Ísafold - 07.11.1896, Síða 3

Ísafold - 07.11.1896, Síða 3
811 engu svaraS brjefum þaðan, er síðast vissu menn til nú fyrir rúmri viku. Mun mega ganga aS því vísu, aS úti sje um viSskipti hans hjer 1 þetta sinn, og er þaS tilfinnan- legur snoppungur bæSi fyrir þá, sem áttu hjá honum verS fyrir hesta sína frá því í sumar (um 60), og hina sem reiddu sig á fjársöluviSskipti viS hann í haust sunnan- lauds og norSan; nyrSra höfSu veriS boSaSir markaSir snemma í fyrra mánuSi og orSiS úr því eintómir prettir. TalaS er um einhverjar ábyrgSir nokkurra hjerlendra manna fyrir | fyrir hrossaskuldinni frá því í sumar; en hvaS vel hefir veriS um þær búiS, skal ósagt látiS, og eins hvort ábyrgSarmennirnir eru menn fyrir þeirri skuld, nema sumir. Hvaðanæva. Bretaveldi. Aldrei hefir til veriS, síSan heimur byggS- ist jafnstórt ríki og Bretaveldi, þó ekki fyrir víSlendis sakir eSa fólksfjölda, meS því aS Kína ber af því aS því leyti til hvorutveggja, held- ur vegna þess, aS þaS nær út yfir allan jarS- arhnöttinn meS sinni 25 milj. ferhyrnings- rasta landareign og 352 miljónum íbúa. Sól gengur aldrei til viSar í því ríki. Enskar eignir og lönd eru alstaSar. Varla eru til nokkrar þær landsnytjar, er ekki megi fá ein- hversstaSar í Bretaveldi. Af íbúum rík- isins eru 200 miljónir Hindúar, hjer um bil 70 milj. MúhameSstrúarmenn, nokkuS færri kristnir, og 8 miljónir Búdda-trúar. Heilög ritning er prentuS á 130 tungumálum handa íbúum sjálfs ríkisins. Indíalöndum og krúnu- nylendunum er stjórnaS meS ótakmörkuSu eiuveldi, en Kanada og Ástralía hafa sjálfs- forræSi og mjög frjálslega stjórnarskipun. I fylkinu Quebec í Kanada er töluS eingöngu franska; í Kap-nýlendunni er landsfólkiS mest- megnis iiollenzkt. Þeir, sem ríki þetta byggja, hafa nær alls konar menntunarstig. En þrátt fyrir allan þennan tvístring og mismun er hvervetna haldiS uppi frábærri reglu, og hvergi vottar fyrir hrörnun eSa rotnun. Flatarvídd heimalandsins er ekki nema Yso hluti af öllu ríkinu, og fólkstalan þar ekki nema */9 hluti allra þegna ríkisins. Lundúnir meS 4Ya milj. íbúa er höfuSstaS- ur alls þessa jötunríkis. Enn merkilegri verSa þessar tölur, er vjer minnumst þess, hve Bretaveldi er ungt aS tiltölu. Kómverjar þurftu hátt upp í 1000 ár til þess aS koma sjer upp ríki, sem var þó lítiS, þegar þaS stóð í mestum blóma, í samanburSi viS Bretaveldi, er varla getur lieitið nema 200 ára gamalt. Þegar Spán- verjar og Portúgalsmenn fundu og unnu Vest- urheim, tók England ekki nema lítinn þátt í skiptingu hins nýja heims. ÞaS voru trúar- ofsóknirnar á dögum Stúartanna, sem urðu til þess, aS upp risu enskar nýlendur í Ame- ríku; og það var Cromwell, er hóf það ný- lendustjórnarlag, er hann vann Jamaica, er komiS hefir fótum undir hiS brezka heims- ríki. Framan af var ekki hugsaS um annaS í heimalandinu en aS hagnýta nýlendurnar sjer til gróða og ábata, en þaS lag breyttist smám- saman og höfSingjalýðurinn enski, er mestu rjeS um allt stjórnarfar í landinu, fór smám- saman, aS finna til ábyrgðar á liðun þegn- anna í öllum hlutum ríkisins. Hins vegar hafa framfarirnar í nýlendunum haft góð og nytsamleg áhrif á heimalandiS og eflt þar frelsi og lýðstjórn. AriS 1836 komu hinir fyrstu landnemar til nýlendunnar Viktoríu í Ástralíu. Nú eru ekki nema 3 borgir í ríkinu meiri en höfuð- borgin þar, Melbourne. Fyrir 60 árum voru mannblót höfð um hönd meðal Maóría á Nýja- Sjálandi. Nú eru landsbúar þar orð’nir hjer um bil 700,000, búnir að fá mjög mikinn menntunarþroska og Maróríar orSnir þing- menn á löggjafarþingi þjóðarinnar. Lands- nytjar hafa allar nýlendurnar ákaflega miklar og margvlslegar auSsuppsprettur. Kap-ný- lendan mun brátt verða mesta gullland í heimi. Öll þessi ríki og lönd undir yfirráð- um Breta hljóta með tímanum að verða heim- kynni mikilla og voldugra þjóða, sem vel get- ur veriS að kveði mun meira aS en mörgum NorSurálfuþjóðum. Það eru engar líkur til, aS nýlendurnar muni skilja við heimalandið; þær eru tengdar því að kynferSi, tungumáli, sameiginlegri menntun og þjóðsiðum, auk mik- illa fjárhagslegra hagsmuna. Eignir og auð- æfi nýlendnanna eru aS miklum mun í hönd- um Englendinga í heimalandinu; öll peninga- lán þeirra hafa veriS tekin í Lundúnum. England fær mjög mikiS af matvælum sínum og óunnum varningi frá nýlendunum, en þær taka í móti meiri hlutann af iSnaðarmunum heimalandsins. T. d. keypti Astralía fyrir nokkrum árum enskar vefnaðarvöru fyrir 144 kr. á mann, en Frakkland og Þýzkaland ekki fyrir meira en 7—8 kr. á mann. HöfuSnýlenduríki Breta er Indland. Þar búa 300 milj. manna, en ekki er þar nema V1500 )>ver maSur enskur, og þó ráða þessir fáu Englendingar, um 200,000 alls, lögum og lofum yfir öllum þeim manngrúa. ÞaS er merkilegt, að svo örsmátt brot af landslýðn- um skuli geta drottnað yfir honum og látiS hlýSa sjer landiS af enda og á; að einn er- indreki t. d. skuli geta stjórnaS stuðnings- laust og svo að segja á eigin spýtur skatt- löndum með meira en 2 rnilj. íbúa. ÞaS er eingöngu því aS þakka, hve stjórninni er snilldarlega fyrirkomiS. Stjórnin er harSstjórn en viturleg, vönduS og góðviljuS harSstjórn, Stjórnin ábyrgist öllum trúarflokkum full- komiS trúarfrelsi, en bælir niSur harðri hendi allan fjandskap trúarflokkanna hvers viS ann- an. MeS vatnsveitingum, skógarrækt, járn- brautum 28,000 rastir vegar, og eflingu verzl- unar og iðnaðar hefir Bretum tekizt að bæta stórum efnahag landsfólksins. ASur voru hallæri mjög tíS þar í landi og heil skatt- lönd lifðu þar að staðaldri viS sult og seyru; en nú miðlar Indland öSrum þjóSum kynstr- um af hveiti. Enn fremur hefir stjómin kom- iS upp ágætum skólum í landinu; hvert þorp hefir sinn skóla, lagaðan eptir trúarbrögðum lýðsins á hverjum staS, þjóðerni og öðrum nauSsynjum. Þar eru og fjölda-margir æðri skólar og 3 háskólar. (Eptir professor F. H. Geffcken). Fjárhagur Norðurálfuríkja. Hann er ekki álitlegur; fer allt af versnandi hjá megin- landaþj óðunum að minnsta kosti. Ríkisskuld- irnar fara óðum vaxandi, og þar með skatta- álögurnar, einkum á almenningi. Landsreikn- ingarnir enda víða á skuldhalla á hverju ári. Á árunum 1885—93 höfðu ríkisskuldlr á meg- inlandi álfunnar aukizt um 17°/o og skattaá- lögur um 21°/0. Er víða svo komið, að þjóð- irnar geta ekki risið undir meiri álögum, en engar líkur til að heptur verði vöxturinn í útgjöldunum. Eptirfarandi yfirlit sýnir meðal-tekjur og-út- gjöld meginlandsríkjanna fyrnefnd 8 ár, og í aptasta dálki, hvað mikið ríkisskuldirnar hafa aukizt samtals á því tímabili, allt í miljónum króna. Tekjur Gjöld Skuldauki milj.kr. milj.kr. milj.kr. Frakkland 2304 2484 1602 Þýzkaland 2610 2970 3294 Rússland 1620 1890 2376 Austurríki 1440 1584 1314 Italia 1080 1134 540 Spánn 576 612 306 Portúgal 162 198 360 Onnur ríki 936 1008 648 Alls 10728 11880 10440 Hjer um bil 60% af skuldaukanum, þess- um 10440 miljónum króna, hefir verið varið til að leggja járnbrautir og til annara arð- samra og nytsamlegra fyrirtækja, en hinum 40°/o> sama sem 4200 miljónum kr., til her- búnaðar; þar sjest enginn ögn eptir af, ekkert annað en vaxtakvöðin og skuldakrafan. I 16 ríkjum óx herkostnaðurinn á fyrnefnd- um 8 árum úr 2304 milj. króna upp í 2628 miljónir. Jafnframt hækkuSu skattaálögur í þessum ríkjum á sama tímabili úr 9865 milj. króna upp í 11682 milj. kr., og kom þessi hækkun aðallega fram í álögum þeim, er helzt lenda á almúganum, en það er toll á nauð- synjavörum og algengustu munaðarvörum. Sá flokkur ar skattaálögum jókst á Frakk- landi um 15%, en á Þýzkalandi um 67% og Rússlandi um 30%. Eptirfarandi tafla sýnir í fyrsta dálki ríkis- skuldirnar í ýmsum Norðurálfuríkjum, í 2. dálki, hve miklu af þeim hefir verið varið til járnbrauta, en í 3. dálki þaS af ríkisskuldunum, er ekkert hefir fengizt fyrir í aSra hönd, með öSrum orðum, sem variS hefir veriS mestmegn- is til hernaðar og herbúnaðar. Skuldir alls Járnbr. Afgangur milj. kr. milj.kr. milj.kr. Frakkland 21942 756 21186 Þýzkaland 10224 8766 1458 Rússland 10098 2898 7200 Aausturríki 9774 2286 7488 Ítalía 8730 2286 6444 Spánn 4302 0 4302 Portúgal 2322 252 2070 Holland 1584 306 1278 Belgía 1548 936 612 Rúmenía 738 576 162 SvíþjóS 396 396 0 Ýms lönd 1242 180 1062 Alls 72900 19638 53262 Bjarglið á sjó. YíSa eru í siðuSum lönd- um hafðir björgunarbátar og bjargliS til taks á landi, sem hættast er við skipreikum, og hefir að miklu haldi komiS. En þaS er tóm, tilviljun, ef rekizt er á skip í nauSum stödd úti á reginhafi, svo að bjargað verður mönnum eða munum. Nú hefir enskur maður, er Foxton Craggs heitir, komiS fram með uppástungu um að koma á fót bjargliði á sjó. Hann vill láta smíSa svo og svo mörg gufuskip í því skini, björgunarskip, sem sje á vakki úti á reginhafi, þar sem mest er umferS, og að auki stóran vistabyrðing, 2,500 smálesta, er liggi við akkeri úti í miðju Atlanzhafi t. d. og hafi aS geyma kola-forSa og vista m. m. handa björgunarskipunum. Þau eiga aS vera mjög rammger og mjög hraSskreiS, 160 fetaálengd 30 breidd og 16 á dýpt, hafa stormsegl, rek- akkeri og öldubrjóta, til þess að dreifa olíu á ylgdan sjó, enn fremur 2 gufubáta, gufudælur og miklar birgðir af beztu og nýjustu tjarg-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.