Ísafold - 02.02.1897, Síða 2

Ísafold - 02.02.1897, Síða 2
22 fyrir skömmu orðið að snúast við stríðum róst- ura í Betsjúanalanrli, landasvæðinu mikla í útnorður frá Transvaal. Her Egipta og Englendinga heldur kyrru fyrir við Dongola, en stundum er jskyggilega sagt af viðbúnaði kalífsins í Omdurman, eða fals- spámannsins nyja, er Abdullah heitir. Talaðum að Englendingar ætli fyrst að sækja Berber, bæinn við Nílfljótið, en ekki Khartum; en sumir segja, að þetta kunni þó að dragast til miðsumars eða jafnvel til hausts. Hve kappsamlega Englendingar halda til yfirburða á liafinu, má ráða af því, að þeir á seinustu 5 árum hafa varið 470 milj. króna til flotaauka, eða 200 milj. meir en Frakkar. Nefnd, sem hefir haft Jolin Morley fyrir for- seta og átt að rannsaka ríkisskattgjald Ira, hef- ir komizt á þá niðurstöðu, að landið hafi í lang- an tíma goldið 2l/3 milj. pd. st. meira á ári en skyldi. Bóta nú krafizt af Englandi og mála- rjettinga. Hjer allir flokkar íra á einu máli. Kvöðinni mótmælt af stjórninni og sigur henn- ar á þinginu sjálfsagður talinn að svo komnu. Heinni hluta ársins bárust raunafrjettir frá Bombay á Indlandi og víðar, bæði af hung- ursneyð sökum kornbrests, og banvænustu og mannskæðustu drepkvlapest. Henni er líkt við Svarta-dauð'a og ótal þús. Hindúa af henni dánir, en helmingur fólksins á burt flúinn úr borginni. Þýzbaland. I>ó miður sje í sögur fær- andi, má á drepa, að 3 embættismenn í lög- reglunni eða fleiri hafa mátt hegningu sæta fyrir það, að þeir hafa komið rógi í blöð og látið hafa sig til að kveikja grun og tor- tryggni meðal sjálfra ráðherranna. Sagt, að slíkir skuggasveinar lögregluunar stafi frá Bismarcks-tímum. Uppbyrrjun rannsókna og saka var nú sú, að ranghermd orð Kússa- keisara, er hann svaraði kveðju Vilhjálms keis- ara í Breslau, komust í blöð, en svo fallin báru þau heldur hneykslis-blæ en vináttu. Hjer skyldu svo böndin borin að einhverjum ráðherranna eða sendiboða, er vdð voru staddir. Sem flestum mun kunnugt hafa hólmgöng- ur eða einvígi liðsforingja á Þvzkalandi þótt öfg- um sæta. Nú er boðun birt frá keisaranum, þar sem fyrir er lagt að skipa æruráð og æru- dóma til að prófa móðgunarefnin og ráða til sátta, þegar þau gegna lítilræðum. Takmörk- un að vísu, en sum blöðin kalla, að hjer hefði mátt reisa megnari stíflur. Verkmenn á hafnarstöðvum Hamborgar og Brima byrjuðu verkfall í nóvembermán. við ferming og afferming skipa. Þeir urðu í Ham- borg um tuttugu þús., sem frá vinnu gengu; eu kaupmenn fengu fólk frá öðrum stöðum, og finna þeir mun minni vanhaga en hinir, seín nú eru að kikna og mega hörðu sæta af lögreglunni og varðliöi borgarinnar, er þeir nalgast liafnarsvæðin. Frakkland. Á nyári sendust þeir Faure forseti og Rússakeisari blíðustu hugðarkveðjur á í þjóðanna nafni. Nú efast enginn um, að samband milli þeirra er ráðið og sáttmála bundið, hverju sem það svo gegnir á ókomnum tímum. Sem vita má halda Frakkar áfram af alefli keppineytinu við Þjóðverja, hvað herkostnað og herefling snertir. Útgjöldin á þessu ári talin til 625 miljóna; hjá Þjóðverjum til 628. — í árslokin barst sú fregn, að á næstu árum skuli nj'jum útgjöldum á 500 mill. deilt milli flotaeflingar og nyrra skotvopna landhersins. Þyzku blöðin sögðu þegar: »slíkt verðum vjer að taka til greina; en eitt getum vjer reitt oss á, að vjer eigum lengi meiri fólksfjölda að baki«. I nokkur ár hefir vitur og dugmikill mað- ur, Courcel að nafni, barón, verið sendiboði Frakka í Lundúnum. Hann hefir ávallt lagt sig mjög fram um að hylla sem bezt hvora að öðrum, Frakka og Englendinga, en hefir nú beiðzt lausnar frá embættinu. Af viðtals- manni er eptir honum haft, að Frökkum hafi orðið að mislíka, er hinir virtu þá ekki viðtals og fóru leynt með ráð sitt, áður en þeir lögðu á stað með her Egipta suður eptir. Annars á hann að hafa sagzt vona og treysta á nýjan samdrátt og samkomulag í öllum málum með báðum þjóðunum. Fj'rir skömmu þriðjahlutakosningar til öld- ungadeildarinnar um garð gengnar, og efldist við þær fylgisafli stjórnarinnar. Italía. Svo er stytzt að greina, að friður- inu við Menelilc konung er saminn og stað- festur (26. nóv.), og kostirnir fyrir Itali mun sanngjarnari og vægari en viðvar búizt. Peninga- gjalds að eins krafizt, að því sagt er, fyrir kost- hald hertekinna manna og hjúkrun við þá eða annan fyrirgreiða. Landamerkjalínan skal nánar einskorðuð innan árs, en flestir telja víst, að hún verði heldur færð út en inn, og mikið mun hæft í, að Italir hafi notið hjer málstuðnings Frakka og Rússa. Hitt er auð- vitað, að Italir hljóta eptirleiðis, sem stjórn- vitringar þeirra minna þá nú á, að hafa land- svæðið Erythreu fyrir nýlendu, en ekki hern- aðarstöð. Spánarveldi. Areiðanlegt mun það vera, að Spánverjum hefir vegnað betur undir árs- lokin á báðum stöðum, Filipseyjum og Cúba. Mátti það þykja fyrir þá miklu varða á Cúba, er höfuðforinginn Maceó fjell í bardaga við ofureflislið í byrjun desembers; sumar sögur bera, að fyrirliði Spánverja, Cerujeda að nafni. hafi ginnt hann á viðtal og látið þar vinna á honum til bana. Slíkt mun rjett að láta liggja milli hluta fyrst um sinn. Það kann satt að vera, sem sagt er, að uppreistarmenn hafi við þetta gugnað heldur, en hitt líka, sem flestir ætla, að Spánverjar eigi mikið ept- ir óunnið, ef vopnunum einum er beitt, og ekki samningarboðum upp á bærileg kjör og sjálfstjórnarkosti. Þá er og hitt, að þó stjórn- in í Whasington hafi lagt allt sem stillilegast til, er þeir buðust til sátta-umleitunar, þá er nú hvassara tekið á Cúbamálinu á bandaþing- inu. I öldungadeilditini er nú gerður góður rómur að tveim uppástungum: að lýsa upp- reistarmenn löghæfa og rjetthæfa stríðsheyj- endur, eða þá eyland þeirra sjálfstætt þjóð- veldi. Cleveland tekur öllu fjarri og sem stendur er búizt við þingstríði um rjettindi hans gagnvart þinginu. Hvað við tekur, þeg- ar McKinley sezt að stjórn, er enn bágt að vita. Tyrkjaveldi Eptir seinustu áminningar hins rússneska sendiboða, Nelidows, í nafni stórveldanna, boðaði soldán rjett fyrir jólin uppgjafir saka við Armeninga með ýmsum takmarkandi skilyrðum. En ógæfan er, að allt dregst um efndir og framkvæmdir —, og opt er peningaleysinu um kennt. Fyrir skömmu ætlaði soldán að taka traustataki fje úr tryggingarsjóði ríkisins fyrir skuldaborgun, en Nelidow skundaði til hans og hótaði hörðu, og varð soldán lafhræddur. Þessa rögg tók sendiboðinn á sig fyrir vinina á Frakklandi, því þeir eiga hjer til hins mesta að telja. Að draga við sjálfan sig lærist soldáni aldrei, eða að hemja gripdeildir og fjárpretti embættis manna sinna. »Ástand lands vors er hræði- Iegt«, sagði herforinginn Fúad pasja fyrir skömmu, og þjófa og ræningja kallaði hann þá alla, sem með embættin færu, ofan fra stórvezírnum og rununa alla niðureptir. — Annaðhvort verður stórveldunum að koma saman um nýtt fjárlán handa Tyrkjaveldi og' þá um leið um tilsjóu og vörzlu, eða við hinu búið, að Rússar og Frakkar gjöri sig eina að fjarhaldsmönnum soldáns. En hvað þá? Að kveMi. Allra-síðustu tíðindi bera, að sendiboða Spánverja í Washington og Olney, ráðh. utanríkism., hafi samizt um þá friðar- kosti, sem uppreistarmönnum á Cúba skulu boðnir. Sjómannakennslan í Árnessýslu og menntunarfýsn alþýðu. Eptir síra Olaf Olafsson í Arnarbæli. Þess er opt minnzt í ritum og ræðum, að alþýða hjer á landi sje menntunarfús og fróð- leiksgjörn; opt. má líka heyra fullorðna menn minnast á það með hrygð og gremju, að þeir hafi goldið og gjaldi þess á fullorðinsárunum, hve fátt og lítið þeim var kennt í æsku. Það er líka jafnan að verða mönnum ljósara, að þótt bókvitið verði ekki beinlínis látið í ask- ana, þá eigi það samt, ef vel er að gáð og rjett er á litið, ekki lítinn þátt í að gjöra hvern og einn hæfari og færari til að afla sjer einhvers þess, sem í askinn verði látið. Sá sannleikur er jafnan að skýrast betur fyrir flestum, að menntunin sje hyrningarsteinn og undirstaða allra sannra framfara, að þau »fífl, sem fátt er kennt«, eigi sjer litla framtíðar- von að meuningu, manndáð og framförum. Það mátti því álítast og var lika af öllum skynberandi mönnum álitið mjög myndarlegt og þarft spor í framfaraáttina, sem sýslu- nefndin í Árnessýslu stje, er hún lagði frarfl fje til að koma á fót ltennslu fyrir sjómenn í landlegum í verstöðunum í Árnessýslu. Mjer er óhætt að fullyrða, að allir, sem eitthvað hugsa með skynsemd um komanda tímann, fögnuðu þessari ráðstöfun sýslunefndarinnar og lofuðu hana; enda var það og maklegt. Þetta var hið þarfasta verk, því hjer var tvennt unnið í einu. Fyrst og fremst gátu fátækir menn fengið góða tilsögn í nauðsynlegum námsgreinum án þess að þurfa neinu til að kosta; og í öðru lagi græddist með þessu til sannrar nytsemd- ar tími, sem annars fer hjá öllum þorranum til einlcis, og sumum að minnsta kosti stund- um til verra en einkis. Sýslunefndin kaus þegar í upphafi 3 menn til að koma kennslu þessari á fastan fót og hafa alla umsjón með kennslunni. Nefnd þessi kom á fót kennslu á Eyrarbakka, Stokkseyri og Loptsstöðum. En af því að meinbugir voru á því, að koma á kennslu í Þorlákshöfn, þá var stofnað þar bókasafn til afnota fyrir sjómenn. Kennsla þessi hefir nú staðið í 3 vetur, og námsgreinar þær, sem menn hafa átt kost á að taka j)átt í, eru: Reikningur, rjettritun, danska og landafræði; og nú í vetur verðuf einkum gjörður kostur á að nema Islandssögu og lýsingu Islands. Ha.fa til þess verið keypt- ir 2 stórir Islandsuppdrættir, til að nota við kennsluna. Kennarar hafa verið ágætir. A Eyrarbakka Pjetur kennari Guðmundsson, á Stokkseyri Jón kennari og organisti Pálsson

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.