Ísafold - 07.11.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.11.1896, Blaðsíða 2
SIO kona hans heldur undir eitrið, svo að hella þarf úr henni; »þá kippiz hann svá hart við, at jörS öll skelfr; þat kalli þér land- skjálfta«. Indur segja feiknamikinn fíl bera jörðina á baki sjor, og hristist hún þegar hann akar sjer. Svo er að sjá, sem allar hræringar í jörð- unni í landskjálftum komi af hnykkjum eða rykkjum í ýmsar áttir. Optast ganga þessir hnykkir lárjett, en stundum beint upp á við, og það með geysimiklu afli. Eptir landskjálftann í Rio Bamba í Eouador 1797 fundust mörg lik bæjarmanna hátt uppi í hlíSum upp frá bæn- um. Þau höfðu kastazt mörg hundruð fet í lopt upp. Landskjálftinn er titringur í jörSunni. Manni finnst hræringin líkust því, þegar ek- ið er í fjaðralausum vagni eptir ósljettum vegi með grjótstjett undir. Titringurinn í jörSunni hagar sjer líkt og sveiflur í þöndum streng; — með reglulegum millibilum, þar sem titringurinn verður minnstur. Sjest þaS greinilegast á rústum eptir mikla landskjálfta og víStæka. Hræringin hefir verið mögnuS- ust x miSjunni, en dregiS úr henni eptir því sem lengra dró i'it þaðan og jafnvel kyrrt með köflum á milli. Þessu hafði jafnvel Humboldt veitt eptirtekt. Hann fullyrti meira aS segja, aS það væri ekki einxxngis lárjetta hreyfingin eptir jarðarfletinum, sem hagaði sjer á þessa leið, heldur einnig hræringin upp og ofan í jarðarskorpunni. Hann hafði sjeð það í djúpum námum. Svipaða niöurskipt- ingu á hræringunni í belti segja menn hægt að rekja kringum stórar verksmiSjur, þar sem riðamiklar vjelar eru í gangi. En hvaða hul- inn máttur er það þá, er veldur þessum titr- ingi á jarSarskorpunni, er vjer köllum land- skjálfta? Ýmisleg atvik beina huga vorum aS sprengi- afli því, er allt í einu kviknar í vatnsgufu meS miklum hita. ÞaS er sem sje mikill skyldleiki meS land- skjálftum og eldgosum; og eldgosunum veld- ur vatnsgufa. ÞaS er vatnsgufan, sem hleyp- ir hraunleSjunni upp, ekki meS því að hrinda henni á undan sjer, heldur af því, að vatniS er í gufulíki innan í hraunleSjunni, alveg eins og kolsýran í kampavíni. Eins og kolsýran kippir meS sjer víninu upp í loptiS í froSulíki, undir eins og flaskan er opnuS, eins hrífur vatnsgufan hraunleSj- una með sjer upp í loptiS, undir eins og eld- gígurinn opnast. ÞaS er sama þensluaflið í vatnsgufunni, sem sprengir gufukatla. Nú vitum vjer, að jarðarskorpan verðurþví heitari, sem lengra dregur niður í hana; hit- inn í námum og holum, sem boraðar eru með jarSnafri niSur í jörðina, vex um 1 stig á Celsius á hverjum 15 föðmum. Ætti eptir því hitinn aS vera orSinn 2000 stig, þegar komiS er 8 mílur niSur í jörSina; en enginn steinn eða málmur, sem vjer þekkjum, er svo harður, að hann standist þenna hita; hann bráðnar eSa verSur jafnvel aS gufu. Sje þetta rjett, þá er jarðarhnöttur vor raunar ekki annaS en hnöttótt skurn, full af legi eða gufu og henni logandi heitri — hjer um bil eins og hnöttótt egg; þaS sem vjer köllum fasta grund undir fótum vorum, er ekki veigameira að tiltölu heldur en eggskurn. Vatn er mjög áleitiS að komast niður í jöxðina; þaS læsir sig jafnvel niður í fastar klappir. Svo hart sem forngrýtið (granit) er, finnast þó saggablettir innan um það hvarvetna. En sje svo, að jarðhitinn aukist æ því meir, sem lengra dregur inn eptir, er vatnsrenslinu þar með markaSur bás; það kernst ekki lengra en þangað að, er hitinn breytir því jafnóðum í gufu. Þar fyrir inn- an hlýtur jörðin að vera þur. Nú ber auS- vitaS lítið á því, þó að lítil sytra af vatni þorni upp eða breytist í gufu. En steypist mikiS vatnsmegin allt í einu niður í vellandi hita, svo að það breytist í gufu í einu vet- fangi, má nærri geta, að af því geti komiS hvellur, sem um munar. Jörðin smákólnar meir og meir af því, aS hitann, sem í henni felst, leggur frá henni út í geiminn. Það gerist auSvitaS ekki á skömmum tíma. Mannfólkið, sem jörðina byggir, verður þessa alls ekki vart, að hún sje að kólna; kæling þessi hefir engin áhrif á það haft til þessa. En afleiðing kælingarinn- ar er sú, að jörðin gengur saman hægt og hægt. Fyrir það koma hrukkur á jarðar- skurnina; hún sígur dálítið niður sumstaðar og þrútnar aptur ofurlítið út á öSrum stöS- um, en ofur-seint og hægt, þó svo, að jarð- fræðingar tala um að land sje sumstaSar að síga niður og sumstaöar að lyptast upp. ÞaS er víSa svo seigt í jörðunni, að hún þolir þess- ar hægu teygjur; en þó geta orðið svo mikil brögð að þeim, aS hún megi ekki viS þeim, enda sýnir það sig, að það er töluvert af sprungum í hana hingað og þangað; það köll- um vjer gjár og gljúfur. Til þess að gera sjer þetta sem skiljanleg- ast eða áþreifanlegast hafa fræðimenn látiS sjer bugkvæmast það ráð, að taka strokleð- urspjötlu og þenja vel, og láta drjúpa á hana tylgi og storkna; sje þá linaS á þenslunni í strokleðrinu, springur tylgislagið og leggst á misvíxl, svo aS þaS verður allt saman hruf- ótt, þótt áður væri alveg sljett, og eru hruf- urnar ekki alveg ósvipaðar fjöllum og dölum með gjám og gljúfrum. Ef rannsakaSar eru gljxifur og gjárífjöllum, senx fyllzthafa annarleg- um efnum, hittast þar opt innan um molar úr hömrum, sem hrunið hafa niSur þangað lang- ar leiðir. Ef sprunga kemur í jarSarskurnina að inn- an af kælingu hnattarins, og glufan nær alla leið gegnum hið þurra lag, sem fyr var á minnzt, og töluvert upp í vota lagið næryfir- borði jarSarinnar, getur naumast hjá því far- ið, að eitthvað hrynji þaðan niður í þurra lagið, glóandi heita. Þannig atvikast það, er sízt hafa menn getaS skilið, aS mikiS vatnsmegn getur allt í einu komizt svo langt niSur, að það breytist allt einu í gufu. Þar með er um leiS skýring fengin á hinum voðalegu sprenging- um, sem vjer köllum landskjálfta. Hver land- skjálftakippur er afleiðing þess, að votur klett- ur eða skriSa hrapar niSur í glufu þá, er opnazt hefir í jarSskurninni innanverðri. MeSan glufa þessi helzt opin, getur verið að smá- hrynja ofan í hana úr hinu vota jarðlagi fyrir ofan. Stykkin, sem hrapa, eru misstór og þaS líður mislangt á milli; og kemur það mjög vel heim við það, hve landskjálftakipp- irnir eru misharSir og hve mislangt líður á milli þeirra. Hægt er og aS hugsa sjer, að glufan lengist, sprungan færist út í endann, annan eSa báða, og sömuleiðis að þverrifur springi út frá henni; það kemur einnig mjög vel heim við það, að landskjálftar færa sig á- fram í beina stefnu, t. d. frá austri til vest- urs, eða taka þá smástökk út þaðan á tvær hendur eða ekki nema aðra. Enn er þess að geta, að það er misjafnlega seigt eða stökkt efni í jörSinni, og er skiljanlegt, að hættara muni vera við landskjálftum, þar sem stökkt er í jarðskurninni, heldur en hitt; þar eru því landskjálftar tíðastir, á sama svæðinu hvaS eptir annað, öld eptir öld; en á öSrum stöð- um verSur þeirra varla nokkurn tíma vart. Svo segir ítalskur jarðfræðingur, er staddur var á eynni Zante í hinxxm miklu landskjálft- um á Grikklandi voriS 1894, að dynkirnir neSan jarðar á undan landskjálftakippunum hafi veriS llkastir því, aS stór björg væri að hrynja, og lentu loks þar sem rnjúkt væri undir. ÞaS styrkir þessa kenningu. Höfundurinn kallar þessa kenningu sína ekki annað en sennilega ágizkun. Komi ein- hver með sennilegri skýringu, tjáir hann sig fxxsan að hallast að henni. En meðan eng- inn treysti sjer til þess, telur hann þessa kenningu sína líklegustu og beztu skýring- una á kynjum þeim og stórmerkjum, er vjer köllxim landsskjálfta. liandskjálftasamskot. Þau voru orðin um miðjan fyrra mánuð í Kaupmannahöfn rúmlega 50,000 kr., eptir því sem skrifað var þaSan með nýkomnu gufuskipi til Fischers- verzlxxnar frá Englandi með kol. Grána strönduð. KaupskipiS »Grána«, kapt. Petersen, strandaði við SuSureyjar (LjóS- hús) á útleiS hjeðan með íiskfarm 23. f. mán. Mannbjörg varð, en skip og farmur talið frá. »Grána« var elzta skip Gránufjelagsins; það var stofnaS meS henni fyrir hjer um bilfjórð- ung aldar. Landsskipið »Vesta«, Sem fór hjeðan 23. f. m., kom til Leitli 28. um kvöldið. Pjártökuskip frá þeim Zöllner og Vídah'n kom á Akranes 4. þ. m. aS sækja þær 7 þús- undir fjár, sem þar hefir geymt verið nú í 3—4 vikur meS ærnum kostnaði og sjálfsagt orðið mikið hrakið. SkipiS fór frá Newcastle 29. f. m. um kveldiS. Búizt við aS það þyrfti 2—3 daga til að ferma sig á Akranesi. Far- þegi meS skipi þessu hingað til lands var Sveinbjörn búfræðingur Olafsson frá Hjálm- holti, sem siglt hafSi í haust með Thordahl. Af Thordahl og hans framkvæmdum frjett- ist með þessxx skipi þaS, sem hjer segir. Skip hans, Quiraing, sem hingaS var von síðast í september áleiðis til Borðeyrar, hafði lagt af stað frá Glasgow hingað 1. okt., komst langt á leið hingað til lands, hrepti norSan- storminn mikla, braut af sjer skjólborSið m. fl. og sneri viS það aptur eptir 3 sólarhringa; komst til Stornoway 6. okt., lá þar rúma viku til viðgerðar og hjelt síðan til Glasgow aptxxr, í stað þess aS halda áfram ferðinni hingað. ÞaS var eigandi skipsins, sem því rjeð; hann var sjálfur á því í þessu ferðalagi. Er mælt, að hann hafi ekki verið búinn að fá leiguna fyrir skipið fyrir ferðina á undan og ekki viljaS eiga á hættu að fá ekkert fyrir þessa ferð heldur. Herxa Sveinbjörn Ólafsson var meS skipinu 1 þessum hrakningi þess, en Thordahl ekki. Hann kvaddi þá því í Glas- gow, þegar skipið lagði á staS þaðan 1. okt. og ljezt ætla til Lundxina, en síðan aS vörmu spori hingaS með skipi frá Leith, »Diamond«, er hann þóttist hafa leigt til aS fara hingað til Reykjavíkur tvær ferðir eptir fje á fæti, 4000 í hvorri ferð, og ætlaði rneð þaS allt til Frakklands; ljezt eiga víst að geta selt það þar eða hafa þegar samið um söluna. En ekkert hefir á þessu neinu bólaS, og ekkert til Thordals spurzt, síðan hann fór frá Glasgow,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.