Ísafold - 13.02.1897, Blaðsíða 2
iun 3 álna hár. Þetta segist hann ábyrgjast
að ekki kosti nema um 900 kr., auk kjallara-
liolunnar, og að ótöldurn flutningskostnaði á
efninu úr kaupstað, með því ekki er til neins
að reyna að áætla hann neitt, vegna mismun-
andi vegalengdar; en að meðtalinni bæði elda-
vjel í eldhúsið og dálítilli hitavjel í baðstof-
una (daglegu stofuna) breði til smáelda og
hitunar. Hann ætlar, að mjög litlu muni
þurfa að eyða af eldivið til hitunar, vegna
Idyinda í húsinu, sem stafa af því, hvernig
frá veggjum og þaki er gengið: vel plægð
þiljuborð innan á grindinni og þá pappi, en
utan á plœgð borð (“/4") óhefluð, þá aptur
pappi og yzt járn; milli þilja loks troðið
fornu, en óskemmdu og vel þurru heyi, eða
þá vel þurrtim og moldarlausum reiðing. I
þaki þiljur innst, þá pappi, þá vel þurrt torf
og moldarlaust milli sperra, en utan á sperr-
ur negld borð sörnu gerðar og ytri borðin í
veggjunum, en járn yzt, vel skarað. Inngangs-
skúr á að vera við húsið, inn í eldhúsið; aðr-
ar dyr ekki.
Húsin eru öll — allar stærðirnar — með
lt'kri gerð og frágangi, eti vistarverur því
fleiri og hefðarlegri, sem húsið er stærra.
Hverjum uppdrætti eða hverri hússtærð
fylgir ytarleg kostnaðaráætliui og skyringar-
athugasemdir. Þar að auki hefir hann samið
all-langa hugvekju um hybylaumbætur, þ. e.
timburhús í stað moldarbæja, og skulu hjer
að eins til tínd örfá helztu atriðin tir henni,
vegna rúmleysis.
Hann segir, að það sje sami munur á að
kosta upp á torfbæ og timburhús eins og að
kaupa sjer 3 eða fleiri haldlaus og illa sniðin
skjólföt hvert á fætur öðru fyrir sama verð
og 1 gott, sem endist jafnlengi og hin 3 eða
betur, og manni sje allt af iilytt og notalegt
í, en sí-skjálfandi í hinum. Lopt í baðstofum,
gagndrepa af raka og fúalykt, jafnillt heilsu
r.ianna eins og að nærast ekki á öðru en
drafúldnum mat. Margir bæir auk þess með
uppgöngu eða veggruna. Eldsuppkveikja þar
leiðinleg og erfið, jafnvel á sumrum, hvað þá
heldur vetrum; eldiviðareyðsla gífurleg, í sam-
anburði við það, sem eldavjelar eyða. Að ó-
nefndum eldhúsreyk um allan bæinn stundum
og leka. Oþægindi þessi komi eiukum niður
á kvennþjóðinni, vegna meiri innisetu á vetr-
um; það verði opt veiklað á ungum aldri,
fyrir brjósti, hjartanu eða í taugunum, —
sumt kvennfólk finni til þessa alls í senn.
»Þið grafið ykkur í jörð og lifið á óætum
mat, sem þið hafið sjálfir skemmt; þetta er
aðferð villidýra, en ekki menntaðra manna«.
I'etta segir höf. hafi verið sagt við sig er-
letidis optar en einu sinni, og hefði hann held-
ur viljað láta reka sjer löðrung.
Fyrsta stig til almennrar velmegunar, mennt-
unar og lífsgleði að leggja niður torfbæi um
land allt.
Höf. leggur mikla áherzlu á, að húsastæði
sjeu vel valin og vandlega gengið frá grunn-
inum, grafið niður fyrir frost o. s. frv. Þar
sem ekki er kjallari undir, skal grunnurinn
þjett flóraður upp undir gólfslár, síðan höfð
möl, smækkandi upp eptir, þar ofan á 3 þuml.
lag af vel þurri ösku og efst undir gólfinu
troðið viðlíka þykku lagi af ársgömlu heyi,
vel þurru og óskemmdu. Þetta ver gólfkulda
og raka úr jörðu. Til áburðar á aur- og gólf-
slár skal hrært saman 5/e koltjöru og yg
af kreósótolíu. — Oráð að hafa gleraðar leir-
pípur í aðal-reykháfa stað; brothættar mjög
bæði í flutningi og eins uppkomnar, og ó-
gerandi við þá, enda ekki stórum mun dýrari
úr rjettu efni, múrsteini, með strompi úr ísl.
höggnu grjóti. Elda- og liitavjelar skulu lag-
aðar fyrir móbrennslu: eldhólfin stærri en ella,
einkum dýpri, og ristar gisnari. Ivjallari ómiss-
andi til mjólkurgeymslu sumar og vetur. En
kjöt má ekki geyma þar, heldur á vel þurru
lopti, í vel þjettum ílátum.
Yiðhald mjög kostnaðarlítið á þannig gerð-
um húsum, helzt að mála glugga og útihurðir.
Endast marga mannsaldra, eru hlýrri en nokkr-
ir torfbæir, hollari og notalegri, geyma betur
öll matvæli, verða innan skamms ódýrari.
Því fleiri sem húsin verða, því betra verð á
efninu, í stórkaupum, er velfær og valinkunn-
ur maður ætti að annast. Hvað landsskjálfta-
svæðið snertir, þyrfti, ef vel ætti að vera, efn-
ið að vera komið til Stokkseyrar svo snemma
að vorinu eða sumrinu, svo hægt væri að
hafa grunna undir húsin fullgerða. Áríðandi
að hafa viðinn vandaðan, sænskan; feitan og
fastan í sjer. Flutningsnefnd í hverjum hrepp,
er sæi um, að allir flutningar gengju sem
greiðast og haganlegast. Smíði allt gert fyrir
ákvœðiskaup (akkord), en yfirsmiðirnir meti
allan þann vinnukrapt, er bændur geta í tje
látið, fyrir ákveðið kaupgjald. Bændur byggju
sig og undir að geta selt smiðunum fæði. Af-
greiðslumaður á Stokkseyri, með skrá í liendi,
yfir pantanir frá hverju heimili, er hann af-
hendir eptir.
Húsin skulu vátrygð. Landssjóður lánar
hverri sýslu 10,000 kr. scm vísi til ábyrgðar-
sjóðs. —
Höf. uppástungu þessarar, Jón Sveinsson
snikkari, hefir dvalið nolckur ár í Ameríku
(Chicago og víðar) og siðan um tíma á Frakk-
landi, og stundaði þar iðn sína, og eflaust
orðið fyrir það að ýmsu fróðari og færari
í sinni mennt.
Skeiðarár-hlaup 17. janúar hefir teppt
póstinn milli Kirkjubæjar-klausturs og Borgar
í 10 daga, og lá við sjálft, að hann yrði fyrir
því á sandinum á leiðinni austur eptir. Um
hlaupið hefir sýslum. Guðl. Guðmundsson skrif-
að ritstjóra þessa blaös meðal annars:
Mánudagskvöld 18. þ. m. kom hingað hrað-
boði austan úr Fjótshverfi frá austanpóstinum
Stefáni Þorvaldssyni, um að Skeiðarársandur
mundi ófær vegna jökulhlaups. Hafði póstur-
inn, sem afgreiddur var hjeðan 16. þ. m.,
lagt á sandinn á sunnudagsmorgni 17. þ. m.
Niipsvötnin fjekk hann nokkuð vatnsmeiri en
þau áttu að sjer, en gaf því eigi gaum og
hjelt áfram austur sandinn, og fór fremur
hægt, því hann var með þungan flutniug á
2 hestum, en sandurinn er 7 tíma ferð á hröð-
um klyfjagangi, þó að engar tafir sjeu við
vötn. Hann var kominn austur á miðjan sand,
austast á »Hörðu-skriðu« svonefnda, fram og
vestur af »Há-öldu«, sem er uppi undir jökl-
inum, en vegurinn eða brautin á sandinum
liggur venjulega nál. */s mílu frá jöklinum á
því svæði. Að líkindum hefir hann þá heyrt
hvin eða nið tll jökulsins; því honum varð lit-
ið þangað upp og sá hann þá, að stórt stykki
sprakk fram úr jökulhömrunum og þar fylgdi
á eptir geypimikið vatnsflóð, með miklum
nið og þungum fossdunum, og dreifðist það
óðfluga út um og fram á sandinn. Utfallið
mun hafa verið skáhallt fyrir ofan hann og
austan, því hann sneri við vestur yfir. Þeg-
ar hann kom að Núpsvötnunum höfðu þau
vaxið nokkuð, en honum vildi það til, að
hlaupið hefir þá ekki verið búið að ná fram-
rás vestanmegin í jöklinum, var ekki komið
með neitt afl í Súlu, svo að hann komst
klaklaust yfir vötnin og að Núpsstað aptur !
um kvöldið. Póstur var einn á ferð og veð- '
ur var gott um daginn og bezta færi. Þa®
mun hafa verið að aflíðandi hádegi, sem han11
sá til hlaupsins.
Næsta morgun fór bann svo, með maDÐ
með sjer, austur að Núpsvötnum, eu jiau vori'
þá orðin ófær og var þá sendur hingað hrað-
boði til að segja frá, hvað í efni var.
Jeg lagði svo fyrir póstinn að bíða á N úps'
stað þaugað til öll hætta væri um garð geng'
in og fá svo með sjer 2 duglega menn og'
skyldu þeir kanna sandinn lausríðandi áður
en lagt væri á hann með póstflutninginn. ÞaS
gjörðu þeir laugardag 23. þ. m.j fyr var ekk'
talið að lausum mönnum væri fært. Þeir
komust alla leið og vestur yfir aptur, en hálf'
gjörð svaðilför hefir það verið. Þeir vor"
þrír saman: pósturinn, Jón bóndi Guðmunds-
son frá Hvoli í Fljótshverfi og unglingsmaður
frá Núpsstað, Bjarni Hreiðarsson, allt róskir
menn og cinbeittir.
Þeir lýstu ferðiuni þannig.
Þegar þeir komu austur á stöðvarnar, þar
sem pósturinn sneri aptur, varð fyrir þeiu*
jökulhrönn, sem náði alla leið frá jökli til
sjáfar; ófær bæði mönnum og hestum nenia
efst uppi við jökulinn; þar standa jökulbrot-
in strjálla og má þar rekja sig á milli þeirra.
Hæðina á hrönninni eða jökunum segja þeir
»ýkjulaust 11—13 mannhæðir«, þ. e. 60—80
fet, og hún nær frá »Hörðuskriðu« og austur
að svonefndum »Gamlafarveg«, en það segja
kunnugir menn að muni vera nál. s/4 mílu og
er það breidd hrannarinnar, en lcngdin fra
jökli til sjáfar er gizkað á að sje 4—6 mílur.
Hestana skildu þeir eptir fyrir vestan hrönn-
ina og fóru svo gangandi að leita að veg'
gegnum hana upp við jökulinn, og komust
þeir það hættulítið. Á sandinum fyrir aust-
an hrönnina, milli hennar og Sauðarár sjálfr-
ar, urðu fyrir þeim 6 útföll undan jöklinurn,
eptirstöðvar af hlaupinu; þeir álitu þau fter
með hesta; en af því þeir voru gangandi urðu
þeir að klifra upp í jökulröndina, til að koi"'
ast fyrir þau. Það er jeg hræddur um að
hafi verið hálfgerð glæfraför, því til að sjá
sýnist Skeiðarjökull víðast hvar að frama"'
verðu mjög sprunginn, eintómar gjár og jök-
ul-röðlar eða hryggir á milli, sem eru alveg
eins og saumhögg í laginu. Meðfram Skcið-
ará sjálfri var ekki nein samfelld jakahrön",
að eins nokkrir jakar á stangli, og ekki gjörðu
þeir orð á, að hún hefði verið neitt vatnsmikil-
Á sunnudagsmorguninn lögðu svo þeesir söniu
3 menn frá Núpsstað með póstflutninginn, ei>
þann dag var veður hið versta, aust-norðan
stórviðri með hörðu frosti, og hjelzt það til
þriðjudags, enda bárust mjer í kvöld skot-
sjiónafregnir um, að póstur hafi orðið að snúa
aptur af sandinum á sunnudaginn og ekki
komizt austur yfir fyrri en í gær.
Eptir lýsingunni á þessu hlaupi að dærna,
þá er það mjög svipað hlaupinu 1892; eu
líklega þó ekki eins stórvaxið. Jeg fór yfi'*
sandinn rjett skömmu eptir hlaupið þá, og sá
jakahrönnina áður en hún fór að sökkva í
sandinn og þiðna; tröllslegri sjón hef jeg al-
drei sjeð. Þegar maður var kominn inn í
hrönnina var engu líkara en komið væri ii"1
í örmjóa stórborgargötu, þar sem húsin gnæfu
hátt yfir höfuð manni og taka fyrir alla út-
sýn, uema hvað »gatan« var hjer í ótal kröpp-
um snúningum 0g bugðum og »húsin« voru
öll skjallahvít, með dökkum sandgárum, og
hvert með sínu lagi, sum eins og rjett skornir
teningar, sum strýt.umynduð o. s. frv.; og
kalt var þar inni milli jakanna.
Jeg get því vel ímyndað mjer, að þessi lýs-
ing á hlaupinu nú, sem tekin er eptir mönu-
unum, sem yfir sandinn fóru, sje í öllu veru-
legu rjett og ekki ýkt að neinu leyti; menn
eru ekki gjarnir á slíkt hjer og ofbýður ekki
þó að dálítið gangi á. En það er engin furða,
þó að mönnum, sem aldrei hafa neitt slíkt
sjeð, þyki þetta ýktum tröllasögum líkast, eða
þó að menn, sen; ekki hafa sjeð Skeiðará,