Ísafold - 08.08.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.08.1896, Blaðsíða 2
222 bæði land og bæi. Yið Molde sótti Oskarkon- ungur n/lega á fund hans, og þarf þess ekki aö geta, með þeim fór allt í kærleika og bróö- erni. Þeir sátu aö morgunverði saman í Hohen- zollern, og svo kunnum vjer ekki söguna lengri. Þjóöverjar hafa þegiö boð Frakka, aö eiga þátt í alheimssjningunni í París árið 1900. Stríölega móti því mælt í fylgiblöðum Bis- marcks, sem óþreytanlega halda því fram, aö Frakkar og Þjóðverjar sættist aldrei heilum .sáttum. Be’gía. Klerkasinnar urðu stórum ofan á við kosníngarnar, sem vita mátti, enda nutu þeir styrks af frjálslynda flokksins hálfu, sem svo kallast; en þeirra manna forlög hafa ver- ið hjer sem víðar, að verða frelsinu afhuga með aldrinum og með genginu góða. Allmik- inn afla hafa sósíalistar á þinginu nýja, eða •drygri en fyr. Frá Mexico. í fjórða sinn er Porfirio Diaz kosinn forseti þjóðveldisins, enda er hann sá skörungur, sem landið á bæði friðarfestu og miklar framfarir að þakka á hans stjórn- arárum. Frá Bandarikjunum (norður). Bryan heitir sá, sem sjerveldismenn halda fram til forsetatignar gegn Mc Kinley, forsetaefni sam- veldismanna. Flestir eru þó á því, að Mc Kinley muni verða hlutskarpari. (Sama dag). Það sem minnzt er á í yfir- litsgreininni um gríska innrásarsveit í Mace- dóníu, er svo greint í seinustu frjettum, að það sje samtaka- eða samsærissveit frá Grikk- landi, sem treysti á atfylgi landsbúa, en með- al þeirra sje uppreisn í undirbúningi. Stjórn Grikkja hefir fengið stranglegar áminningar, að halda liöi á verði við landamærin gegn slík- um ofdirfskutilraunum. 28. júll. Skyin af lopti í Norvegi. Oskar konungur hefir staðfest nýmælin um samein- ingarrjettinn. Hinn fyrsti íslenzki læknafundur. iv. Fjórði fundardagur, B0. júlí. 13. Heilbrigðisnefndir. Frummœlandi (Guðm. Hannesson): Þetta -er eitt þeirra mála, er mjer virðist vera mjög mikils vert og nauðsyn að athuga það vandlega, en vegna þess, að það er æði umfangsmikið, er ekki við því að búast, að því verði lokið á þessum fundi, og væri því mskilegt, að nefnd yiði sett í það. Hjer á landi eru að sönnu heilbrigðisnefndir að nafn- inu til, en það er ekki heldur meira. Er- lendis eru þær í hverjum bæ, og skipa fyrir um hvað eina, sem að heilsu manna lýtur, svo sem afrennsli, grunna undir húsum og margt fleira, og verður almenningur að hlýðn- ast fyrirmælum þeirra. Jeg hugsa mjer, að hjer á landi væru heilbrigðisnefndir skipaðar í hverju hjeraði og stæðu undir yfirumsjón hjeraðslæknis. Hjer þýðir ekki að telja upp hvert atriði, er þær ættu að hafa til um- sjónar, en að eins má minnast á t. d., að þær hefðu tilsjón með afrennsli, neyzluvatni, sal- ernum, o. fl. þess konar; enn fremur með matvælum, svo sem fölsun á þeim, hvað her- bergi mættu minnst vera, sóttvarnarhreinsan- ir o. fl., sem auðvitað yrði að vera miðað ept- ir okkar hæfi. En þettaverður auðvitað eigi frarokvæmt nema með sjerstöku lagaboði. — Það er ekki að eins sorglegt að sjá, hvað margir fara illa að ráði sínu með heilsuna, að því er húsagerð snertir, heldur balta margir sjer fjártjón með því, svo sem er menn reisa torfbæi á blautum grundvelli, án þess að hafa undirlag úr grjóti til að halda húsunum uppi úr vatninu, svo sem víða á sjer stað á lág- lendi, t. d. í Hólminum í SkagafirðL Jeg hefi víða sjeð hússtæði, sem engiun hagnaður hefir verið i að byggja svo sem þeir eru, heldur miklu fremur fjártjón, að því ótöldu, hvað þeir eru óhollir fyrir heisluna, gróðrarstía alls konar kvilla. Hversu mikið af gigtinni er eigi t. d. slíkum húsakynnum að kenna? Heilbrigðisnefndirnar ættu með tímanum að geta gætt að og leiðbeint í mörgu fleira en jeg hefi minnzt á, svo sem með fatnað manna, mataræði og margt fleira, og þær gætu und- ir umsjón samvizkusams læknis gjört ómetan- legt gagn, svo sem ef einhver næm veikindi kæmu upp í hreppnum. Auðvitað má búast við, að sumstaðar yrðu menn skeytingarlitlir að fara að ráðum nefndanna, en slíkt á ekki að láta vaxa sjer í augum. Jeg tel mjög lílt- legt, að hafa mætti töluvert gagn af skottu- læknunum í þessu efnL Legg jeg til að 3 manna nefnd sje kosin í mál þetta, er komi með álit sitt á næsta læknafund. Forseti (dr. J. J): Enginn vafi er á, að haganleg lög í þessa átt væru þörf. En málið þyrfti töluverðan undirbúning og samanburð við eldri löggjöf vora. — Hjer í Iteykjavík væri reyndar heilbrigðisnefnd; en liún starfaði ekki mikið. Nefnd samþykkt og í hana kosnir: Dr. med. J. Jónassen, Guðm. Hannesson og Guðm. Björnsson. 14. Stofmin sjdkrahúsa út um landið Frummœlandi (Guðm. Hannesson): Jeg get verið stuttorður í þessu máli, með því að jeg hef minnzt á smáspítalana áður, er um landsspitalann var að ræða og haldið þeim þar fram gagnvart honum. Jeg get ekki sjeð að rjett hafi verið af þinginu í fyrra, að sinna ekki ósk Skagfirðinga um styrk til að koma upp spítala á Sauðárkrók. Fyrir utan önnur framfaramál, sem sýslufjelagið þar hefir verið að framkvæma, svo sem brúargjörðir og fleira, bauðst það til að legja 5000 kr. til spítala- byggingar, gegn því að þingið leggði á móti jafnmikið fje. Og lofaði þar að auki að stand- ast aðalútgjaldaliðinn, viðhald spítalans eptir- leiðis. Var þar svo mikill áhugi á málinu, að nærri því hvert mannsbarn gaf til hans, enda vinnumenu og vinnukonur allt upp að 10 kr. En þessu sinnir þingið engu og mun aðalástæðan hafa verið að það vild iverja ekki svo miklu fje frá landsspítalanum. Mjer sárnar að sjá þannig virt að vettugi mikla þörf landsmanna, og láta annað sitja í fyrirrúmi, sem vafasamt er hvað mikið gjörir gagn. En jeg er á hinn bóginn sannfæröur um, að bíeði í Skagafirði og víðar mundu smáspítalar koma að miklu haldi einkum í þeim lijeröðum, sem eru fyrirmunaðar samgöngum mikinn hluta ársins, þar sem læknarnir eru í úlfakreppu og hafa ekkert ráð til að aðstoða hina sjúku. Mín tilætlun er ekki að leggja til, að smáspí- tölunum sje lagt mikið fje, heldur hjeruðin styrkt til að koma þeim upp { hlutfalli við það sem þau vilja sjálf að mörkum leggja, svo sem x Skagafirði. Jeg skal nefna aðra staði, þar sem líkindi eru til að spítalar kom- ist upp áður langt um líður. Það er fyret ísafjörður. Þar hefLr verið skotið saman til sj úkrahússbyggingar og það meira að segja erlendis, svo að líkindi eru til, að sjúkrahúsið komist þar bráðum á stofn; en jeg álít hálf- niðrandi fyrir oss að vera að sníkja erlend- is til þess, sem oss er ekki vorkunn á að gjöra af eigin ramleik. A Akureyri er spítali sem útlendingur gaf til, hjeraðinu til minnkun- ar. Húsið er að sönnu slæmt, en spítal- inn á nóg fje til að koma sjer upp nýju húsL í Skagafirði er kominn töluverður sjóður til spítalastofnunar svo þar kemst spítali upp bráðlega, einkum ef þingið styrkir málið dálít- ið; og á Austfjörðum vilja menn koma spítala á stofn. Akureyri er þannig alveg sjálfbjarga og Isa- fjörður nærri úr sögunni. Það lítur svo út sem þingmemn haldi að öll læknahjeruðin rísi upp og vilji fá spítala; en því fer fjarri. Ef komið verður á læknabú- stöðum, ættu þeir að vera það ríflegir að þar væru 1—2 herbergi aflögum til að taka á móti 2—5 sjúklingum í hinum smærri hjer- uðum, en í stærri hjeruðunum ættu menn að taka höndum saman um að koma upp smá- sjúkrahúsum, hæfilegum fyrir þarfir hjeraðs- ins, og þó styrkur væri veittur af almannafje til að koma þeim upp, sje jeg ekki að því fje væri illa varið; og vildi jeg óska, að fundur- inn samþykkti tillögu í þessa átt. Guöm. Magnússon: Þörfin er alstaðar næg og enginn ber á móti því. Jeg vil hallast að því að sj úkrahúsnæði sjeu reist í sambandi við læknabústaðina, og mætti styrkja það af al- mannafje. Yæri þá megmreglunni fullnægt og ætti smáskýli þessi að duga nokkurn veg- inn með landsspítalanum, en ókleyft að kosta sjerstök sjerstök sjúkrahúsþar að auki, hversu gagnleg sem þau kunna að vera. Frummœl. (Guðm Ilannes.son): Yerði það ofan á, að samþykkt verði að hafa læknahjer- uðin nálægt 40, er tillaga hr. G. M. allsexidis ónóg. í smáhjeruðunum er nóg að hafa skýli fyrir 5—6 sjúklinga og spítalaþörfin fellur þar burt; en í hinum fólksfleiri læknahjeruð- um er það ónógt, svo sem fólksfjöldi þeirra sýnir. Þar verður eitt læknahjerað með rúm- um 200 manna og mörg með 500 íbúa ea í sumum, t. d. Akurcyrarhjeraðinu, verða um 5000 manns, og í Þingeyjarsýsiu um 2000 og væri því rangt að láta eitt ganga yfir öll læknahjeruðin, og hafa jafnstór sjúkraskýli í þeim öllum. Fáist læknabústaðirnir, er málið leitt til lykta í smáhjeruðunum en alls ekki í hinum stærri, og við þau miða jeg tillögur mínar. Sigurður Magnússon kvað sjer ekki lítast á sjúkraskýlin í sambandi við læknabústaðina; óvíst að konur læknanna vildu hafa sjúkling- ana, og örðugt að fá vinnukonur, sem hæfar værn að hjúkra þeim. Samþ. var svo látandi tiUaga frá Guðnu Hannessyni: Fundurinn álítur að heppilegt væri, að hia- ir tilvonandi læknahústaðir væri svo ríflega byggðír, að þar væri hægt að taka 3—5 sjúk- linga, og væri þeir styrktir af almannafje. Tillaga frá sama um styrk af almannafje til srnærri sjúkrahúsa var felld. 15 Vitfirrlngastofnun. Frummeelandi (forseti, Dr. J. Jónassen): Oss er öllum kunnugt, hvílík vandræði cr með sjúklinga þessa; það cr ekki hægt að koma þeirú fýrir nema með því nxóti að hola þeim niður tíma og tíma sitt á hverjum bæ, svo að þeir verða að hrekjast mann frá mauni og meðferðin á þeim er opt þaimig, að alla gæti

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.