Ísafold


Ísafold - 25.03.1897, Qupperneq 2

Ísafold - 25.03.1897, Qupperneq 2
74 lauk svo, að herinn enski sótti borg hofðingj- ans, er Bida heitir, og settist þar að. Með því að sagt er að höfðinginn standi í sani- bandi við kalífann í Sudan eða Khartum, og hl v'ði eggjunum hans að verða Bretum sem ó- þarfastur, eru full líkindi til að þeir haldi nú landi hans traustuöm tkum. Síðustu frjettir bera, að nú sje Benin (borgin) einnig á Breta valdi, en konungur hafi komizt á flótta austur. Mál einkaleyfisfjelagsins í Suður-Afríku eða sökin gegn því og Cecil Khodes út af innrás- inni í Transvaal er núkomið í meðferð rann- sóknarnefndar í neðri málstofunni. I henni er 15 manna, og þar gegnir C. lthodes stefnu tvisvar í viku, ógugginn og hnarreistur, og dregur enga dul á, að hann hafi ráðið lið- safnaðinum við landamærin, þegar óróatíðind- in bárust frá Jóhannisburg í fyrra vetur. Til Parísar fór Murawievv, hinn nyi utan- ríkisráðherra Rvíssakeisara, frá Kmhöfn, og naut þar nokkurrar sólskinsdaga vinfengisins og hlaut þar æðstu orðusæmdir. I veizlu hjá Honataux, utanríkisráðh. Frakka, talaði hann d/rum orðum um að vinna allt hvað hann mætti í þjóðafriðarins þarfir. Sagðist þegar mundi segja af sjer, er til styrjaldar drægi. Þaðan fór hann til pýzkalands, og hafði í Berlin miklar virktaviðtökur og síðan af keisaranum í Kíl. — Það varð tíðinda í Dresden, 16. febr., að kirkja sú, er Krosskirkja heitir, brann til kaldra kola. Hvvn var meðal elztu kirkna borgarinnar, með 150 álna háum turni. Helztu dýrindamunum bjargað. Til aðgjörð- ar var kostað tii hennar fyrir tveim árum 256 þús. ríkismarka. Verkafallinu lokið í Hamborg, en með vanhögun og stórtjóni verka- manna. — Spánarveldi. Af nýjum sigrum á Cuba lítt hermt, en búizt við sem fyr, að nær færist kúgun uppreisnarinnar, og kostir þeg- ar f smíðum eyjarbúum til handa og ráð gjört fyrir meira sjálfsforræði. En flest blöð eru treg að trúa, og kalla ekki útsjeð um, hvað Bandaríkin kunni til að leggja, þegar hinn nýi forseti, McKinley, er seztur við stýrið. Á Filippseyjum hefur her Spánverja jafnan vegnað betur, en uppreisninni er þó ekki enn þar lokið, og nýlega barst sú fregn frá Manila, að uppreisnarmenn hefðu vakið til bardaga, þar sem 200 menn fjellu, en við sigur Spán- arhersins. Frá Ameríku hefur borizt, að gjörðardóms- málið hafi sætt mótmælum í öldungadeildinni, og að umræðunum verði skotið á frest til næstu þingsetu. Um úrslitin hyggja flestir til hins bezta. f Ole Peter Finsen póstmeistari fæddist hjer í Keykjavík 1. jan. 1832. Hann var yngstur sonur Ólafs yfirdómara (Hannessonar biskups) Finsen (f 1836) og konu hans Maríu (f 1886), dóttur kaupmanns Ole Möllers hjer í Rvík, en systur þeirra Christians og Ole Möller yngra, er hjer voru báðir kaupmenn 1 Rvík síðar. Systkin 0. Finsens póstmeistara voru: Vilhjálmur Ludvig, hæstarjettardómari; Jón Constant, síðast landlæknir á Lálandi og Falstri; Hannes Steingrímur, amtmaður á Fær- eyjum og síðast stiptamtmaður í Rípum á Jótlandi (faðir hins fræga unga vísindamanns, dr. Niels Finsens í Khöfn), og frú Valgerður, síðari kona Halldórs prófasts Jónssonar á Hofi. O. Finsen póstmeistari útskrifaðist úr latínu- skólanum 1856, hvarf frá embættisnámi og gaf sig að verzlun, fyrst nokkur missiri á Seyðisfirði hjá Örum og Wulff, en gerðist síð- an verzlunarstjóri hjá W. Fischer í Reykjavík. Eptir nokkur ár sleppti hann því starfi og gerðist póstskipsafgreiðslumaður, og hóf um leið pappírs- og bókaverzlun fyrir sjálfan sig. Árið 1872 var honum veitt hið nýstofnaða póstmeistaraembætti hjer á landi, og hafði hann dvalið erlendis veturinn áður, til þess að kynna sjer póstafgreiðslustörf, á Borgundar- hólmi. Ymsum störfum öðrum gegndi hann í almenningsþarfir, var í bæjarstjórn eitt kjör- tímabil, og mjög lengi í byggingarnefnd, var umboðsmaður brunabótafjelags hinna dönsku kaupstaða, umsjónarmaður sjúkrahússins, o.fl. — Hann var tvíkvæntur, fyrst (1863) Hend- rikku Andreu Biering (kaupmanns í Reykja- vík t 1857), missti hana 1871 og kvæntist aptur 1875 Maríu Kristínu Þórðardóttur Jón- assen háyfirdómara, er lifir mann sinn ásamt 5 börnum þeirra af 6, er þau eignuðust alls, og eru 2 synir þeirra í skóla. Af fyrri konu börnunum, 7 alls, lifa 2, Ólafur, aukalæknir á Akranesi, og María, kona Ólafs Ámunda- sonar, verzlunarstjóra í Reykjavík. 0. Finsen sál. var eljumaður mesti, aldrei óvinnandi, reglu-maður og ráðdeildar, fjörmað- ur og hinn viðkynningarbezti, ástríkur eigin- maður, faðir og húsfaðir. Frjettaþráðurinn. Það kvað vera öðru nær, eptir því sem skrif- að er frá Höfn, en að Mr. John Mitchell hafi orðið mikið ágengt þar í vetur með fyrirtæki istt, og er mælt að föruneytið, sem hann hafði, Georg Thordal og svo einn ónefndan íslend- ing vestfirzkan, muni ekki hafa bætt fyrir honum. Þar er því ekki nokkur hin minnsta hreyfing á málinu, hvorki á ríkisþinginu nje utan þings. Látið að eins í veðri vaka nú sem fyr, að málþráðarfjelagið mikla, sem Tiet- gen ræður fyrir (Store Nordiske), hafi í huga að gera eitthvað í þá átt á sínum tíma, er það sjái sjer hentugt færi. En hvenær sá tími kemur, er bágt að vita. — Annars er það harla merkilegt, að Danastjórn skuli una því eða kunna við að láta það um sig spyrj- ast, að hún sje hin eina ríkisstjórn í heimin- um, sem ekki hefir tök á að hafa málþráðar- samband við annan eins hluta ríkis síns og ísland er, með þó ekki sje nema rúmum 70 þús. manna, er allir telja þó með siðuðum þjóðum, og ekki minni atvinnu en fjöldimanna í heimaríkinu hefir af viðskiptum við oss. Þilskipakaupin- Eptir einu enn í við- bót sendi hr. G. Zoega kaupmaður til Eng- lands með »Laura« um daginn. Mikill hugur er í ýmsum bændum hjer og útvegsmönnum að reyna að sæta færi og ná í happakaup á á- gætum fiskiskútum á Englandi meðan tími er til, og munu þeir vera að berjast við að hafa einhverja framkróka til þess. Væri harlamik- ils um vert, að þeim heppnaðist það. Hinar þegar keyptu skútur eru allar hing- að komnar. Auknar gufuskipaferðir- Gufuskipa- fjelagið sameinaða kvað ætla að gera þinginu í sumar mikið kostaboð með strandferðir m. m. næstu árin tvö. Kvað ætla að hafa 3 skip í förum hingað, með 19 ferðum, fyrir 35,000 kr. árstillag. Landskjálftasamskotin í Khöfn orðin 13. þ. mán. rúmar 100,000 kr. Herskfpið Heimdal mun vera væntan- legt hingað miklu fyr en að undanförnu,lík- lega nú um mánaðamótin, með því að blöð í Khöfn flytja þá frjett af ríkisþinginu, að með- al breytingartillaga við fjárlagafrumvarpið í fólksþinginu hafi verið ein frá flotamálaráð- herranum um 50 þús. kr. viðbót við fjárfram- lagið handa þvx herskipi til varðgæzlu hjer við land, í því skyni að dvalartíminn hjer gæti orðið 31/2 mánuði lengri en verið hefir, og fjárlaganefndin aðhyllzt þá tillögu. Má þá ganga að því alveg vísu, að hún hafi fram- gang á þinginu. Mun þá »Heimdallur« geta verið hjer fram um veturnætur eða lengur. Thyra, strandferðaskipið, kapt. Garde, kom hingað í fyrra kveld, beint frá útlöndum. Með henni kom póstmeistaraekkja frú María Finsen, ásamt llki manns hennar, senx jarða á hjer á morgun. Ennfremur kaupmennirnir Thor Jensen af Akranesi, Ólafur Árnason frá Stokkseyri og Chr. Popp frá Sauðárkróki, cand. jur. Oddur Gíslason, stúdent Valdemar Thor- arensen, o. fl. Skipskaði- Hinn 20. þ. m. vildi það stórSlys til á Stokkseyri, að þar fórst skip í heimróðri með 9 rnönnum er allir drukknuðu. Formaður var Torfi Nikulásson á Söndum í Stokkseyrarhverfi, tatækur tómthúsbóndi, fað- ir 5 ungra barna. Hinir voru: Ingimundur Pálsson, einnig tómthúsb. (þar úr hverfinu), efnalítill; Bjarni Eiríksson frá Túni í Hraun- gerðishreppi, dugnaðarmaður mikill, er átti börn mörg; Jón Jónsson, unglingspiltur frá Minna-Núpi; Þórður frá Arnarhóli í Land- eyjum; Jóhann Guðmundsson frá Gíslholti í Holtum; Gísli Gtxðmundsson, bóndi frá Nýja- bæ í Sandvíkurhreppi; Jón Jónsson frá Bjalla á Landi; Þorsteinn Stefánsson frá Reykjar- völlum í Hraungerðishreppi. Aflabrögð- Nú er loks byrjaður góður afli í útveiðistöðunum hjer, ekki einungis Grindavík og Höfnum, þar sem mátti heita tnokfiski nú uni síðustu helgi, heldur einnig í Garðsjó, í net. Mánudaginn var, 22. þ. m., kom skip hingað sunnan að með 200 af nýj- um fiski, sem seldist á drykklangri stundu fyrir hátt upp í 200 kr., og var þó talsvert af því magurt, en það var nýnæmi, fyrsta bragð af nýveiddutn fiski, frá því einhvern tíma í haust; en svo er íshúsinu fyrir að þakka, að hægt hefir verið í allan vetur að fá nýjan fisk þar til matar, bæði ýsu og eink- um heilagfiski. Það var Finnbogi Lárusson, áður á Kringlu á Akranesi, sem þenna fyrsta afla sótti suður hjeðan, með mikltt harðfengi, því tíð var stirð, enda orðlagður sjómaður, haldinn mestur sjógarpur hjer við flóann. Fisk- urinn, sem aflazt hefir syðra síðustu dagana, er ný ganga, »undir« hina fyrri, sem kallað er, vænn þorskur og feitur mikið af því. Fáeinar fiskiskútur hafa komið inn í dag', eptir skamma útivist, og allvel fiskaðar, 4—- 5 þús., af vænum fiski, er þær hafa dregið mest djúpt í Miðnessjó, á síld úr Ishúsinu, en ekki verið nógu birgar af henni og því orðið ao bregða sjer heim hingað eptir meiru; tók að kalla má alveg fyrir afla, er síldar beituna þraut. Lítið ber á botnverpingum sem stendur; hafa haft sig í brott flestallir um stundarsak- ir vegna aflaleysis af kola, er þeir sækjast mest eptir. Af Eyrarbakka er ísafold skifað 21. þ. mán.: »Nokkra undanfarna daga hefir verið róið, en eigi almennt fyrr en í gær. Þykjast sjó- menn fullvissir um, að nægur fiskur sje kom- inn á vanaleg fiskimið. Áfli í gær dágóður,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.