Ísafold - 26.09.1896, Page 1

Ísafold - 26.09.1896, Page 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5kr.eða l1/* doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrirfram). ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg)bundinvið áramót, ógild nema komin sje til útget'anda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 26. sept. 1896. XXIII. árg. Landskjélftar með eldgosum eða á n þeirra. Þeir sem vilja hafa þaS fyrir að kynna sjer almennilega eldgosasögu landsins, munu ganga Úr skugga um, að eldgos hafa aldrei fylgt mjögmikilfenglegum eða skaðvænum landskjálft- um. Sjö af átján Heklugosum alls er ekki getið um að neinir landskjálftar hafi fylg't, og það þótt allmikið hafi aS gosunum kveðiS. Við hin llerað vísu getiS um landskjálfta, en sjaldn- ast nema mjög litla, og aldrei löngu á undan — aldrei lengra á undan en samdægurs sem gosið hófst. Þeir hafa verið samfara gosun- um, gert vart við sig öðru hvoru meðan á þeim stóð, en þau hafa opt haldiS áfram mán- uðum saman, með hvíldum. Meðal meiri háttar landskjálfta með Heklu- gosi virðast hafa verið þeir, er fylgdu hinu mikla gosi 1294. En þó varð tjónið af þeim þá ekki meira en það, að »mörg hús hrundu«; ekki getið um, aS nokkur heill hær hafi falliS. Það er og í frásögur fært þá, að djúpar sprung- ur hafi komið í jörðina á mörgum stöðum í Fljótshlíð, á Rangárvöllum og hinum megin Þjórsár. Það mundi ekki hafa þótt mjög sögu- legt nú. ViS næsta Heklugos, árið 1300, hrundi alls einn bær af landskjálfta, Skarð eystra, rjett við Heklu. Um landskjálftana við næsta gos, 1341, er sagt, aS þeir hafi verið svo miklir, að gluggar í bæjum nötruðu eins og í stórviðri, þótt logn væri, en ekki nefnt, að nokkur kofi eSa veggspotti hafi fallið. Þá er mikið gert úr landskjálftunum 1 Heklu- gosi 1510, og komizt svo að orSi, að »menn hjeldu aS húsin ætluðu aS hrynja«; má af því marka, að ekki hefir orðið af þvi. ÞaS er alls ein tvö skipti, sem getið er um bæjahrun sama ár, sem Hekla gaus. Fyrra skiptið var 1578. Þá gaus Hekla lítils háttar 1. nóvbr., »og gjörði landskjálfta, svo margir bæirhrundu í Ölfusi; hús hristust hálfa stund, og var það eptir allraheilagramessu« (Esp. V. 27). ÞaS er mesta bæjahruniS, sem getiS er í sambandi við Heklugos, en virSist eptir til- vitnuðum orðum (»eptir allraheil.messu«)að hafa gerzt e p t i r gosið, má vera án nokkurs sam- bands við það. Hitt áriS var 1766. Þá kom eldur upp í Heklu um vorið, 5. apríl, og sagt, að vart hafi orðið við landskjálfta rjett á undan, en svo væga, að engar skemmdir fylgdu. Gosin hjeklu áfram fram á haust, meS tíðum land- skjálftum, einkum er leið á sumar, og þá fyrst <9. og 10. sept.) fjellu 4 bæir alls. Síðustu gosunum tveimur, 1845 og 1878 (norður af Krakatindi) fylgdu nokkrir land- skjálftar, en gerðu ekkert verulegt tjón, sízt * Ö'rra skiptið, þótt gosin þau (1845) væru með mestu Heklugosum siðan land bygðist. ÞaS er því síSur en svo, eptir þessari reynslu, aS miklar líkur sjeu nú fyrir Heklugosi. ÞaS er þvert á móti. Annað mesta eldfjall sunnanlands er, svo sem kunnugt er, Katla (í Mýrdalsjökli). Hún hefir gosið 10 sinnum, svo sögur fari af (síð- ast 1860), en landskjálftar hvergi nærri sam- fara öllum gosunum og aldrei öðru vísi en rjett um það leyti sem gosin hófust eða á meðan á þeim stóð, enda aldrei svo miklir, að getið sje um verulegt húsahrun nje að borið hafi á þeim til neinna muna nema rjett í næstu bygðum. Mörgum tugum skipta hins vegar þau ár í sögu landsins, þar sem getiS er um landskjálfta> en engin eldgos. Þeir hafa opt veriS vægir og litlir um sig, en opt líka mjög skæðir og víStækir, miklu skæðari og víStækari en þeir, er fylgt hafa eldgosum. Á fyrri öldum er þeim optast ógreinilega lýst, stundum alls eigi nefnt, hvar þeir hafa gengið, stundum að eins sagt, aS það hafi verið »fyrir sunnan land«, þ. e. á suð- urlandi; að þeir hafi verið miklir o. s. frv. En að þeir hafi opt verið býsna skæðir, má marka af því, að í 5 skipti af 7, sem talaS er um mikla landskjálfta án eldgosa á rúmum 3 öldunum fyrstu eptir að kristni var lögtek- in hjer, er getið um manntjón af þeim (11 menn, 19,11,6, »nokkur börn og gamalmenni«). Ganga má að því vísu, að menn þessir hafi látizt undir húsum, er hrunið hafa ofan á þá, og að því hafi orðið mikiS bæjahrun í öllum þeim landskjálftum, þótt ekki sje það tekiS fram nema um suma þeirra. Þrívegis er getið um eldgosalausa landskjálfta á 14. öld, er hús hafi falliS eða bæir (1339: hús fjellu um Skeið, Flóa og Holt; 1370: 12 bæir fjellu í Ölfusi; 1391: 14bæiríÖlfusi,Flóaog Grímsnesi fjellu að nokkru leyti, en3 alveg —MiSengi,Búrfellog Laugardæl- ir). ÁriS1546hrapaði Hjalli í Ölfusi ogalltHjalla- hverfi í landskjálfta. Þá er síSar á sömu öld, 1581, getið um mikla landskjálfta á ltangár- völlum og í Hvolhreppi. En á 17. öld eru nefnd 9 landskjálftaár, og varS nokkurt bæja- eSa húsahrun í 4 þeirra, — fáeinir bæir, opt- ast í Ölfusi, Flóa eða á Skeiðum. Loks eru á öldinni sem leið (18.) nefnd 6 landskjálftaár án eldgosa, öll með bæjahruni eða húsa, nema ef vera skyldi eitt, 1749, þar sem sagt er um Hjalla í Ölfusi, að hann hafi sokkið 2 álnir í jörð niður, ásamt kirkjunni, en hvorugt getið um að hrunið hafi. Stór- mikið kvað þó ekki að tjóni af landskjálftum á þeirri öld nema hið alræmda ár 1784, en þó til nokkurra muna 1706, en ekki nema á litlum bletti: 1 Ölfusi og Flóa utanverðum; »hrundu 24 lögbýli um Ölfus og utanverSan Flóa, og margar hjáleigur, mölbrotnuSu viðir allir og veltust undirstöður veggja, svo aS það varð efst, sem neðst var áður, kofar stóSu helzt, en búshlutir spilltust, kýr og kvikfjen- aSur drapst víða, en ekki sakaSi menn, nema eina konu«(Esp.). Þáeráriöl734 getið um, að nokkrir bæir hafi hrunið í .Flóa af landskjálft- 67. blaö. um og 1752 skemmzt 12 bæir í Ölfusi og ein kirkja fallið. Af hinum alkunnu, mjög svo mikilfenglegu landskjálftum 1784 er svo mikil saga, aS ekki er rúm fyrir í þessari grein. En 5 árum síð- ar, 1789, urSu enn skaðar af landskjálftum. »Gjörði þá, hinn 10. dag júní, landskjálfta mikla«, segir Jón Espólín, »svo aS hrundu hús mjög um allt suð-austurland, og lágu menn vlða í tjöldum, því að opt varð vart við þá um sumariS; urðu þá sprungur í jörð víða, og nýir hverir, og umbreyttist Þingvallahraun, og vatnið, svo að sökk grundvöllur vatnsins að norðan, og dýptist það þeim megin, og hljóp á land, en alfaravegur forn varð undir vatni sumstaðar; grynntist það og allt að sunnan; hrundi mjög Almannagjá og klettar fleiri«, Þetta, sem Esp. kallar »allt suð-austurland«, hefir auðvitað veriö suðurlandsundirlendið og næstu hjeruð, eins og vant er; og þar sem hann segir, að hús hafi hrunið mjög, þá er það sjálfsagt svo aS skilja, aS talsvert hafi fallið af útihúsum eða einstökum bæjarhúsum, en ekki heilir bæir. Loks er 12—14 ár á þessari öld (19.) getið um landskjálfta án eldgosa, suma mjög litla að vísu, en suma mjög snarpa, svo sem eink- um þá á Húsavík og þar í grend 1872.---------- Þetta stutta yfirlit sýnir mjög greinilega, að það er að kenna ófróSleik í sögu landsins, er þorri manna býst nú endilega viS eldgosum samfara þessum miklu landskjálftum í sumar eða eptir þá. Mestu og víStækustu landskjálftarnir hafa einmitt verið eldgosalausir, en landskjálftar með eldgosum alloptast meinlitlir og sjaldnast nema á litlu svæði, nærri eldsupptökunum. ÞaS eru nokkur dæmi þess, að töluverðir land- skjalftar hafi gengið jafnvel löngu eptir að eldur var upp kominn, en þó áður en gosum var hætt; en hins varla nokkurt dæmi, aS miklir landskjálftar hafi gengið jafnvel vikum eða mánuðurr saman áSur en eldgos hófust. Hafi þeirra vart orðið áður, þá hefir það vanalega verið samdægurs eða því sem næst. Enn fræðir landskjálftasaga Islands oss um þaS tvennt, að verulegu tjóni hafa landskjálft- ar ekki valdiS annarsstaðar en á suðurlands- undirlendinu, austur aS Markarfljóti, og þó að strandlendinu þar fráskildu, einkum Landeyj- um, — eða þá á litlum blettum í SuSur-Þingeyj- arsýslu; og að mestu skaSakippirnir eru vanir aS koma í upphafi hvers landskjálftatímabils; þó að landskjálftarnir haldi áfram jafnvel fram undir missiri eða þar um bil, sem stöku sinnum hefir borið við, þá hafa þeir verið mjög meinlitlir eptir fyrstu yfirferðina um hið venjulega landskjálftasvæði, nýnefndan vestur- hluta suSurlandsundirlendisins. Þaö ætti sjerstaklega að vera íbúum höfuð- staðarins mikil hughreysting, að hjer um slóðir, sunnan HellisheiSar,er aldrei getiðum bæjahrun, hvað þá heldur timburhúsa, sem þola margfalt á við moldarbyggingar. Næstu eldstöövar við Reykjavík eru Trölladyngjur (milli Grindavíkur 1

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.