Ísafold - 30.09.1896, Blaðsíða 2
270
eSa kaupa tvö gufuskip, hvort um 150—200
smálestir (brúttó) að stærð, til þess að þau
væru vel sjófær. Ætti annaS þeirra að fara
fram og aptur á milli Seyðisfjarðar og Isa-
fjarðar suður fyrir land, en hitt á milli hinna
sðmu hafna norður fyrir. Auk þessara aðal-
ferða ættu bæði skipin að hjálpast að, þegar
mikið væri að gjöra á einhverju vissu svæði,
þannig að t. d. NorðlendingaskipiS væri látiS
fara eina ferð Vestur og suður í Faxaflóa til
þess aS sækja kaupamenn norður, og ef tím-
inn ieyfði aSra ferð suður fyrir land til þess
aS hjálpa til með fólksflutning austur. Vest-
ur- og suðurlandsbáturinn mundi eiga fullt í
fangi meS flutninga um svæði það, sem hon-
um er ætlað. Bátar þessir ættu aS sjá urn
innanlands-flutning á mönnum og vörum og
einnig ættu þeir að mæta aSalskipinu á helztu
höfnum landsins og komast í samvinnu við
það með flutning á erlendri og innlendri vöru
til og frá hinum minní höfnum landsins.
Þessi hugmynd hefði opt komiö fram í ræðum
og ritum, og kostnaðurinn við þessar umbæt-
ur mundi verða talsvert minni en kostnaður
sá, sem nú er ætlaður fjórðungsbátunum.
Farstjóri sýndi oss' heilmikið safn af skjöl-
um og uppdráttum, og kvaðst mundu koma
með ýmsar rökstuddar tillögur fram fyrir al-
þingi næsta ár.
„Fögur Reykjavík'1.
Eptirfarandi kvæSi er lausleg þýðing (eptir
ónefndan höf.) úr ljóðabók hinnar góðkunnu
skozku hefðarfrúr, Mrs. Disney Leith. Er
meira en helmingur bókarinnar kvæSi um ís-
land eða þýðingar á Ijóðum eptr ísl. skáld
(Stgr.Thorst.,13; Bjarna Thorarensen; Hallgrím
Pjetursson; Jónas Hallgrímsson; Grím Thom-
sen; Hannes Hafstein; Þorstein Gíslason), eSa
yrkisefnið tekið úr fornsögum vorum, einkum
Njálu.
Lofdrápa um Beykjavík er vorri þjóð ný-
næmi. HöfuSstaSur vor hefir átt lengst af
fremur öðru að venjast en lofi eða oflofi,
hvort heldur er í óbundnu máli eða bundnu,
það er aS segja á vora tungu; en að það sje
ef til vill minna nýnæmi á aðrar tungur, virð-
ast eptirfarandi ummæli votta, er standa í
feröabók prófess. Andreas Heuslers frá Berlín,
er ferðaðist hjer í fyrra sumar víða um land,
komst upp á Snæfellsjökul, Langjökul og
víðar:
»Fegurra en Reykjavík á Island ekkert til,
og hvort nokkursstaðar sje fegurri skipalega,
því verða þeir að skera úr, sem farið hafa
um allan jarðarlmött vorn«.
O fögur fold er Skotland með fljótum, heiðum, skóg,
Og fögur er mín eyjan1 hin kæra mitt í sjó,
Og enn þá fegri blettum um heiminn hermt er frá,
En hver mun, Reykjavíkin! þinn vænleik málað fá?
Um hávetur snjóhrönn má hylja þína slóð,
En hvergi skærra sumar má vekja skáldsins óð,
Er hláfjærð hafsins hrosir og blómgast túnin græn
Um bólin þín hýrleg, ó Reykjavíkin væn!
Þín dýrð er sjórinn signdur og sjór þitt forðabúr,
Hann sveipar þig og auðgar og er þinn verndarmúr,
Og roðafögur Esjan á verði vakir nær
Þjer, vegleg Reykjavíkin! og tignarhragð þjer ljær.
Ó purpur’-lituð Esja og himinhnúkar hlá,
Sem hæðið alla pentlist og dúfna fiðurgljá,
Ó grænu, hýru hólmar, ó grágrjóts fjörusvið,
Um góðhól Reykjavíkur sem hálsmen leggist þið.
Þvi liðna heyrir frægðin þíns alþings fornöld frá,
En fegurð þú ert sveipuð, er tíð ei vinnur á,
Því rík er þin dýrðin, sem rænir engin hönd,
Ó Reykjavík! og hún er: þín fjallasýn og strönd,
1) Wight.
Þig útlent vald má heygja og fjóna’ und fótum sjer
Og flaggið útlent hlakta á stöngum yfir þjer,
En synir þinir geyma i geði þrótt og tryggð,
Þeir geri aldrei skömm þjer, sem þeirra’ er móður-
lyggð.
Þú, »eldgömul lsfold!« ei hug mjer hverfur úr,
0g haf sje okkar millum sem ástar-vörður trúr;
Þið dveljið þar ógleymd,unz duptvist minni’ eglýk,
Þú drottninglegt ísland og fögur Reykjavik!
Landskjálfíarnir 1784.
Það ætla menn verið hafa langmesta land-
skjálfta hjer á landi, frá því er það bygöist,
aðra en þá í sumar; en glöggur og áreiðan-
legur samanburður þar í milli fæst eigi fyr cn
fengnar eru nákvæmar skýrslur úr landskjálfta-
sveitunum, einhvern tíma í haust; það er nú
verið að safna þcim og meta skaðann.
Glöggasta og rjettasta frásögnin af land-
skjálftunum mun vera sú, er hinn ágæti fræði-
maður dr. Hannes biskup Finnsson hefir skrá-
sett í ritgerð sinni um mannfækkun af hall-
ærum í 14. bindi Lærdómslistafjelagsritanna.
Landskjálftarnir hófust 14. ágúst, og urðu
þá mestir eða ollu mestu tjóni í Biskupstung-
um, á Landi, í Holtum efri (Holtamanna-
hreppi, sem nú er), á Skeiðum og ofarlega í
Grímsnesi. Annan dag eptir, 16. ágúst, fór
voðinn yfir Flóann, Olfus og Grimsnes neðan-
vert. Landskjálftarnir hjeldu áfram, fyrst
daglega og xnargir á dag, en síðan 2—3 í
hverri viku, fram yfir jól, en gerðu ekki veru-
lega skaða eptir þessa fyrstu daga (14. og 16.
ág.), — »brutu og skemmdu enn meir hús«,
stendur þar að vísu, en það mun hafa verið
það sem áður var bilaö, og ekki er að minnsta
kosti nefnt nokkurt eitt einasta bæjarhrun
eptir þessa fyrstu daga tvo.
Litlar urðu skemmdir austan Rangár ytri,
miklu minni en nú; engra getiö á Rangár-
völlum eða í Hvolhreppi nje í Landeyjum, en
í Fljótshlíð löskuðust hús á 3 bæjum og sum
fjellu alveg, og í MiSmörk, austan Markar-
fljóts, fjellu 2 liús, og 2 löskuðust í Holti
undir Eyjafjöllum. Að vestanverðu tók fyrir
skemmdir, er kom að Hellisheiöi, eins og vant
er, og lítiö varð um þær í Grafningi, Þing-
vallasveit og Grímsnesi vestanverSu. — Það
er ekki með tjóni tcljandi, þó að 1 hús brotn-
aði í Kalmannstungu, 1 í Reykholtsdal og 1
í Kjós; það hafa verið ofan komnir kofar hvort
eð var, eins og nú t. d. að 1 hús fyrir víst
fjell á Ingunnarstöðum í Brynjudal, og lausa-
sagnir um likt miklu fjær.
Fyrir verulegu tjóni urSu í Rangárvallasýslu
að eins 3 vestustu sveitirnar, sem nú eru, en
þó varS ekki stórtjón nema í einni þeirra:
Holtamannahreppi, sem nú er; þar fjell al-
hýsi á 23 bæjum af 39, og 94 hús á hinum
bæjunum 16, og 50 hús lömuöust svo, að lá
við falli; Hagakirkja fjell —- var auðvitað
moldarkirkja. Líklega er tjónið nokkuð minna
í þeim hreppi nú. Þá fjellu 3 bæir í Holt-
um neðri, er mun vera sama og Áshreppur
nú, auka einstakra húsa allvíða; það er held-
ur meira nú. Loks segir, að annað eins hafi
fallið á Landi, þ. e. 3 bæir, m. m., og er þaS
enginn samjöfnuður við það sem nú gerðist
þar. Mun mega gizka á, þegar Rangárvellir
og Hvolhreppur bætast við, að tjónið hafi
1784 íþeirri sýslu varla verið meira en þriðj-
ungur á við það, sem oröiö hefir í sumar.
Hins vegar er sennilegt eða vonandi, að í
Árnessýslu sje tjónið minna nú en 1784. Þá
gjörfjellu þar 69 bæir, en »gagnspilltust« 64,
og 372 »fengu stórskaöa«. Enn fremur er í
sóknaskjú-slunum talið að 1459 hús hafi »falh
ið í grunn«, en þar við er að athuga, að þar-
með er talið sumt af föllnum húsum á hinum
gagnspilltu eða stórskemmdu bæjum, og gerir
það auðvitað rugling í tölunum. Auk þessara
1459 föllnu húsa nefna skýrslurnar 212 nærri
fallin og 330 stórskemmd.
Þetta eru háar tölur aö vísu; en þó sízt.
fyrir að synja, að þær verði eins háar nú. Því
að ekki gjörfjellu 1784 í neinni sókn fleiri en
7 bæir mest, nema einni (Klausturhóla: 14);
víðast ekki nema 1—4, og í sumum (10 sókn-
um) alls enginn, þar á meðal Stóra-Núps,
Kaldaöarness o. fl., þar sem nú hefir fallið
fjöldi bæja; í Arnarbælissókn gjörfjellu þá að
eins 3 bæir, en 4 gagnspilltust, og kveður
sjálfsagt miklu meira að skemmdum þar í þetta
sinn. Það er einkum Grímsnesið, sem miklu
harðara hefir orðið úti þá en nú. Fjórar
kirkjur í Árnessýslu »fjellu í grunn«: Reykja-
dals (nú lögð niður), Hraungeröis, Laugardæla
og Villingaholts, en 7 stórskemmdust. Þær
hefðu að öllum líkindum fallið eins margar
nú eða stórskemmzt, ef þær hefðu verið af
torfi, eins og þá.
Landslcjálftinn 14. ágúst (1784) varð um
dagtíma, »milli nóns og miömunda, þá flestir.
voru heim af engjum komnir til máltíðar;
varð þvi stórfjöldi manna undir húsahruninu,
sem með annara hjálp urðu að grafast út xxr
rústunum. Margir komust lífs af, sem fyrir-
manna sjónum sýndist eins og, upp á ýmis-
legan máta, gripnir hefðu verið úr dauðans
lclóm með guðs sjerlegri forsjón; einar 3
manneskjur ljetu lífið, og sú fjórða fékk. lít-
inn skaða af marningu«. — Er þetta all-líkt
því sem nú geröist, nema hvað nú kom fyrsti
landskjálftinn um og eptir háttatíma. Líklega
hefir þá eins og nú síðari hviðan (16.) ekki
komið mönnum alveg eins á óvart og sú fyrri,
og þorri manna því legiö í tjöldum þá.
Lán var það í óláni nú, hve veðrátta var
blíö og hagstæð vikum saman eptir að
landskjálftarnir hófust, en þá (1784) »komu
stór-rigningar, svo það sem fólk neyddist til
að klöngra upp af húsum, var til kostnaðar,
en engrar frambúðar; hlaut þó strax um slátt-
inn að gerast«.
Landspjöllum og öðrum vegsummcrkjum
eða umbrotum í jarðveginum er með svipuöu
móti lýst og nú. Fjöll ljeku á reiöiskjálfi.
Moldarlög í hallanda brustu í sundur og runnu
ofan á jafnsljettxx. Vestan í Vörðufelli á Skeiö-
um, milli Hurðarbaks og Framness, voru ept-
ir landskjálftann 14. ágúst taldar 36 nýjar
skriður, þótt fáar væru þær stórar, vegna
landslags þess, sem þar er. Gamlir hverir
hurfu sumstaöar og nýir komu upp a.nnars-
staðar. í Haukadal í Biskupstungum (þar
sem Geysir er m. m.) voru einir 3 hverir á
undan landskjálftunum, en 35 á eptir; margir-
þeirra þornuðu smám saman upp aptur. Víða
komu sprungur í jöröu. Flóð og vatnsdældir
þornuðu upp, en harðvelli yarð að mýri. »Mað-
ur, sem var í mýri að skera heytorf, sökk,
meðan á landskjálftanum stóð, ýmist í vatn-
inu upp undir knje, eða stóð á þurru«.
Strandasýslu sunnanv. 20. sept.: Heyskap-
artíminn, sem nú er á enda, heiir verið fremur
óhagstæbur að því er vebráttu snertir. Um
túnasláttinn var að visu allgób tíð og nægi-
legir þurkar til þess ab töður hirtust hjer al-
staðar vel, en síðan engjasláttur byrjabi hafa,
ekki komið nema 3 þerridagar, sem teljandi
eru, 4.—6. þ.m. Reyndar var áður húið að-
hirba talsvert af illa þurru útheyi, sem all-
mikill hiti hefir hlaupið í. Síðan um höfubdag