Ísafold - 10.03.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.03.1897, Blaðsíða 3
50 fje. Menn þrá því mjög, aö landplága sú verði stöðvuð. Fiskafli var með betra móti næstliðið vor, enda var útskipað á áliðnu sumri: frá Hofsós rúmum 500 skpd., frá Bæjarklettum 150, og frá Crrafarósi rúmum 30. Vanalega fer fiskur að afl- ast um mánaðamótin maí og júni, og nær vertiðin til sláttar; þá er sjálfhætt, með því að flestir stunda landbúnað, en menn eigi til tvískiptanna, og er það mjög bagalegt,, þar eð þá er vanalega mestur fiskur fyrir. Keyndar er þá opt minnst um sild, en aptur að vorinu og jafnvel að baust- inu mikið meiri en hagnýtt verður. Til að fá jöfnuði á þetta, á eð koma upp frostgeymsluhúsi á Bæjarklettum núna i vor; átti að komast upp i haust, en ótíð meinaði. Hefir því hinn fram- kvæmdarsami hreppstjóri vor og óðalsbóndi þar, Konráð Jónsson, sjeð um, að taka upp is i vet- ur og ljeð sjóbúðir sínar undir hann, til vors. Afli var einnig með bezta móti á haustvertíðinni, og sjaldan er þá róið lengra en um V2 milu. Byrjar vertíðin vanalega úr rjettum, og i haust náði hún þar til 3 vikur af vetri; sjaldan helzt fiskur lengur. Þrir bátar gengu yfir sumarið, en 18 haust og vor, hjer úr Hofshreppi, og munu þeir hafa dregið alls nálægt 373,000 fiska, en það verður að meðaltali á bát 17,762; fiskurinn upp og ofan, margt heldur vænt, enda með meira móti i salti í fisktökuhúsunum hjer, og mun það verða rúm 500 skpd. af þurkuðum fiski. Auk þess eiga sumir úthaldsmenn fisk i salti heima hjá sjer, og er fiskur þessi þvi nær allur eptir haustvertiðina. Yfirleitt er aflinn meiri og jafnari síðan út- haldsmenn fóru almennt að eiga net til síldveiða. Nágrannarnir hafa góða atvinnu við að þvo og þurka fisk þenna, sem vanalega er búið áður en vorannir byrja. Þess má enn fremur geta, að vei'zlun i Hofs- ós blómgast árlega, enda sjer kaupmaður Chr. l’opp um, að aldrei bresti þar hinar svo nefndu nauðsynjavörur; einnig er verzlunarstjórinn mesta lipurmenni og vel látinn af öllum; og gerir það ekki hvað minnst til. Þess virðist fara að verða full þörf og sann- girni mæla með því, að Hofsós verði settur á á- ætlun strandferðaskipanna, sem er rjett í leið þeirra inn á Sauðárkrók, og öllu betri höfn en þar, enda hafa þau opt tekið vörur þar upp á síðkastið. G. Um8jón og fjárhald dómkirkjnnnar. Safnaðarfundur um það mál hjer í fyrrakveld var ekki nándarnærri svo vel sóttur, aS þar yrSi gerð lögmæt ályktun. Eigi að síöur var málið rætt til muna, af biskupi, bankastjóra Tr. Gunnarssyni, lector Þórh. Bjarnarsyni, do- cent J. Helgasyni, og fleirum, og voru þeir flest- ir á því, að söfnuðurinn ætti að taka kirkj- una að sjer, ef viðunanleg kjör byðust af landssjóðs hálfu; einhverjir þó á móti. Talað um, ef resit yrði ny kirkja, hvort hún ætti heldur að vera úr steini eða timbri, hvar og hún ætti að standa, — stungið uppá gamla kirkju- garðinum, sem nú er grasgarður bæjarfógeta, lóð Jakobs heit. Sveinssonar, Arnarhólstúni og Hólavelli. Póstur farizt. Hinn 15. f. máu týndist aukapósturinn milli Akureyrar og Þönglabakka, Ólafur að nafni Þorsteinsson, hrapaöi fyrir björg á Svalbarðsströnd, þar sem heitir Faxa- fall,ásamt hesti, er hann reiddi á póstflutninginn; fannst örendur þar í fjörunni daginn ept.ir, á- samt hestinum dauðum, en farangurinn sjó- votur. Parsóttir í Reykjavíkur-læknishjeraði í febrúarmán. 1897. Hlaupabóla 2. Heimakoma 2. Taugaveiki 0. Kverkabólga 6. Barnaveiki 1. Kighósti 27. Lungnakvef 12. Lungnabólga 7 (Bronchopn. 6, Pn. croup. 1). Kirtlaveiki 3. Lungnatæring 6. Holdsveiki 0. Sullaveiki 0. Messugerð. Lektor Þórhallur Bjarnarson stigur i stólinn i kveld (kl. 6) í dómkirkjunni. Piskisamþ.breytirigin m. m. (Úr brjefi af Alptanesi, 8. marz). llmmæli »ísafoldar« um samþykktarbreytingarnar frá 12. febr. þ. á., sem nú eru gengnar í gildi, eru í fyllsta máta rjett. Breytingarnar voru viðstöðulaust samþykktar einungis vegna hræðslu við botnvcrpingana. Til- gangur sjómanna með þessa tilbreytni er sá, að reyna að ná í einhvern afla áður en óvinirnir koma; eu alls ekki er það meiningin, að sjómenn eða aðrir, sem staðið hafa á móti netabrúkun í flarðsjónum í marzmánuði, sjeu nú farnir að lin- ast raeð fiskisamþykktirnar, eins og þær voru, eða að það sjeu nú fleiri og fleiri, sem álita þær »humbug«, eins og segir í »Þjóð.« nýlega; slikt er ramskökk ályktun, sem nauðsynlegt er að mótmæla; hún er úr lausu lopti gripin og vill- andi fyrir málefnið. Hið sanna er, að allir útvegsmenn og sjómenn við innanverðan flóann, sem stunda sjó á opnum bátum, sárkvíða fyrir afleiðingunum af nýbreytni þeirri, er orðin er á samþykktunum, sjerstaklega að þvi er þorskanetin snertir; en vegna botn- verpinganna og hinnar bráðu þarfar, sem orðin er út af langvinnu aflaleysi, neyddust sjómenn til þess óyndisúrræðis, að gefa þessa breytingu eptir, og er slikt ekki einstakt dæmi, að menn á neyð- artímum hafa borgað tvisýna stundarbils bjarg- ræðistilraun margföldu verði. Sagt er, að allflestir þeirra, sem þorskanet eiga, ætli sjer að liggja við með þau suður i Garði, til þess að vera sem næst, fiskigöngunni, þegar hún kemur fyrir Skagann, og er það eigi láandi, þó að allir vilji reyna að ná í björgina; og væri þá heiðarlegt fyrir Garðmenn að hliðra sem bezt til fyrir innanmönnum, svo allt geti farið bróðurlega, meðan á aflatimanum stendur. Meðal annars ættu allir þeir formenn, sem þorskanet brúka í vetur, að koma sjer saman um, að halda dagbók, hver fyrir sig, yfir þá róðra, sem þeir brúka þorskanet, þar sem allt væri tilgreint, t. d. livernig fiskigangan virtist haga ferð sinni, hvar netin væru lögð, hvort þau færðust til í straumum og stormum, og þá hve mikið hver aflaði hvern dag, hvort net voru skemmd af manna völdum og hvernig. Úr þessum dagbókum mætti siðan fá nákvæma skýrslu, sem gæti gefið mjög mikilsverðar upp- lýsingar fyrir fiskiveiðamálið, og það væri ein- hver bezti grundvöllur til að byggja á næst, þeg- ar óskað verður breytinga á samþykktunum. Sjerstaklega væri það leiðarvísir fyrir þá em- bættismenn og handiðnamenn, sem litið þekkja til málsins, en þó vilja hafa áhrif á það; þeir yrðu þá máske fróðari eptir en áður um það, hvernig það gengur til með þorskanetin í Garðsjónum. ‘/s ’97. 9. F rjettaþráðar-rey farasaga. Eins og alkunnugt er, hefir Mr. John Mit- chell í Lundúnum verið að berjast fyrir því nokkur missiri að fú lagðan hingað frjetta- þrjáð. Fje til þess, 100,000 pd. sterl., hefir hann átt víst eða talið sjer víst frá upphafi, e f heityrði fengist fyrir tilteknum ársstyrk, 10,000 pd., og tóku alþingismenn 1895 lík- lega undir að landssjóður legði fram */4 hluta hans, en hina s/4 hugsaði hann sjer að fá hjá stjórn Breta, Frakka og Bandamanna í Ame- ríku. Það lánaðist ekki, og var nú Mr. Mit- chell á ferð í Khöfn í vetur í þeim erindum, að vita hvort ekki fengist einhver ársstyrkur úr ríkissjóði Dana, og þá um leið til þess að fá einkaleyfi hjá stjórninni í Khöfn til að leggja þráðinn. Um þetta mál birtist nú nokkuð reyfara- sögukennd fregn í seyöfirzku blöðunum, höfð eptir sko/.ku blaði : að þeir Mr. Mitehell og Dr. Jón Stefánsson sjeu búnir að safna til fyrirtækisins 100,000 pd. sterl., sem sje sama og 18 milj kr. (!!),—í staö l4/5 milj. kr. Auk jessarar tíföldunar á stofnfjenu felst sú vit- leysa í þessari frjett, að þeir fjelagar hafi farið að safna lijá almenningi á Englaudi og Skotlandi fje, sem þeim stóð til boða fyrir löngu hjáauðmannafjelagi einu í Lundúnunij ef ársstyrkurinn fengizt, en án hans leggja hvorki þeir nje aðrir einstakir menn eyris- virði til slíks fyrirtækis. Hitt getur satt ver- ið, og eru engin stórtíðindi, að stjórnin íKhöfn hafi veitt samþykki sitt eða leyfi til fyrir- tækisins; það virðist vera nokkurn veginn át- látalaust. Hvalveiðabátur Prith.jof (Ellefsens) kom hingað i dag, frá Túnsbergi, áleiðis til Önnndar- fjarðar — tekur hjer 30 verkamenn —; lagði af stað 2. þ. m.; engin brjef meðferðis, njc blöð nje frjettir. FrBnsk fiskiskúta, hin fyrsta á þessu árþ kom hingað í gær, dálitið biluð; hafði og misst mann útbyrðis á leiðinni til landsins; renndi færi undan Dyrhólaey, og varð ekki vör; en fekk 400—500 af þorski undan Þorlákshöfn. Bráðkvaddur varð hjer maður i gærmorg- un, Kristján Guðmundsson, verzlunarmaður,um þritugt, annaðhvort af heilablóðfalli eða af því, að hann hefir tekið inn of mikið af opium; verð- ur krufinn i dag. Ný fiskiskúta. er hr. G. Zoega kaupm. hefir keypt í Hull, kom hiugað í dag eptir 9 • daga ferð þaöan; fyrir henni Kr. Bjarnason. Hún heitir »Edinburgh«, 11 ára gömul, 83 smálestir. Aðra hefir hr. G. Z. keypt sjer í ferðinni, viðlíka stóra, 84 smál., og heitir »Liverpool«; og loks hina 3. handa-Th. Thor- steinsson. Sömuleiðis Jón skipstj. Jónsson í Melshúsum búinn að ná kaupum á vænni skútu handa sjálfum sjer. Inntökupróf til 1 bekkjar hins lwrða skóla veröur haldið þriðjudaginn 29. júní næstkom- andi. Um inntökuprófsskilirðin vísast til 3. greinar í reglugjörð firir hinn lærða skóla 12. júlí 1877 og til síðustu skólaskírslu. Þeir nísveinar, sem vilja setjast ofar enn í neðsta bekk, verða að vera komnir til Reikjavíkur í birjun júnímánaðar, til þess að þeir geti gengið undir próf með lærisveinum skólans. Reikjavíkur lærða skóla 5. mars 1897. B.iörn M. ÓI«en. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, og opnu brjefi 4. janúar 1861, er hjermeö skorað á alla þá, er telja til skuldar í dánarbúi fröken Önnu Thorarensen frá Stykkishólmi, er and- aðist í B,eykjavík 30. apríl f. á., að lýsa kröf- um sínum fyrir skiptaráðandanum hjer í sýslu innan 6 mánaða frá seinustu birtingu þessarar auglýsingar. Skrifst. Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Stykkishólmi 16. febr. 1897. Lárus Bjarnason. Stúdentar frá hinum lærða skóla, sem ekki hafa fengið Minningarrit 50 ára afmœlis hans, geta fengið ókeipis 1 ex. hver hjá undirskrifuð- um, meðan upplagið endist, ef þeir vitja eða láta vitja þess hjá mjer. Reikjavíkur lærða skóla 5. mars 1897. Björn M. Ólsen. Bessastaðir áAlptanesi fást til ábúðar með sanngjörnum leigumála, sem semja má um við undirskiifaöan. Tryggvi Guunarsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.