Ísafold - 27.02.1897, Blaðsíða 3
47
Að plægja með hestum. Hinn 20. þ.
ro. var haldinn aukafundur í Jarðræktarfjelagi
líeykjavíkur, til þess að ræða um, hvernig
nota mætti hesta, plóg og herfi meira en nú
gjörist, viS jarðrækt í Reykjavík. Sigurður
Þórólfsson húfræð. var frummælandi á fundin-
um. Hann talaði um mannsaflið, hvað það
væri d/rt í samanburði við dýraaflið og gufu-
aflið, og kom með nokkur dæmi því til sönn-
unar. Kvað hann allar siðaðar þjóðir leitast
við að spara mannsaflið sem mest. Islending-
ar væru eptirbátar annara þjóða í því sem
öðru. Engra verulegra framfara í búnaðigæt-
um vjer vænzt, á meöan að landsmenn hefðu
ekki dáð í sjer, til að nota hin einföldustu og
algengustu jarðyrkjutól, sem flestar siðaðar
])jóðir hefði um margar aldir notað við jarð-
yrkju, svo sem plóg og herfi. Með skóflu,
ristuspaða og torfljá kæmumst vjer ekkert á-
leiðis að rækta jörðina, og það því fremur,
sem vjer værum fámenn þjóð, og hefðum því
litlum vinnukvöptum á að skipa.
Þá talaði hann um plóginn. Gat þess, með-
al annars, að hann væri ekki ný-uppfundinn;
hann væri jafngamall verulegri akuryrkju.
En mjög ófullkominn hefði hann lengi verið:
gjörður allur úr trje, nema ristill og skeri.
Forfeður vorir hefðu plægt með arðinum sáð-
land sitt, eins og sögurnar bera með sjer.
Arðurinn hefði verið hinn gamli ófullkomni
plógur, sem endurbættur hefði verið á næst-
liðinni öld, og enn þá væri til á stöku stöð-
um í Norvegi, en mundi innan skamms líða
þar undir lok, því járnplógurinn, eins og hann
væri nú, margendurbættur, ræki hann frá
völdum. En svo kæmi nú gufuplógurinn til
sögunnar bráðum, því hann væri nú óðum að
færast út.
Því næst syndi hann, hver mismunur væri
í því að vinna með plóg og herfi eða hand-
tólum. A meðalgóðri jörð í sveit þyrftu 75
dagsv. til að sljetta dagsláttuna með hand-
verkfærum. Hvert dagsverk metið 2 kr. 25
a.; eða dagsl. 168 kr. 75 a. En væri sljettað
með plóg og herfi, yrði kostnaðurinn að eins
84 kr. 50 a., eða helmingi minna.
I Reykjavík mætti gera það 90 dagsv. að
sljetta dagsl. með handverkfærum á m/rlendi
eða á nokkurn veginn grasi gróinni jörð. Hvert
dagsv. metið 2 kr. 25 eða 202 kr. 50 aura
sljettunin á dagsl. En með plógi, hestareku
og herfi 60 dagsv.; 57 af þeim á 2 kr. 25, en
3 dagsv. plógmannsins á 3 kr. 50, og 6 hesta
dagsv., hvert metið á 2 kr. Kostaði þá dagsl.
150 kr. 75 aura. Hann sagði, að víða væri
jörðin því nær óplægjandi sökum bleytu og
seigju. Þyrfti því að þurka jörðina áður en
hún væri tekin til yrkingar. Það borgaði sig;
því jörðin yrðifjrórri, og þyrfti því minni und-
irburð, þegar sljettað væri, og gæfi þá af sjer
hetra gras. Af því að jörð hjer væri víða
gljúp, væru pípuræsi hentugust, og mundi það
kosta um 70 krónur að þurka dagsláttuna
með leirpípum, til grasræktunar. Garða sagði
hann að mætti plægja, til mikils hagnaðar.
Það mundi kosta hjer að stinga upp dagsláttu
matjurtagarðs um 20 kr., en einungis 10 kr.
væri hann plægður.
Ekki taldi haun ráð fyrir fjelagið að eiga
sjálft hesta til að lána fjelagsmönnum til plæg-
ingar eða annara afnota við jarðyrkju. Það
liefði svnt sig á meðan slíkt hefði viðgengizt,
að það væri fjelaginn of d/rt. Fóðrið, fyrir
utan hús og hirðingu, hefði kosrað 290 kr.
handa 2 hestum 1894, en fyrir vinnu þeirra
hefði fengizt um 100 kr; og líkt mundi það
hafa verið hin árin, sem fjelagið hefði átt
hestana. Mundi því hagfeldast að leigja 2
hesta til plægingar að vorinu, meðan plæg-
ingar stæðu yíir, hjá einhverjnm í Reykjavík,
eða þar í nánd, sem ætti góða hesta og vel
alda.
Það, sem fjelagið ætti einkum að gera, væri
að kenna mönnum að nota hagfeld verkfæri
til þess að ljetta undir með vinnunni, að vinna
sem mest með sem minnstri fyrirhöfn. Þó
ekkert annað væri unnið með því að brúka
Plóg og herfi, en að ljetta af mönnum því
þrælastriti, að pæla upp og berja í sundur
jörðina með reku, þá væri mikið unnið. Það
/<eri spor sem stígið væri í menningaráttina.
Hitt væri skræiingja-vinnulag, sem þyrfti að
*e8'gjast niður sein fyrst.
Nokkrar umræður urðu á fundinum um
þetta. Voru flestir því samdóma, að nauðsyn-
legt væri að brúka hesta, plóg og herfi í fje-
laginu, að svo miklu leyti sem kostur væri á.
j>Slagverk« og gott neyzluvatn. Tvö
nauðsynja- og velferðarmál fyrir höfuðstaðinn
hafa keppt um fyrirrúmið á síðustu bæjar-
stjórnarfundum. Annað var að fá »slagverk«
svo kallað í klukkuna í dómkirkjuturninum,
þ. e. umbúnað til að láta hana slá; gizkað á
að það mundi kosta 700 kr., en hefði sjálf-
sagt komizt upp í 1000 kr. Hitt var að fá
gert svo við brunnana hjer í bænum, eptir
tillögu hjeraðslæknis, að úr þeim fengist n/ti-
legt neyzluvatn og hættulítið fyrir lieilsu
bæjarmanna. Mátti eigi á milli sjá lengi vel,
hvort málið fengi meiri byr, klukkuglingrið
eða hitt. Svo lauk þó, að hringingartólið
hlaut ekki nema 4 atkv. (Magn. Benjamínss.,
Halldór Jónsson, II. Kr. Friðriksson og dr. J.
Jónassen), en marin fram ofurlítil fjárveiting
til undirbúnings hitiu málinu, viðgerðinni á
vatnsbólunum.
Það leynir sjer elcki á öðru eins og þessu,
að það var rneira en lítill glæpur að vilja fá
hjeraðslækninn inn í bæjarstjórnina í vetur!
Sútaö leður og skiim af öllum tegundum.
Normalkaffi, Kartöflumjöl, Haframjöl,
Hrisgrjón, neftóbak skorið og óskorið-
Kvenn- vetrarskór, Danzskór, Buchwalds-
tauin ágætu fást hjá Birni Kristjánssyni.
Þeir heiðruðu bæjarmenn og aðrir, sem gera
ætla vorpöntun hjá mjer, eru vinsamlega
beðnir að gera pantanir sínar fyrir 20. marz.
Eyðublöð undir pantanir fást hjá mjer.
Reykjavík 27. febr. 1897.
Björn K rist.jáiisson,
Bakari. Duglegur maður einhleypur og
reglusamur, sem nokkuð kann til bakaraiðnar,
getur fengið góða atvinnu. Ritstj. vísar á.
Baðliúsið í Reykjavík. Upp frá þessu
verður það að eins opið 2 daga í viku frá
morgni til kvelds, miðvikudaga og laugar-
daga, — og er kvennfólki ætlaður tíminn kl.
5—8 á miðvikudögunum —; en hina dagana
fram til hádegis fyrst um sinn.
Með því að baðstjórastaðan er nú laus, eru
þeir, sem hana vilja taka að sjer, beðnir að
gefa sig fram sem fyrst við undirritaðau for-
mann fjelagsins (hjeraðsl. Guðmund Björnsson)
eða við ritstjóra ísafoldar.
Reykjavík 25. febrúar 1897.
G. Björnsson.
Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og
opnu brjefi 4. janúar 1861. er hjer með skor-
að á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi
Árna Eyþórssonar kaupmanns, sem andaðist
hjer í bænum 2. þ. m., að 1/sa kröfum sínum
og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Reykja-
vík áður 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birt-
ingu þessarar innköllunar.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 25. febrúar 1897.
Halldór Danielsson.
Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878 og
opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skor-
að á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi
ekkjunnar Guðrúnar Gísladóttur (frá Elliða-
vatni) sem andaðist hjer í bænum 31. f. m.,
aðl/sa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta-
ráðandanum í Reykjavík áður en 6 mánuðir
eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar inn-
köllunar. Með sama fyrirvara er skorað á
erfingja hinnar látnu að gefa sig fram og
sanna erfðarjett sinn.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 25. febrúar 1897.
Halldór Danielsson.
Hjer með tilkynnist sóknarmönnum í Reykja-
víkursókn, að reikningshald dómkirkjunnar í
Reykjavík er falið á hendur amtsskrifara Þor-
keli Þorlákssyni, og verða þeir, sem greindil
dómkirkju eiga gjöld að greiða, að snúa sjer
í því skyni til nefnds amtsskrifara sem reikn-
ingshaldara kirkjunnar.
Suðuramtið, Reykjavík 25. febr. 1897.
J. Havsteen.
Undirritaðan reikningshaldara dómkirkjunn-
ar er að hitta hvern virkan dag kl. 3—4 e.
h. í Ingólfsstræti No. 7.
Reykjavík 26. febr. 1897.
I»oi‘kell Þorláksson.
Brúðamunír þeir er haldið var lotterí
um á »Kvennfjelagstombólunni« 13. og 14.
þ. m., fjellu á töluna 8. Handhafi þessa lott-
eríseðils er beðinn að snúa sjer til Olafíu Jó-
hannsdóttir Skólavörðustíg Nr. 11.
Herbergi með stofugögnum, í miðjum bæn-
um, vill einhleypur, reglusamur piltur fá leigt
nú þegar. Ritsj. vísar á.
JARPT MERTRYPPI, veturgamalt, mark:
blaðstyft fr. h., er í óskilum hjer í bænum,
og er skorað á eigandann að vitja þess inn-
an 14 daga og borga áfallinn kostnað fyrir
hjúkrun þess og þessa augl/singu.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 26. febr. 1897.
Halldór Daníelsson.
Á næstkomandi vori fæst Ibúð í Barnaskólabási
Seltirninga. Lysthafendur snúi sjer til brepps-
nefndarinnar.
Uppboðsauglýsing.
Þriðjudaginn 9. marz næstkomaudi verður í
Kirkjustræti 10 selt við opinbert uppboð
talsvert af góðum sauðamör, saltað flesk
frá Danmörku, bækur, kassar, tunnur,
og margt fleira. Enn fremur verður selt á
uppboðinu hlutabrjef í baðhúsi Reykjavíkur.
Uppboðið byrjar kl. 11 f. m., og verða sölu-
skilmálar augl/stir á undan uppboðinu,
Langur gjaldfrestur.
ltvík, 25. febr. 1897.
Kristján Þorgrímsson.
Jörðin Reykjahvoll í Mosfellssveit fæst
keypt og til ábúðar í vor. Semja má við á-
búandann.
Með því að bú Finns kaupmanns Finnssonar
hjer í bænum hefur í gær verið tekið til skipta-
meðferðar sem þrotabú eptir kröfu skuld-
heimtumanna hans, er hjer með samkvæmt
skiptalögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4.
janúar 1861 skorað á alla þá, er telja til
skuldar hjá nefndum kaupmanni, að 1/sa kröf-
um sínum og sanna þær fyrir skiptaráðand-
anum í Reykjavík áður en 6 mánuðir eru
liðnir frá síðustu (3.) birtingu þessarar inn-
köllunar.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 19. febr. 1897.
Hallúór Daníelsson.
Verzlun W. Fischers
Nýkomið með sLiaurat.
Baðmeðul ágæt með ísl. notkunarfyrirsögn.
Steiuolíuofnar, steinolíumaskínur.
Olíukápur, Olíubaxur, Olíusvuntur.
Margarine, mjög gott.
Reyktóbak, sjerstaklega gott, margar tegund-
ir, sem ekki hafa flutzt hingað áður.
Whisky ágætt, tvær tegundir.
Sardínur, Anchovis.
Svínslæri, reykt.
Kirsibersaft, Hindbersaft.
Pickles.