Ísafold - 13.03.1897, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða
tvisv.i viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr., erlendis 5 kr.eða
l1/* doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis f'yrir fram).
ISAFOLDo
Uppsögn (skrifleg)bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er i
Austurstrœti 8.
XXIV. árg.
Reykjavik, laugardaginn 13. marz 1897.
16. blað.
t í dag andaðist aö heimili mínu ekkjufrú
Magdalene Sophie Thorarensen,
fædd Möller, 79 ára aS aldri, úr lungnabólgu.
I’etta tilkynnist hjer með ættingjum og vin-
um hinnar látnu.
Kaupangi 19. febrúar 1897.
J. S. Thorarensen.
ÁGÆT ENSK OFNKOL
mjög ódyr
i verzlun Gr. ZOBG-A.
Um baðanir sauðfjár.
Það er orðið alkunnugt, að mörg undanfar-
in ár hafa á vmsum stöðum verið megn kláða-
óþrif í fje, og hefir þessi illkynjaði fjárkláði
sífellt verið að færast út. Loks hafa á þessu
ári amtmenn að undirlagi syslunefnda og
amtsráða fyrirskipað almennar fjárbaðanir.
Þessar baðanir hafa allvíða verið framkvæmd-
ar í vetur; þó eru það, að því er heyrzt hefir,
allmörg hjeruð, sem skerast úr leik með bað-
anirnar, og kemur það eflaust sumstaðar til
af skorti á baðmeðulum; aptur eru menn ann-
arsstaðar mjög mótfallnir böðunum,og ætla þess
vegna ekki að sinna þeim; telja þeir ymsar
ástæður til þess, að ógjörningur sje að baða
allt fje, svo sem þá: að böðin sjeu svo dýr,
að bændur standist ekki þann kostnað, sem
af þeim leiðir, og er þetta vitanlega lang-
helzta ástæðan, fíestar hinna ná engri átt, og
eru líka miklu óalmennari; þó er það að segja
um kostnaðarástæðuna, að hún rýrnar mikið,
ef liún er brotin til mergjar. Menn hugsa
sjer líka opt, að kostnaðurinn við böðin hljóti
að vera miklu meiri en hann er. Svo var
hjer í sveitunum í vetur (í Strandasýslu), að
margir höfðu haldið, að þeir mundu verða að
kosta miklu meiru til baðmna heldur enraun
varð á.
í »Fj.kon.« 51. bl. f. á. stendur og brjef-
kafli úr Skagafirði, þar sem segir meðal ann-
ars, að lítið muni verða af böðunum þar í
sýslu í haust, mest af því, að almenningur
álíti baðanna ekki þörf, og svo vegna þess,
að þeim fylgi ókleyfur kostnaður fyrir bænd-
ur, 35 a. á hverja kind, fyrir utan verk, bað-
ker, kaup umsjónarmanns o. s. frv.
Það væri fróðlegt að fá að vita, hvernig
brjefshöfundurinn kemst að þessari niðurstöðu.
Að engum fjáreiganda sje kostnaðar vegna of-
vaxið að baða sauðfje sitt, er hægt að sýna
með töhim, enda er reynslan orðin talsvert
almenn í þessu efni og hefir fært sönnur á
það mál, að kostnaðarviðbáran móti böðun
fjár hefir við ekkert að styðjast. Að baölyfj-
Unum til er böðunarkostnaðurinn 8—10 a. á
hverja kind, ef notað er eitthvað af baðlyfj-
um þeim, sem nú skulu talin.
Karbólsýrubað. Þaöhefirreynztallvel þannig
blandað: 1 pt. af karbólsýru og 1 pd. af græn-
sápu móti 50 pt. af legi. Verð á 1 pt. af
karbólsýru gjöri jeg 70 a.; hefir verð hennar
verið það í sumum verzlunarstöðum í ár.
Sápuna gjöri jeg 30 a. (1 pd.). Þetta efni
nægir í 12l/2 kind, ef gjört er ráð fyrir að
4 pt. af baðlegi fari á kindina, sem er nóg,
ef sinn helmingurinn er af hvoru, fullorðnu
og lömbum, og bærilega er undið úr. Kostn-
aður þessa baðs verður því 8 a. á kind. Ef
góð samtök væru um pantanir þessara bað-
efna, mætti eflaust fá þau með vægari kjör-
um en hjer er gjört ráð fyrir.
Kreólinbað. Eptir því sem Jón læknir
Jónsson segir í Austra, 28. tbl. f. á., þá kost-
ar 1 pd. af kreólíni 50 a. (í apóteki). 5 pd.
af kreólíni þurfa í 100 pt. af baðlegi. Kost-
ar það því 10 a. á kind.
Naplit.allnbað. Þetta nýja baðlyf, sem Th.
Thorsteinsson, kaupmaður í Reykjavík, hefir
útsölu á, kostar með verksmiðjuverði 48 kr.
l/t anker með nmbúðum. Það má hafa 1 pt.
af þessu lyfi móti 60 pt. af legi. Kostar það
þannig 8 a. á kindina. Reynist naphtalínbað-
ið vel, vcrður það eitthvcrt hið ódýrasta og í
alla staði hentugasta baðefni.
Þá er vinnukostnaður sá, sem til baðanna
gengur, æði fráfælandi í augum margra. En
ef bændur hefðu samtök og hjálpuðu hver
öðrum á víxl við baðanirnar, þá gætu þeir
optast nær komizt hjá öllum beinum peninga-
útlátum fyrir böðuuarvinnuna, nema til um-
sjónarmanns; verður flcstum þetta ótil-
finnanlegra en að gjalda í útbornum eyri.
Þar sem baðað hefir verið í vetur, hafa bænd-
ur víða baðað í fjelagi, og hefir það reynzt
mjög vel.
Jeg ætla að telja hjer dæmi til þess að
sýna, hvað böðunarkostnaðurinn allur verður
hár, ef mönnum þeim, sem að því vinna, eru
reiknuð full daglaun, og gjört er ráð fyrir að
flestir þeirra sjeu fullgildir verkmenn, sömul.
sje borgað fyrir áhöld o. s. frv. Jeg skal
tiltaka heimili, sem hefir 200 fjár. Þann fjen-
aðarfjölda álít jeg hæfilegt að baða á einum
degi af 8 manns, þó bæði hafi verið fleira og
færra baðað á dag eptir kringumstæðum.
Kaup og fæði böðunarmanna gjöri jeg 16 kr.
Að hirða 200 fjár yfir daginn mun mega
gjöra ráð fyrir að kosti 3 kr.; hafa böðunar-
mennirnir þá hirðingu á hendi samhliða böð-
uninni. Frá kaupi og fæði böðunarmanna
dragast því 3 kr., eptir verða 13 kr. Fyrir
fyrningu baðkers gjöri jeg 1 kr. 50 a. og fyr-
ir eldivið sömul. 1 kr. 50 a. Verður þessi
kostnaður þannig 16 kr. á 200 fjár, en 8 a.
á hverja kind. Ef annaðhvort karbólsýra eða
naphtalín er brúkað, verður allur kostnaðurinn
16 a. á hverja kind, en ef kreólínbað er brúk-
að, verður lcostnaðurinn 18 a. á kindina.
Mönnum kann nú að virðast þetta alls ekki
svo lítill kostnaður, 16 a. á hverja kind, eða
32 kr. á 200 fjár, beinlínis og óbeinlínis; en
þá er þess að gæta, að ef menn ekki baða
fyrri hluta vetrarins, þá hljóta menn þó að
bera rækilega f allt fje á þeim tíma, ef vel á
að fara, og það í þeim sveitum, þar sem fjár-
kláðinn enn hefir ekki náð bólfestu. Vandað-
ur íburður getur ekki kostað minna en helm-
ing baðverðsins; dregst því frá fyrir þeim í-
burði helmingur þess. Nú er óhugsandi, að
verkanir hans jafngildi verkunum baðsins til
frambúðar; þarf því íburðurinn að endurtak-
ast síðari hluta vetrar, en við það vinnst
böðuuarkostnaðurinn allur upp, og mun þó
hæpið, að tveir íburðii jafngildi einu baði til
þrifa. Sje seinna íburðinum sleppt, kemur
það niður á fóðri og afurðum fjárins. Þó
ýmsir af trassaskap komist hjá að viðhafa f-
burð að n jkkru eða öllu leyti í fullorðið fje,
þá er þeim það tap, en ekki hagur. Að í-
burðir aldrei geta liaft jafngóð áhrif sem böð
til frambúðar, kemur til af því, að böðin drepa
allt kvikt, sem utan á kindinni er, en ekki
er borið svo nákvæmlega í fje, að óværðin
geti ekki lialdizt við á blettum og æxlazt svo
og dreifzt aptur um kindina, þegar íburður-
inn hefir misst áhrif sín.
1 þeim sveitum, þar sem hinn illkynjaði
fjárkláði er orðinn algengur, er þó nauðsyn og
nytsemi baðanna gagnvart íburði svo langtum
meiri, heldur en þar sem hann er ekki. Menn
munu segja, að þar sem mikill kláði er, dugi
heldur ekki eitt bað, og verði því kostnaður-
inn enn þá meiri. Þetta er auðvitað rjett.
En þar sem þannig er ástatt, að engin líkindi
eru til að eitt bað gjört fyrra hluta vetrar
dugi nokkurn veginn yfir veturinn, þar er
mikill kostnaður óhjákvæmilegur, og getur
hann ekki á annan hátt orðið minni en þann,
að tvíbaða undir eins með hæfilegu millibili.
Mjer er það kunnugt, að á ýmsum stöðum,
þar sem fjárkláðinu hefir verið mikill, hefir
opt miklum kláða-meðulum verið eytt að vetr-
inum og mikið verk farið til að hagnýta þau,
og þó hefir niðurstaðan orðið sú, að fburðirn-
ir hafa ekki dugað betur en svo, að, þegar
komið hefir verið fram undir vorið eða jafn-
vel að vorinu, hefir orðið að ala fleira og
færra fje inni vegna kláða, til þess að það
lifði og yrði læknað, enda þótt góð tíð og
nógur hagi hafi verið. Áf þessu hefir svo
leitt ekki einasta meiri kláða-lyfjakaup og
vinnukostnað heldur en þó baðað hefði verið,
jafnvel tvisvar sinnum, heldur þar á ofan stór-
mikinn skaða bæði á heyjum og afurðumfjár-
ins, þó það hafi lifað. Það er ekki mikill
kostnaður, sem felst í því að baða svo full-
nægjandi sje, f samanburði við þáð tjón, sem
fjárkláðinn getur valdið (sje það ekki gjört)
og opt hefir valdið í mörgum sveitum, þrátt
fyrir ítrekaðan íburð.
Einstöku menn geta ekki sætt sig við böð-
in vegna þcss, að þau fari svo illa með fjeð.
Þeir geta ómögulega trúað öðru en að það
liljóti að vera ákaflega ill meðferð á kindun-
um að dýfa þeim á kaf í baðið. Það væri
betur að þeir, sem þessa skoðun hafa, gættu
þess vel, að láta fje sitt aldrei þola meiri
þjáningar heldur en það tekur út með því að
liggja niðri í baði 2 mínútur. Það væri meiri
ástæða til að tala um, að það væri ill méð-
ferð á fjenu, að láta það fá kláða, því að með
honum tekur fjeð út langvinnar kvalir, jafn-
vel svo vikum og mánuðum skiptir, og hrylli-