann tal- aði gegn henni á leynifundi nokkurra þing- manna. Svo kemur hann á eptir og segir, að Islendingum nægi, ef þeir fái nokkurn part af því sem um var beðið. Hefir þá ekki stjórnin dálitla ástæðu til að ætla, að fleiri kunni að vera með sama markinu brenndir, og að íslendingum sje ef til vill ekki eins mikil alvara með sumar stjórnarbótarkröfur sínar eins og þeir láti? Hitt er annað mál, hvort þessi framkoma þingmannsins sje f raun og veru ámælisverð. Hann gefur í skyn, að hann hafi ástæður fyr- ir sig að bera, sem mönnum hjer sje ekki kunnugt um. Það má vel vera, og hvað sem öðru líður, trúum vjer því fúslega, að honum hafi ekki gengið annað en gott til. Vjer erum og þingmanninum samdóma um það, að fengist tilboð frá stjóminni í þá átt, sem hann fer fram á: sjerstakur ráðgjafi skip- aður fyrir ísland, íslendingur, er ætti sæti á alþingi, væri óháður ríkisráðinu í landsins sjerstöku málefnum og bæri ábyrgð fyrir al- þingi á sjerhverri stjórnarathöfn — þá væri mjög varhugavert að hafna slíku boði. En hinu höldum vjer fram, nú sem áður, að slík niðurstaða yrði aldrei til frambúðar. Enda era og þær kröfur, sem þá yrðu eptir, svo vaxnar, að vjer trúum því naumast að oss yrði um þær neitað til lengdar, ef annað væri fengið. Aðalhnúturinn er í raun og veru samband Islandsráðherrans og ríkisráðsins. Yrði sá hnútur höggvinn sundur, er ekki lengur að deila um »ríkiseininguna4, sem svo ríkt vakir fyrir dönsku stjórninni, og þá mætti henni fara að standa hjer um bil á sama um það, hvort ráðgjafinn væri búsettur hjer á landi eða í Kaupmannahöfn. Þá kæmi henni það ekki einu sinni lifandi vitund við. Það mál væri þá eingöngu komið undir vilja hins íslenzka löggjafarvalds. Því að naumast mundi nokkur íslenzkur ráðherra líta svo á, sem Dr. V. G. virðist telja rjett, að breytingu þyrfti á stöðulögunum til þess að fá ráðgjafann fluttan frá Kaupmannahöfn til íslands. Stöðulögin gera að eins ráðstöfun fyrir kostnaðinum við það stjórnarfyrirkomu- lag, sem um er að ræða, en ákveða ekkert um það, að það fyrirkomulag skuli haldast. Og þingmanninum hefir ekki tekizt að sann- færa oss um það, að oss sje fyrir beztu, að það fyrirkomulag haldist, að ráðgjafinn sje búsettur í Kaupmannahöfn. Hann leggur mikla áherzlu á að það »hefði heppileg áhrif á ráðgjafann, að hann færi fram og aptur milli íslands og útlanda, því þá er síður hætt við að nokkur doði eða steingjörfingsbragur færist yfir hann, sem alltaf er hætt við að fyrir geti komið með mann, sem að staðaldri situr á íslandi«. Gott og vel! Dettur nokkr- um annað í hug en að ráðgjafinn mundi verða á slíku ferðalagi, þótt hann yrði búsettur á íslandi? Mundi hann ekki við og við þurfa að finna konunginn? Ossdylstþað ekki, enda þótt vjer getum ekki samsinnt því, að hann þurfi endilega að vera »við hlið konungs«. Oss finnst meira undir því komið, að hann sje við hlið þjóðarinnar. Og í því er fólg- inn aðalágreiningurinn milli vor og þingmanns Y estmannaeyinga. Að ráðgjafinn yrði jafn-kunnugur högum manna og þörfum með því að vera búsettur í Kaupmannahöfn eins og með því að eiga heima hjer, eins og þingmaðurinn heldur fram, það finnst oss ekki ná nokkurri átt — nema ef hann yrði þá hjer svo mikið af tímanum, að hann yrði »við hlið konungs« að eins að nafninu til. En í hverju skyni á þá að halda því nafni? Og mundi ekki auk þess drjúg- um haganlegra, að öll þau skrifstofustörf og öll sú þekking á málunum, sem að sjálfsögðu eru bundin við heimili ráðherrans, yrði á þeim stað, þar sem hann á að mæta á þingi þjóð- arinnar, heldur en úti í löndum, þar sem hann hefir í rauninni ekkert annað að gera en að fá undirskript konungs undir nokkur lög ann- aðhvort ár? Trú þingmannsins í óhlutdrægni hæstarjett- ar í pólitiskum málum vorum finnst oss allt að því brosleg. »Jeg sje ekki, að hægt sje að leiða minnstu líkur að því, að hæstirjettur yrði nokkurn tíma lilutdrægur í málum vor- um«, segir hann. Nú höfum vjer þessi 22 ár, síðan vjer fengum stjórnarskrá, haldið því fram, að hún hafi verið rofin á hverju einasta ári, með því að bera hin sjerstöku mál vor undir ríkisráðið. En aldrei höfum vjer þorað að reyna að láta ráðherrann sæta ábyrgð fyrir það athæfi. Skyldi það hugleysi vort hafa stafað af sannfæringunni um það, hve óhlut- drœgur sá dómstóll sje, sem vjer eigum að leita til? Þingmaðurinn segir, að »Danir mundu verða því guðsfegnir, ef þeir mættu skjóta málum sínum t. d. undir norskan dóm- stól og Norðmenn aptur undir danslcan«, Getur vel verið. En ætli Norðmönnum þætti eins mikið til þess koma, að skjóta málum sínum undir sænskan dómstól. Oss grunar, að þeim mundi ekki þykja það sjerleg rjett- arbót. Vegna hvers ekki? Af því að þeir eiga í höggi við sænskar skoðanir á sambandi sínu við Svía. Alveg eins er ástatt fyrir oss að því er Dani snertir. Þórarinn Böðvarsson og kona hans. I. Hljótt er nú í Görðum, hjónin bæði sofa — þunga pínandi þögn! Hvar eru hinir gömlu? hvar hinir ungu? Hver vill stilla minn streng? Gráttu mín gígja, Garðar iiggja kaldir, svara mjer, hungraða hraun: hver vill nú gjöra þína Garða fræga? hjer er sem allt í auðn. — Kom jeg að vestan, kyrt var allt hið gamla — nema þetta: gröf eptir gröf. Fjarðfaðmi hverjum, er fram hjá sveif, horfði jeg inn í hjarta; — Allt með ummerkjum, alla götu norðan — nema þetta: gröf eptir gröf. Flestir mestu menn minna daga sofa, sofa, sofa! Heim vil jeg hverfa, hvergi fara lengra: Guðsfriði, Garðahjón! Lengi skal mælt, að hjer liggi tvö íslands óskabörn. II. Lypt mjer líf og saga langt til fyrri daga? Man jeg miðja öld. Þá var frítt í Fjörðum, fjöld af rausnargörðum, fjör og Fróða mjöld. Ruddi þar til ríkis reynir nöðrusíkis ungur óðalsjörð. Lypti ljósið hjúpi, lysti ríku Djúpi, skein á frægan fjörð. Glöð í gullinranni gæfan afreksmanni stóð á hægri hlið; brátt varð ber að dáðum búinn snilldarráðum Freyrinn Vatnsfjörð við. Unz í veg og vanda vildi sitja og standa hver sem ríkur rjeð.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.