Ísafold - 17.06.1896, Qupperneq 2
162
Þjóð vor á sem stendur nokkuð örðugt með
að átta sig, og henni hættir við aS láta hug-
fallast. ÞaServon; millibilsástandiS er venju-
legast ískyggilegt. Þjóðin sjer hiS gamla vera
aS hrynja, og hún sjer svo lítiS rísa á rúst-
um þess. Hún sjer, að landbúnaðurinn er að
"verða æ meiri og meiri örðugleikum bundinn,
Hún sjer fislciveiðaviðleitni sína að allmiklu
leyti ónytta. Hún sjer að innivinnan er aS
leggjast fyrir óSal. Og erfiðleikarnir vaxa
henni eðlilega þeim mun meira í augum, sem
menn hafa vitanlega á hinum síðari áratug-
um mjög almennt vanizt af þeirri sparsemi,
sem áður tíðkaðist hjer á landi. En þetta
millibilsstig hafa aðrar þjóSir stigið, og hafa
klaklaust komizt inn á aðrar bi-autir. Það er
engin ástæSa til að láta sjer vaxa í augum
það sem fyrir hendi er, engin ástæða til aS
ætla annað en þaS beri oss áfram til nýrrar
og öflugri menningar. En vjer verðum að
gera oss ljóst, að breytingamar eru fyrir
hendi, aS vjer getum ekki haldið áfram á
sama hátt og að undanförnu, þótt vjer viljum
— getum það ekki með öðru móti en því, að
sætta oss við megna apturfur og verða að
aumingjum og viðundri veraldar.
Þingmaðurinn í Grímstungu
og Húnaflóa.
Eptir alþm. Jón Jakobsson.
II.
(Niðurlag).
Um kaupafólksílutninga þingmannsins
með landskipinu skal jeg vera stuttorður,
því fremur sem andmæli mín gegn fyrri
grein hans í því efni standa að mestu ó-
áreitt. Reikningur þingmannsins yfir þessi
300 manns er mjög fallegur —á pappírn-
um. En hvarer vissan eða jafnvel líkindiu
fyrir því, að skipið fái 300 manns til Skaga-
strandar? Jeg man svo langt að ferðaá-
ætlun hins sameinaða gufusk.fjelag3 var
eitt vor í hinu bezta samræmi við kaupa-
fólksþarfir Húnvetninga og Skagflrðinga.
Skipið kom á Sauðárkrók í byrjun júlí-
mánaðar rjett fyrir sláttarbyrjun, en hvað
skeði? Auðvitað komu nokkrir með skip-
inu, en samhliða komu einnig stórhópar
af kaupafólki, sem heldur kaus landleið-
ina, norður yfir Vatnsskarð niður að Víði-
mýri, og voru þó Húnvetningar búnir að
taka fullkomlega sinn bróðurpart af fólk-
inu í leiðinni. Þetta er líka ósköp auð-
skilið, því a.ð það er engin ástæða til að
ímynda sjer að fólk hjeðan af' Suðuriandi,
sem ætlar í sumarvinnu ekki lengri leið
en t. d. norður í Húnavatnssýslu, kjósi
fremur lengri ferð með skipum, sem koma
víða við á leiðinni, en styttri ferð á
hesti; sjóveg upp á Akranes og þaðan
norður sveitir er ekki löng leið og þó enn
styttri ef nota má gufubát upp í Borgar-
nes, sem áður heflr mátt, og hesta hygg
jeg, að eins sje hægt að fá til leigp uppi í
Borgarfirði og á Mýrum eins og I Gull-
bringusýslu. Hvað hestareikning kaupa-
fólks snertir, þá hefir þingm. ekki gleymt
aö hafa hann nógu háan, en hitt heflr hon-
um láðst, að geta þess að kaupamenn og
kaupakonur lána opt út hesta sína fyrir
borgun að sumrinu, bæði vinnuveitendum
sínum og öðrum, og fá á þann hátt höggv-
ið skarð í leigukostnaðinn.
Að hinu leytinu get jeg, þrátt fyrir svar
B. S., alls ekki betur sjeð en að kaupa-
fólki sje með þeirri strandferðatilhögun,
sem nú er í ár, fullkoml. gefinn kostur á
að nota skipin til ferða sinna, ef það vill.
»Vesta« leggur af stað frá Reykjavik 11.
júnf. 'Kemur við á Skagaströnd, Blönduós
og Bbrðeyri 19. og 20. júni; aptur þann
22. sept. kemur Vesta á alla þessa sömu
staði og til Reykjavíkur þ. 2. okt. Vilji
einhverjir vera lengur fyrir (norðan, þá er
þeim innan handar að’bíða þar til Thyra
kemur 28. sept. til Skagasti an l r o? fara
með henni til Reykjavíkur (komudagar í
Reykjavík 6. október). Þótt komið sje
nokkrufyrirsláttarbyrjunað vorinu.þá hygg
jeg, að með því sje engu spillt, því svo
þekki jeg vinnutólkseklu 1 Norðurlandi,
að það er ekki til neins að bera það á
borð fyrir mig, að kaupafólk ekkii eigi
nokkurnveginn vissa atvinnuvon þar við
vorverk í júnimánuði. En hvað það snertir
að skipið, sem tekið getur kaupafólk, fari
austur en ekki vestur fyrir land þá bið
jeg þingmanninn að gætaþess, að það eru
fleiri en Húnvetningar, sem þurfa að lifa
Þingeyjarsýsla á t. d. miklu örðugra með
að draga að sjer vinnukrapt af suðurlandi
en Húnavatnssýsla, en sömu heimtingu á
hjálpinni; fyrir hana er austurleiðin miklu
álitlegri, fyrir Húnavatnssýslu aptur vestúr-
leiðin, en skipið er ekki nema eitt ogörð-
ugt verður að gjöra tvo mágana úr einni
dótturinni.
Þá kem jeg að síðustu að þvi atriði í
greinum þingmannsins, sem mjer þykir
einna kynlegast. Jeg hefði aldrei trúað
því, ef jeghefði ekki sjeð það svart á hvítu,
að nokkur Norðlendingur mundi verða til
þess að lýsa óánægju sinni yfir marzferð
landskip3ins. Jeg. álít þá ferð aðalkostinn
við hina nýju landskipsáætlun og hjelt satt
að segja að í norðurlandi mundi hvert
mannsbaru geta litið þA ferð rjettu auga,
þessa ferð, sem aðallega er gerð fyrir norð-
urland. Jeg ætla, þar til jeg reyni annað
verra, að ímynda mjer, að þingmaðurinn
i Grím3tungu sje eina skynsemigædda
veran milli Langaness og Hörns, sem eigi
vilji sjá skip fyrir norðurlandi í marz-
mánuði. Marzferðin var sett á ferðaðætlun
landskipsins af mönnum, sem vissu að
norðurland er það olbogabarn hinnar ís-
lenzku náttúru, sem ætíð getúr átt von á
að sjá hungursvofuna standa fyrir dyrum,
fái það ekki byrgðir að vetrinum, áður en
»landsins forni fjandi« lokar ströndum
þess fyrir öllum aðflutningum. Það var
skyida farstjórnarinnar að koma i veg fyrir
að sumarið 1896 gæti orðið annað eins og
sumarið 1882 í tilliti til bjargarskorts og þá
skyldu leitaðist hún við að uppfylla. Jeg.
efast ekki um að hr. B. S. muni eptir þvl
sumri og þeim bjargarskorti, sem þá var
á norðurlandi, þegar hafis hindraði því
nær alla vöruflutninga í þann landsfjórð-
ung þar til komið var fram yfir hðfuðdag.
Mjer kann nú að verða svarað því, að þótt
lándskipið komi að vetrinum til norður-
landsins, þá sje í fyrsta lagi óvist, hvort
sú ferð verði notuð til að flytja nauðsynja-
vörur í þenna landsfjórðung og öðru lagi
sje tvísýnt, hvort skipið geti komizt inn á
norðurhafnir sökum íss. Til þessa liggja
gþð svör og. gegp. Hvort kaupmenn I
þessum landsQórðungi nota marzferðina
til að afla sjer bjargræðis fyrir skiptavini
sína, það er á þeirra ábyrgð, enn ekki
farstjórnarinnar, enda ber jeg engan kvíð-
boga fyrir slíku og þessa árs reynsla er
búin að sýna, að sú ferð verður notuð að
maklegleikum, þar sem Vestu bauðst meiri
farmur en hún gat tekið á móti. Hvað
hitt atriðið snertir, þá sýnir margra ára
reynsla að bafíshættan í marz er því minni,
því ver sem vorar og því verra sem sumarið
er. í öllum verstu ísárum nú um mikinn
árafjölda hefir isinn aldrei orðið landfastur
við norðnrland fyr en í aprílmánuði, 1882,
einhverju því versta ísári, sem liðið heflr
yflr landið á þessari öld, ekki fyr en siðast
í apríl, enda mjög óvanalegt, að hafís
hindri skípagöngur á Norðurlandi fyrír
aprílmánaðar byrjun.
Hvað þörfiaa á skipi um þennan tíma
snertir, þá virðast kaupmenn á Skagaströnd
og B önduósi líta talsvert öðrum augum á
hana en þingmaðurinn þeirra í Grimstungu,
því þegar jeg kom norður í Skagafjörð
um daginn, þá lágu á Sauðárkrók 70 tons
af vörum til Skagastrandar, nær því ein-
göngu kornvörur og aðrar nauðsynjar,
sem »Egill« hafði flutt þangað úr »Vestu«
frá Akureyri, enda var sagt, að vörubyrgð-
ir mundu þá ekki hafa verið miklar á
Blönduós. Þörfin á vöruskipi til norður-
landsins að vetrinum er mikil fyrir alla
og ekki sízt fyrir borgara og smákaup-
menn, sem ekki geta búið sig svo út með
vörur að haustinu, að þær nægi til vors-
ins; um og eptir miðjan vetur fer opt að
brydda á ýmislegum nauðsynjavöruskorti
í kaupstöðum norðanlands og eptir þvi
sem fram á líður verður vðruskorturinn
almennari og á vorin má opt sjá kaup-
staði mjög snauða að nauðsynjavöru.
Skipsþörfin til norðurlands síðari hluta
vetrar er því œtið mikil, en í verstu haf-
ísárum hrein og bein lífsnauðsyn. Hvað
snertir hættuna við þessa marzferð, sern
sumum kann að vaxa í augum, þá er hún
víst litlu eða engu meiri í marz en í okt-
óber og nóvember, þvf Vanalega er miklú
betra í sjó ura þetta leyti vetrar en I okt-
óber og nóvember og dagur einnig orðinn
lengri, þótt frost og hríðar kunni að vera
nokkru meiri en fyrri hluta vetrar. Hr. B.
S. rekur að síðustu endahnútinn á grein
sína með því að vitna til reynslunnar í
vetur um að marzferðin ekki borgi sig.
Þetta hefði B. S. ekki átt að gjöra, þvf
reynslan I vetur sannar einmitt það sem
B. er að reyna að hrekja; ef maður yflr
höfuð getur sagt að eins árs reynsla sanni
nokkuð, þá sýnir reynslan I vetur, 1. að
marzferðin er þörf, þar sem hún hefir bsett
úr vöruskorti; 2. að hún gefur fullad farin
og þar af leiðandi borgar sig; 3. sannar
hún það sem vjer vissum áður, að marz
er einkar hentugur tími til að flytja vðr-
ur til norðurlands, áöur en íshroði eða
íshella I apríl nær að tefja eða aftaka
samgöngur við þennan landsfjórðung. Bil-
un stýrisins á Eyjafirði I 5 þuml. þykkúm
lagís og bezta veðri kemur mftli þessu
ekkert við; það var óhapp, slys, og þar
með er allt sagt, þvf að óhöppin ogslysin
eru ófyrirsjáanlég og þess vegna verðttr
aldrei mögulógt að trOða þeím inn í syndáre-