Ísafold - 24.06.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 24.06.1896, Blaðsíða 1
Kemnr út ýmist einu sinni eða tvisv.ívikxi. Yerð árg.(90arka ffliimsti 4 kr.t erlendÍB 6 kr. efta 1 */* doll.; borgisfc fjrrir miðjaR jóli (erlendia fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin við áramófc, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustoía blaðsins er i Austurstrœti 8. Reykjavik, miðvikudaginn. 24. júní 1898. XX9SL árg. isienzkar skáidsögur. Carl Kiicliier M. phil.: Geschichte der Dlimdischen Dichtung der Neuzeit (1800 —1900). Leipzig 1896. Þessi saga hins íslenzka nútíðarskáldskapar á aS koma út í þrern heptum. Fyrsta heptið, 85 hls. í stóru 8 bl. broti, er um söguskáld- skapinn og er komið hingað. Hin eiga að verða um leikritin og Ijóðin. Bókin er Ijómandi fallega úr garði gerð og tileinkuð vini hóf., skáMinu Bjarna Jónssyni cand. mag. I>etta hepti, sem komið er, ber fyrst og fremst vott um einstaka alúð og elju. Höf. hefur ekki að eins náð í titlana á vel flest- um íslenzkum skáMsögum, sem komið hafa út á prent á þessari öld beggja megin Atlanz- hafsins, löngum og stuttum, góðum og ljeleg- um, heldur og lesið þær allar vandlega, kem- ur með ágrip af þeim vel flestum og kveður upp dóm yfir öllum þorranum bæði frá listar- innar og siðgæðisins sjónarmiði. Sumt af þess- um sögum er hvergi prentað nema í gömlum, lítt fáanlegnm blóðum, og hefur því þurft meira en litla elju og ahuga til þess að fcína þaS sanaan, og það fyrir mann suður á Þ/zlca- landi. Menn, sem eingöngu hafa ritað með falsnöfnum, eru jafnframt nefndir sínum rjettu nöfnum, og öll nákvæmni er eptir því, að því er oss hefur virzt við fljótan lestur heptisins. Svo mikið hefur aMrei verið haft við íslenzk- an nútíðarskáMskap af nokkrum manni, inn- lendum nje útlendum. Islendingar hafa því ástæðu til að taka þessari bók þakklátlega, þótt ekki væri neins annars vegna. Og svo skerðir það ekki ánægju íslenzkra lesenda, hverjum augum höf. lítur á það efni, sem hanu ritar um. Tilgangur höfundarins meS bókinni er að koma heiminum f skilning nm það, að nyíslenzkur skáldskapur eigi fulla heimting á að skipa sæti með skáldskap menntaþjóðanna. Af því geta menn sjeð, að ekki muni hallað á skáld vor. Enda er, sann- ast að segja, ekki ólíklegt, að það verði mest að bókrnni fundið, hve dómarnir eru vægir. En ekki stendur oss Islendingum næst að á- fellast höf. fyrir það. Yjer setjum hjer stuttan útdrátt af þeim kafla heptisins, þar sem höf. gerir samanhang- andi grein fyrir þeirri þ/ðingu, sem íslenzkur sagnaskáldskapur hefir í hans augum. Íslendingar hafa átt við þau kjör að búa, sumpart af völdum náttúrunnar, sumpart stjórnendanna, að þeir líta nokkuð öðrum augum á heiminn en hinar svO nefndu mennta- þjoðir. Þess vegna kemur ósjaldan fram böl- syni (pessimismus) hjá söguskáldum þeirra (sem oss virðist annars síður en ekki ríkara en hjá söguskáldum stórþjóðanna) og nöpur kaldhæðni gegn ymsu því, sem aðrar þjóðir hafa sætt sig við, og varar höf. við að kveða npp of harðan dóm yfir slíku, eins og mönn- um hafi orðið á í allt of miklu bráðræði í til- efni af því, er þegar hafi verið þ/tt af íslenzk- um skáldsögum. Svo hafi og snmar þessar sögur talsverða vísindalega þ/ðingu bæði fyrir menningarsög- nna og fomfræðina. En auk þess hafi og íslenzki söguskáldskap- urinn listagildi umfram allan þann skáldskap, er margar þjóðir eigi á óbundnu máli, gildi, sem geri hann þess verðan, að hann verði sem flestum kunnur: einfaldleik efnisins og lipurð í frásögninni. Skáld annara þjóða hafa ólíku auðugri og blómlegri náttúru að 1/sa en íslenzku skáldin. (Það er auðsjeð, að höf. heldur að hjer á landi sje í meira lagi harðhalalegt og eyðilegt, og honum skilst það naumast til fulls, að þó að víða sje hrjóstrugt og fegurðarspautt rjett hjá manni, þá er fjars/nið eins tignarlegt og nokkurs staðar annars staðar í víðri veröld og litirnir d/rðlegir á himni og hauðri). En samt kann íslenzka skáldið, segir hann, að gera þetta land hugðnæmt og aðlaðandi í 1/sing- um suram, að láta lesendurna fá hl/an hug til þess og blása lífi í þessar ömurlegu auðn- ir. Söguskáld annara þjóða hafa yndisleg smá- þorp, sem þeir geta 1/st, fagrar stórborgir með höllum og skrauth/sum, og margskonar atkvæðamikil mannvirki. Íslenzka skáldið hefir um ekkert slíkt að skrifa. Og þó hefir það lag á að fá auðæfi og fegurð út úr allri eymdinni, með því að 1/sa mönnunum, sem láta sjer nægja að lifa eingöngu á kvikfjár- rækt og fiskiveiðum, og sætta sig við hina einföldustu lifnaðarhætti og hinar kostnaðar- minnstu skemmtanir, sem hugsazt geta. Mjög sjaldan er sagt frá auðugum kaupmönnum eða s/slumönnum og próföstum, heldur óbreyttu bændafólki, kaupamönnum og útróðrarmönn- um. Og þó tekst að fá sögur, fullar af skáld- skap og fegurð, út úr hugsana- og tilfinninga- lífi þessara einföldu náttúrubarna, sem ekki eru laus við ástríður fremur en aðrir menn, þekkja í hjarta sínu gott og illt og kunna að gera greinarmun á því sem göfugt er og ó- göfugt, háleitt og hraklegt. Ut úr hinu við- burðalausa lífi þessa fólks tekst skáldinu að fá sannindi og kenningar, sem hafa gildi fyr- ir allt mannlífið. Þetta er íslenzka yrkisefnið. Og eins og það er í sjálfu sjer einfalt óg óbrotið, eins verður frásögn skáldsins að vera einföld, ef hún á að vera sönn, söguþráðurinn óbrotinn og ljós; og svo er það, sem ekki er minnst um vert, málið verður að vera einfalt, til- gerðarlaust og náttúrlegt. Það er einmitt ein- kennið á beztu ísJenzku skáldsögunum — og um aðrar getur auðvitað ekki vorið að ræða í þessu sambandi — á því þekkjast beztu ís- lenzku skáldsagnahöfundarnir. I þessu atriði virðist höf. íslenzkur sagna- skáldskapur hafa yfirhurði yfir sagnaskáld- skap annara þjóða; skáld þeirra kunni ekki eins vel og íslenzk skáld að 1/sa einföldu og óbrotnu mannslífi. Þess vegna lítur hann svo á, sem íslenzkursagnaskáldskapur standi framar mörgu því, sem ritað er hjá öðrum þjóðum 43. b!að. og hið svæsnasta lof horið á; og þess vegna hyggur hann sig hafa rjett til að segja, að íslenzkur sagnaskáldskapur fái ekki lifandi vitund méiri viðurkcnning en hann eigi skil- ið, þótt honum sje vísað til sætis meðal bók- mennta stórþjóðanna. Og þó sjer maður á innganginura, að hon- um þykir miklu meira koma til ljóðanna^en skáldsagnanna. Þessi vitnisburður — oins og reyndar það at- vik eitt, að vísindamaður skuli taka sjer fyrir hendur að rita alllanga bókeingöngu um n/ís- lenzkan skáldskap — stingur nokkuð í stúf við þær undirtektir, sem bókmenntaviðleitni vor hefir fengið hjá »bræðraþjóSinni« Dönum. Þaðan hefir oss vitanlega ekki um langan ald- ur borizt nokkurt orð viðvíkjandi því efni, sem hr. Kuekler ritar um, annað en sá dóm- ur háskólaprófessorsins í íslenzku, að Island eigi engar hókmenntir yngri en frá árinu 1400! Botnvörpuveiði í landhelgi. Fæstum mun finnast við eiga að gera nema hlæja að hinni ódæma-bernskulegu hugmynd »D,igskrúir«-mannsins í Þjóðólfi um daginu um óbiluga meinabót gagnvart botnvörpuböl- inu. En stöku maður vill þó tala í alvöru um uppástungu hans, svo fjarstæð sem hún er — manni liggur við að segja — heilbrigðri skynsemi, og láta þó að minnsta kosti í ljósi gremju sína yfir að slíkt skuli vera borið á borð fyrir þjóðina í jafn-alvarlegu máli. Einn slíkur er þessi »sárgrami sunnanvjeri«, sem hjer tekur til máls: Nú þykirmjer að skðrin fara upp í bekkinn í »Þjóðólfi«, 30. tbl. Blöðin eru full af harmagráti og hugarvíli út af botnvörpuveiðunum utan landhelgi; en nú á að lækna þetta mein með því að opna landhelgina einnig fyrir botnvórpuskipum allra þjóða. Hvernig lízt yður nú á, landar góðir, þá tilhugsun, að sjá botnvörpurnar skafa alla firði inn í botn, og rífa upp lóðir og lagnaðar- net yðar upp við landsteina? Þjer hafið upp frá því engan blett, sem þjer getið óhræddir lagt á þorska- og slcötulóðir nje net, því í vetfangi eru botnvörpurnar búnar að sópa öllu burt. Bót í máli á það að vera, að landhelgina á að opna að eins fyrir »íslenzkum botnvörpu- veiðum«. Hvar er sá mikli auður liggjandi í laudinu, að auðið verði að kaupa á stuttum tíma nokkra tugi af botnvörpubátum, og eru þeir menn margir á landinu, sem hafa áræði og dugnað til að hleypa sjer í svo stórar skuldir og framkvæma það verk á litlum tíma? Hvortveggja þetta hlytur að vera til á reið- um höndum, fyrst svo mikiö liggur á að opna landhelgina fyrir öllum þjóðum, að haMa þurfi aukaþing nú þegar í sumar! Jeg segi: »öllum þjóðum«, því að s/nilegt

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.