Ísafold - 16.05.1896, Blaðsíða 3
imiar, bjargvættur hennar eða okurkarl,
allt í einni persónu. Sje nú læknirinn fje-
laus og ekkert hús fáanlegt til leigu, þá
er það að iíkindum mest komið undir náð
verzlunarstjórans, hvort iæknirinn getur
reist sjer sæmilegt hús fyrir sig og fjöl-
skyldu sína, fyr en þá seint og siðar
meir, þegar lækningaáhuginn er farinn að
dofna og maðurinn orðinn meira værukær.
Sjúklinga er þar hvergi hægt að hafa nema
vera skyldi í einhverri sjómannabúð.
Haganlega er því íyrirkomið.
Strandasýslu miðri 4. maí: Pram yfir
sumarmálin voru kuldar og smáuppþot, en
siðan hefir tíðin farið dagbatnandi og er nú
snjór að mestu leystur í byggð; hefir veðrátt
an v-erið einkar hagstæð siðan um skipti, með
því úrfelli hafa verið lítil og veður optast
lygnt. Lítið vottar enn fyrir gróðri.
Um fyrstu sumarhelgina reiddi hjer inn all-
mikið af hafis, miklu meiri en nokkurn tíma
á vetrinum; leit út fyrir, að nú setlaði að rset
ast draumur ísfirzka málgagnsins um það, »að
Húnaflói væri fullur af is«; en sem betur fór,
átti ísinn að þessu sinni skamma dvöl hjer,
því vindur sneri sjer þegar til suðurs, svo »sá
hvíti< sigldi beggja skauta hyr norður fyrir
Skaga og er nú Húnaflói alauður. Þarf ekki
í ár að kenna hafísnum um það, þó aldrei
sjáist eimskipsreykur á Húnaflóa.
Af því að svo vel rættist úr með batann,
komst enginn í heyþröng, en ýmsir voru orðnir
tæpir og munu fyrningar almennt verða með
minnsta móti.
Skepnuhöld eru almennt góð og fjenaður
hefir gengið vel undan vetri, eins og títt er
eptir langar innistöður. Kláðaskoðanir hafa
farið fram sarnkvæmt fyrirmselum amtsins.
Hefir á flestum bæjum hjer nærlendis ekki
orðið vart við neinn kláða, en allvíða hefir þó
fundizt kláða- eða óþrifavottur í fáeinum
kindum, til muna á 2—‘d bæjum. A einum
bæ, er kláði hafði gjört talsvert vart við sig
í fyrra, hatði hann komið upp í mörgu í vet-
ur, en verið jat'nharðan læknaður, svo fjeð
var allt heilbrigt, er skoðað var. Sýnir það,
að vel má yfirbuga þennan kláða þar sem á-
stundun er höfð með það. En það hefir einnig
sýnt sig hjer, að hann getur orðið allskæður,
þar sem hann er konrinn inn og látinn eiga
sig. Eins og getur að skilja, hata verið gerð-
ar ráðstafanir til að lækna allt það fje, er
nokkur óþrifavottur hefir fundizt í við skoð
anirnar.
I Kirkjubólshreppi er byrjað að reisa barna-
skóla. Er mælt að Guðmundur hreppstjóri
Bárðarson á Kollafjarðarnesi muni ætla að
byggja húsið algerlega á sinn kostnað og er
það mjög vel og myndarlega af sjer vikið, og
liklegt að geta orðið til nytsemdar, ef vel er
á haldið.
Umgangskennsla fór fram á stöku bæ síð-
astliðinn vetur, en mjög fáir munu hafa orðið
þeirrar kennslu aðnjótandi, enda er hún mikl-
um annmörkum bundin. Má yfir höfuð segja,
að ungiingafræðsla sje hjer í gamla horfinu,
nema hvað bifiíu-, sagna- og rímnalestur legst
niður og ekkert í staðinn.
Sýslufundur var haldinn 14. apríl og næstu
daga. Komu þar til umræðu um 30 mál, flest
smávægileg og ekki í frásögur færandi, svo
sem þessi vanalegu reikningamál, vegabóta
m&l, útsvarskærur o. fl. þess kyns. Hjer skai
að eins drepið á hið helzta.
Samkvæmt fyrirmælum amtsins tók nefndin
læknaskipunarmálið til athugunar. Var auka-
læknirinn á fundinum og tók þátt í umræðum
um það mál. Var ályktað I þessu máli að
óska eptir: 1. Að Bæjarhreppur verði eins og
mú látinn f'ylgja læknishjeraði Dalasýslu og
læknirinn sitji í Laxárdal, eða vesturhluta
Húnavatnssýslu, ef iæknirinu þar situr við
127
Hrútafjörð austanverðan. 2. Að læknishjerað
Strandasýslu verði látið ná yfir alla sýsluna,
að undanskildum Bæjarhreppi, og að læknir
inn sitji innanvert við Steingrímsfjörð. 3. Til
vara, ef það skyidi þykja nauðsynlegt, að láta
innstu hreppaBarðastrandarsýslu fylgja þessu
hjeraði, að þá yrði stofnað aukaiæknishjerað
í Arneshreppi, því nefndin éleit það ótiltæki
legt, að sama lækni væri ætlað að sækja
norður yflr Trjekyliisheiði og suður yfir Trölla-
tunguheiði eða Bæjardalsheiði. Ea í sjálfu
sjer er það engu óhagkvæmara, að innsti hluti
Barðastrandarsýslu íylgi þessu hjeraði, ef Ar-
neshreppur gæti fengið sjerstakan lækni, því
innri heiðarnar eru miklu styttri og betri yfir-
ferðar en Ti'jekyliisheiði, auk þess sem ora-
vegur er um Árneshrepp þó yfir heiðina sje
komið.
í tilefni af amtsbrjefi viðvíkjandi eyðingu
refa ljet nefndin það áiit í ljósi, að refaeyð-
ing mundi ekki veiða framkvæmd til hiítar
nema því að eins, að lög væru samin um það
efni, sem íyrirskipuðu refaeyðingar um land
allt með valdstjórnareptirliti, og jafnvel, að
verðlaun yrðu greidd úr landsjóði f'yrir refa-
eyðingu, eða að sýslufjelögin yrðu styrkt til
að bera þann kostnað, sem af þvi kynni að
leiða.
Loks var það áiyktað, að skora á amtið, að
fyrirskipa baðanir á öllu ásetningsfje í amtinu
næsta haust, og í þeirri von að nú yrði meiri
árangur af þeirri áskorun, en af samskonar
áskorun nefndarinnar fyrir nokkrum árum
síðan, sem því miður var alls ekki sinnt,
skoraði nú nefndiu á allar hreppsnefndir sýsl-
unnar, að hlutast til um, að útvega nægiieg
baðmeðul hver íyrir sinn hrepp og að sjá um
að baðker og áhöld sjeu til afnota hvervetna
í hreppnum, er á þarf að kalda.
Mannalát skrifað úr Strandasýslu 4. þ. m.:
Nýskeð (24. f. mán.) er látinn Hjálmar Jóns-
son bóndi á Ifeiðarbæ í Kirkjubóls hreppi, f. 4.
okt. 1829. Hann var sonur síra Jóns Björns-
sonar, prests Hjálmarssonar, prests Þorsteins-
sonar, er allir voru prestar í Tröllatungu hver
fram af öðrum. Hjálmar sál. var kvæntur
Sigríði.dóttur síra Halldórs Jónssonarí Trölla-
tungu, og bjó hann í Tröllatungu á móti
tengdaföður sínum þangað til vorið 1887, að
síra H. hafði látið af prestskap og flutti frá
Tungu. Flutti þé Hjálmar á eignarjörð sína
Heiðarbæ og var þar eptir það. Hjálmar sál.
var allvel að sjer, vel greindur og vandaður
maður, eins og hann átti kyn til. Hann var
dulur í skapi og ljet lítið bera á sjer í fje
lagslífinu, enda haíði hann verið mjög heilsu
lítill alla æfi; nú síðustu ár æfinnar lá hann
rúmfastur yfirkominn af' brjóstveiki og þung-
lyndi. Ekkja Hjálmars heitins er á lifi og
synir þeirra tveir nppkomnir, efnilegir menn.
Aflabrögð. Um 900 hlutir eru hæstir
í Þorlákshöt'n eptir þessa vertíð, en með-
alhlutur þar á 7. hundrað, nokkuð smátt
megnið af því, um 200 af þorski hjá þeim
beztu. Mest af þessu aflað á síld hjeðan
úr ishúsinu, borna á bakinu austur yfir
fjall; en hjer heima fyrir örfáir sem engir
f'arnir einu sinni að reyna hana á opnum
bátum.
Maður fekk hjer yfir 40 í hlut í gær á
Sviði, vænan stútungmeiri hiutann og ýsu,
allt á nýtt síli. Annars sama ördeyðan og
áður yfirleitt.
Augiilækiiingar. Handlæknlngar.
Guðmundur Hannesson
læknir á Akureyri fæst einkum við lækn-
ingar á augnsjúkdómum og útvortissjúkdóm-
um, sem læknisskurði þarf við. Sjúkling-
ar geta fengið hjúkrun og húsnæði á
sjúkrahúsi bæjarins fyrir tiltölulega væga
borgun.
Stór vefnaðarvörusala.
í sölubúð undirskrifaðs fæst:
góð og ódýr vefnaðarvara af ýmsu tagi svo
sem: prjónaföt alls konar, barnakjólar,
barnaföt, svuntur, karlmannsföt, jakk-
ar, vetrarfrakkar, sirz, frönsk Ijereft,
lakaljerept, shirting allavega, Satin, Pi-
qne, Caehemir hvítt, Damast, hand-
klæðadregill, flnnnell margs konar, kjóla-
tan, fóðurtau margskonar, Nankin, Erma-
fóður. Lasting Oxford, 'Vínarljerept,
Tvisttau, Svuntutau, herðasjöl, stór
sjöl, millifóður, klæði, 3 tegundir, sæng-
urdúkur, tau í barna-slitkjóla sjerlega
haldgott, vetlingar, sokkar, garn af ýmsu
tagi, vasaklútar, horðdúkar, rúmteppi,
rekkjuvoðir, harnakragar, flibbar, man-
chettur, hvít brjóst, brjósthlífar, karl-
mannsslipsi, hnappar, kantabönd og
fleira. Þá koma nýjar byrgðir af íteinhard
Buchwaldstauunum úr ull og silki, þau
beztu og ódýrustu sem til landsins koma,
þá koma ódýr en sterk fatatau og fleira.
Alls konar efni fyrir söðlasmiði og skó-
smiði.
Allt selt fyrír borgun ut i hönd.
Jeg hef gert mjer far um að kaupa tau
og sirz, sem halda vel iit og eru sterk.
Margar vefnaðarvöru-tegundir eru í minni
verzlun, sem áður hafa eigi þekkzt hjer á
landi.
Björn Kristjánsson.
í Reykjavíkur Apóteki fæst:
Kreolín til fjárböðunar eptir dýralæknis
dr. Brulands fyrirsögn.
Nýar sprautur (ekki með beig) til að
bólusetja kindur með við bráðapest á 0,70.
-----------------------------------L.
Harrisons prjónavjelar.
Enn meiri afsláttur fæst 4 þessum
ágætu vjelum en áöur er auglýst.
Þeir, sem kaupa vilja áreiðanlega góð-
ar prjónavjelar og tiltölulega ódýrar,
snúi sjer ti!
Ásgeirs Sigurðssonar,
kaupmanns
í Reykjavík.
Skiptafundir
í dánarbúi dbrm. Hafliða Eyjólfssonar frá
Svefneyjum verða haldnir í þinghúsi Flat-
eyjarhrepps í Fiatey þ. 23. og 24. jún
næstkom., kl. 5 e. h. Á hinum fyrra fund-
inum verður framlögð skrá yfir eigur og
skuldir búsins, og á hinnm síðara úthlut-
unargjörðin, og verður þar með væntan-
lega skiptum á búinu lokið fyrst um sinn.
Skrifstofu Barðastrandarsýsiu 3. maí 1896.
Páll Einarsson.
í Reykjavíkur Apóteki fæst:
Sherry 1,50. Do. fínasta (nýkomið) fl. 3,00;
Rautt Portvíu fl. 1,65; Hvítt Portvín fl. 2,00;
Fínasta hvítt Portvín (nýkomið) fl. 2,75;
Pedro Ximenes fl. 3 00. Madeira fl. 2,00;
Malaga fl. 2,00; Rauðvín fl. 1,25;
Whisky fl. 1,90. Cognac fl. 1,25. Akvavit 1,00.
Vindlar: Brazil. Flower 7,55; Londres
6,00; Nordenskiöld 5,50; Renomé 4 50 pr. K.
Frímerki. Brúkað íslenzk frímerki eru
keypt hæsta verði hjd
Jes Zlmsen
í búð C. Zimsens.