Ísafold - 10.02.1897, Blaðsíða 2
30
með peningum út í hönd. Þannig hafa menn
fengiðvörurnarhingaðá vorin ogsumrin og tekið
lán í Landsbankanum til að borga þær, þar
til þeir hafa komið sinni vöru í peninga; en
að koma vandaðri íslenzkri vöru í peninga
hefir ekki reynzt erfitt, þegar menn ekki
skulduðu kaupmönnum hana fyrir fram. Mjer
er vel kunnugt um »Kaupfjelag vitgerðar-
manna«, sem síðastliðið ár verzlaði við Asgeir
Sigurðsson í Reykjavík, að það hafði, það ár,
í hreinan ábata á verzluninni 30—35"/«.
Það er þjóðin miklu fremur en stjórnin,
sem á að kippa verzlunirni í lag; stjórnin
gæti auðvitað gjört sitt til með því t. a. m.
að láta landið fá 1—2 verzlunarerindreka,
launaða af landssjóði, sem hefðu aðsetur sitt
erlendis, til að útvega þjóðinni nýja og betri
markaði fyrir verzlunarvörur landsmanna og
fleira. En þjóðin verður fyrst að sýna, að
hún sje óánægð með þá verzlunaraðferð, sem
nú er, og gera einhverjar tilraunir til að los-
ast undan henni.
Það er því mitt álit, að eitt hið þarfleg-
asta spor, sem þjóðin gæti stigið, væri það að
breyta því verzlunarlagi, sem nú er. Það
mundi hægast með því, að koma sem víðast
á fót kaupfjelögum og helzt í líkingu við
kaupfjelögin í Reykjavík. Með því mundi al-
gjörlega hverfa lánsverzlunin og vöruskipta-
verzlunin og þjóðin myndi fljótt sjá, að
það sem af því leiddi, yrði landsmönnum til
hagsældar.
Nesi 8. febr. 1897.
Gudmundur Einarsson.
Brjef frá Korsíku.
ii.
(Niðnrlag).
Ajaccio i janúar 1897.
Ajaccio er höfuðstaður eyjarinnar og bæjar-
búar eru um 20,000. Bærinn er þó miklu minni
11m sig en Reykjavík, því að húsin eru eins
háreist og í stórborgum. Strætin eru flest
þröng og furðu óhrein. í miðjum bænum er
megn ódaunn, sem öllum sjúklingum er boð-
ið að forðast allt að því eins og heitau eld-
inn. Hótellin, sem útlendingum eru ætluð,
eru utan við bæinn. Annars hjeldist hjer
enginn við, nema Korsíkumenn, nóttu lengur.
Engu vatni er veitt inn í húsin, heldur ber
kvennfólkið það í krukkum á höfðinu allt
upp á 4. og 5. lopt. Sagt er, að einu sinni
hafi komið til orða að fara að veita vatni inn
í húsin, en þá hafi vinnukonurnar orðið svo
óðar og uppvægar, að hætt hafi verið við það.
Þær vildu ekki með nokkru móti missa af
því tækifæri, sem vatnssóknin gaf þeim til að
tala við kunningjakonur sínar. Kvennfólkið
gerir hjer yfirleitt mestallt, sem gert er, og
heldur er sjaldgæft að sjá karlmann gera
handarvik. Þar ú móti fylla þeir stöðugt
drykkjuskálana, hópa sig á strætum og gatna-
mótum og njóta llfsins. Þeir eru að jafnaði
heldur laglegir menn og myndarlegir, 'en
stúlkurnar eru fæstar fríðar og kerlingarnar
svo herfilegar, að eigi verður orðum að kom-
ið. Strætalífið er fjörugt, því að svo miklu
leyti, sem unnt er, hafast menn við úti und-
ir beru lopti eða þá fyrir opnum dyrum og
gluggum fast við götuna, kaupa þar og selja,
þvo, smíða og sauma, mjólka geitur sínar og
framar öllu öðru tala — tala óaflátanlega.
Hjer í Ajaccio er Napóleon I. fæddur. Það
ræður að líkindum, að bæjarbúar þykist af
honum. Þeir geyma eins og helgan dóm hús-
ið, sem hann var fæddur í, og allt, sem í því
var á æskuárum hans. Líkneskjur af honum
og bræðrum hans eru á torgunum. Hellir
rjett við bæinn er við hann kenndur. Þeir
krota myndir af honum á flest, sem þeir
reyna að selja útlendingum. Jeg veit ekki
hvað margar af götunum heita eptir honum
eða ættmennum hans. Og þeir hata allir
þjóðveldið og eru eindregnir keisarasinnar.
Ajaccio stendur norðan við fjörð, sem er
fjöllum varinn að norðan, austan og sunnan.
Hjer þykir aðdáanlega fallegt.. Fjöllin eru
fjölbreytileg og víða þakin skógi. Hjer við
bæinn eru mest olíutrje, sem eru sígræn, og
valda því, að maður verður að hugsa sig um
í hvert skipti, sem maður þarf að átta sig á
að ekki sje sumar um háveturinn. En ann-
ars er hjer ekki nærri eins fallegt eins og
víða á íslandi. Það er of mikið af fjöllunum,
eins og í Sviss; þau njóta sín ekki, af því að
þeim er hrúgað hverju utan i annað. Hjer
er ekkert undirlendi og ekkert gras. Það
koma í mig óþreyjukippir eptir að sjá græn-
an, íslenzkan grasblett rnitt í þessari suðrænu
sumardýrð í janúarmánuði.
Loptslagið er aðdáanlega gott. Sólskin er
hjer iangflesta daga ársins, þokur mjög sjald-
gæfar, og þótt stundum rigni ákaft, er sjald-
an rigning lengi í einu. Jarðvegurinn drekk-
ur líka vætuna í sig svo ört, að allt er orðið
þurt svo sem klukkutíma eptir að stytt hefir
upp, þótt steypiregn hafi verið. Ryk er hjer
mjög lítið, margfalt minna, að sögn, en á
suðurströnd Erakklandsog á Italíu. Það þarf
rtaumast að talca það fram. að loptið er milt
hjer, þar sem Ajaccio er hjer um bil á sama
breiddarstigi eins og Rómaborg. Arstíðabreyt-
ingarnar eru mjög hægfara, ekki nærri því
eins snöggvar eins og þær kváðu vera á Frakk-
landi og Ítalíu. Og svo er miklu minni mun-
urhjeren þar á hitanum á nóttu og degi og á
forsælu og sólskini. Meðal-árshitinn hjer er
16—17 stig C. og meðalvetrarhitinn er um
11 stig C. (I dag, 9. jan. kl. 11, voru 36 stig
C. móti sól). Þegar nú við þetta bætist, að
Ajaccio er varin vindum úr flestum áttum,
en einkum norðanvindum, þá liggur í augum
uppi, að hjer er brjóstveikum mönnum gott
að vera, enda er hjer talinn einna beztur
lækningastaður fyrir þá i Norðttrálfunni. Apt-
ur á móti þykir loptið hjer naumast eins hollt
tiltölulega fyrir heilbrigða menn, því að það
er allt annað en fjörgandi. Menn verða latir
hjer og værukærir, og margir kvarta undan
því, að meltingarfærin komist í óreght. En
sama mun reyndar mega segja um allmarga
staði á suðurlöndum.
Aðsókn útlendinga hingað er ekki nærri því
eins mikil og við mætti búast, og það stafar
af því, að eyjarskeggjar hafa ekki mannrænu
í sjer til að gera neitt til þess að laða þá
hingað, í samanburði við það sem gert er víða
á meginlandi. Mest koma hingað Englend-
ingar og Þjóðverjar. En þeir skiptast á um
að vera hjer. Því að þýzkir (og austurrískir)
og enskir ferðamenu geta hvorugir aðra rjettu
auga litið. I fyrra hafði verið hjer fjöldi af
Englendingum. Nú sjest hjer varla nokkur
enskur maður. Það stafar af því, að ríkis-
erfinginn í Austurríki hefir valið Ajaccio sjer
til vetrarsetu í þetta sinn, og fjöldi af lönd-
um hans hefir siglt í kjölfar hans, svo að nú
heyrist varla annað en þýzka á útlendinga-
hótelluniim hjer.
Þetta brjef er nú líklegast orðið of langt
fyrir ísafold, svo jeg læt hjer staðar numið
að sinni, þótt margt fleira mætti minnast á.
Jeg ætla að slá botniun í með því, sem jeg
het’ði byrjað á, ef þetta hefði átt að vera
nokkur ferðasaga, að á engu skipi hefi jeg
kunnað eins vel við mig eins og á »Vestu«.
Það er næstum því ótrúlegt, hvað annt skip-
stjóri þar og undirmenn hans láta sjer um að
gera farþegum ferðavolkið og sjóveikislífið við-
unanlegt. Að minnsta kosti hafa Islendingar
víst aldrei átt slíku atlæti að fagna á póst-
skipum sínum.
Einnr Hjörleifsson.
Þilskipa-ábyrgðarfjelagiö við Faxaflóa.
Það hjclt aðalfund sinn hjer í bænum 1. þ. m.
Formaður, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri,
skýrði frá aðgerðum fjelagsins umliðið ár (1896)
og fjárhag þess. Tala fjelagsmanna nú 27, og
skipatalan 21, þar af 9 í 1. flokki og 12 í 2.
flokki. Virðingarverð skipanna allra 122,090
kr., en vátryggð fyrir kr. 80,679.59. Fasta-
sjóður fjelagsins kr. 3,826.25, og í sjereign kr.
4,573.89. Framlagður reikningur fjelagsins
endurskoðaður var samþykktur í einu hlj.
Þá lireyfði Helgi kaupmaður Helgason því,
að honum þætti 5. gr. laganna óeðlilega hörð
fyrir nýja fjelagsmenn, eða fyrir eldri fjelags-
menn, sem bæta skipseign við í ábyrgð.
Eptir langar umræður um 5. gr. í heild
sinni og sjerstaklega um inngöngueyri nýrra
fjelagsmanna gerði fundurinn að ályktun, að
lýsa yfir þeim skilningi sínum á 5. gr., »að
þegar ný skipeign er tekin inn í fjelagið, sje
greidd af henni l%af ábyrgðarupphæðinni og
þar að auki tiltölulegt gjald við það fje, sem
þá er í föstum sjóði, að frádregnum þeim 3000
kr., sem lagðar voru í fastan sjóð af þeim
5000 kr., sem veittar voru úr landssjóði«.
Þá hreyfði Jón skipstjóri Jónsson því, að
nauðsynlegt væri að fjelagsstjórnin fengi fulla
tryggingu fyrir því, að skip sjeu að ölluleyti
í því standi, sem skoðunarmenn áskilja, áður
en skipin eru tekin í ábyrgð. Stjórninni var
falið að heimta í hvert skipti vottorð hjer að
lútandi frá skoðunarmönnum.
Enn var samþykkt tillaga stjórnarnefndar-
innar um að taka skip af skipstjóra Jóui
Jónssyni í ábyrgð frá útlöndum og hingað til
lands með þeim skilmálum, sem stjórnin stakk
upp á.
Þá var borin upp beiðni frá Markúsi skóla-
stjóra Bjarnasyni um það að fá »Slangen«vá-
tryggða í fjelaginu á vöruflutningaferðum um
Faxaflóa og Breiðafjörð. Eptir allmiklar um-
ræður var tillaga stjórnarinnar, sem hún gerði
á fundi sínum 24. f. m., samþykkt með meira
hluta atkvæða (‘/2/« hærri iðgjöld og að skip-
ið mætti ekki koma nema á 10 tilteknarhafn-
ir, t. d. ekki Keflavík eða Straumfjörð).
Allar »extrapremíur«, sem hjer eptir verða
greiddar, í fjelaginu, samþykkti fundurinu að
greiðast skyldu í fastasjóð fjelagsins.
Formaður vakti því næst máls á því, að
nauðsynlegt væri fyrir Utgerðarmannafjelagið
aö eiga efni til ýmissa aðgerða á skipum. En
með því að Utgerðarmannafjelagið hefir eng-
an sjóð, gæti Þilskipa-ábyrgðarfjelagið hlaupið
undir bagga og keypt nauðsynlegustu hluti
til aðgerðar á skipum, svo sem trje og grunn-
festar Samþykkt var, að gefa stjórninni
heimild til að kaupa efni til aðgerða á slcip-
um fyrir allt að 800 kr.
Jón Jónsson skipstjóri bar þá fram uppá-
stungu um það, að fela stjórninni að endur-
skoða fjelagslögin, og var uppástungan sam-
þykkt með atkvæðafjölda.
Síðan var hlutkesti varpað um það, hvor
úr stjórninni skyldi ganga, Jón Þórarinsson
eða Jón Norðmann, og fór Jón Norðmann frá
eptir hlutkesti.
Fór þá fram kosning á manni í stjórnina
og var Jón Norðmann endurkosinn með ölluffi
atkvæðum. Varamaður í stjórnina var kosinn
Guðm. Einarsson í Nesi.
Virðingarrnenn voru kosnir liinir sömu og