Ísafold - 18.07.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 18.07.1896, Blaðsíða 3
lí)9 Baðhúsið í Reykjavík. Yið undirskrifaðir, sem notað höfum bað húsið í Reykjavik nú í nokkrar vikur— látið •geraokkur kaldar fosslaugar þar á hrerj- tim degi, sumpart eptir læknisráði,— viljum láta þess getið almenningi til leiðbeiningar, að við finnum báðir ótrúlegan mun á okkur eptir þá litlu tilraun, miklu meiri en eptir margvíslegar lækningatilraunir missirum saman áður; en það sem að okkur hefir gengið, er gigt, taugaveiklun og óstyrkleiki. Viljum við eggja þá, er slika kvilla hafa, fastlega á að nota slíkar laugar, og ætlum naumast hjá því geta farið, að þeim verði það að mikilli og dýr- mætri heilsubót, sjálfum beim til raunaljettis og öðrum til styrktar og bjargar, er þeir eiga fyrir að sjá. Yið látum þessa yfirlýsingu uppi ótil- kvaddir af öllum og öllu öðru en einlægri og eðlilegrUlöngun til þess, að aðrir nyti álíka mikils góðs af þessari nytsemdar- stofnun eins og við höfum gert. p. t. Reykjavík, 17. júlí 1896. Tobias Tobíasson, Litlagerði (Rvík). Guðvardur J. Guðvarðsson frá Á í Unadal í Skagafjarðarsýslu. Hvaðanæva. Aftaka. Fyrir nokkru var tekinn af morð- ingi einn, Harry Hayvjard að nafni, í Mirmea- polis í Bandaríkjunum. Hann hafði myrt vell- auSuga konu, eiganda stórrar saumastofu; út úr henni hafði hann áður svikið alla peninga, sem hún átti, og reynt að vátryggja líf henn- ar sjer í hag. Hann var dæmdur til aö' hengj- ast. Rjettáundan aftökunni hjelt hann varð- haldslækninum, dr. Burton, og átta varðmönn- um stóra skilnaðarveizlu. Það er vani á und- an aftöku glæpamanna, að spyrja þá að sein- ustu óskinni, sem hægt er að verða við, og Hayward varð ekki seinn til svaranna. »Mig langar til að kveðja fjelagana með góðri veizlu í nótt, eins seint og auðið er«, svaraði hann. »Já, í dag verður yður ekki neitað um neitt. Hjer,erblýant og miði« svaraði valdsmaðurinn, sem við hann talaði, »og svo getið þjer sjálf- ur skrifað hvað þjer viljið fá«. Hayward bað um mesta dýrindismat, og er honum var lokið, var hann látinn einn í klefa sínum til fata- skipta og undirbúnings undir viðskilnaðinn við beimirm. Meðan dauðadómurinn var lesinn UPP yfir honum, var hann önnum kafinn í að homa sjer í beztu sparifötin sín. Hann tók af sjer uppháa flibbann sem hann hafði og ljet á sig annan niðurbrotinn til þess að snar- an kæmist betur fyrir á hálsinum. Þegar valdsmaður hafði lesið upp dauðadóminn, bað hann hann að hjálpa sjer að binda hálsknýtið og fara nett og gætilega að því. Á leiðinni td gálgans kom hann auga á nokkra blaða- menn og ávarpaði þá svo felldum orðum: »Þetta verður síðasta aftakan, sem jeg verð við. Líkindin fyrir því, góðir hálsar«, sagði hann, »að ævidagarnir mínir sjeu úti með þessum. En þegar búið er að hengja Harry Hayward, gengur hann aptur og fyrirverður sig yfir því, hvernig skrokkurinn er útleik- inn. Ef nokkur blaðasnápurinn af þeim, sem hjer eru, gleymir að geta um þetta í blaðinu sínu, mun náköld hönd óðara grípa um kverk- »r honum. Það er apturgangan hans Harrys Haywards, sem þá er á sveimk. Laust fyrir kl- 2 um nóttina var farið með hann upp á aftökxipallinn. Þar fór hann undir eins að skrafa og skeggræða við þá, sem við voru. Þegar svarta aftökuhettan loks var dregin of- an fyrir andlitið á honum, hrópaði hann: »upp skulum huginn herða, fjelagar! hraðið ykk- ur! og verið þið sælir!« í sömu andránni va,r pallfjölinni kippt undan fótum honum, og þótt fallið væri sex feta hátt, leið nærri því í'jorðungur stundar, þangað til ekkert lifsmark fannst með honum. Vinnudag-ur niil jóna-mærings, eða um það, hvemig Cornelíus Vanderbilt ver dag- stundum sinum. Miljónamæringurinn Corne- líus Vanderbilt í New-York er maður blátt á- fram í viðmóti og mjög heimasætinn; hann situr raunar á skrifstofunni sinni þangað til um jöfnu báðu nóns og miðaptans á daginn, en eptir þann tíma er hann allt af heima hjá fólkinu sínu. Á morgnana er hann á fótum fyrir allar aldir, og ríður þá sjer til gamans í skemmtiskóginum við Nýju-Jórvík, og þorr ann af þeim, sem sjá hann, grunar ekki að þessi karlmannlegi maður, sem þar ríður og er alls ekki meira en þokkalega til fara, skulí vera einn af mestu auðmönnum heimsins. Hesturinn hans er raunar ljómandi fallegur kyngæðingur, en þó fer fjarri því að Vander- bilt sje reiðmaður í nokkru lagi. Þegar heim er komið, tekur hestasveinn klárinn og hirðir hann, en Vanderbilt hraðar sjer þá inn x í- veruherbergi sitt, hefir fataskipti og sezt að morgunverð með konu sinni og börnum. Hálfri stundu eptir dagmál gengur hann til skrifstofu sinnar. Vanalega hittir hann þá á leiðinni hávaxinn mann einn og tígulegan, mjög ánægjulegan á svipinn. »Góðandaginn, Chaun- cey!« »Góðan daginn Cornelíus!« Svarar hinn kumpánlega.Það er járnbrautarstjórinn Chaun- cey Depew, formaðurinn í járnbrautarfjelagi því, sem aðalauður Vanderbiltanna er fólginn í. Hann er alveg ólíkur yfirmanni sínum að útlitum. Vanderbilt er útlimastór, riðvaxinn og nokkuð silakeppslegur, en Depew er hár og grannur, mjúkvaxinn og manna háttprúð- astur. Á Miðbrautarskrifstofunni er herbergi Vanderbilts innar en Depews, og er lagður á borðið hans miltill sægur af opnuðum brjefum og prentuðum greinum, sem kliptar hafa ver- ið úr dagblöðunum. Allt er þetta búið í hag- inn fyrir hann á annari skrifstofu, svo að Vanderbilt getur á örstuttum tíma lesið allt, sem blöðin segja um hann og athafnir eða mál þau, er hann er við riðinn. Brjefin er hann lengur að lesa. Mörgþeirra eru undir eins fæi'ð Depew; svörin til hinna þylur hann skrif- urum sínum. Þó að lúti að viðskiptum, sem leika á mörgum miljónum dollara, er enga breytingu auðið að sjá á andlitsfarinu og róm- urinn er jafn-stilltur og öruggur eins oghann á að sjer. Stundum bregður hann sjer út og ber ráð sín saman við formann hlutafjelags- ins. Brjefaskriptunum er vanalega lokið einni stundu eptir hádegi, og borðar hann þá há- degisverð, sem bæði er auðmeltur og ekkert í borið; ofan á reykir hann sjer einn vindil, og veitir síðan blaðamönnum viðtals og öðrum, sem vilja finna hann; stundum bregður hann sjer inn í gildaskála járnbrautarmannanna, sem hann hefir stofnað handa vinnuliði sínu. Þar á eptir ber hann ráð sín saman við járnbrautarstjórann og undirmenn hans. Korn- elíus gerir sjer að reglu, að kynna sjer allt sjálfur, er hann hefir með höndum og skorast ekki undan að virða hvern þann viðtals, sem nokkurt erindi hefir að ráði. Þá kemur mið- ill hans frá kauphöllinni í Wáll Street (Vallar- stræti). Vanderbilt er að því ólíkur öðrum Vesturheims-auðkýfingum, að hann fæst ekkert við neitt kauphallargróðabrall, sem flestir þeirra gera; tekjur hans stafa mest af jám- brautunum og öðrum fasteignum; en auðvitað lætur hann sjer einkar umhugað um að fá að vita, hvað í kauphöllunum gerist, þar sem aðrir eru að bjóða í brautir, sem hann er sjálfur eigandinn að, og er því á hverri stund- inni sendill á hlaupxim milli skrifstofu hans og kauphallarinnar. Vanalegu kauphallarstörf- in annast Depew, en á hverjum degi, einni stundu eptir nón, kemur kauphallarmiðillinn og ber sig saman við Vanderbilt sjálfan, sem sker úr málum á einni svipstundu, hve flókin sem þau eru. Eptir það veitir Vanderbilt viðtal þeim af mönnum sínum, sem eitthvert erindi eiga við hann fyrir sjálfa sig. Margir hverjir meðal þeirra hafa safnað sjer saman dálitlu af pen- ingum, og eru nú komnir til að spyrja hann ráða um, hvernig þeim geti orðið mest úr þeim. Þegar þessu er lokið, skreppur hann inn til Depew og rabbar við hann út um heima og geima. Eptir svo sem hálfa stund verða þeir samferða frá skrifstofunni, og opt og tíðum er þá Depew heima hjá Vanderbilt allan síðara hluta dagsins. Vanderbilt hefir líka haft vit á að afla sjer góðrar þekkingar í ýmsum efnum, jafnvel hínum sundurleitustu; hann er prýðis- vel að sjer í bókmenntum, íþróttum og söng, og pentmyndasafn á hann, sem er einkar dýr- mætt. íveruhúsið er dýrðleg höll í 5. götu, eitthvert mesta skrauthýsi í heimi. Þegar hann er búinn að borða miðdegisverð, fer hann að lesa í bók sjer til skemmtunar; saga Nýju- Jórvíkur er bókin, sem hann er að lesa um þessar mundir. Hann gengur snemma til rekkju; og sofnast prýðilega, því að heima hugsar hann aldrei um annir sínar. Á sunnudögum fer Vanderbilt að minnsta kosti tvisvar í kirkju, en í samkvæmi og á skemmtistaði kemur hann sjaldan. Þó kemur hann stundum í sönglistaleikhús, það er allt og sumt. Þeir, sem honum eru nákuunugir, kalla hann staka fyrirmynd að ráðvendni og samvizkusemi í öllum efnum. Þegar Bisrnarck var á árunum sendiherra Prússa í Pjetursborg, var hann kvöld eitt í boði hjá Gortschakows fursta, sem þá var kanselleri, og ætlaði heim þaðan um miðnættis- skeiðið. Vagn hans stóð búinn í hallarhliði og gekk hann þangað aleinn; en er varðhund- urinn sá hann, gó hann ákaft að honum; kom þá Gortschakow allt í einu fram á svalirnar og hrópaði ofan: Bismarclc góður! blessaðir! bitið þjer ekki hundinn minn!« Var þetta sneið fyrir það, að Bismarck hafði verið í sam - kvæminn mjög napuryrtur um ýmsa menn, sem G. var vel til, og þótti honxxm mjög gjarnt til þess í þá daga. Næsta dag var hlegið dátt að þessu í Pjetursborg, og Bismarck sjálfur þyktist ekkert við þetta. Einhvem tíma seinna spurði frakkneskur maður hann, hvort þessi seppasaga væri sönn. »Jú, jú«, svaraði Bismarck hlæjandi, »honum var til alls ætlandi hundinum þeim—honum Gortschakow«. Pasteur, hinn frægi náttúruspekingur í París, er dó í fyrra, var nokkuð utan við sig stundum seinustu árin, sem hann lifði. Einu sinni var hann í miðdegisveizlu hjá tengdasyni sínum í Bourgogne. Ljúffeng kirsiber úr garði veitandans voru í eptirmat og þótti gest~ unumþau mikið lostæti. Pasteur hafði einn annan siðinn, dreypii hverju beri optsinnis ofan í vatnsglas, sem stóð fyrir framan hann, og skoðaði það í krók og kring, áður en hann Ijet það upp í sig. Tengdasonur lcans kom með eitthvert gamanyrði út xír þessu, en Pasteur varð ekki seinn til svaranna. Hann stóð upp og talaði langt mál um allan þann aragrúa af pestnæmisgerlum, sem leyndust á hverju beri, og lauk máli sínu á þessa leið: »Þú sjernú, tengdasonur minn góður, hve varkárir vjer verðum að vera; farið að mínu dæmi, og hreinsið kirsiberin vel«. Hann var orðinn nokkuð þurr í kverkum af ræðuhaldinu, grípur vatnsglasið og tæmir í einum teyg með öllum sóttargerlunum L Elzta syni Vilhjálms keisara II., fjór- tán vetra pilti, varð sundurorða við bróður sinn út úr leik. Yngri strákurinn vildi eigi hlýðnast honum, og tók hann þá til að lemja á honum með leiksvipunni sinni og mælti: »Jeg skal kenna þjer, hvor okkar er keisara- efni, lagsmaður!« í því bili kemur faðir þeirra að, rekur hoxxxim utan undir og segir: »0g jeg skal kenna þjer, hver er keisarinn sjálfur!« Eins og kunnugt er, er ensk tunga allt af að auðgast að orðum, sem hxxn tekur upp úr öðrum málum, svo að líkindi eru til, að hún, er stundir líða, verði allt að því eins orðmörg og kínverska. Century Dictionery telur að orðafjöldinn í enslcu muni nema 200 þúsundum. Eptir alfræðisorðabók Harpers er Shakespeare sá af skáldum Breta, sem flest orðin hefir notað, eitthvað um 16 þús., en Milton helmingi færri. Talið er, að menntaður Englendingur komizt af með 3—4 þús. orð, og bæjaskríll með hjer um hil ein 500.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.