Ísafold - 06.02.1897, Blaðsíða 2
26
Korsíku, þótt ekki væri nema af tveimur
kynjasögum, annari tilbúinni, hinni sannri —
sögunni af Mateo Falconi eptir Merimée, Kor-
síkubóndanum, sem skýtur son sinn barnungan
af því að hann hefir látið leiðast til að segja
lögregluþjóni til sakamanns, sem flúið hafði á
náðir hans; og sögunni af umkomulausa, kor-
síkska málfærslumannssyninum, sem verður
keisari á Frakklandi, ræður langa stund lög-
um og lofum í mestallri Norðurálfunni, veld-
ur meiri manndrápum en nokkur annar mað-
ur á síðari öldum, og gerir alla bræður sína
að konungum. Margir kannast og við blóð-
hefnd Korsíkumanna, sem kölluð er »vendetta«,
þá skyldu, sem þjóðarandinn leggur mönnum
á herðar, að hefna vandamanná sinna, svo að
manndrápin halda áfram í sömu ættunum ára-
tugum og öldum sannan. I einu orði, Korsíka
er nafnkenndust fyrir manndrápin. Og það
er engin furða. Korsíkumönnum veitir ekki
eius örðugt að hlyða neinni skipan eins og 5.
boðorðinu. Skömmu eptir að jeg var hingað
kominn, skýrðu blöðin frá 6 manndrápum, sem
gerzt höfðu sama daginn hjer í eyjunni. Þeg-
ar þess er gætt, að eyjarskeggjar eru ekki
nema um 279,000, þá er það óneitanlega vel
að verið á einum degi. A hinn bóginn hafa
Korsíkumenn ymsa kosti. Þar á meðal er
sagt, að bændur sjeu frámunalega gestrisnir
og að mörgu drengir góðir.
Fin fyrsta bókin, sem jeg tók mjer fyrir
hendur að lesa, þegar hingað var komið, var
Korsíku-saga ein eptir Alexander Dumas eldra.
Hún á að hafa gerzt nokkrum árum fyrir
miðja öldina og svo að segja liyrjar á þeirri
staðhæfingu, að óhætt sje að binda gullsjóð
við hnakkinn sinn og ferðast með hann um alla
Korsíku. Eyjarskeggjum detti ekki í hug að
ásælast hann. Annaðhvort hefir þetta verið
ritað af lítilli þekkingu, eða ástandið hjer hef-
ir versnað á síðara helming aldarinnar. Að
minnsta kosti varð ekki prinz einum frá Aust-
urriki, sem hingað kom í haust fárveikur, og
leigði sjer hús skammt hjeðan upp í fjöllun-
um, að því, að Korsíkumenn sjeu svona sak-
lausir. Þeir brutust 3 inn til hans vopnaðir
eina nóttina í desember og ræntu öllum þeim
peningum, sem í húsinu voru, 4000 frönkum.
Frakkar hafa skammazt sfn fyrir hneykslið og
reynt að koma því á Itali, breitt það út í
blöðum sínum, að ræningjarnir hafi verið
ítalskir, sem er með öllu ósatt. Þeir hafa sem
sje náðzt. Því verður líka’ naumast haldið
fram, að ástandið hjer í eyjunni sje til sjer-
lega mikils sóma fyrir Frakka, sem drottnað
hafa yfir Korsíku töluvert á aðra öld. Hjer
kvað vera ekki allfátt af útilegumönnum í
fjöllunum, sumpart mönnum, er sekir hafa
orðið fyrir manndráp, sumpart stigamönnum.
Hefði Korsíka verið jafnlengi undir stjórn
Hreta, eru öll líkindi til, að eyjarskeggjar
hefðu vanizt af þeim óknyttunum, sem verst
sóma sjer á þessum tímum.
Einar Hjörleifsson.
Útgerðarkostnaður landsgufuskipsins
hefir eptir bráðabirgðask/rslu frá farstjóran-
um orðið árið sem leið:
kr. 173,009 95
Flutningsgjald kr. 81,101 22
Farareyrir — 30,410 80 _________ 111 572 02
TekjuhaÍÍÍ 61,437 93
»Tekjuhalla þessum olli einkum bilun »Vestu«
á Akureyri — aukakostnaður út af því slysi
— og leiguuppbót vegna tafarinnar í haust af
illviðrunum og þar af leiðandi aukinn útgerð-
arkostnaður í nál. því mánuð. »Hið samein-
aða gufuskipafjelag« færði líka út kvíarnar
með ferðir sínar, og fluttiingsgjald var fært
niður og farareyrir einnig að nokkru leyti«.
»Kostnaður til risnu, sem var allmikill,
einkum á fyrstu.ferð »Vestu«, var færður yf-
ir í reikning farstjóra og ekki lagður á eim-
skipaútgerðina«.
»Auk aðalskipsins voru leigð 3 aukaskip:
gufuskipið «Inga« til að flytja vörur frá
Kaupmannahöfn til Austfjarða, sem »Vesta«
gat ekki tekið í 1. ferðinni (án kostnaðar fyr-
ir eimskipaútgerðina), gufuskipið »Egill« til
að flytja vörurnar úr Vestu áfram frá Akur-
eyri í marzmánuði, og gufuskipið »Otra« til
þess að fara 2. ferðina í staðinn fyrir »Vestu«.
»Af kolum hefir alls verið eytt um 2,12717/20
smálestum (nál. 13,300 skpd); þar af voru
ekki keyptar á Islandi nema 60 smálestir, en
selt og skilað aptur 234 smál.; og með því
að verðið er ekki nema nál. kr. 6.53—7.43
smálestin á Skotlandi, en á íslandi 22—24
kr., er sá útgjaldaliður að tiltölu lágur, þeg-
ar tekið er tillit til hinna löngu ferða hring-
inn í kring um landið með jafn-kolafreku skipi.
Hefði »Vesta« átt að fara tvívegis kring um
landið í hverri ferð, eins og «Thyra«, mundi
hún hafa orðið að kaupa um 300 smálestir
af kolum á Islandi, og mundi þá kolakostn-
aðurinn hafa orðið talsvert meiri«.
Iðnaðarsýning á að verða í Stokkhólmi
í sumar og standa frá 15. maí til 1. október.
Nefnd, sem F. Moltke Bregentved ljensgreifi
er formaður fyrir, hefir tekið að sjer að sjá
um, að þar verði til s/nis veiðarfæri og fiski-
veiða-afurðir úr öllu Danaveldi, en íslandsráð-
gjafinn hefir fyrir tilmæli greifans skrifað
landshöfðingja og beðið hann að gera almenn-
ingi kunnugt hjer á landi, að »Dansk Fiskeri-
forening« í Khöfn b/ðst til að veita viðtöku
þess kyns munum hjeðan af landi, er menn
kynnu að vilja senda á þessa s/ningu, koma
þeim til Stokkhólms og láta koma þeim fyr
ir á s/ningunni, og að kosta flutning þeirra
fram og aptur milli Khafnar og Stokkhólms.
Vilji menn sinna þessu góða boði, þurfa mun-
irnir að vera komnir til Khafnar um 20. apríl
[). á.
Drengile" vidurkeiining. Eins og get-
ið var um í Isafold í haust, tók Jul. Schau
steinhöggvari hjer í bænum að sjer að gera
við til bráðabirgða eitt botnvörpuskipið enska,
gufuskipið »Elsie«, frá Hull, sem hafði rekið
sig á sker og komið stórar rifur í botninn
beggja megin við kjölinn m. m. Hann gerði
það á nokkrum dögum við 2. mann, með se-
menti, tjöru og hampi, auk trjefleyga, og
lánaðist það svo, að skipstjóri treysti sjer
heim á skipinu aðstoðarlaust — »Cimbria«
stóð til boða til föruneytis, — sem og tókst
mikið vel. Ekki setti hr. J. Schau nema 55
kr. upp á viðgerð þessa; og er óhætt aðsegja,
að útlendingar hafi opt verið látnir blæða hjer
margfalt á við það fyrir ekki stórum meira
handarvik.
Nú hefir ábyrgðarfjelag það, í Hull, er vá-
tryggt hafði skipið, sent hr. Schau 50 kr. í
þokkabót fyrir viðvikið, með alúðarþökk fyrir,
hve hugvitssamlega honum hafi tekizt að bæta
skipið og gera það sjófært.
Árnessýslu (Eyrarb.) 30. jan.: Á nýaf-
stöðnum fundum, er formenn og útgerðarmenn
hjeldu bæði hjer og á Stokkseyri, varð mjög marg-
rætt um, hvort nota skuli sild til heitu um vetrar-
vertíðína. Vildu nokkrir brúka fyld til beitu þeg-
ar og hætta svo við hana í bili, þegar nægilega
mikil hrogn væru komin til heitu. Aðrir vildu
hyrja með kjötbeitu og ýmsum samtíningi og eigi
heita síld fyrr en á áliðinni vertíð, þegar fiskur
fer að tregast. Hvort nú heppnast hetur, gefnr
tiðin að sjá.
Á fundi sjómanna á Stokkseyri skoruðu nokkr-
ir hindindisvinir þar á hreppsnefndina að fá
kaupmenn hjer i hreppnum til þess að takmarka
ölfangasölu um vetrhrvertíðina. Brást hrepps-
nefndin mjög vel við þessari áskorun og skrifaði
oddviti, sjera Olafur Helgason, þegar öllum kaup-
mönnum ýtarlegt hrjef þess efnis og hvetur kaup-
menn og verzlunarstjórana til að bindast sam-
tökum og afstýra drykkjuskaparóreglu hjer í
hreppnum, með því:
1. Að selja ekki vínföng fyrir hlautan fisk
eða aðra innlenda vörn.
2. Að lána ekki vínföng i reikning.
3. Að kaupa ekki blautan fisk fyrir peninga.
4. Að takmarka sölu á vínföngum, þótt pen-
ingar sjeu í hoði.
Hafa nú allir, hæði kaupmenn og verzlunar-
stjórar, undirskrifað samþykkt þessa (eða áskor-
an), að undanskildum einum, Jóni Jónassyni á
Stokkseyri, er kvað eigi vilja undirskrifa fyrr eu
hann veit vilja húshónda sins, Jóns kaupm. Þórð-
arsonar í Reykjavik. Skal þetta standa frá 15.
fehrúar til 11. maí, að þeim dögum meðtöldum,
og að eins gilda innanhreppsmenn og sömul. sjó-
menn þá, er róa hjer um vertíðina, hvaðan sem
þeir eru.
Nokkrum sinnum hefir verið róið hjer siðan
nýár, en verið alveg fiskilaust.
Liagasyiijaiiir. Sex lagafrumvörpum frásíð-
asta alþingi hefir verið synjað staðfestingar
núna um áramótin:
Um borgaralegt hjónaband,
— stofnun lagaskóla,
— breyting á prestskosningarlögunum,
eptirlaun,
— afnám dómsvalds hæstarjettar,
— - kjörrjett kvenna.
Eimskipautgerd
hiiinar íslenzku landsstjórnar
Ferðaáætlunin 1897.
Til nánari skyringar ymsum atriðum í áætl-
uninni 1897 og samanburðar við áætluniua
1896 skal það tilgreint, er hjer segir.
Fyrsta ferð. Til hennar eru ætlaðir nál.
5 dögum meira en í fyrra.
Önnur ferð. Skipið fer ekki norður fyr-
ir land í apríl og maí, eins og í fyrra, held-
ur fer 2 ferðir sunnan um land frá Reykja-
vík til Austfjarða, einkum vegna sunnlenzkra
fiskimanna, sem líklegt er að muni nota sjer
þessar skipaferðir mjög margir samkvæmt
reynslunni í fyrra og vegna þess að fiskiveiða-
horfurnar við Faxaflóa eru enn verri nú en
þá. Mjer þykir ríða svo mikið á þessu, að
jeg hefi ekki viljað láta ferðir til Austfjarða
vera undir því komnar, hvort íslaust er við
Norðurland í apríl og maí, eða ekki, eins og í
fyrra. Póstsendingar, farþega og vörur til
Norðurlands má senda áfram frá Seyðisfirði
með gufuskipinu »Bremnæs«, sem eptir áætl-
un þess fer frá Seyðisfirði til Norðurlands 5.
maí, daginn eptir að »Vesta« kemur til Seyð-
isfjarðar, og sömuleiðis færir »Bremnæs«
»Vestu« á Seyðisfirði 15. maí póstflutning,
farþega og vörur frá Norðurlandi. Það verð-
ur varla búizt við miklum vöruflutningi til
Norðurlands og þaðan aptur í þessarri ferð,
þegar »Vesta« er búin að fara þar um í marz
og »Thyra« í apríl og maí. Sama borgun er
tekin fyrir þannig lagaðan flutning til Norð-
urlands og þaðan aptur, eins og beina leið.
Þriðja ferð Fyrri helft þeirrar ferðar
er hjer um bil eins og í fyrra, og kemur
skipið til Heykjavíkur 27. júní. Með því að
þess hefir verið farið á leit úr ymsum áttum,
að láta skipið snúa við aptur vestur og norð-
ur um land í öndverðum júlímánuði, var fyrst
verið að hugsa um að láta það að óskuro