Ísafold


Ísafold - 19.09.1896, Qupperneq 1

Ísafold - 19.09.1896, Qupperneq 1
ÍCemur út ýmist einu sinnieða tyisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr., erlendis 5 kr.eða l'/a doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg)bundinvið áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIII. árg. Reykjavik, laugardaginn 19. sept. 1896. 65. blað. Kollektusjóðurinn og landskjálftatjónið. Það var minnzt fyrir skemmstu hjer í hlaS- inu lauslega á »Kollektusjóðinn«, er svo var kallaSur, í sambandi við voSaviSburSi þá, er hjer hafa gerzt undanfarnar vikur. Líklegast kannast ekki margir meSal hinn- ar yngri kynslóðar einu sinni við nafuið á sjóS þessum, hvaS þá heldur meira. En sú var tíðin, að opt var á hann minnzt. Það var meðan þrasið stóð um fjárhagsaðskiln- -aðinn við Danmörku. Saga hans var einn kapítulinn í frásögunni um fjárráðsmennsku hinnar dönsku stjórnar fyrir vora hönd, hinn- -ar íslenzku þjóðar, og hann miöur skemmti- legur. Kollektusjóðurinn var samskotasjóður til að bœta úr neyö manna hjer á landi eptir Skapt- áreldgosiS 1783 og önnur áföll, er yfir landið dundu um það skeiS, og voru þar á meðal hinir miklu landskjálftar 1784. Sam- skotunum var safnað það ár (1784) og næstu arin þar á eptir, í Danmörku, Noregi og her- togadæmunum Sljesvík og Holtsetalandi, en þá lutu þau lönd öll Danakonungi, svo sem flestum er kunnugt. Þau urðu alls, í krónum talin, rúmar 83,000. En svo kynlegt sem það ■er frásagnar, þá var aldrei af því fje varið nema rúmum 7000 kr. til útbýtingar meðal þeirra, er gjafirnar voru ætlaöar. Allt hitt, úær 76,000 kr., var lagt fyrir á vöxtu í kon- ungs sjóð, til þess síðar meir að »hjálpa í al- mennri þörf landsins«. Hann var geymdur þar dyggilega fram til aldamóta, reikningur haldinn yfir hann sjerstaklega og vextir lagð- ir við höfuðstólinn, svo að hann var þá, við aldamótin, orðinn rúmar 100,000 kr. Ýmsir •höfðu þá þegar synt sig í aS vilja ásælast hann til annara hluta, en fjárstjórn ríkisins, fentukammeriS, aftók þaS. En meö aldamótunum skipti um. Þá er farið að grípa til sjóðsins til annars, fyrst úr- skurðaö af konungi, að vextir sjóðsins megi ganga til þess kostnaöar, er þurfi til aömæla strendur og hafnir a íslandi, en síðan fært sig Hpp á skaptið og tekið af höfuðstólnum í því skym o. fl. Var því laglega hátterni haldið -áfram fram undir miðja þessa öld, þannig, að sjóðurinn var þá, árið 1846, í stað þess að hafavaxiö, ekki um helming, heldur meira en fimmfaldazt, ef vextir og vaxtavextir hefði ver- ið lagöir við höfuðstólinn, eins og vera bar og gert hafði verið fyrstu 14eðal5 árin, — í stað þess var hann kominn þá niður í — rúmar 27,000 kr. Hann gat verið oröinn og hefði átt að vera orðinn nær 500,000 kr., nær hálf miljón, en var einar 27,000 kr.! SíSasta sneiðin, sem af honum hafði verið skorin, voru 31,000 kr. til að byggja lteykja- víkurskóla, — þegar skólinn var fluttur þang- að frá Bessastöðum. En þann kostnað átti auðvitaS rlkíssjóður að bera, með því að þá Var fjárhagur íslands og ríkisins sameiginleg- Vlr' Það er sama og ef nú væri tekinn t. d. MúlasýslnajarSeldasjóðurinn og byggður fyrir stýrimannaskóli á Isafirði. Þegar sjóðurinn var kominn þetta niöur, í ’/20 af því sem hann átti aS vera, var að vísu hætt að eyða af honum, höfuðstólnum, bein- línis til annarlegra fyrirtækja; en ekki gekk samt betur að varöveita hann og ávaxta en svo, aS ekki var hann kominn lengra en upp í rúmar 40,000 kr. þegar landið tók sjálft við fjárstjórn sinni, fyrir rúmum 20 árum, en hefði þá átt að rjettu lagi aS vera orðinn um 60,000 kr., þótt miðað sje við þann l/so part, sem búiS var aS koma honum niður í 1846. En ekki er því að heilsa, að um skipti ger- samlega ráðsmennskuna yfir sjóðnum, eða ráðs- mennskuólagið, þó aS fjárhaldið kæmist í vorar hendur. Þessum 40,000 kr., sem eptir voru í honum, var slengt saman við viðlagasjóðinn, eða hann, viðlagasjóöurinn, var, rjettara sagt, búinn til upp úr honum og öðrum pynklum, er landið átti, þar á meðal t. d. læknasjóðnum eða spítalasjóðnum, o. fl. Vöxtum af honum hefir verið eytt, ásamt öðrum viSlagasjóðs- vöxtum, til almennra þarfa landsins, í stað þess að halda þeim sjer og leggja við höfuöstólinn. Mundu þessar rúmar 40,000 kr. hafa með því móti verið orðnar nú um 80—90,000 kr., og hefði komið sjer vel að geta gripiö til þeirrar fúlgu nú, en enginn vafi á því leikiö, að það væri rjett og sjálfsagt, eptir upphaf- legum tilgangi Kollektusjóðsins, sem aldrei hefir verið og aldrei gat raunar orðiS breytt, svo löglegt væri. Flestum mun nú sýnast alþingi eða fjár- veitingarvaldið, er tekiö hefir að sjcr fjárhald sjóSsins, beinlínis skyldugt að verja honum til þess, að bæta tjón það, er landskjálftarnir í sumar hafa gert, en aS það væri að bæta gráu ofan á svart, ef það staöfesti og helgaði undanfarnar lögleysur í meðferð hans meS því að halda nú sem fastast fyrir pokann, í því skyni að geta drýgt tekjur landssjóðs um aldur og æfi með vöxtunum af þeim 80— 90,000 kr. Sumir kynnu að vilja heldur geyma þó að eklsi væri nema nokkuð af fje þessu, í því skyni aS koma upp aptur öflugum jarðelda- og landskjálftaskaðabótasjóði, -—■ nefnilega þó að þeir viöurkenndu þetta rjett að vera, sem nú hefir verið haldið fram. Það væri og rjett, svo framarlega sem komizt yrði af með minna til þess að rísa undir þessu áfalli. En það mun fráleitt því aS heilsa. ÞaS mun hvergi nærri hrökkva til, hvað þá heldur að nokkur afgangur verði. Og að fara að sníkja framan í aörar þjóðir, meðan vjer eigum þetta eptir af því, sem einmitt þær hafa gefið fyrir heilli öld beint í þessum tilgangi, svo illa og manni liggur við að segja ótráðvandlega sem hefir verið meS það fariö, — það væri nauöalíkt því, er beiningamaður felur matarbita, sem honum hefir verið gefinn, til þess aö geta sníkt meira 1 næsta húsi, — læzt vera banhungraður, þegar hann kemur þar, þó að hann hafi nóg þegið til að seðja sig á. Það er engan veginn þar meS sagt, að vjer eigum beinlínis að neita að taka móti sam- skotum frá öðrum löndum, ef þau berast oss að ótilkvöddu, með því að áfall þetta, er nú höfum vjer beðiö, er óvenjulega mikið, er al- veg laust við sjálfskaparvíti, og er þess eðlis, að mannkærleikurinn á aS sjer að komast við af slíku án alls þjóðgreinarálits. Vjer höldum því að eins fram, að vjer eigum að vinna upp leifarnar af því, sem oss hefir veriS áður gefið í sama tilgangi, áður en vjer förum sjálfir að biðja um meira. — — Hefði verið skilvíslega farið með gjöfina frá 1784, og hún látin ávaxtast eins og hún gat með venjulegri fjárleigu þá rúma öld, sem síöan er liðin, — hvaS væri hún þá oröin nú? Hún væri orSin hátt á 5. miljón króna. Jóni SigurSssyni reiknaðist, að hún, Koll- ektusjóöinn, hefði átt að vera oröin í árslok 1862, þegar hann gerði upp þann reikning, nær 1,200,000 kr., þó að að eins væri lagðar til grundvallar þær 100,000 kr., sem sjóður- inn var við aldamótin. Tvennum 18 árum síSar, eða árið 1898, liefði hann þá átt að vera oröinn 4,800,000 kr. En þangað til eru ekki nema 2 ár. Hvernig heföum vjer þá veriö staddir? Vjer hefðum þá líklega ekki þurft að verja nema eins árs vöxtum af gjöf þessari til þess að bæta aS fullu hiS beina tjón, er landskjálft- arnir í sumar hafa gert. ÞaS er eklti ólík- legt, að 80,000 kr. eða þar um bil hrykkju langt til þess. — Vjer eigum nú eigi að síSur, svo framar- lega sem oss er þaS með nokkru móti kleyft, aS bæta þeim, sem fyrir landskjálftatjóninu hafa orðið, beinan skaða þeirra að minnsta kosti, líkt og húsþeirraog munir hefðu verið vá- tryggðir. Þetta eigum vjer eSa œttum að gera að rjettu lagi, svo sem frekara skal á minnzt síðar. Barnaskólabókin nýja. Ágrip af náttúrusögu. Kmh. 1896. Kostar kr. 1,50. Hvað hefir í allri hreinskilni verið hægt að segja um náttúrusögukennsluna í flest- um barnaskólunum til þessa tíma? Líklega eitthvað á þessa leið: Náttúrusaga var kennd samkvæmt reglngjörðinni, en engin bók var böfð við keunsluna, og ekki mynd af nokkrum sköpuðum hiut. Það lyptist því víst heldur brúnin á barnakennurunum, þegar þeir líta ofan í þessa nýju kennslubók, fulla af myndum af lifandi hlutum og dauðum og ýmislegu listasmíði hugvitsmannanna, alls 100—150 myndum. Það er iíklegt, að þessi bók marki nýtt stig í framförum náttúruþekkingarinnar hjer á landi, ef lánið er með. Það œtti hún að gjöra. Það er ekki efnilegt, að alþýða manna skuli því sem næst fara á mis við alla frseðíslu i þeim visindum, sem

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.