Ísafold - 10.04.1897, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieða
tvisv.í viku. Verð árg.(90arka
minnst) 4kr.,erlendisö kr.eða
14/2 dolí.; borgist í'yrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD
Uppsögn (ski ifleg) bundm við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXIV árg.
Reykjavik, laugardaginn 10. apríl 1897.
23. blað.
Stórvetdin, Grikkir og Kríteyingar.
i.
Eyin Krít er á stærð við Arness/slu, eða
kringum 160 ferh.-mílur. En þó að landið
*je fjöllótt mjög, þá búa þar þó um 280,000
nianna, eða ferfalt fleiri en á öllu Islandi.
Svo cr þar frjóvsamt og veðursæld rnikil;
nieðal-árshiti 17 stig á C. Hún var í fyrnd-
inni kölluð »ódáinsakur«. Eyin liggur 30
hnattmælistigum sunnar en Island, nokkru
sunnar en Spánn, fyrir mynni Grikklandshafs,
í austur og vestur, löng og mjó. Fjöll eru
þar hærri en á íslandi, hið hæsta, Ida, meira
en 8000 fet. Dalir, undirlendi og hásljettur
nru afar-gróðursæl. Vínber og appelsínur þró-
ast þar hátt í hlíðum uppi. Þar kvað vera
víða forkunnar-fagurt land. Það fullyrða
menn, að þar gæti lifað hálfu fleira fólk, ef
stjórn væri í lagi. Goðasögur Grikkja. segja
Kronos hafa ráðið þar ríkjum á gullöld þeirra,
ög að þar hafi Seifur verið fæddur. Annar
frægur forukonungur þar síðar meir var Minos.
Sonarsonur hans Idomeneifur var í leiðangri
Grikkja til Trjóuborgar og hafði 80 skipa.
I'á voru í eynni 100 borgir. Sumir segja,
að Lykurgos hafi haft þaðan margt í lögum
þeim hinum frægu, er hann setti Spartverj-
um. Voru Kríteyingar snemma frægir fyrir
hreysti og harðfengi, og margt líkt í fari
þeirra og Spartverja. En meiri farmenn voru
þeir og kaups/slumenn. Var þeim síðar meir
*lla borin sagan fyrir fjegirni og hrekkvísi.
Svo segir Páll postuli, er kynntist þeim á
ferð sinni til Rómaborgar: »Krítarmenn eru
slljúgandi, óargad/r og letimagar«, og ber
fyrir því einhvern þarlendan rithöfund; bætir
síðan við frá sjálfum sjer: »Þessi vitnisburð-
úr er sannur«.
Skömmu eptir að Páll var þar á ferð, unnu
l’ómverjar eyna og lögðu hana undir sig, ár-
Jð 67 eptir Kristsburð; það hafði engri út-
lendri þjóð tekizt áður. Laut eyin Rómaveldi
úpp frá því i nær 8 aldir. Þá unnu Serkir
hana, árið 823, og gerðist hún þá alræmt
víkindabæli. Rúmri öld síðar, 960, misstu
Serkir hana aptur, og lagðist hún þá undir
^fólkonunginn í Miklagarði, en honum hafði
hún og lotið áður, eptir að Rómaveldi klofn-
úði. Á öndverðri 13. öld unnu Feneyingar
eyna og höfðu þar völd í meira en 400 ár.
I’eir voru harðir og stjórnsamir, og landið lief-
lr aldrei síðan blómgazt betur en það tíma-
f}'l. Loks rjeðust Tyrkir á eyna árið 1645,
8ettust um höfuðborgina, er Kandía heitir og
®evkir höfðu stofnsett, árið 1648, og sátu um
^úna í 20 ár, áður borgin gæfist upp. Er sú
vórn allfræg orðin og mikið um hana kveðið.
^jölhi af Tyrkjum 12,000 manna, en af kristn-
'lln rnönnirm um 30,000. Tyrkir þröngvuðu
°yjarskeggjum mörgum til að taka þeirra trú,
°K eru það niðjar trúvillinga þeirra, er nú
^yrða kristna bræður sína og landa. Kristn-
lv úienn eru þar fjölliðaðri og hafa verið alla
tíð> lítið meira en fjórði hver maður Tyrkja-
Uar- En lítið stoðar þeim liðsmunur sá; þvi
laga-vernd og hervalds veita Tyrkir sínum trú-
arbræðrum einum, en hinum ekki.
Nú hnignaði hag eyjarskeggja óðum, eins
og annara þjóða undir yfirráðum Tyrkja. Þeir
gerðu uppreisn hvað eptir annað, en Tyrkir
bældu þær með harðfylgi og grimmd. Þó
tókst Tyrkjum aldrei að buga að fullu íbúa
borgarinnar Sfakía, á suðurjaðri eyjarinnar
vestanverðum; þeir bjuggust umífjöllum og firn-
indum, er Tyrkir gerðust þeim heldur nærgöng-
ulir, og vörðust þaðan.
Þegar Grikkir hófu hið fræga frelsisstríð
sitt, árið 1821, þrifu Krítarmenn þegar til
vopna með þeim, og mundu hafa hrundið oki
Tyrkja af herðum sjer, eins og bræður þeirra
á Grikklandi, ef Mehemed Ali Egiptajarl hefði
eigi skorizt 1 leikinn. Hann fór blóðgum
brandi um eyna með 5000 Albana, og bældi
hana, undir sig á 2 árum; og varð soldán að
sleppa við hann eynni í þokkabót, en hlaut
hana aptur 1840. Hann hjet eyjarskeggjum
/msum rjettarbótum þá sem endranær, en
efndir urðu engar, heldur hert á kvöðum og
álögum í þess stað. Risu þeir upp með vopn-
um allt af öðru hvoru. Snarpasta hríð gerðu
þeir árið 1866, skömmu eptir að Georg r. (son-
ur Kristjáns Danakonungs) var oroinn kon-
ungur á Grikklandi og hafði fengið Ióna-eyjar
í heimanmund; vildu þeir láta Krít fara sömu
leið, og sögðu sig í lög við Grikki og skipuðu
bráðabirgðastjórn í nafni Grikkjakonungs.
Tyrkir hótuðu Grikkjum ófriði, ef þeir lið-
sinntu uppreisnarmönnum, stórveldin skárust
í leikinn, áttu ráðstefnu með sjer í París á
öndverðu ári 1869 og þröngvuðu Grikkjum til
að hafa sig kyrra, en lofa Tyrkjum að bæla
niður ófriðinn. Þó fengu Krítarmenn þá ráð-
gjafarþing og kristnir menn í eynni jafnrjetti
við Tyrki að lögum. Þrívegis hafa þeir gert
uppreisn síðan, og nú í 4. sinn í sumar sem
leið. Einu sinni, 1878, krafðist utanríkisráð-
herra Grikkja, Delyannis, beinlínis samþykkis
stórveldanna til innlimunar Krítar i konimgs-
ríkið Grikkland; studdu Frakkar það mál fast-
lega, en Rússar og jafnvel Englendingar tóku
því mjög dauflega, og varð ekki af.
II.
Það eru níðingsverk Tyrkja i Armeníu und-
anfarin missiri og gremja sú, er þcir kveiktu
meðal kristinna þjóða hjer í álfu, sem vakið
hafa enn í brjósti Kríteyinga n/ja von um,
að takast mætti að losna undan ánauð þeirra.
Munu fáir lá þeim það, aðrir en höfðing'jar
stórveldanna, er þykir sem flest verði til að
vinna að friður haldist, þ. e. að þeir þurfi
ekki að skiptast vopnum við og bera ef til
vill skarðan hlut af róstusömum skiptafundi í
þrotabúi Tyrkjasoldáns. Hitt kalla þeir frið
og fagurt gengi, þó. að vopn Tyrkja standi
missirum saman á saklausum þegnum þeirra
svo tugum eða hundruðum þúsunda skiptir,
og ekki von um að af ljetti fyr en þeir hafa
gjöreytt heilum þjóðflokkum kristinna bræðra
hinna voldugustu þjóða álfunnar.
»Þau 300,000 lík, sem hrúgast hafa í þvögu
síðustu árin við þröskuldinn hjá Tyrkjasoldáni,
morðingjanum kórónaða, — þau hrópa hefnd í
nafni kristninnar, inafni frelsisins, í nafni hinnar
ungukynslóðar,ínafni allshinsmenntaða heims«.
Þannig var að orði komizt í frönsku blaði
einu í vetur, og því við bætt, að undir þetta
tækju þar í landi jafnt apturhaldsmenn og
frelsismenn, konungssinnar og þjóðfrelsisvinir,
klerkasinuar og klerkahatarar.
»Hinar miklu styrjaldir fyr á tímum hafa
sjálfsagt opt haft meiri blóðsúthellingar í för
með sjer, en ekki önnur eins rjettarspjöll,
ékki annan eins níðingsskap, ekki annan eins
þrældóm eins og þessi blessaður friður, sem
stórveldin halda í dauðahaldi«.
Það er því margra viturra manna mál, að
undir friðarást stórveldanna búi ekki annað
en taumlaus síngirni og auðvirðileg ragmennska.
Þau geri sig samsek böðlinum við Sæviðarsund
með því að sitja hjá og halda að sjer hönd-
um, meðan hann er að murka lífið úr kristn-
um þegnum sínum og pynda þá á alla lund.
Þeir minna á hina nafnkenndu litmynd, er
Yilhjálmur keisari hugsaði upp í fyrra og ljet
gera, af drekanum eldi fnæsanda í austurátt,
en kristnar þjóðir vesturlanda þar andspænis í
skjaldmeyja líki, herklæddar og vígbúnar að
ganga fram í móti honum, og fyrir þeim Ger-
manía, ímynd hinnar þ/zku þjóðar og keisara-
dæmisins þ/zka; og sjálfur stóð keisarinn í
riddara líki við hlið hennar með brugðnum
brandi gegn drekanum. Það þóttust allir
skilja, að drekinn ætti að tákna Rússaveldi, og
blökkulið það, er honum fylgdi, hinar siðlausu
austrænu þjóðir; og væri hann, Vilhjálmur
keisari, til þess kjörinn að brjóta það á bak
aptur og verða þar með bjargvættur kristi-
legrar siðmenningar.
Nú þykir sem annað sje uppi á teningnum:
riddarinn og drekinn standi í faðmlögum,
búnir til að veitast að lítilmagna þeim, er
drengskap hefir til að taka að sjer hlutverk
það, er riddarinn ljezt ætla að vinna, en hann
og stórveldin hin hafa gefizt upp við. Lítil-
magni þessi er Grikkland.
Þá fá Bretar eigi að síður margt ómilt orð
í eyra. Menn minnast þess, hvern þátt aðrir
eins ágætismenn þeirrar þjóðar og stjórnvitr-
ingur Georg Canning og skáldið Byron lávarð-
ar áttu í lausn Grikkja úr klóm Tyrkja
snemma á öldinni, en með hátterni sínu nú á
tímum gagnvart Grikkjum smáni þeir lofsæla
minningu þeirra afreksmanna. Bretar hafi
síðan, í hvert skipti sem Krítarmenn hafi farið
fram á að sameinast bræðrum sínum á Grikk-
landi og losast úr böðulsklónum tyrknesku,
risið þaröndverðir í móti og verið þeim verri
Þrándur í Götu en nokkur þjóð önnur; og
gangi þeim ekki annað til en lvíaleg síngirni;
þeir búi undir niðri yfir því ráði, að »skjóta
skjólshendi« yfir Krít, líkt og Egiptaland eigi
alls fyrir löngu, í því skini að auka og efla
með henni vígstöðvar sínar í Miðjarðarhafi.
Þess vegna amist þeir við samsteypunni við
Grikkland, en hirði raunar eigi um, þótt sol-
dán missi tangarhald á eynni. Hjer komi