Ísafold - 26.09.1896, Page 2
ogNjarSvíkur),ogþáEldeyjar m.m.fyrir Reykja-
nesi. Trölladyngjur iiafa ekki gosið í fullar
5 aldir. Þær höfðu gosið 5 sinnum áður, frá
því er landið bygðist, en aldrei getið um
landskjálfta samfara gosi úr þeim, nema ef
vera skyldi í fyrsta skiptið, árið 1151; þá er
sagt að hús hafi hrunið, án þess þó að tekið
sje beinlínis fram, að það hafi verið af land-
skjálfta. Fyrir Reykjanesi höfum vjer sögur
af 10 eldgosum alls; en víst er um það, að á
síðari öldum hafa þau verið landskjálftalaus,
og aldrei getið um landskjálfta samfara cld-
gosum þar nema í ein 2 skipti af 5 fyrstu
30 árin, sem eldur gerði þar vart við sig, á
tímabilinu frá 1211—1240 (dögum Snorra
Sturlusonar).
„Gagnrýni“.
Svo kallar Dr. Valtyr Guðmundsson (al-
þingismaður) í nýkomnu Eimreiðar-hepti það
sem venjulega er kallað »kritik«. Og honum
finnst skaðlegur skortur á því hjer á landi,
einkum að því er snertir umræður um
gjörðir embættismanna og þingsins. Blöðín
kveður hann hrædd við lögsóknir embættis-
manna, og þingmenn hafi ekki heldur hug til
að taJa eins og þeim býr í brjósti, þegar »lands-
höfðingieðaaðrirnærstaddir embættismenn« eiga
í hlut. Og blöðin leiði líka hjá sjer yfirsjón-
ir alþingis. Einkum finnur hann þeim það
til foráttu, að þau skuli ekki hlífðarlaust
fletta ofan af því athæfi þingmanna, að svíkj-
ast um að greiða atkvæði á þann hátt, sem
þeir hafa lofað samþingmönnum sínum.
Sjálfsagt hefir hann rjett að mæla að því
leyti, að margt sje aðfinningavert hjer á landi,
sem látið er óátalið. En samt sem áður finnst
oss nokkuð vafasamt, hvort ávítur hans komi
alveg rjett niður.
Sú staðhæfing er, að því er vjer getum
bezt sjeð, alls ekki rjett, að blöðin hjer á
landi sjeu sjerlega hrædd við embættismenn
og lögsóknir þeirra, eða að þau kynoki sjer
mjög mikið við að segja þeim til syndanna,
þegar þeim ræður svo við að horfa. »ísafold«
neitar því afdráttarlaust, að því er hana snert-
ir, og sama munu önnur blöð gera, að því
leyti, sem þau eiga hlut að máli — og geta
líka gert það með rjettu.
Sannleikurinn er sá, að aðfinningar við em-
bættismenn eru miklu minna þrekvirki en
Dr. V. G. og margir aðrir virðast halda. Lög-
sóknirnar eru ekki sjerlega hræðilegar, enda
venjulegast unnt að haga svo orðum sínum,
að ekki varði við lög, enda þótt allt sjesagt,
sem manni býr í brjósti. Blöðin eru ekki
upp á embættismennina komin sem embætt-
ismenn, eiga ekkert undir þeirra náð og holl-
ustu. Þeir geta sagt upp kaupum á blöðun-
um — það er allt og sumt —, og hvert ein-
asta blað stendur jafnrjett eptir sem áður,
þótt einn og einn embættismaður verði því
reiður og vilji ekki kaupa það lengur. Það
er hjá alþýðu manna, að blöðin verða að
sjálfsögðu að leita trausts og halds, en ekki
hjá embættismönnunum. Undir hennar vilja
er það komið, hvort blöðin blómgast eða
visna, eða hvort þau geta haldið áfram að
vera til.
Þetta er alveg ómótmælanlegur og auðsær
sannleikur. Og af þessu leiðir aptur þetta,
að ein aðalfreisting blaðamanna er að sjálf-
sögðu sú, að seilast heldur lengra en sann-
girnin og samvizkan leyfir eptir vinsældum
alþýðu. En nú er það aptur vitanlegt, að
allmiklum hluta af þjóð vorri þykir ekki
annað ánægjulegra en að lesa ávítur til em-
bættismanna sinna. Svo ríkar eru endur-
minningar þjóðarinnar frá kúgunartímunum,
að mikill hluti hennar er enn ekki búinn að
átta sig á því, að þeir tímar sjeu um garð
gengnir. Sá hluti þjóðarinnar gerir sjer í hug-
arlund, að ævinlega sje að sjálfsögðu verið
að vinna honum þarfaverk, þegar einhverjum
embættismanni er álasað. Og hann heldur
jafnframt — og það sýnir enn áþreifanlegar,
hve ruglaður hann er í ríminu — að blöðin
inni hreystiverk mikið af hendi í hvert skipti
sem þau fara hörðum orðum um einhvern,
sem hátt er settur í þjóðfjelaginu. »Sá hef-
ir einurð á, að segja höfðingjunum til synd-
anna«, segja menn, fullir undrunar og aðdá-
unar. En þeir gæta þess ekki, að sú einurð
kostar ekki lifandi vitund. Hún er þvert á
móti alveg hættulaus gróðavegur. Hún skap-
ar aðdáun og aflar kaupenda meðal þeirra
manna, sem ekki eru lengra komnir í skiln-
ingi á þjóðmálum vorum en svo, að þeir gang-
ast fyrir slíku öðru fremur.
Vitanlega er það ekki nema sjálfsögð skylda
blaðanna, að hafa vakandi auga á embættis-
mönnum þjóðarinnar, eptir því sem þau eiga
kost á, og víta það sem vítavert er í embætt-
isgjörðum þeirra. En, eins og að framan er
sýnt, er ekki sjerlega hætt við, að þau freist-
ist til að láta þá skyldu undir höfuð leggjast.
Viðhinuer í raun og veru miklu hættara, aðþau
fari að leita síns aðalstyrks í því, að henda á
loptisannar og ímyndaðar yfirsjónir þeirra, sem
einhver völd hafa með höndum, og kitli eyru
alþýðu með getsökum til þeirra og ill-
kvittni. Því Ijelegri og andlausari sem blaða-
mennirnir eru, því færra nýtilegt sem þeim
hugkvæmist, þvf sjálfsagðara er að grípa til
þessa úrræðis til þess að geta þó eitthvað
sagt, sem einhver vill líta við. Það er alveg
óþarfi að spana blöðin í þá áttina. Þau hafa
nóga tilhneiging til þess samt. Hitt er drjúg-
um þarfara, að gjalda varhuga við, að sú til-
hneiging, þessi auðvirðilegasta og andstyggi-
legasta tegund alþýðusmjaðursins, verði eklci
að átumeini í þjóðlífi voru. Þeir skynsamir
og hugsandi menn munu ekki vera svo fáir,
sem óttast, að það mein muni þegar hafa náð
fullmiklum þroska hjer á landi.
Ekki virðist oss heldur sú ásökun þing-
mannsins á rökum byggð, að þingmenn þori
ekki að segja embættismönnum til syndanna.
Oss finnst óhætt að fullyrða, að saga hinna
síðari þinga, að minnsta kosti, sanni alveg
það gagnstæða. Og hvers vegna ætti því
líka ekki að vera svo varið? Alþingismenn
eiga gengi sitt undir hjer um bil sama valdi
eins og blöðin. Og þeir munu heldur fáir,
kjósendurnir, sem síður vilja endurkjósa þing-
mann sinn fyrir þá sök, að hann hafi orðið
eitthvað harðorður í garð einhvers embættis-
manns.
Að því er snertir afskipti blaðanna af fram-
komu þingmanna, verður naumast annað sagt
en að þau sjeu töluverð — auðvitað misjafn-
lega viturleg, misjafnlega sanngjörn og
misjafnlega stillileg, eins og gengur. En ekki
væri rjett að segja, að blöðin skirrist mjög
við að tala um það, sem á þingi gerist.
Hitt skiljum vjer ekki, hvernig þingmaður-
inn ætlast til, að blöðin geri það mikið að
umræðuefni, sem gerist »bak við tjöldin«.
Þar hafa blöðin sjaldnast annað við að styðj-
ast en lítt sannanlegar sögur einstakra manna,
sem óánægðir hafa gengið frá leikslokum.
En auðvitað skortir »gagnrýni«, sem Dr.
V. G. nefnir svo, bæði á þingi og í blöðun-
um. Það skortir »gagnrýni«, þegar um það
er að ræða, sem þjóð vorri megi verða til
sannarlegra framfara og blessunar. I þeim
efnum vill svo opt bresta skilninginn, þekk-
inguna og hugsjónirnar. Og það skortir
»gagnrýni«, þegar ræða er um það, sem þjóð
vorri í heild sinni er ábótavant. Sumpart
brestur þar vitið — og sumpart virðist sum-
um blöðum vorum þykja það borga sig illa
að fara mikið út í þá sálma.
Skaðabætur
handa
landskjálftasveitunum.
Gera má ráð fyrir, að ýmsum þyki það
nokkuð hátt hugsað, að ætla sjer að bæta
þeim, er tjón hafa beðið af landskjálftunum
í sumar, að fullu skaða sinn, þ. e. beinan
skaða, eins og ef hús þeirra hefðu verið vá-
tryggð.
Allir mundu að líkindum hafa látið sjer vel
líka, að 1 árs vöxtum af Kollektusjóðnum, ef
óskertur hefði verið og þá orðinn hátt upp í
5 miljónir, hefði verið varið til slíkra skaða-
bóta; það hefðu verið einar 180,000 kr. (en
ekki 80,000, eins og misprentað var um dag-
inn). En úr því að nú er ekki því að heilsa,
heldur síður en svo, og þá ekki annað til að
taka, svo vjer vitum, en viðlagasjóður lands-
ins, þá munu sjálfsagt einhverjir verða til að
kalla það nokkuð glæfralegt, að vilja fara
að fleygja honum út f þetta, sem engin laga-
skylda sje að láta einn eyri af til slíkra hluta,
hvað þá heldur svo tugum eða hundruðum
þúsunda skiptir; það sje í hæsta lagi sið-
ferðisleg skylda, að því er snertir þessar
80—90,000 kr., sem talið verði til að tilheyri
Kollektusjóðnum sáluga, eða eitthvað af því
fje —; nokkuð beri að geyma við ókomnum
áföllum. Lögum samkvæmt eigi landsdrottnar
að leggja til viði í hin föllnu hús og smíðar,
en leiguliði veggi alla og þök (16.gr. ábúðar-
laga 12. jan. 1884). Þar með sje það mál
útkljáð.
En vjer skulum líta snöggvast á, hvernig
þetta mundi líta út, er til framkvæmdanna
kæmi, og skoða þá fyrst málið frá lands-
drottnanna hlið.
Einhver landsdrottinn á 10 jarðir í einni
sveit. Þar af er alhýsi fallið á helmingnum.
Hann á nú að leggja til í einu og sjálfsagt
flytja á staðinn allan við í öll þau hús, ekki
færri en 50, en ef til vill miklu fleiri; og
hann á að kaupa smiði til þess að smíða úr
öllum þeim viði; hvert handarvik að smíðun-
um á hann að borga, og það allt í einu, á
einu ári eða jafnvel fáeinum mánuðum. Þetta
yrði honum sama sem ókleyft, eða þá því að
eins kleyft, ef lítið á annað til en jarðirnar,
að hann seldi þær eða veðsetti, sem útgengi-
legar væri, þ. e. hinar óskemmdu eða lítt
skemmdu, eða altjend nokkuð af þcim. Nú
skyldu þær vera veðsettar undir. Hvernig
ætti hann þá að fara að?
Þá kemur til leiguliðans. Hann á að leggja
til veggi alla og þök. Hugsunin er auðvitað:
moldarveggi og moldarþök. Það er ekki ó-
eðlileg kvöð nje ókleyf, þegar ekki fellur
nema eitt og eitt hús á bæ. En ef alhýsi
fellur eða því sem næst, hvernig á þá leigu-
liðinn að fullnægja slíkri kvöð? Hann gerir
ekki meira sumarlangt að minnsta kosti en