Ísafold - 30.01.1897, Blaðsíða 2
18
ekkert vandrœðamyrkur með fullu tungli. —
Loks hafði ferð þessi með hinum breiðfirzku
viðkomustöðum m. m. verið auglýst í blöðum
í Kaupmannahöfn, áður en skipið lagði á stað
þaðan í þessa ferð, og hefðu þá ábyrgðarfje-
lög átt að koma fram með mótmæli sín, ef
þau annars hefðu viljað eða haft nokkra heim-
ild til þess eptir samningum sínum.
Það er stórfje, sem landsútgerðin hlvtur að
láta af hendi í skaðabætur til þeirra, er orð-
ið hafa fyrir skakkafalli af óorðheldni þessarri,
en hún hl/tur apt.ur að eiga aðgang að skip-
stjóra, sem óhugsandi er að geti haft sig und-
an sökurn eptir þessum málavöxtum; og vill
þá svo vel til, að það sem hans ábyrgð hrökkur
ekki, mun lenda á gufuskipafjelaginu sem hús-
bóuda hans, eptir farmannabálki Dana. En
hvernig sern því máli lýkur, þá er vonandi
að farstjórn landsgufuskipsins verði ekki svo
óforsjál að láta þennan rnann styra skipinu
framar.
Því þó að fjarstæða sje sjálfsagt að ímynda
sjer að hann af ásettu ráði hafi verið vald-
ur að slysinu á Akureyri, þá munu ekki ein-
ungis flestir farmenn, heldur og flestir aðrir
tnenn með heilbrigðri skynsemi samdóma um,
að hann hafi þar farið óskiljanlega ógætilega
að, — að gera ekki nógu víða vök um sig,
þegar hann kom inn á höfnina, og snúa ekki
skipinu við þá þegar, til þess að geta haft
stefnið en ekki st/rið til að brjóta frá sjer,
þegar hann færi út aptur. Þetta var algeng-
ur lagnaðarís, sem hver skipstjóri er alvanur
við í Eystrasalti og sundunum dönsku, hvað
þá heldur norðar betur. Það hefði verið allt
annað mál, þótt honum hefði hlekknt á í haf-
ís fyrir klaufaskap. En það er háttalag hans
í þessarri síðustu ferð, sem virðist gera hon-
um með engu móti trúandi fyrir að st/ra
iandsskipinu framar. Og færi svo ólíkiega, að
gufuskipafjelagið gerði það skilyrði fyrir láni
á »Yestu«, að Corfitzon eða einhver hans nóti
st/rði henni, virðist farstjórninni þar með al-
veg fyrirmunað að eiga við það fjelag um
skipslán framar.
Árangur af bólusetningu á sauðfje.
Samkvæmt samningi, er hreppsnefndin
iijer í hreppi, ásamt nokkrum mönnum öðr-
um, gjörði í fyrra vetur, við herra Þórð Stefáns-
son frá Varmalæk í Borgarfjarðarsyslu, kom
hann hingað suður snemma í síðastl. októberm.
til að bólusetja sauðfje. Hann hafði meðferðis öll
bólusetningarverkfæri og nokkurt bóluefni.
Hjer í hreptpi mun hann hafa bólusett sam-
tals hátt á 5. hundrað fjáreða máske full 500,
sem allt var veturgamalt fje og lömb, en það
er sá aldur, sem fje er hættast við pest.
Bólusetningin sjálf heppnaðist svo vel, að af
honni drápust einar 3 kindur í öllum hreppn-
um.
Af hinu bólusetta fje hafa síðan drepizt úr
bráðafári samtals 20 kindur, og hafa flestar
þeirra farið á einum bæ, Auðnum. Þar hafa
drepizt 13 úr bráðapest af 92 bólusettum. í
Vogunum hafa drepizt 2 kindur af 51 bólusettri;
í Landakoti, á Þórustöðum og í Kálfatjarnar-
hverfi hafa drepizt 3 af 105 bólusettum, í
Llekkuvík og á Vatnsleysum .2 af 180 bólu-
settum.
Hjer að auk bólusetti Þórður margt fje í
Hraununum um leið og hann fór inn um apt-
ur; þar höfðu nokkrar kindur (náiægt 20)
drepizt af bólusetningunni, en úr bráðapest er
sagt, að engin hafi farizt þar af hinum bólu-
settu allt til þessa.
Með því að talsvert hefur drepizt hjer og í
Hraununum úr bráðapest, af því fje, sem
ekki var bólusett, og það af því fje, sem síð-
ur hefir reynzt móttækilegt fyrir bráðapestina
heldur en hitt, sem bólusett var, þykjast
menn komnir að raun um, að bólusetningin,
þegar hún heppnast, muni vera hið eina varn-
armeðal móti henni, sem enn er kunnugt orð-
ið; en sjálfsagt er talsverður vandi á því að
skammta innspytu- eða bóluefnið mátulega
mikið og hæfilega sterkt í hverja kind; mun
það vera sá vandi, sem ekki lærist fyrri en
með æfingu og reynslu, því svo lítur út, sem
sumar kindur þoli vel þann skammt, er aðrar
drepast af.
Kostnaðurinn við bólusetninguna hjer varð
10 aurar fyrir bverja kind, sem bólusett var,
og mun enginn sjá eptir þeim aurum, sem
til þess var varið hjer í hreppi.
Landakoti 15. janúar 1897.
Guðm. Guðmundsson.
Skýrsía um landskjálfta-tjón. Eptir-
farandi skýrsla er hjer birt sem sýnishorn þess,
hvernig landskjálftarnir hafa leikið ýms góð hýli
og góða búendur. Annað þýðir hún ekki, raeð
þvi að hún er að eins frá einum bæ.
! Skýrsla uni tjónið, sem hlauzt af landskjálftanum jjann
26. og 27. ágúst 1896 í Ásum í Gnúpverjahrepp.
1. Húsahrun. Að áliti matsmanna fjellu 17
| hús að þökum og veggjum; 6 kindahús, er rúm-
uðu 280 fjár, hesthús fyrir 10 besta, 2 hesthús
: fyrir 8 hesta (bæði), fjós fyrir 7 nautgripi, hjallur
] (8X4 al.), kofi (6X4 al.), smiðja ýlOX4 al.), húr
(10X5 al.), eldhús (6X7 al.), 2 heyhlöður, er
rúmuðu hvor 50 hesta af heyi; göng frá búri,
eldhúsi, stofu og baðstofu gjörfjellu að þaki og
veggjum. Auk þessara 17 húsa skemmdust 5hús
önnur; skemma 12X18 álna, hrundi þak að mestu
(grindarhús), langbönd og helia brotnaði; heyhlaða,
sem tekur full 300 hesta af heyi, stórskemmdist að
veggjum, hrundu úr þeira stykki; önnur heyhlaða,
sem rúmar 30 hesta af heyi, bilaði að þaki og
veggjum; stofa (7X5‘þ al.) gekk úr lagi, þiljur
| hrundu inn á gólf, veggir gengu frá; baðstofa
i (14X6 al.) gekk í sundur, brotnuðu allir binding-
ar i sundur, 2 sperrur gengu 2 þuml. inn af mó-
j leðri öðru megin, allar hillur losnuðu, gaflhiaðið
I hrundi inn á aptara þilið, svo því lá við broti.
Þetta allt var metið 1100 kr. — Ath. Húsagarð-
ar allir fjellu. Kálgarðar og túngarðar skemmd-
ust.
2. Skemmdir á munum, er urðu undir:
J 10 laupar, 4 kláfar, 1 tunna, 1 kaggi, 2 fötur, 2
keröld, 2 rokkar, 1 olíulampi, 4 diskar, 4 matar-
I skálar, 2 bollapör með fleiru brotnaði.
3. Matvara. Skemmdist '/2 tunna skyrs, 2 tn.
sýru; smjör og matvara við það að flækjast með
það úti um tún um langan tíma; 3 mála mjólk,
sem til var, eyðilagðist og um lengri tima, sem
ekki var hægt að hagnýta sjer mjólk fyrir húsa-
leysi; kýrnar urðu að liggja úti, og geltust við
það mjög mikið sernar á sama hátt af annriki
fólks og hræðslu þegar rökkva tók.
4. Heyskapartjón. Vegna landskjálftans tap-
aði jeg frá heyskap: 70 dagsv. karlmanna, 36 dagsv.
kvennmanna, og reiknast mjer svo til að jeg hafi
tapað af heyi 175 hestum, sem er fóður handa
þessum fjenaði, eptir ásetningu hjer:
1 kýr 40 h. Meðgjöf. 72 kr.
1 vetrungur .... 20 — 26 —
30 lömb 60 — 120 —
30 veturgamlar kindur . . 30 — 60 —
50 sauðir 25- 75 —
353 kr.
Viðvikjandi húsunnm skal þess getið, að sum
þeirra voru forn, en þó stæðileg. A næstliðnu
vori keypti jeg öll húsin, önnur en leiguhús, og
kostuðu þau samtals 600 — sex hundruð — krón-
ur. Leiguhús voru þau húsin, sem helzt voru
stæðileg, og voru þau þessi: Baðstofa, búr, eld-
hús, fjós, bæjardyrnar, göng ölh Og var álag á
þau öll undir 90 — niutíu — krónur.
Þess má geta, að megnið af engjunum er mýri,
en hún umhverfðist svo í landskjálftunum, að mos-
inn gekk allur upp 0g lá ofan á, svo að ómögu-
legt var að siá; auk þess fylltist mýrin af vatai,
þó þurviðri gengju.
Þegar jeg sá, hvernig komið var með engjam-
ar, og heyskapinn yfirleitt, tók jeg það fyrir að
bjóða í hey, sem voru seld á býli einu (Skálda-
búðum), sem lagðist i eyði eptir landskjálftana.
Það hey kostaði mig 160 kr. — hundrað og sextiu
krónur. Neyddist jeg til að byggja þar upp fall-
in hús og hafa þar mann í allan vetur. (Skilmál-
ar að flytja ekki heyið burt). Þar af leiðir, að
jeg gat ekki byggt upp heima hjá mjer, og á
niðri 3 kindahús stór, hesthús stórt og smiðju.
Auk þess, sem hjer er talið, liggur tjónið af
landskjálftunum ekki sizt í þvi:
1. að verða að farga skepnum af heyjum sjer
til stórtjóns, einkum í svo slæmu söluári, sem var
í hanst.
2. að setja fje mjög á vogun.
3. að verða að hafa fjeð í köldum og lekum
húsum, sem gjörir það arðminna.
4. að geta ekki borið áburð á tún i tima eða
alls ekki, fyrir annríki við byggingar.
6. að geta ekkert hlynnt að jörðinni með jarða-
bótum eða viðhaldi þeirra, svo að hún hlýtur að
komast í órækt.
Skal hjer því staðar numið, því allt tjónið verð-
ur seint upp talið.
Viðlika tjón og hjá mjer varð tiltölulega hjá
nágrönnum mínum.
Ásum., í des. 1896.
Gísli Einarsson.
Búnaðarfjelag' Suðuramtsins. Fyrri
ársfundur þess var haldinn 27. þ. m. Eptir
framlögSum f. á. reikningi átti fjelagið í sjóði
í árslok rúml. 28V2 þús. kr. Til að endur-
sltoða reikninginn voru endurkosnir þeir Björn
Jónsson ritstj. og Jón Jensson yfirdómari.
Tala fjelagsmanna nú 309.
Forseti (H. Kr. FriSr.) skyrði frá störfum
búfræSinga í þjónustu fjelagsins árið sem leið,
samkvæmt því er segir í n/prentaðri sk/rslu
fjelagsins. Laridlæknir dr. J. Jónassen vildi
láta takmarka sem mest eða jafnvel hætta
við að láta búfræðinga vinna á fjelagsius
kostnað ókeypis hjá bændum, og væri nær að
verja fje til einhvers, sem meira væri í variö,
t. d. utanfarar fyrir efnilega búfræöinga.
Tóku nokkrir aðrir fundarmenn undir það, að
óhætt mundi úr þessu að færa heldur saman
kviarnar í þeim útgjaldaliö fjelagsins smám-
saman; þó urðu 14 atkv. af 27 á fundi (auk
forseta) með því að veita fjelagsstjórninni
þetta ár til umráða 1000 kr. handa feröabú-
fræðingum, þó að stungið væri upp á á fund-
irium að færa sig niður í 800 kr.
Sigurður búfr. Sigurðsson hafði sótt unx
800 kr. styrk til utanfarar til að framast í
verklegri búnaöarfræöi með ferðalögum um
Danmiirku, Svíþjóð og Norveg, og 2 ára dvöl
þar í minnsta lagi, og gizkaði á, að hann
þyrfti að leggja til 1200 kr. frá sjálfum sjer;
skyldi styrkurinn skiptast á 2 ár, 1896 og
1897. Var það samþykkt í einu hljóði. Með
samskonar ferðastyrk, 600 kr., handa (Jísla
búfræð. Þorbjarnarsyni voru ekki nema 2—3
atkv. Loks var samþykkt með 14 atkv.
gegn 13, að veita stjórn fjelagsins vald til
að styrkja, ef henni s/ndist, einhvern einu
búfræðing til dvalar í útlöndum eitt ár, með
400 kr. úr fjelagssjóöi.
I verðlaunanefnd voru endurlcosnir: Arni
Thorsteinsson landfógeti, Björn Jónsson ritstj-
og dr. J. .Jónassen landlæknir.