Ísafold - 19.09.1896, Page 2
258
nú á dögum fleygja áfram þjóðunum í
kringum okkur í iðnaði og listum og ann-
arri menningu.
Höfundur bókarinnar, Bjarni Sœmunds-
son, er ungur náttúrufræðingur og taiinn
mjög vel að sjer í þeim fræðum. Það er
þvi víst enginn vaíi á því, að bókin er á-
reiðanleg, enda þarf ekki svo djúpt að
rista í barnabók. —
Bókin er sex þættir:
1. Um dýrin. 2. Um jurtirnar. 3. Um
steina og bergtegundir. 4. Eðlisfræði, 5.
Efnafræði og 6. Um manninD.
Það mi nú þegar ráða af fyrirsögnun-
um fyrir þáttunum, að einhversstaðar muni
vera fljótt yflr sögur farið, þar sem þetta
allt er sagt á ekki ful'um 150 blaðsíðum
í 8 blaða broti heldur í smærra lagi; því
frá mörgu er að segja.
Ými3legt mætti um það segja, hverju
við skyldi bæta eða hvað burt fella úr
þessarri bók, eða hvernig það er sagt, sem
sagt er.
Af því að jeg er einn af þeim, sem að
vonum hef þessa bók með höndum, þá vil
jeg í stuttu máli láta álit mitt í ljósi um
þessa þætti hvern út af fyrir sig.
Um dýrin. Þessi þátturinn er fuiiur
þriðjungur bókarinnar (um 50 bls.). Þar
er margt sagt, en ekki að því skapi mikið.
Þar sýnist mjer höfundinum hafa mistekizt
mest. Þessi þátturinn er allt of langur og
ber alla hina þættina meira og minna of-
urliði.
Þó að höfundurinn hefði ekki nefnt á
nafn önnur dyr en þau hin helztu, sem
hjer á landi lifa eöa við strendur þess, þá
hefði jeg ekki ámælt honum hið minnsta
fyrir það. Mjer þykir það sjálfsagt, að
því sje einkum lyst, sem hendinni er næst,
1 ágripi handa börnum, því eins og barna-
skólunum hjer er farið, þá er stakkurinn
bezt sniðinn eptir þeirra vexti, ef fátt er
kennt, en kennt svo, að nemendurnir verði
forvitnir, og láti ekkert tækifæri ónotað,
þegar árin fjölga, til að auka þekkingu
sína. Það er hlutverk barnaskólanna að
vekja löngun barnanna til að vita, til að
leita og rannsaka af sjálfsdáðum. En það
fæst ekki með því að nefna fyrir þeim
aragrúa af lifandi hlutum og dauðum um
heim allan. Ef það tekst, að gjöra náms-
löngunina sterka, þá er rjettur rekspölur
kominn á; þau eru þá kornin á veginn,
sem þau beygja ekki af, þegar þau eldast.
Og þessa fróðleikslöngun er hægast að
glæða með því, sem þau geta sjálf fengið
færi á að sjá og rannsaka.
Undan því er opt kvartað, að barna-
skólabörnin taki ekki öðrum börnum fram
að námfysi og eptirtekt, og aðalorsökin er
þetta, einS'Og Montaigne segir, að »kenn-
ararnir þylja í sífellu í eyrun á nemend-
unum, rjett eins og þeir ætli að stútfylla
þá með fróðleik, líkt og þegar menn fylla
flösku og láta renna í hana gegnum sygil.
Nemandinn gerir ekki annað en eta eptir
kennaranum«. Það færi betur, að kenna
færra, en »iáta lærisveinana heidur fá færi
á, að reyna krapta sína, neyta þeirra hæfl-
leika, sem þeim eru gefnir, svo að það
verði fyllilega eign þeirra, sem þeir
læra«.—
En þess verður vel að gæta, að iysingin
á algengu hlutunum sje ekki eins smá-
smugleg í kennslu-bókinni eins og i kennslu-
stundinni. Dæmi þess er lysingin á sauð-
kindinni í þessum þætti bókarinnar:
»Á höfðinu hefur hún tvö horn (stundum
4), sem verða mjðg stór á hrútunuhi. Þau
eru hol ir nan og inn i þau gengur bein
út úr höí'ðínu; það kallast sló. Rófan er
stutt og kallast dinditt(f). Á kroppnum
heíir kindin tvenns konar hár; fint og
hrokkið hár, sem kallast þel, og langt og
gróft hár, sem heitir tog. Allt hárið köll-
um vjcr ull«.
Svo er nú það Jeg efast um að það
sjeu n örg börn, 8 ára gömul eða eldri,
sem ekki kunni að gfera nokkurn veginn
grein fyrir þessu kennslubókarlaust. En
— geti þau það ekki, þá er nú heldur
lítið gert úr okkur kennaranefnunum, ef
okkur er ekki trúandi tii að koma krökk-
unum í stöfunina um að tarna. Það er
ekki langsóttur nje torsóttnr vísdómur. I
staðinn fyrir þetta hefði mátt standa ann-
að, sem liggur dypra og hættara er við
að börnum sjáist yfir.
TJm jurtir. Þessi þátturinn er nærfelt
helmingi styttri, en harm er vel saminn,
fróðiegur og ekkert úr honum takandi,
nema ef vera skyldi nokkrar jurtaiysingar;
einkum er kaíiinn um lif iurtanna liðlega
saminn.
Um steina og bergtegundir. Þessi þátt-
urinn er ekki nema 10 blaðsíður, enda
þykir mjer þar allt of fljótt yfir sögur farið.
Þó að steinar og önnur steinkend efni
sjeu dauðir hlutir, þá verður þó margtir
steinninn að brauði. Möðurmjólk jurtanna,
vatnið, leysir upp nokkuð af steinefnum
(kalk, glórefni, járn) og nærir jurtirnar,
en jurtirnar næra svo aptur menn og dyr.
Jurtagróðurinn hjer á landi fær mikið af
næringu sinni úr grjótinu og kiettunum.
Það hefði því átt vel við dálítið brot af
jarðvegsfræði í þessum kafla. En steina-
efnin eru líka meira en næringarefni.
Mörg þeirra eru stofn hins margbreyttasta
iðnaðar í heiminum, eins og málmarnir og
yms sambönd og sambland af þeim. Þetta
aiit er stórmerkilegt. Mj'-r finnst, að sumt
í dýrafræðínni hefði mátt víkja fyrir iítil-
fjöriegu sýnishorni af þessu. —
Eðlisfrœðin. Þessi þátturinn er ekki
nem.a 26 bíaðsíður, en það er bezti þátt-
urinn í bókinni, að mjer þykir. Þar eru
svo snildarlega rakin aðalatriði eðlisfræð-
innar (afl, hiti, hljóð, Ijós, rafmagn og
segultnagn og þyngd) í svo stuttu máli, að
mjer er sönn ánægja að lesa þann kaflann.
Þennan kafla má ekki hlaupa yfir, hvað
sem öðru líður.
Efnafræðin. Það er stuttur þáttur, ein-
ar 8 biaðsíður, en efnismikill og drepur
á það, sem mestu varðar. Þar er sagtfrá
hinurn sex höfuðefnum, sem aliir lifandi
hlntir eru skapaðir af: súrefni, vatnsefni,
köfnunarefni, kolefni, brennisteini og fosfor
(glórefni). Loft og vatn eru samansett af
þremur hinum fyrstnefndu frumefnum. Járn
og kalk (samband kalkmálms, kolefnis og
súrefnis) er líka talið, sem auk annars eru
nauðsynleg efni til viðhalds dyrum og
jurtnm.
Um manninn. Þessi þátturinn er um
20 blaðsíður, einkar greinileg iysing á
byggingu, eðli og heilbrigði mannlegs lik-
ama, sjálfsögð lærdómsgrein í barnaskól-
unum, þó öllu öðru yrði að sieppa.
Þá er eptir að minnast á eitt, sem bæði
má svo niða sem pryða hverja bókogþað
er málið. í barnabókum fer bezt á því,
að málið sje svo auðvelt og hversdagslegt,
sem framast má verða, svo að börnin geti !
þar eins og fundið bein af sínum beinum,
og hold af sínu holdi. Það er sú list.sem,
er fæstum lagin. að laga orðfærið eptir þvi
hverjir eiga að lesa og nema. Ljóst, ein-
fait og fjörugt verður það að vera handa
smælingjunum, og það, sem ekki verður
sagt með þeim orðum, sem þau geta skil-
ið eða fellt sig við, er oftast nær f sjálfu
sjer of þungt nám handa þeim. Óíslenzku
legt má málið sizt af öllu vera, því að
lengi muna börnin, það mál, sem fyrir
þeim er haft í ræðu og riti.
«Fyrir barnaskóla® stendur á titilblað-
inu; þar ætla jeg að væri rjettara og venju-
legra: «handa barnaskólum» (sbr. bókiner-
handa mjer, ekki: fyrir mig).
«Þær(o:leðurblökurnar) eigaeinn unga og
fljúga um með hann». Hjer þætti mjer
fara betur: fljúga með hann fram og apt-
ur (hingað og þangað), (bls. 2).
«Rottan er lítið mórautt dyr með langt
trýni og snöggan langan hala». Hjer er
íslenzkulegra og eðlilegra að hafa nafn-
fall (sbr. «þegar eit.thvað er nefnt blátt á-
fram») og jeg myndi oröa þetta svona:
Rottan er lítil skepna, mórauð á litinn;
trynið á henni er langt, halinn. langur og
snöggur, o. s. frv. (bls. 7). Ef sagt værL
«þetta er maðurinn með svarta hárið»,
þá væri það ófslenzkulegra en að segja:
þetta er svarthærði maðurinn. Jeg getekki
beturfundið, en að þessi eíðari frásagnar-
háttur sje liprari og skemmtilegri.
«Hann (o: hesturinn) hefur sívalan kropp
og langan fiunnan háls». Hjer stendur likt áj;
þolfall kemur hjer í nafnfallsstað og því
veldur sögnin hefur (hafa). Jeg myndi
orða þetta svona: «Kroppurinn á honumer
sívalur og hálsinn iangur og þunnur», og
þessi orðskipun finnst mjer, vera eðlileg-
ust og venjulegust (bls. 12).
«Hver þeirra heflr að eins eina tá»(sst.),
mætti vera: og ekki nema ein tá á hverj-
um þeirra.
«Æðarfuglinn hefur mikla þyðingu fyrir
oss» mætti vera: «Mikil not höfum vjer af
æðarfuglinum® eða «æðarfuglinn er oss
arðsamastur allra fugla».
«Strútfuglar —hlaupa mjög fljótt*, á vist
að vera: hlaupa mjög hart. Það er ann-
ars einkennilegt, hvað atviksorðið mjög
er tíðhaft í bókinni. eins og það væri eina
áherzluorðið með lysingarorðum, sem börn-
um væri bjóðandi.
Ekki kannast jeg við, að orðið loppa
sje almenna nafnið á fæti kattar eða ann-
arra rándyra. Eg held, að löpp sje ein-
mitt almenna nafnið (sbr. «>jóns!öpp»), og-
hrammur (á björnum t. d.).
«Aliir hlutir á jörðunni eru annaðhvort.
fastir, rennandi eða loftkendir». Aldrei
get jeg fellt mig við orðið rennandi i
þessu sambandi. Rennandi þyðir í dag-
Jegu tali sama og votur (rennandi hey)
eða streymandi (rennandi vatn = lækur),
Til að komast hjá þessu, hefi jeg lagað
öll orðin eptir orðinu loftkendur og kalla
þvi, að hver hlutur sje annaðhvort lcfð-
kendur (fastur), lagarkendur (rennandi)
eða loptkendur (sbr. orðtækið: yfir láð,
og lög»).
Þá eru það yms nöfn í bókum, sem ekki
eru sjerlega íslenzkuleg á svipinn, eins og
bakteria (sóttargerill, gerðarvaki, kvika),
dólorit (grágryti, grásteinn),dpfí (glersteinn),
grafit (ritkol, ritbiý ?), soda (sápusalt,
þvottasalt), kvars (kísilsteinn, tinnusteinn}.