Ísafold - 18.07.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.07.1896, Blaðsíða 1
Keœur út ýmisteinn sinni eöa tvisv. 1 viku. Verð árg.(90arka minnst) 4 krerlendis 5 kr. eOa iJ/» doií.; Oorgist fyrir miOjan. j&li (erlenols iyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifieg)bundin viO áramót, ógild nema komin sje' til útgefanda fyrir l.oktober. Afgreibslustofa blaOsins er i Austurstrœti 8. XXill. árg. Munið, að gjalddagi fyrir ísafold er liðinn: var 15. júli. Nýtt sóttvarnarlögmál. Með byrjun þessa mánaðar (1. júli) gekk I gildi um land allt nýtt sóttvarnarlögmál, lög um vamir gegn útbreiðslu nœmra sjúk- dóma, eitt með betri verkum síðasta al- þingis, almenning mjög svo varðandi og bonum ómissandi að kynnast sæmilega, en naumast ráð fyrir gerandi, að mörgum verði, fremur en annars gerist, á að leita lians þar sem hann er geymdur af sjálfu löggjafarvaldinu, nefnilega í Alþingistíð. og Stjórnartíð. Læknum og hjeraðsvaldsmönnum er með lögum þessum veitt miklu meira vald en áður gerðist til öflugra ráðstafana gegn því, að næmar sóttir færist um landið, og hreppstjórum, sveitarstjórnum og heil- brigðisnefndum lögð sú skylda á herðar, að veita læknum hjálp til að koma fram ráðstöfunum þeim til varnar útbreiðslu slikra sjúkdöma, er uauðsynlegar eru og úsegt er að koma við eptir atvikum og á- stæðum á hverjum stað. Fyrst eru til nefndar nokkrar skæðar landfarsóttir, er yfirvöld skulu jafcan skyld að reyna af fremsta megni að verja al- menning fyrir. Meðal þeirra eru kólera, pest, bólusótt, skarlatssótt og mislingar. Þá er til nefndur annar flokkur landfar- sótta, er landshöfðingi getur fyrir skipað almennar, strangar varnir í gegn, ef land- lækni þykir nauðsyn til bera. Þar til er nefnd inflúenza, barnaveiki, taugaveiki o. fl. Gegn veikindum þeim, sem nefnd eru í fyrra flokknum, skal hlutaðeigandi læknir þegar í stað beita hinum almennu sótt- varnarreglum. Gegn öðrum sóttnæmum veikindum má hann og beita þeim til bráðabirgða, upp á væntanlegt samþykki eða staðfesting landshöfðingja. Varnarráðstafarnirnar eru aðallega iþví fólgnar, að fyrst og fremst sú skyldukvöð er lögð á hvern húsráðanda (skipstjóra, formann, forráðamann stofnana, osf.), að skýra lækni sinum — eða yflrvaldi — þeg- ar í st.nð frá, ef einhver hinna lögskráðu, nænn veikinda koma upp meðal þeirra, er b mn á yflr að segja eða á hans veg- eru. Sje ekki hægt að hafa sjúklinginn eða sjúklingana með hinum næmu veikindum svo afskekta á heimilinu,að óhætt sje við útbreiðslu veikinnar, má læknir láta flytja hann eða þá i almennt sjúltrahús, eða annað til þess hentugt hús, sem hægt er að fá. Þar er og sjúklingurinn skyldur að vera þangað til hættulaust er að flytja Reykjavik, laugardaginn 18. júlí 1890, hann eða láta fara þaðan, enda fái hann þar hæfilega lækishjálp og aðhjúkrun. Sje sjúklingurinn látinn vera kyrr á heimilinu, getur lögreglustjóri eða hrepp- stjóri eptir tillögum læknis bannað öllum nema heimilismönnum að koma á bústað hans, hús eða bæ. Þegar svo stendur á, má ekki flytja sjúklinginn frá heimili hans, þar sem hann er undir læknisumsjón, nema fengið sje skriflegt samþykki læknisins. Þegar mjög mikil hætta vofir yflr, get- ur lögreglustjóri eptir tillögum læknis skip- að fyrir, að afkvía skuli heila kaupstaði, kauptún og þorp eða hluta þeirra, svo og önnur stór svæði, og skal hann annast nauðsynlegar ráðstafanir um samgöngu- bann. Læknir má fyrirskipa sóttnæmishreinsun á bústöðum manna, búsum og herbergjum eptir næm veikindi, og eins leggja fyrir sýkta menn eða grunaða að ganga sjálfir undir sóttnæmishreinsun eða leggja muni sína undir slíka hreinsun; og eru þeir skyldir að fylgja því boði nákvæmlega. Svo er og lækninum heimilt, að banna mönnum aðneytafæðu, sjerstaklegamjólk- ur, er staðið hefir hjá sjúklingnum. Sje of miklum umsvifum og erfiðleikum bund- ið að hreinsa lausa muni, getur læknirinn látið brenna þá eða eyða þeim á annan hátt; en þá skal eigandi fá skaðabætur. Læknir má og skipa fyrir sóttnæmis- hreinsun gegn næmum veikindum, er að eins stinga sjer niður á einstöku stað og yfirvöld hafa eigi sett sóttvarnir við. Sóttnæmishreinsanir skulu kostaðar af almannafje. Landshöfðingi sjer um, að ætíð sje á kostnað landssjóðs til fyrirliggj- andi í lyfjabúðum (og hjá læknum) næg- ar birgðir af efnum þeim, er þarf til sótt- næmishreinsunar, og sje þeim útbýtt ó- keypis, er á þeim þarfað halda eptir þess- um lagafyrirmælum. Brot gegn fyrirmælum laganna varða fangelsi eða sektum, nema hærri refsing liggi við ePtir alm- hegningarl.------- — Þetta er mergurinn málsins í nýmæli þessu, sem getur eflaust að góðu haldi komið að mörgu leyti, verði því sleitu- laust beitt, látið komast lengra en á pappirinn. Er ekki ólíklegt, að vjer hefð- um optar en einu sinni að undanförnu los- azt við mannskæðar farsóttir, er farið hafa um allt land fyrirstöðulaust, ef vjer hefð- um haft eitthvað líkt í lögum og því ver- ið prettalaust beitt af þeim, sem laganna eiga að gæta, með góðu, siðuðum þjóðum samboðnu fylgi og stuðningi af almenn- ings hálfu. 50. blað. Ný bók. í vetur barst hingað norður til mín ný bók, þótt hún reyndar væri gamall kunn- ingi fyrir mig: Kristileg, siðfræði eftir síra Helga heitinn Hálfdánarson. Bók þessi er prentuð eftir fyrirlestrum hans, sem hann hjelt á prestaskólanum, og ernú gefin út með styrk af landsfje. Jeg mart svo langt, þegar jeg var á prestaskólanum, að mjer þótti um enga tlma eins vænt eins og siðfræðistímana. Það er enginn efl á því að flestum mun hafa þótt fyrir- lestrarnir í henni einna skemtilegastir, og- bar margt til þess, en einkum tvennt: Það hið fyrra, að það var nýtt ví3indakerfi, fram sett með fjörugu og lipru orðfæri, og þessu eldfjöri í hugsun og framsetningu, sem síra Helga sál. var svo lagið, — og- það hið síðara, að þar er svo mikið átt við vort daglega iíf; jeg er því viss um það, að öllum þeim prestum að minsta kosti, sem heyrðu hana hjá sr. Helga sál. á prestaskólanum, muni hún verða fegins- gestur, og að þeir muni kanpa hana og rifja hana upp fyrir sjer aptur með mestu ánægju. Það er sami sannkristilegi lífsauðnrinn, sem finnst bæði djúpt og grunnt í öllu þvf sem sr. Helgi ritaði, sem þessi bók hvílir á. Jeg flnn þar líf í hverju orði; enda þótt hann sje að rannsaka þung siðferði- leg umtalsefni, verður það allt ljóst og Ijett og lif'andi, af því að það er lifandi hjartans trúmaður, en ekki kaldnr vísinda- maður eingöngu, sem fer með efnið. Það er aðeins eitt, sem gerir bókina stundum tæpast nægilega ljósa; það er hvað stutt er yfir farið. Jeg hefði fegnastur kosið hana helmingi lengri; en bæði var núþað, að timi vannst ekki til lengra máls á prestaskólanum, og svo annað, að lítil von hefði verið til að hókin hefði orðið prent- uð, hefði hún orðið miklum mun stærri. En þótt hún sje ekki stærri en þetta, get- ur hugsandi maður fengið nóg umhugsun- arefni út úr henni og ótal frækorn til þess að rækta nýjar hugmyndir og skoðanir í brjósti sínu. Aðalmarkmið og stefna bókarinnar er að sýna, hversu maðurinn geti sýnt ávexti sannkristilegrar trúar með eftirbreytni eft- ir dæmi Krists og postulanna. En þó að þetta falli ekki vel saman við nytsemdar- kenningu þá, sem ofaná virðist vera nú f heiminum, og sögð er bygð á vísindunum, eins og þau eru nú, svo að þau og þeir, sem þau standa, sje i mörgu mjög frá- hverf kristindómnum, vill hann samt láta menn stunda vísindi og fróðleik, til þess að fullnægja sinni köllun sem skynsemi gædd vera; án fróðleiks, menntunar og feg- urðar verði það ekki hægt (sbr. bls. 256 o. s. frv.); en því heldur hann fram, að> öll fánýt þekking sje verri en engin, en allt á að vera miðað við hið eina nauðsyn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.