Ísafold - 28.11.1896, Síða 2
52G
og loks fyrir Borgfirðinga; hann var forseti
neðri deildar 1885, og varafori eii á mörgum
þingum, en framsögumaður fjiírlaganefndar-
innar á þremur fyrstu þingunum eptir að al-
þingi fjekk löggjafarvald. Amtsráösmaður var
hann og í SuSuramtinu mörg ár. Hann hafði
og á hendi ritstjórn Isafoldar aS mestu árin
1878—82.
Dr. Grímur hafði skarpar og fjörugar gáfur.
Hann var fróður maður og víðlesinn í fornum
bókmenntum og n/jum; hafði hann sjerstak-
lega miklar mætur á fornritum Grikkja og
Bómverja. Hann var vel máli farinn, fyndinn
og orðheppinn; gleðimaður í samkvæmum. Ept-
ir hann liggja ýmsar ritgjörðir í tímaritum
vorum, auk fjölda greina í dönskum blöðum
og tímaritum frá fyrri tímum. En lengst
munu ljóð hans (prentuð í tveimur söfnum,
1880 og 1895) halda minningu hans á lopti.
Eru mörg þeirra kjörgripir 1 bókmenntasafni
voru, einkennilega ram-íslenzk og þjóðleg í orðs-
ins beztu merkingu.
Grunsamlegur sklpsbrunl. Sá atburður
varð aðfaranótt 20. þ. m., að fiskiskúta, er
uppi stóð í Gufunesi, brann til kaldra kola.
Hafði smiður veriö þar um tíma undanfarið
að þjetta skipið og tjarga, haft eld í eldstóm
skipsins og ljós, og af þvf kviknað í skipinu,
honum ósjálfrátt, -—- eða sjálfrátt, ef tilhæfa
skyldi reynast í grun þeim, er á honum ligg-
ur um það, og styðst helzt við það atvik, að
keypt hafði verið nýlega eldsvoðaábyrgð á
skipinu meira en helmingi hærri en það hafði
verið virt skömmu áður, — virt á 2600 kr.,
en vátryggt fyrir 6000 kr.! — samfara í-
skyggilegnm vafningum á eignarumráðum
skipsins: nýlega orðinn eigandi að því eptir
þinglýstu afsalsbrjefi maöur, sem ekkert skipti
sjer af því og ekki átti einu sinni að borga
neitt í því fyr en í vor, en þar á móti var
það seljandinn, sem smiðinn rjeð til að gera
að skipinu og hafði einn afskipti af því, eins
og hann væri enn eigandi, en ekki hinn, og
báðir þó heimamenn hjer í bænum. Hafði
ábyrgöin meira að segja verið hækkuð nýlega
um þriðjung, tilefnislaust skipt um ábyrgðar-
fjelög í því skini. Próf standa yfir í málinu,
og eru þeir hafðir í gæzluvarðhaldi, smiður-
inn, seljandinn og kaupandinn. Grunurinn
mun vera sá, að salan hafi verið gerð til
málamynda, í því skini, að svo yrði litið á,
sem hinn rjetti eigandi, seljandinn, hlyti að
vera hlutlaus af allri hagsmunavon af brun-
anum.
Maður varð bráðkvaddur hjer í
tukthúsinu aðfaranótt hins 25. þ. m., Jens
nokkur Jafetsson, Einarssonar stúdents, Jóns-
sonar, sjómaður, kominn nokkuð á sextugs-
aldur; hafði verið í förum erlendis mörg ár
og átt heima f Kaupmannahöfn og verið
kvæntur þar, en hafðist hjer við síðustu árin
hjá frændfólki sínu. Hann hafði fundizt
kvöldið áður liggjandi drukkinn og ósjálfbjarga
hjer á götum bæjarins, og verið fariS með
hann af lögregluþjóni við annan mann til
næturgistingar í tukthúsinu, með því að hann
gat eða vildi ekki vísa á neitt athvarf, er
hann ætti hjer annaö, en var nýkominn sam"
dægurs sunnan úr Njarðvíkum; mun hafa tal"
izt eiga þar helzt heima. Morguninn eptir
fannst hann örendur í rúminu í varðhalds-
klefa þeim, er hann hafði verið látinn í kveldið
fyrir,og hyggja menn hann hafadáiöúr (lungna)-
slagi; hafði fangi f næstu kompu heyrt til
hans tvö sog, skömmu eptir aS fangavörður
var geugiru frú honum um kveldið. Ilaun
hafði veriB drykkjumaður frá uugum aldii og
v„r sendur L.ingað á sína sveit fyrir nokkrum
árum frá Kaupmannahöfn sem ósjalfbjarga
ómagi. Það sást á honum dauSum, að hann
hafði verið votur í fætur, þegar hann var
látinn inn, en fangavöröur ekki varað sig á,
að þörf væri að gæta að, hvernig hann væri
til fara, með þvf að hann virtist þá vera með
því ráði og svo hress, að hann gæti athafnað
sig sjálfur, háttað o. s. frv.
Þetta var yfirsjón af fangaverSi, þótt af-
sakanleg kunni að vera eptir atvikum. En
engar líkur fundu samt læknar, er líkið krufðu
í gær, fyrir því, aS maðurinn hefði dáið af inn-
kulsi. BanameiniS virSist að þeirra dómi hafa
verið það, að æð hefir sprungiS eða tepzt í hægra
lunganu; það var allt mjög blóðhlaupið. AS
öðru leyti sá ekkert á manninum utan nje
innan. Lætur landlæknir, sem stóð fyrir skoð-
uninni, þess getið, að sama eða lfkt hafi orð-
ið bræðrum hans tveimur að bana; honum er
það kunnugt, með þvf að hann hefir verið
hjer hjeraðslæknir fram undir 30 ár.
Það er tilhœfulaus uppspuni, og hann
mj'úg vítaverður, að nokkuð hafi farið þaS
þeim á milli, hinum dána og þeim, sem fóru
með hann í tukthúsiS, er hafi getað oröið or-
sök í fráfalli hans, beinlínis eða óbeinlínis. Þetta
er svo sannanlegt, sem frekast verður til ætlazt,
meðal annars af framburði sjónar- og heyrnar-
votta. Ekkert blak og ekkert stygöaryrði, að frá
teknum einhverjum markleysu- eða nöldurs-
ónotum f orði af hálfu hins drukkna manns,
sem alvanalegt er við þess kyns atvik og eng-
inn kippir sjer upp við. Enda var Jens heit-
inn maöur lundhægur og óáleitinn. Hann
hafði og ekkert fyrir sjer gert.
Það er að öðru leyti engan veginn viSfeldin
regla, þótt fylg't sje hjer, aS hafa tukthúsiS
fyrir hæli handa þeim, er hittast ósjálfbjarga
á víðavangi í bænum og ekki eru veikir, svo
framarlega sem þeir geta ekki vísað á
annað athvarf, eða ókunnugt er um það. ÞaS
er sjálfsagt, að sjerstaklegt hæli í því skini
mundi kosta nokkuð. En mannúSlegra væri
það.
Annað er það athugavert, að ekki skuli
vera hafður sá útbúnaður í varðhaldskompun-
um f hegningarhúsinu, að þeir, sem þar eru,
geti með hægu móti gert viðvart, ef þeim
liggur á, t. d. verður snögglega illt. Baunar
eru helzt líkur til, að það hefði ekkert þýtt í
þetta skipti. En eigi aS síður virðist
þetta vera mjög viSsjárverður annmarki, sem
ekki ætti að leggjast undir höfuð úr aðbæta.
Póstskipið i>Laui-íi», kapt. Christiansen,
kom hjer í gærmorgun síðustu ferðina á þessu
ári. Enginn farþegi með. Engar nýjar frjett-
ir. Það er ráðgert, aS skipið fari aptur mið-
vikudag 2. desember.
Landskipið »Vesta« lagði á stað á þriSju-
daginn, 24. þ. m., austur fyrir land og norð-
ur.
í fardögum 1897, fæst til ábúðar hálf
heimajörðin Innri-Hólmur og máské öll til
til ábúðar og einnig tii sölu, ef svo um
semur. Jörðin er mikil heyskaparjörð,
bæði af töðu og útheyi, og hefir nú á
seinni árum stórmikla endurbót fengið,
bæði meö túnasljettu og varnarskurði fyrir
engjum. Semja má við undirskrifaðan.
Innra-Hólmi, 25. nóv. 1896.
Árni Þorvaldsson.
Nýkomið i verzlun
H. T l , A. Thomsens
með eimskipcnum »Vesta« og »Laura«:
Eúg, rúgrojöl, bankabygg, grjón, Victoria-
baunir, hænsabygg, hafrar, malt, og aðrar
korntegundir
Jóiatrje, epli, laukur, kartöflur, vaihnetur,
skógarhnetur, konfekt-rúsínur, og brjósts-
sykur, krakmöndlur, breudar möndlur,
sterínkerti, jólakerti, spil, barnaskil og m. fl.
Súkkulaði, margar tegundir, pækilkrydd
(syltetöj), saf;, niðursoðr.ir ávextir, niður-
soðið kjöt og fiskmeti, reykt svínslær, ílesk
saltað, margar nýjar tegundir af osti,
einnig ekta svissneskan ost.
Rjóltóbak, rullu, reyktóbak, vindla í 1/1
Va °S Vr stokkum portvín, seresvín(Sherry),
kampavín, bankó, bitter, genever, St. Kroix-
romm, Guava romm, margar teg. af' konj-
aki, Whisky á 1,60 og 1,80,Rinarvín, rauð-
vin, og rnikið af Good Templara-vínum.
Hengi-, borð- og handlampar, lampaglös,
og iampahjálmar, glasburstar, kolakassar,
koiasleifar; ofnhlífar, ofn-eldverjur, skarn-
skóflur, steinolíuofnar á 14,00 og 25,00.
Sernent, þakpappi, ofnpípur, málning af
öllum litum, fernisolía, lakk og þurkunar-
efni.
Jólaborðið verður til sýnis eptir nokkra
daga, í sje'stöku herbergi; á því verður
fjöldi af fallegum og nytsömum smáhlut-
um, mjög hentugum til JÓLAÖJAFA.
Jólatrjestáss, grímur, Kotilions-orður, bali-
ritbly o. m. fl.
W. Christensens verzlun
Nýkomið: alls konar nýlenduvörur.
Ágætt kaífi til brennslunnar við verzlunina.
Holl. ostur, skinke,reykt og saltað síðuflesk.
Epli, vínber, konfekt-rúsínur, krakmöndl-
ur, spilj jólaljós, valhnetur, hasselhnetur,
konfekt brjóstsykur, chocolade,
marsipaufigúrur.
Eidhúslampar, lampaglös, glasahreinsarar.
ísl. almanak 1897.
W. Christensens verzlun
selur
ágætar ísl. rullupylsur.
Nýkomið með „Laura“
a-lls konar þurkuð blóm og grátt lyng.
Enn fremur tilbúnar silkislaufur á kransa.
Sömuleiðis sel jeg kransa og krossa.
María Hansen.
Kaþólska kirkjan
í Landakoti.
Prjedikun kl. 12 hvern sunnudag.
$017““ Lesið
Innan- og utanbæjarmenn sem þurfið að fá
ykkur nýjan skófatnað, ættuð að panta hann
hjá mjer, því jaínframt því, sem hann er að
efni og útliti miög vandaður, þá er hann líka
ódýrari en alstaðar annarstaðar i bænum, og
sömuleiðis allar viðgerðir, og setti hver sá sem
vill fá vel borgaða peninga sína, að sinna boði
þessu, sem að líkindum stendur ekki lengur
en til 15. janúar næsta ár,
26 Laugaveg 26.
Jóhann Jóhannesson,