Ísafold - 30.09.1896, Qupperneq 3
271
hafa optast verið þokur, en nú næstliðna viku
aftaba-rigningar, svo telja má víst að hey í
tóptum hafi skemmzt, því vegna hitans í þeim
voru þau orðin mjög flöt. Heyskapur annars
yfirleitt lítilfjörlegur, þó ekki verði grasleysi
um kennt,því teljastmátti í meðallagi sprottið.
Enn helzt afbragðsafli hjer á Hrútafirði, hve-
nær sem á sjó er farið. JÞvi miður hafa fáir
gefið sjer tíma til að nota þennan mikla afla
vegna heyjanna; þó hafa margir fengið vel í
soðið.
Jarðskjálftanna heflr orðið allmikið vart
hjer. Snarpastur kippur kom á laugardags-
kveldið 5. þ. m. um kl. 11. Margir eru hjer
á glóðurn að eptir þetta frjettist nú Heklu-
gos eða önnur ótíðindi; en vonandi er að svo
verði ekki; nóg eru spjöllin samt orðin.
IVSótmæli.
í ritdómi nm 21. ár Andvara, sem birt-
ist í síðasta blaði Þjóðólfs, stendur meðal
e.nnars þessi klausa út af fyrirlestri mír.um
»Um setfjarðarást«:
»Þá talar hann um það, sem honum íinnst
étakanlegasta dæmið upp á afvegaleidda
settjarðarást, mótspyrnnna gegn Vestur-
heimsferðunum. En sú mótspyrna. var
næsta eðlileg og óhjákvæmileg afieiðing
þess níðs, er um tíma var ausið yfir iand
og þjóð i blöðum vestan hafs, sjerstaklega
Lögbergi og Sameiningunni, 1 sjerstökum
bæklingum og á mannfundum, til þess að
draga úr landsmönnum hug og dug til að
bjargast hjer áfrain, með því að vekja hjá
þeim vantraust á landinu sem lifvænlegum
bústað siðaðra manna, og ala á þeim skap-
lesti (mótþróa gegn allri stjóru), er höf.
rjett áður var að víta, svo að hægra yrði
að spenna alla þjóðina, meira hlnta henn-
ar að ininnsta kosti, vestur um haf I þá
fullsælu, sem þar var sögð henni fyrirbúin
Tilgangur þeirra manna, er _ fyrir þessu
gengust, var auðsær, þótt minna yrði úr
framkvæmdum, en til var ætlazt, af ástæð-
um, er þeir fengu eigi við ráðið; það er
og eigi síður kunnugt, að forkólfum þess-
ara tilrauna vestan hafs gekk til þess alít
annað en ættjarðarást, enda má mótspyrn-
an gegn þessu bralii þeirra miklu fromur
heita því nafni, svo sem hver maður getur
sjeð, er vill. skoða þetta mál hlutdrægnis-
laust«.
Jeg get ekki bundizt þess að mótmæla
þessum ummælum, því að það er naumast
eitt einasta orð satt í þeim.
Það er tilhæfulaust, að ausið hafi verið
níði yfir land og þjóð vestanhafs; það var
hvorki gert í Lögbergi nje Sameiningunni,
nje í einstökum bæklingum, nje á mann-
fundum. Einu óvildarorðin nm ísland,
sem þar komust á prent, eru í kvæði
eptir eitt af helztu skáldum þessa lands,
mann, sem búsettur er hjer á landi; og
jafnframt var gerð skýr grein fyrir því,
að kvæðið væri ekki sönn lýsing á fslandi,
en væri merkilegt fyrir þá sök, að það
sýndi í hverju skapi menn væru þá (hafís-
sumarið 1888) hjer á landi. Það ár sendu
líka Vestur-íslendingar að minnsta kosti
eitthvað á 6. þúsund dollara hingað til
lands, af því að þeir voru sannfærðir um
þá væri um veruleg bágindi að ræða
hjer á landi. Mjer finnst lika íslendinga-
öagsræðurnar, sem haldnar hafa verið ár
eptir ár, og ljóðin, sem þar voru ort og
sungin fyrir minni íslands, beri vitni um
eitthvað annað heldur en tilhneiging til að
níða þetta land og þessa þjóð.
Það er sömuleiðis tilhæfulaust, að reynt
hafi verið vestra að draga úr mönnum hug
°g dug til að bjargast hjer, eða spana menn
npp til mótþróa gegn allri stjórn hjer.
Þessi síðari ákæra er svo mikil fjarstæða.
að blöð hjer á landi fundu það einmitt
Lögbergi til foráttu um tíma, að það gerði
of litið úr annmörknm stjórnarfarsins hjer
á landi.
Og enn er þrð jgersamlega tilhæfulanst,
að tilgangur manna vestra hafi verið sá,
að spenna alla þjóðina eða meira hlnta
hennar vestur um haf. Það kom víst engum
íslenzkum manni þar vestra til hugar. Aldrei
varmeð einu orði ymprað í þá átt í neinu
íslenzku blaði vestra. Þar á móti kom það
eitthvað til orða í enskum biöðum þar, en
íslenzku blöðin mótmæitu þvf jafnharðan
sem heiberri heimsku.
Um ættjarðarást þeirra tnanna, sem
framar öð.rum hafa verið leiðtogar íslend-
inga vestra, skal jeg ekkert dæma að þessu
sinni. En það verð jeg að segja, að kyn-
legur má skilningur Þjóðólfs vera til þess
að komast að þeirri niðurstöðu, að það
sje einkum ættjarðaróðeií, sem hefir rekið
þá út i baráttuna fyrir viðhaldi islenzks
þjóðernis í Vesturheimi og sambandi Vest-
ur-ís!endinga við íaland.
E. II.
Hjálpræðisherinn heldur bazar lijer eptir
nolckra daga, er verja á afgóðanum af til
hjálpar nauðstöddum í vetur. ÞaS er hvort-
tveggja, að tilgangurinn er fagur og lofsverð-
ur, enda heíir herinn áunnið sjer með fram-
komu sinni hjer þær vinsældir og þá virS-
ingu og traust mætra manna og rjettsýnna,
aS honum ætti aS verða mjög vel til með
gjafir á bazarinn, sem borizt hafa einnig send-
ingar frá vinum stofnunar þessarar í öðrum
löndum.
Botnvörpuveiðimenn enskir hafa verið
nú fulla viku, ekki færri en 6 skip, mjög
nærri landi suður í Garðsjó og Leiru og inn
á Keflavík, og haft þar hvers konar veiSiskap
í frammi langsamlega í landhelgi, en tekiS
fyrir veiði landsmanna þar, er vel leit þó út
fyrir áður. Þeir hafa fært sig þetta upp á
skaptiS, síðan þeir vissu sjer einskis ótta von
af strandvarnarskipinu danska, en yfirvöldun-
um íslenzku stendur þeim því síður beigur af,
enda eru þau mjög máttvana til að taka svo
ofan í lurginn á þeim, sem þarf. Þeir hafa
sömuleiSis fótum troSiS gersamlega reglur þær,
er flotadeildarforinginn enski lagði fyrir þá í
sumar eptir samkomulagi við landshöfSingja.
AS öSru leytinu hafa þessir fagnaðarlausu
kumpánar haldið sig upp á síðkastið mikið á
Akurnesinga-miSum, bæði utan og innan land-
helgi, að sagt er. Þeir afla þar ókjörin öll
af kolum, skjótast heim til Englands meS al-
fermi eptir fáa daga, 30—40 þús. króna virði.
Er við því búið eptir þessu, að þessir illu
gestir haldi sig hjer fram á vetur til stór-
hnekkis allri afla-viSleitni landsmanna hjer
um slóðir; þeir leggja árar í bát, ef þeir vita
af þeim á miSum sínum — vita veiSarfæri sín
í hershöndum, hvað sem öðru líður.
Landsgufuskipið »Vesta« var ekki kom-
ið lengra en á BorSeyri 25. þ. m., en átti að
koma þar og fara þrem dögum áður. Töfin
liennd því, hve mikið skipiS hafi haft aS gera
á vesturhöfnunum.
Hvaðanæva.
Þegar Nansen kom. Það varsnemma
í sumar, nokkru fyrir Jónsmessu, er þeir fje-
lagar Friðþjófur Xansen og Gustav Johansen
voru komnir á lciS í þriðja sinn frá vetrar-
stöðvum sínum á Franz-Jósefs-landi og ætluðu
að reyna að brjótast suður á Spitzbergen.
gerðu þeir sjer von um, að ná þar til manna. En
þá hittu þeir á leiðinni á hýbyli þeirra Jack-
sons hins enska og hans fjelaga, — lieyrðu
þangað hundgá og gengu á hljóöiö. Segir
svo frá í brjefi til »Verd. Gang« frá Trums á
Hálogalandi í f. mán.:
»Þá var það einn dag í hreinviðri og miklu
frosti, að Jackson er úti staddur og horfir út
yfir ísinn. Verður honum þá litið á iangt í
burtu dálítinn dökkvan díla, sem færist úr
stað. Hann biður um kíkínn sinn og fer
að skoöa, hvað þetta muni vera.
Hann snýr sjer snögglega við og spyr:
»Hve margir erum viS hj'er?« FólldS var tal-
ið og vantaSi engan. »Það hlýtur þá aS
vera róstungur«, segir Jackson; »bjarndýr get-
ur þaS ekki verið«. SíSan bregður hann apt-
ur kíkinum fyrir augaS og horfir lengi og
vandlega út á ísinn. »ÞaS má til að vera
rostungur«, segir hann; »það er eitthvaS
dökkt, sem er að mjaka sjer áfram eptir ísn-
um og stefnir hingað. Hafið byssurnar til;
við veröum að fara og reyna að ná í dýrið«.
Dökkvi díllinn færist æ nær og nær. Þá
kallar einn þeirra fjelaga: »Það er manneskja.
Það er maöur þarna á ferð!« Þeim verður
öllum bylt við og hrópa hver framan í ann-
an: »Maöur hjer á ferð, hjerna á ísnum!
hver gctur það verið?«
Það vitnaðist brátt. Það var Nansen.
En hann var heldur fáránlegur útlits. HáriS
náSi honum nær í beltisstað, eins og á Har-
aldi lúfu forðum daga, fötin stagbætt og ba.nn
var svartur í framan og andlitiS eins og stein-,
gervingur. HáriS var biksvart, en hann átti
að sjer aS vera bjartur á hár; það gljáði á
það af óhreinindum og feiti. Hörundið var
dökkt vegna þess, að hann hafSi margroSið
það allt í bjarndýrsblóði til þess að kuldinn
biti eigi á það.
Litilli stundu síðar kemur annar maður
eptir ísnum. Það var fjelagi Nansens, Gustav
Johansen.
Yarð þar mikill fagnaðarfundur, sem nærri
má geta.
Jafnskjótt sem mesta fagnaðarglaumnum
var af ljett, fóru þeir fjelagar að reyna að
þvo sjer. Sögðu menn, að þeir hefðu orðið
að skafa á sjer hörundið, áður en nokkurt
viðlit væri að sápa og vatn ynni á því.
Einhvern dag varð tilrætt um þaS, er
björninn hafði ráðizt á Johansen og lamið
hann um koll á ísnum.
»Var höggið hart?« spurði einhver.
»Já, nokkuð«, anzaði Johansen; »hann rak
mjer löðrung með hramminum, svo að hvít
rák sást eptir á kinninni«.
Þá skildu allir, að höggið hafði verið hart!
Mannalát Dáinn er 26. þ. m. að heimili
sínu á Akranesi uppgjafaprestur síra Þor-
valdur Böðvarsson, rúmlega áttræður, f.
12. (ekki 9.) júlí 1816 að Garði í Önundar-
firði, þar sem foreldrar hans bjuggu þá,
Böðvar síðar prófastur Þorvaldsson sálma-
skálds Böðvarssonar og kona hans Þórunn
Björnsdóttir prests frá Bólstaðarhlið Jóns-
sonar; var síra Böðvar aðstoðarprestur